Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 8
hér fyrir sunnan og á hlutabréf og eignir víðar. I apríl fór Gunnar Óskarsson, hjá Fjárfestingafélaginu, út til Spánar til þess að leggja mat á Soumi Sun Spain. Niðurstaða hans var sú að hér væri um mjög stöndugt og áreiðanlegt fyrirtæki að ræða. Ferð Gunnars til Spánar mun hafa verið liður í samningum þeirra Guðmund- ar og Páls en Guðmundur hafði á prjónunum að nýta þjónustu félags- ins ef hann gengi til samstarfs við Pál. Þegar Guðmundi varð ljóst að Páll hafði undir höndum traust um- boð færðist meiri alvara í samning- ana. Páll var kominn í algert þrot, hafði haft umtalsvert fé af viðskipta- vinum sínum, framið alvarlega glæpi og var auk þess kominn út úr húsi í flestum bankastofnunum hér heima. í samtali við HP sagðist hann hafa bundið vonir við að með því að halda áfram rekstri gæti honum áskotnast fé tii þess að endurgreiða því fólki sem hann hafði svikið og komið þannig í veg fyrir að upp um brot hans kæmist. Þeir Guðmundur og Páll stofnuðu síðan hlutafélagið Orlofsferðir h/f ásamt fjölskyldum sínum þann 23. maí 1986. Páll var skráður fyrir 500 þús. kr. hlut og eiginkona hans, Jó- dís Runólfsdóttir, fyrir öðrum 500 þús. kr. Guðmundur var skráður fyr- ir 400 þús. kr. hlut, eiginkona hans, Svaua Gísladóttir, sömuleiðis og sonur Guðmundar, Guðmundur Rafn Guðmundsson, var skráður fyrir 200 þús. kr. hlut. Á stofnfundin- um var samþykkt að taka tilboði Umboðsskrifstofunnar, Síðumúla 4, en í nafni hennar hafði Páll stundað viðskipti sín, um kaup á skrifstofu- áhöldum og tækjum, ásamt umboð- um og viðskiptavild þar að lútandi. Kaupverðið var 1,5 milljónir kr. í samþykktinni er tekið fram að ,,all- ar skuldir bæði beinar og óbeinar sem stofnað hefur verið til til stofn- setningar og reksturs „Umboðs- skrifstofunnar Síðumúla 4“ séu með öllu óviðkomandi Orlofsferðum h/f svo og allar kröfur frá viðskiptavin- um eða óuppfylltar skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum Umboðs- skrifstofunnar. Einnig kröfur er kunna að koma frá þeim síðar". FARIÐ í KRINGUM GJALDEYRISLÖG- GJÖFINA Fljótlega eftir stofnun Orlofsferða h/f var farin kynnisferð með 5 manns til Spánar og um miðjan júlí var farin önnur ferð og þá með 15 manns. Eftir þessar ferðir sýndu átta aðilar áhuga á kaupum á húsum, ýmist félagasamtök eða einstakling- ar. Þrátt fyrir ákvæðið í gjaldeyris- lögunum um að félagasamtök með fleiri félagsmenn en 50 væru einu aðilarnir er heimild höfðu til kaupa á fasteignum erlendis stóð það ekki í vegi fyrir því að einstaklingar keyptu sumarhús, hvorki af Páli né Orlofsferðum h/f. Sumir þessara einstaklinga fengu starfsmannafé- lög eða fagfélög sem þeir voru í til þess að gerast leppar og aðrir stofn- uðu félög gagngert til þess að kom- ast í gegnum síu laganna. Þannig hefur HP heimildir fyrir því að veit- ingamaður í Kópavogi lét liggja á barborðinu hjá sér félagaskrá sem gestir og gangandi skrifuðu sig í, framkallaði síðan stjórnarfund sem samþykkti fasteignakaup á Spáni og fékk með því gjaldeyrisyfirfærslu í Seðlabankanum. Ekki er ólíklegt að slíkt teldist vera fyrir dómstólum málamyndagerningur gagngert framkvæmdur til þess að komast framhjá lögunum. HP hefur einnig heimildir fyrir því að einir þrír ein- staklingar hafi lagt inn