Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 28
Vissir þú aö
SKILNAÐUR
ER SMITANDI
Adilar, sem fást viö skilnaöarmál, eru sammála
um aö þau hafi ýmis einkenni smitsjúkdóma.
Skilji eitt par í vinahóp eöa fjölskyldu, fylgja
gjarnan fleiri í kjölfariö.
Vissir þú að skilrtadur er smit-
andi? Já, smitandi!
Fyrr á tímum var fjárhagslegt
ósjálfstœdi kvenna og vidhorf þjóð-
félagsins til skilnaða nánast eins og
mótefni gegn því ad fólk tæki sig til
og sliti ófarsœlli sambúd. Nú er hins
vegar varla til sú fjölskylda á land-
inu þar sem enginn hefur skiliö eda
flosnad upp úr óformlegra sambúd-
arformi. Pad virdist þar aö auki
vera staöreynd, aö einn skilnaöur
getur hœglega leitt til annars — í
nánasta vinahópi eöa fjölskyldu.
STRAUMHVÖRF
EFTIR STRÍÐ
Neikvætt viðhorf þjóðfélagsins í
garð fráskilins fólks var lengi vel
mikill hemill á að hjón tækju þá af-
drifaríku ákvörðun að slíta samvist-
um. Það má sjá á tölum Hagstofunn-
ar um hjónaskilnaði, að fjöldi þeirra
tók mikinn kipp upp úr síðari heims-
styrjöldinni. A árunum 1931—35
voru lögskilnaðir t.d. alls 39, en eftir
stríð, árin 1946—50, skildu 97 hjón
á landinu. Upp úr þessum fyrstu
eftirstríðsárum gengur síðan allt af
göflunum og árið 1984, sem er síð-
asta ár sem tölur eru til yfir, voru
lögskilnaðir og skilnaðir að borði og
sæng alls 870. Á sama ári, 1984,
voru hins vegar 1413 hjón gefin
saman. Það er því augljóst að skiln-
aðir eru að verða afskaplega algengt
fyrirbrigði í íslensku þjóðfélagi nú
síðla á tuttugustu öldinni.
Flestir þekkja dæmi þess að nokk-
urs konar „skilnaðaralda" gangi yfir
vina- eða kunningjahóp, eða að
fleiri en einn meðlimur í sömu fjöl-
skyldu skilji með tiltölulega stuttu
millibili. Sú fullyrðing, að skilnaðir
geti verið smitandi, er ekki jafn fár-
ánleg og hún gæti virst í fyrstu. Þeg-
ar náinn vinur eða vinkona manns
skilur, er ekki óeðlilegt að maður líti
gagnrýnni augum á eigið hjóna-
band en áður og spyrji sjálfan sig
hvort ástandið í kotinu sé nú eins og
æskilegast væri. Og þegar Sigga
systir lifir það af að ganga í gegnum
skilnað, rennur það upp fyrir manni
að heimurinn ferst líklega ekki þó
maður slíti einu hjónabandi. Sigga
systir blómstrar meira að segja, svo
það er greinilega allra sæmilegasta
líf að loknu hjónabandi!
PRESTAR SKYNJA
SMITÁHRIFIN
Prestur nokkur á höfuðborgar-
svæðinu sagði í viðtali við HP, að sér
virtist vissulega sem skilnaðir
gengju stundum yfir í bylgjum inn-
an ákveðinna hópa. Hann nefndi
m.a. dæmi um vinkonur, sem báðar
höfðu gifst og eignast börn strax að
loknum menntaskóla. „Þegar börn-
in voru orðin nokkuð sjálfbjarga,
fóru vinkonurnar saman í háskóla-
nám. Þarna kynntust þær nýju fólki
með aðrar skoðanir en fyrri kunn-
ingjar þeirra höfðu haft og þetta
hafði mikil áhrif á konurnar tvær.
Önnur rauk út í skilnað og ekki leið
á löngu áður en vinkonan heimtaði
einnig skilnað frá sínum eigin-
manni. Hún hreinlega hermdi eftir
stöllu sinni.“ Þannig hljómaði þessi
dæmisaga úr raunveruleikanum,
eins og hún blasti við prestinum, en
prestar eru ekki eina stéttin sem
hefur með fólk í skilnaðarhugleið-
ingum að gera. Margir leita einnig
til sálfræðinga og félagsráðgjafa,
bæði fyrir og eftir svo örlagaríkt
spor á lífsleiðinni.
ERU ÞAU SKILIN?
Guöfinna Eydal, sálfræðingur,
stundar m.a. fjölskylduráðgjöf. HP
innti hana eftir því hvort skilnaðir
gætu verið smitandi.
„Já, ég held að það sé staðreynd.
Þetta á t.d. við í þeim tilvikum þegar
fólk, sem vinir og kunningjar vissu
ekki að áttu í erfiðleikum, tekur
skyndilega upp á því að skilja. Það
hefur ef til vill verið ljóst, að ekki
væri allt eins og best væri á kosið í
hjónabandinu, án þess að fólk hafi
þó gert sér grein fyrir því að endað
gæti með skilnaði. Oft er þá annar
aðilinn, oftast konan, búinn að gera
það upp við sig tilfinningalega að
hún vilji ekki vera lengur í þessu
sambandi. Þegar svona tilfelli kem-
ur upp, veldur það gjarnan mikilli
ólgu í kunningjahópnum. Þá segir
fólk sem svo: „Guð, eru þau skilin?!
Og þetta hefur samt alltaf verið
miklu verra hjá okkurl" Síðan kem-
ur hugsunin „Fyrst þau eru skilin,
þá þarf víst að huga að ýmsu á mín-
um bæ..
