Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 29
3Egm s um sem unnu við þetta til mikillar undrunar, að það voru mjög fá skiln- aðarbörn í þessum hópi. Allir höfðu ímyndað sér að þegar skilnaðir fóru að aukast í Bandaríkjunum, hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En þegar farið var að rann- saka málið nánar, kom í ljós, að fjöl- skyldur barna með erfið sálræn vandamál einkenndust af mikilli til- finningalegri togstreitu og kulda. Þarna var oft um að ræða töluvert spennuástand, sem aldrei leystist heldur var viðvarandi. Þess vegna upplifðu börnin allt mögulegt á heimiiunum, bæði ljóst og leynt. En svo ég svari spurningunni, þá er svo sem hægt að setja fram lista um það hvaða skilyrði „gott" hjóna- band þarf að uppfylla. Báðir aðil- arnir verða t.d. að geta séð um alls kyns hagnýta hluti sem varða heimilishald, börn og annað slíkt. Einnig verður fólkið að hafa einhver áhugamál, geta deilt ýmsum hlut- um og fullnægt tilfinningalegum þörfum hvors annars, án þess að það sé eilífur spennuvaldur. Aðal- málið er hins vegar það, að ein- staklingarnir geti einhvers staðar verið sem algjörlega sjálfstæðir aðil- ar og haft raunverulegt sjálfstæði. Maður má ekki vera límdur upp við makann eins og blóðsuga." AMERÍSKA FORMÚLAN Til þess að enda þessa umfjöllun um smitsjúkdóminn skilnað á já- kvæðum nótum, er ekki úr vegi að benda fólki í áhættuhópumá bók eft- ir Francine Klagsbrun, sem nefnist Married People: Staying together in The Age of Divorce. Á íslensku myndi titillinn útleggjast Hjónafólk: Listin aö halda hjónabandinu á rétt- um kili í skilnaöaröldunum. Höf- undurinn telur að hægt sé að gera hjónabandsfleytuna skilnaðarþétta, ef fylgt er ákveðnum reglum. Áður en Klagsbrun komst að endanlegri niðurstöðu, tók hún viðtöl við yfir tvö hundruð hjónakorn, sem voru í hamingjusömum samböndum. Flest þessi pör áttu þrennt sameig- inlegt: Þau voru mjög ákveðin í að vilja láta sambúðina blessast, þau treystu hvort öðru fullkomlega, en reyndu á sama tíma að vera jafn- sveigjanleg og mögulegt var. Hvort þessi ameríska uppskrift reynist gagnleg sóttvörn í skilnaðar- faraldri hér uppi á Fróni, skal hins vegar ósagt látið. EFÞÚÁTT SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS SEM ERINNLEYSANLEGT IO. SEPTEMBER Á SKALTU VERJAST aLLRI ASOKN í ÞAÐ ÞVI RÍKIS5JOÐUR BÝÐUR ÞER NÝ SKÍRTEINI MEÐ 6.5% ÁRSVÖXTUM UMFRAM VERÐTRYGGINGU OG AÐEINS TIL TVEGGJA ÁRA Þú skalt hugsa þig um tvisvar áður en þú fellur fyrir einhverjum þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig. F>að er þinn hagur að ríkissjóður ávaxti peningana þína áfram - í formi nýs skírteinis; ávöxtunin er góð og skírteinin eru laus eftir rétt rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10. janúar 1989). En það segir ekki alla söguna. Þótt sumir bjóði álitlegri vexti en ríkissjóður eru spariskírteinin engu að síður um margt betri kostur. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun, þau eru eign- arskattsfrjáls (eignarskattur er nú 1,2% á ári) og þau eru öruggasta fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir engin áhætta. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS HELGARPÖSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.