Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 32

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Side 32
A J^^miaballar hafa tímann fram á haust til að finna nýjan ritstjóra, úr því að ekki náðist samkomulag um flokksformanninn. Mikil þörf mun vera fyrir ritstjóra, en eins og fram hefur komið er erfitt að finna mann sem allir geta sætt sig við. Þó hefur nú heyrst að Flokkseigendaklíkan, með Ragnar Arnason nýkjörinn formann útgáfustjórnar, hafi nú þegar augastað á manni sem hugs- anlega gæti skotið rótum á ritstjórn- arskrifstofum Þjóðviljans. Það er Engilbert Guðmundsson, kenn- ari á Akranesi, sem nú dvelst reynd- ar um hríð í Tanzaníu. Engilbert er tengdasonur Jónasar Arnasonar rithöfundar og talinn sæmilega holl- ur flokknum og þá sérstaklega ákveðnum aðilum innan hans.. . A yfirborðinu er latið i það skína að sættir hafi tekist í Þjóðvilja- deilunni. Þjóðviljinn birtir í þjóð- hátíðarblaði sínu frétt undir fyrir- sögninni „Friðsæll fundur" og Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, kom fram í sjón- varpi til að gera lítið úr rifrildinu. En í sjónvarpinu kom einnig fram blaðamaður Þjóðviljans, Lúðvík Geirsson, sem sagði að ritstjórn Þjóðviljans hefði farið með sigur af hólmi og bætti því við að nú væri hægt að vinna af viti, að minnsta kosti í sumar, en ráða nýjan rit- stjóra í haust. Þessi ummæli féllu ekki beinlínis í góðan jarðveg, því þau jafngilda því auðvitað að segja, að úr því að Svavar formaður varð ekki að ritstjóra þá væri hægt að vinna af viti. . . iðinn við að endursýna gamlar af- urðir sínar; fornfáleg sjónvarpsleik- rit, og ekki síður þætti sem vinir hans og góðkunningjar hafa gert í gegnum tíðina — nefnum Egil Eðvarðsson og félaga úr þeim hópi sem kalla sig Stuðmenn. í útvarps- ráði ráða menn nú ráðum sínum, höfum við frétt — Arni Björnsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, mun hafa óskað eftir skýrslu um endur- sýningar á innlendu efni í sjónvarp- inu, og í sama streng tók víst Eiður Guðnason, fulltrúi Alþýðuflhokks- ms. Það fylgir sögunni að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sé heldur ekki afhuga því að slík könn- un fari fram. . . G uðmundurJ. Guðmunds- son er fátækur maður, sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra nýverið þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði lát- ið Guðmund fá 120—130 þúsund krónur fyrir heilsubótarferð til Flór- ída. Vitaskuld eru þetta ærnir pen- ingar fyrir fátæka menn, um það bil fimm mánaðarlaun verkamanna. Sjálfsagt miðar Albert við sjálfan sig þegar hann kallar Guðmund fátæk- an. Lesendur Helgarpóstsins minn- ast þess hins vegar vafalaust að blaðið gerði í mars síðastliðnum út- tekt á launum verkalýðsforingjanna og kom þá í ljós að Guðmundur var með mánaðarlaun á bilinu 108—118 þúsund krónur. Auðvitað er þetta allt afstætt. Þessir peningar sam- svara hjá verkamönnum hátt í hálfs árs dagvinnu, en hjá Guðmundi rúmlega mánaðarvinnu. Hvað skyldi svo Albert vera lengi að vinna fyrir þessari upphæð? Eða - Hafskip... ö ^^^g aftur af Hrafni Gunn- laugssyni. Á fyrstu mánuðunum sem hann starfaði á sjónvarpinu þótti mönnum hann ausa býsna ótæpilega af ódigrum sjóðum stofn- unarinnar. Til dæmis þóttu þættirn- ir Á líðandi stundu fram úr hófi dýr- ir, og er þá fátt eitt nefnt. í framhaldi af þessu heyrast innan sjónvarpsins raddir um að eitthvað hafi slest upp á vinskapinn milli Hrafnanna tveggja, Hrafns Gunnlaugssonar og Ingva Hrafns Jónssonar — sumsé dagskrárgerðardeildarinnar og fréttadeildarinnar. Þeir á frétta- deildinni hafa nefnilega áttað sig á því að Hrafn hefur verið að eyða öll- um peningunum sem þeir ætluðu að nota til að búa til góðar fréttir, enn betri fréttir og efni sem tengist fréttum. Það er ekki stríð ennþá, en þegar það skellur á er sagt að það verði kalt. . . Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru eða þjónustu með tékka skal hann útfylla tékkann í þinni viðurvist og framvísa bankakortinu ásamt tékkanum. SPARIBANKINN v REIKNINQS NÚMER ■ ~~C - f? SPARIBANKINN Þu athugar; O hvort bankakortið sé frá sama banka og tékkinn 0 að gildistími kortsins sé ekki útrunninn © fæðingarár með tilliti til aldurs korthafa o hvort undirskrift á tékka sé í samræmi við rithandarsýnishorn á bankakorti. Séu ofangreind atriði í lagi © skráir þú númer bankakortsins (6 síðustu tölurnar) neðan við undirskrift útgefanda tékkans. Petta gildir um alla tékka, óháð upphæðinni. l síðasta Helgarpósti gerðum við allrækilega úttekt á Hrafni Gunn- laugssyni, völdum hans og ítökum í íslensku menningarlifi. Ekki komu þó öll kurl til grafar fremur en fyrri daginn. Til dæmis gleymdum við því að í útvarpsráði mun nú vera talsverð ókyrrð vegna endursýn- inga í sjónvarpinu þessa mánuði sem Hrafn hefur verið yfirmaður innlendrar dagskrárdeildar. Þykir mönnum að Hrafn hafi verið býsna Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Alþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.