fyrirfram- greiðslur og skuldabréf sem trygg- ingu fyrir kaupum á sumarhúsum hjá Orlofsferðum h/f án þess að bera fyrir sig félagasamtök. UMBOÐSMANNINUM SPARKAÐ Eftir stofnun Orlofsferða h/f hófu þeir Páll og Guðmundur að semja við Fjárfestingafélagið um sölu á skuldabréfum viðskiptavina sinna og veittist þeim það létt þar sem Guðmundur hafði þar góð sam- bönd. Gunnar Óskarsson hafði sem áður sagði gert úttekt á Soumi Sun Spain og nú kom hann með tillögur um leiðir til fjármögnunar fyrir við- skiptavini Orlofsferða h/f. Hug- mynd hans að kaupleigusamningi sem í raun hefði þýtt um 30% vexti umfram verðbætur fyrir kaupand- ann var hafnað bæði af kaupendum og Orlofsferðum. Önnur leið var notuð í nokkrum sölusamningum og hún fólst í því að Fjárfestingafé- lagið tók til sölu bréf með jöfnum mánaðargreiðslum til þriggja ára fyrir nær öllu kaupverði húsanna. Þessi bréf voru seld með miklum af- föllum og greiddu því kaupendur sumarhúsanna mun hærra verð fyr- ir þau en áður. í kynningarferðinni til Spánar um miðjan júlí dró síðan til tíðinda. Þann 17. júlí voru Guðmundur og Páll kallaðir á fund á skrifstofu Soumi Sun Spain. Þar var Páll yfir- heyrður um skil á greiðslum og þeg- ar fátt varð um svör var hann látinn skrifa undir plagg þar sem hann lagði íbúð sína að veði fyrir að þess- ar greiðslur bærust til Soumi Sun Spain. í samtali við HP sagði Guð- mundur að á þessum fundi hefði hann fyrst komist að hinum stór- felldu svikum Páls. Eftir undirskrift yfirlýsingarinnar gekk Páll af fundi. Að sögn Guðmundar buðu forsvars- menn Soumi Sun Spain honum þá umboð þeirra á íslandi sem hann og þáði. Þegar heim kom hélt starfsemi Orlofsferða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Páll sá enn um sölu- málin ásamt Guðmundi Rafni og þeir gengu í sameiningu frá sölu á 7 húsum til 5 aðila. PÁLI BOLAÐ ÚR ORLOFSFERÐUM Þann 5. ágúst boðar síðan Guð- mundur Óskarsson til stjórnarfund- ar í Orlofsferðum h/f. Auk Guð- mundar mættu á fundinum Guð- mundur Rafn, sonur hans, og Páll Jónsson. Á fundinum samþykktu þeir feðgar gegn mótatkvæði Páls að innkalla ógreitt hlutafé Páls og konu hans, Jódísar Runólfsdóttur, að andvirði 500 þús. kr. Páli var gef- inn tæplega þriggja klukkustunda frestur til þess að skila þessu fé til félagsins. Yrði hlutaféð ekki greitt innan þess tíma tæki stjórn félagsins ákvörðun um það hvort hún nýtti sér forkaupsrétt sinn á næsta stjórn- arfundi sem boðað var til daginn eft- ir. Þá samþykkti fundurinn, og aftur gegn mótatkvæði Páls, að segja Páli upp störfum hjá fyrirtækinu vegna svika er hann hafði beitt viðskipta- menn sína og Soumi Sun Spain með- an hann rak umboðsskrifstofu sína. Páll mótmælti þessari afgreiðslu á fundinum og óskaði auk þess eftir því að gögn um sölu Orlofsferða h/f frá stofnun yrðu lögð fram á næsta fundi. Daginn eftir kom í ljós að Páll hafði ekki lagt andvirði hlutabréf- anna inn á reikning félagsins og á fundinum nýttu Guðmundur Ósk- arsson, eiginkona hans, Svava Gísla- dóttir og sonur hans, Guðmundur Rafn, sér forkaupsréttinn á hluta- bréfunum og voru þau greidd á fundinum. Þar næst samþykkti stjórnin áskorun á Pál að selja eftir- standandi 25% hlut sinn í félaginu sem fyrst, og enn mótmælti Páll. PÁLL SVIKINN Á ENDANUM Þegar Páll kom á skrifstofu sína á Laugavegi 28 