Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 31

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 31
FRÉTTAPÓSTUR Flugslys á Flúðum Einn fórst og annar liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að flugvélin TF-MOL hrapaði í aðflugi skammt frá flug- brautinni á Flúðum um klukkan 22.00 á þriðjudagskvöld. Blíðskaparveður var er flugslysið átti sér stað. Flugvélin var í aðflugsbeygju inn á flugbrautina á lítilli ferð er hún féll skyndilega niður og hafnaði í vegarkanti. Rannsókn flugslysanefndar Við rannsókn flugslysanefndar á ástæðum þess að litlu munaði að tvær farþegaþotur rækjust saman yfir Austfjörð- um hefur komið í ljós að misskilnings og ónákvæmni gætti í samskiptum tveggja deilda er stjórna flugumferð kringum landið. Það var í samskiptum innanlandsdeildar, sem sér um allt flug yfir landinu, og úthafsdeildar sem misskilning- ur átti sér stað. Rannsókn flugslysanefndar er ekki enn að fullu lokið. Vinstri sósíalistar Stofnfundur nýrra samtaka sem kalla sig Vinstri sósíal- ista var haldinn á laugardaginn var. í stefnuyfirlýsingu samtakanna segir að samtökin muni beita sér fyrir nýrri forystu í verkalýðshreyfingunni, meiri almennri virkni og meira almennu lýðræði innan hennar. Um er að ræða al- hliða stjórnmálasamtök sem ekki einangra sig við verka- lýðs- og launamál. Ekki mun vera um klofning frá Alþýðu- bandalaginu að ræða. Þjóðviljamálið Mikið var um það rætt í fréttum í síðustu viku að Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, yrði þriðji rit- stjóri Þjóðviljans. Á fyrsta fundi nýrrar útgáfustjórnar Þjóðviljans á mánudaginn var lýsti Svavar því hinsvegar yfir að hann sæi sér ekki fært að verða við áskorunum um að taka að sér starf ritstjóra Þjóðviljans við hlið Össurar Skarp- héðinssonar og Árna Bergmanns vegna anna sem fylgdu starfi formanns. Samþykkt var að stefna að því að ráða þriðja ritstjóra sem víðtæk samstaða gæti náðst um. Þorgeir dæmdur „Ef þessi dómur fær að standa, þá er ekkert ritfrelsi í landinu," sagði Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur en undir- réttur dæmdi hann til að greiða 10.000,- krónur til ríkis- sjóðs auk málskostnaðar vegna ákveðinna ummæla um lög- regluna í tveimur greinum eftir Þorgeir sem birtust í Morg- unblaðinu í desember 1983. Greinar þessar birtust í kjölfar Skaftamálsins svokallaða og fjölluðu um ofbeldi lögregl- unnar gegn borgurum landsins. Flugleiðir semja við flugliða Flugleiðir hafa undirritað nýja samninga við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugvirkja sem veita þessum starfshópum um 26% kauphækkun á þessu ári. Samningar þessara félaga hafa verið iausir frá síðustu áramótum. Nýju samningarnir eru afturvirkir til síðustu áramóta Og gilda til næstu áramóta. Kosningar Á laugardaginn var var kosið í 163 hreppum landsins. Á kjörskrá voru 18.768 og var kjörsókn 75,2%. Listakosning var í 24 hreppum og þar af var sjálfkjörið í þremur. Konum í sveitarstjórnum fjölgaði nokkuð frá síðustu kosningum. Fréttapunktar • Göngubrú yfir ána Krossá i Þórsmörk var formlega tekin í notkun síðastliðinn sunnudag að viðstöddum hátt á þriðja hundrað manns. • Hvalveiðar hófust á sunnudaginn var og að þessu sinni er áætlað að veiða 80 langreyðar og 40 sandreyðar en það eru tæplega helmingi færri dýr en veidd voru í fyrra. • Þau undur og stórmerki gerðust á bænum Miðbæ í Norð- firði fyrir skemmstu að fressköttur tók upp á því að bólgna út. Skúli Hjartarson bóndi er þess fullviss að fresskötturinn sé kettlingafullur og tvíkynja. • Guðmundur Svavarsson, málarameistari á Eskifirði, bjargaði frá drukknun manni sem hafði falliö á milli skips og bryggju. Guðmundur lá í rúmi sínu er hann heyrði neyð- aróp mannsins, hann klæddi sig í snatri og bjargaði mann- inum. • Alþýðusamband íslands ætlar að kæra til Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrirtæki sem ekki hafa staðið í skilum með skyldusparnað launafólks. • Hraðfrystihúsið á Patreksfirði skuldar Orkubúi Vest- fjarða verulega upphæð og var raforkusölu til fyrirtækisins hætt á föstudaginn var. • Stærsti lax sumarsins til þessa veiddist í Laxá í Aðaldal fimmtudaginn 12. júní. Var það 22 punda hængur. • Valgerður Backman, 19 ára Reykjavíkurmær, var valin úr hópi sex stúlkna til að fara fyrir íslands hönd vestur til Bandaríkjanna og taka þar þátt í keppni svonefndra Ford- módela. Arsrit KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLAIMDS 19. JÚNÍ ER KOMIÐ ÚT VERÍJ. Kft, Í20 ARSRIT KVENRETTINOAFÉLAÖSIStAHOS 1986 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM JAFNRÉTTIÐ? rÓRARfNN ELDJÁRN HEIÐAR 1ÓNSS0N , ÆVAR KJARTANSSON AÐ SLÁ í SUNDUR RJÓNARÚMIÐ mftNNINGALÍF KARLA ÁRIÐ 1985 ÍMÁUOG MYNDUM :ru komnir brestir í KARLMENNSKU- k ÍMYNDINA? Eru karlar líka menn? Kvenfrelsast karlar? Hvernig eru mjúkir karlmenn? Ég ætla sko að lesa um þetta allt í 19. júní — sérstaklega þessa mjúku! Tilfinningalíf karla? umhum. Lesið 19. júní og frœðist um sálarlíf karla. Hefur kynhlutverkið breyst? Hvað segja þeir um jafnréttið? Ævar Kjartansson, Þórarinn Eldjárn og Heiðar Jönsson velta upp ýmsum hliðum í 19. júní. Fæst í bókaverslunum og hjá kvenfélögum um land allt. LADY OF PARIS Laugavegi 84 (2. hœö) - Sími 1 28 58 HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.