Það hefur sem sagt örugglega ein-
hver smitandi áhrif að horfa upp á
vinafólk manns skilja. Það er ákveð-
inn kraftur, jafnvel ákveðið heil-
brigði, í því að fólk skilur, sem eng-
an veginn getur verið saman. Ef
annar aðilinn hefur kannski vaxið
frá hinum og gerir það upp við sig,
án þess að vaða hugsunarlaust út í
það, að hann vilji siíta hjónaband-
inu, hristir það oft verulega upp í
kunningjahópnum. Þetta á sem sagt
sérstaklega við um þau tilvik þar
sem þannig er staðið að málum. Þá
getur skilnaðurinn haft áhrif á
hjónabönd vinanna, sem jafnvel
hafa gengið enn verr en hjá þeim
sem skildu fyrst."
DEILURNAR SKERPAST
í FRÍINU
— Veröur þú vör viö aö skilnaöir
komi í bylgjum eftir árstímum, Guö-
finna? Er ein árstíd öörum fremur
tími skilnaöa?
„Nei, ég held ekki... og þó. Mað-
ur verður meira var við þetta á
haust- og vetrarmánuðunum, en
það er líka vegna þess hve allt liggur
sjálfkrafa í láginni yfir sumartím-
ann.“
— Getur veriö aö sumarleyfi ýti
undir skilnaö?- Þ.e.a.s. að þegar
hjónin eru allt í einu saman allan
sólarhringinn, ef til vill í litlu hótel-
herbergi á sólarströnd eöa í orlofs-
húsi lengst uppi í sveit, þá sé ekki
lengur hœgt aö flýja vandann?
„Já, deilur hjóna skerpast oft í
sumarfríinu. Fólk, sem fer í leyfi en
hefur átt í einhverjum erfiðleikum,
gerir sér gjarnan betur grein fyrir
ástandinu, þegar upp úr sýður ein-
mitt þegar til stóð að hafa það
huggulegt saman. Mikill ágreining-
ur hefur safnast fyrir og er óútkljáð-
ur, og þá verður t.d. voðinn vís þeg-
ar hjónin fá sér í glas. Það er óhjá-
kvæmilegt að fólk fari að rífast, þeg-
ar losnar um hömlurnar.
Við þessar aðstæður, þegar til
stóð að slappa af og hafa það gott en
allt fór fjandans til, sér fólk betur
hve djúpstæður vandinn er orðinn.
Þá áttar a.m.k. annar aðilinn sig
stundum á því að þetta gengur ekki
lengur og að það sé ekki bara spurn-
ing um að fara í frí og þá muni allt
falla í ljúfa löð. Það leysir sem sagt
ekki málið að „slappa af“ saman.
AUKIÐ SJÁLFSTÆÐI,
MINNI ÞRÝSTINGUR
— Gerir mikill fjöldi skilnaöa það
auöveldara fyrir fólk aö taka þessa
ákvöröun, nú þegar þetta þykir ekki
jafnhrœöilegur atburður og fyrr?
„Já, en einnig eru konur núna
ekki jafn fjárhagslega háðar karl-
mönnunum og áður var. Þær hafa
hreinlega meiri möguleika og
treysta sér betur til þess að standa á
eigin fótum. Hins vegar leggja þær
auðvitað margar hverjar gifurlega
mikið á sig — það er ljóst.
Afstaða samfélagsins hefur þar að
auki breyst, eins og þú gast um.
Þessi siðferðilegi þrýstingur um það
hvað væri rétt og hvað rangt, er ekki
lengur jafnsterkur. Þar að auki
skipta vinir og vandamenn sér ekki
af þessu að sama skapi og áður. Það
er mikið til hætt að predika yfir
fólki. Afstaða gagnvart hjónaskiln-
uðum er breytt og einnig eru flestir
orðnir opnari fyrir alls kyns sam-
búðarformum núna. Margir gifta sig
ekki, heldur búa saman, og þá eru
slitin ekki eins alvarlegt mál og ef
fólkið hefði verið gift.
Það er sem sagt bæði almenn af-
staða í samfélaginu, sem gerir skiln-
aði auðveldari en áður, og einnig
það að konurnar treysta sér núna
betur til þess að standa á eigin fót-
um. Þess vegna sætta þær sig ekki
lengur við hluti, sem konur sættu
sig við áður. Þær eru ekki tilbúnar t'il
þess að láta traðka á sér og sínum til-
finningalegu þörfum. Konur gera
nú á tímum meiri kröfur í hjóna-
bandi. Ef þeim er ekki fullnægt, eru
þær ekki lengur tilkippilegar til þess
að bíta í það súra epli. Áður fyrr
tóku konur í þessari stöðu kannski á
honum stóra sínum og hugsuðu sem
svo: „Ég á börn með þessum manni
og get ekki gert þeim það að slíta
hjónabandinu." Heimavinnandi
konur fyrr á árum voru hræddar við
að fara út á vinnumarkaðinn, höfðu
lítið sjálfstraust og enga starfs-
menntun. Það hafði sín áhrif."
LASBURÐA HJÓNA-
BAND VERRA EN
SKILNAÐUR
— Er þaö eitthvaö sérstakt, sem
einkennir hjónabönd sem standast
tímans tönn? Eiga þau einhverja
sameiginlega þætti?
„Sko, hvaða hjónabönd ganga?
Maður veit að mörg hjónabönd sem
vara jafnvel í áratugi, œtti að leysa
upp. Það var gerð rannsókn á með-
ferðarstofnun í Bandaríkjunum,
sem leitað var til vegna barna með
mjög alvarleg geðræn hegðunarein-
kenni. Eftir ákveðinn tíma var það
kannað frá hvernig fjölskyldum
þessi börn komu. Þá kom í Ijós, öll-
28 HELGARPÓSTURINN
eftir Jónínu Leósdótturi