um morguninn fyrir seinni fundinn var búið að fjarlægja þaðan nær öll gögn um viðskipti hans á tímum Umboðsskrifstofunn- ar og einnig skjöl er vörðuðu sam- skipti hans og Guðmundar. Páll sagðist í samtali við HP ekki vera í vafa um að þeir feðgar, Guðmundur og Guðmundur Rafn, hefðu flutt hans persónulegu gögn á skrifstofu Guðmundar á Laugavegi 18 aðfara- nótt 6. ágúst. Samkvæmt heimild- um HP færði Guðmundur RLR mik- ið af skjölum úr fórum Páls er hann var kallaður þangað til yfirheyrslu vegna kæru Árna Sörenssonar sl. fimmtudag. Lögmaður Páls, Hilmar Ingi- mundarson, sagði í samtali við HP að sér þætti ekki leika vafi á að Guð- mundur hefði brotið hlutafélagalög með því að gefa Páli einungis þrjár klukkustundir til að greiða innkallað hlutafé og kaupa hlutabréfin síðan sjálfur ásamt fjölskyldu sinni er Páll greiddi þau ekki innan tilskilinna tímamarka. Þá taldi Hilmar sýnt að Orlofsferðir h/f hefðu ekki staðið í skilum við Umboðsskrifstofuna Síðumúla 4 um kaupverð á skrif- stofutækjum hennar, umboðum og viðskiptavelvild en það var metið á 1,5 milljón kr. samkvæmt stofn- samningi Orlofsferða h/f. Einnig taldi Hilmar athyglisvert að Guð- mundur hefði beðið með það í 20 daga að tilkynna Páli að hann væri ekki lengur umboðsmaður Soumi Sun Spain á íslandi, heldur hefði Guðmundur sjálfur tekið við því starfi. Á þessum tuttugu dögum gekk Páll frá sölu á 7 sumarhúsum í nafni Orlofsferða, að því er hann taldi. Þagar gengið var frá þessum samningum var hins vegar nafn fyr- irtækis Guðmundar, G. Óskars- son, sett á samningana í stað Orlofs- ferða. Því er hægt að leiða að því lík- ur að hér hafi Guðmundur hlunnfar- ið Orlofsferðir um umboðslaun af þessum sölusamningum. Þá væri einnig hægt að efast um rétt Guð- mundar til þess að ieggja hald á skjöl Páls og umboðsskrifstofu hans, enda hefði það verið skýrt tekið fram í stofnsamningi Orlofs- ferða að sú skrifstofa væri með öllu óviðkomandi Orlofsferðum. FJÁRDRÁTTUR ENN OG AFTUR Þrátt fyrir að Páli væri vikið frá störfum hjá Orlofsferðum sveik hann fé af tveimur aðilum sama daginn, þann 7. ágúst, í nafni félags- ins. í annað skiptið tók hann við 300 þús. kr. af manni sem fyrirfram- greiðslu í sumarhús og í hitt skiptið tók hann við 160 þús. kr. af Arna Sörenssyni sem lokagreiðslu í hús hans en eins og komið hefur fram var aldrei hafist handa við að byggja það þar sem Páll hafði í upphafi fals- að kaupsamninginn en haldið áfram eftir sem áður að taka við greiðslum frá Árna. Þetta fé segist Páll síðan hafa notað til þess að greiða fólki er hann hafði svikið áður „til þess að fá það útúr dæminu“ eins og hann orð- aði það í samtali við HP. Þegar hér er komið sögu var sag- an um svik Páls farin að berast milli viðskiptamanna hans. Þegar þeir leituðu upplýsinga á skrifstofu G. Óskarssonar, en Guðmundur hafði lagt starfsemi Orlofsferða niður þann 6. ágúst, var þeim bent á að leita réttar síns hjá lögmanni. Atvik höguðu því svo að allir nema einn leituðu ti! Ragnars Aðalsteinssonar og sem fyrr sagði hóf hann að kanna hvort ekki væri mögulegt að gera Soumi Sun Spain ábyrgt fyrir umboðsmanni fyrirtækisins á ís- landi og gerðum hans í nafni þess. Alls voru það 12 aðilar er sneru sér til Ragnars en sá þrettándi, Árni Sörensson, leitaði hinsvegar til Jóns Gunnars Zoéga og hann valdi þann kost að kæra Pál til RLR. SVIKU SPÁNVERJARNIR PÁL? Samkvæmt upplýsingum sem Guðmundur Óskarsson veitti HP nemur sú upphæð sem Páll hefur fengið hjá viðskiptavinum sínum án þess að það komi fram í gögnum Soumi Sun Spain hátt á sjöundu millj- ón kr. Páll viðurkenndi í samtali við HP skjalafals og fjárdrátt en neitaði staðfastlega að sú upphæð sem hann hefði svikið út úr fólki með þeim hætti væri hærri en tæpar þrjár milljónir kr. Hann sagðist hafa í fórum sínum kvittun frá banka í Luxemborg fyrir innborgun á 3.600 dollurum, en þá greiðslu hefði Soumi Sun Spain ekki viðurkennt að hafa fengið. Hann sagðist einnig hafa kvittun fyrir greiðslu til fyrir- tækisins að upphæð 8.000 dollarar en Soumi Sun Spain neitaði því sömuleiðis að hafa tekið við þeirri greiðslu. Páll sagði í samtali við HP að þar sem hann hefði ekki aðgang að skjölum sínum og Umboðsskrif- stofunnar, ætti hann erfitt með að sanna sitt mál en hann sagðist vera þess fullviss að Soumi Sun Spain, með eða án vitorðs Guðmundar Óskarssonar, væri að auka við það fúafen sem hann hafði gert úr við- skiptum sínum. Nokkrir af viðskiptavinum Páls sem HP ræddi við tóku undir þessi orð Páls og einn þeirra taldi sig hafa undir höndum telex-skeyti er sann- aði að Soumi Sun Spain hefði skuld- fært umboðslaun Páls á reikning sinn eftir að fyrirtækið hafði sagt honum upp sem umboðsmanni. MÖGULEIKAR Á ENDURGREIÐSLU Ef þessar fullyrðingar reynast sémncu- breytist staða fólksins sem svik- ið var í þessum viðskiptum til mikils batnaðar. Páll Jónsson er ekki borg- unarmaður fyrir þeim tæpum þrem- ur milljónum kr. sem hann segist hafa svikið út úr viðskiptamönnum sínum eins og málin standa í dag og enn síður er hann borgunarmaður fyrir þeim tæpu sjö milljónum kr. er Soumi Sun Spain segir hann hafa dregið sér. Ef hinsvegar tekst að sanna að Soumi Sun Spain hafi á einhvern hátt hlunnfarið Pál í þeirra viðskiptum og þá jafnframt við- skiptavini hans hérlendis þá hefðu þeir hinir sömu meiri möguleika á að fá eitthvað af peningum sínum til baka. Páll og lögmaður hans íhuga nú að stefna Guðmundi Óskarssyni fyr- ir þau svik sem þeir telja að hann hafi beitt Pál í viðskiptum þeirra. Ef forsendur þeirra eru réttar ætti að fást eitthvert fé sem rynni þá til þeirra er Páll hefur svikið. En eins og málin standa í dag er engin trygging fyrir endurgreiðslu þeirra tæpu sjö milljóna kr. er svikn- ar hafa verið út úr 13 kaupendum sumarhúsa á Spáni önnur en sölu- verð íbúðar Páls Jónssonar. Þeir komast lengst með Dunlop. Útvegum golfkúlur meö nafni þínu eöa fyrirtækis þíns, DDH500 eða 65 I. Hámark 21 stafur. Lágmarkspöntun 3dúsín og gréiðist viö pöntun. Verð per dúsín 1.829 kr. Þær pantanir sem eiga aö afgreiðast fyrir jól þurfa að berast okkur fyrir 27. okt. >4» /lusturtxikki hf. Borgartúni 20, sími 28411. Hverfið „La Chismosa" er viðTorrevieja á Costa Blanca strönd Spánar. Hverfið er sett saman af eínbýlis-, fjórbýlis-og raðhúsum og þar ereinnig verslunar-og þjónustumiðstöð. Umboðsskrifstofa Ráls Jónssonar og Orlofsferðir hafa selt 25 húsíþessu hverfi og að auki stóðu tveir einstaklingar lengi í þeirri trú að þeir ættu þar hús. Þeir höfðu greitt þau að fullu en umboðsmaðurinn hafði dregið sér allt það fé. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.