Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 15
T EKKI
MILLJARÐA
IÆÐISLÁNA
ALEXANDER STEFÁNSSON FÉLAGS-
MÁLARÁÐHERRA: VIÐ HÖLDUM OKKUR
VIÐ FORSENDUR HÚSNÆÐISLAGANNA
FJÁRFRAMLÖG RÍKISINS VERÐA EKKI
AUKIN
BIÐTÍMI FORGANGSHÓPSINS GÆTI
ORÐIÐ 12 MÁNUÐIR OG HELMINGI
LENGRI FYRIR ÞÁ SEM KAUPA í ANNAÐ
SINN
að fjárþörf þeirra einstaklinga sem
rétt eiga skv. hinu nýja kerfi sé
rúmlega þrír milljarðar króna.
Reiknað er með 1550—2050, sem
tilheyra forgangshópi, 600 manns
sem eiga lánsrétt og eru að kaupa í
annað sinn og a.m.k. 300 manns
sem eru yfir 50 ára og eiga rétt á láni.
Það skal undirstrikað, að hér er að-
eins átt við þá sem eru á fasteigna-
markaði.
Þessu til viðbótar eru svo þeir sem
eru að byggja íbúðir. Gera má ráð
fyrir að þeir eigi a.m.k. eins mikinn
lánsrétt í milljörðum taiið og nefndir
hópar. Samtals má þvígera ráö fyrir,
ad Byggingasjódur ríkisins þurfi til
útlána um eöa yfir sex milljarda
króna á nœsta ári, ef sjóðnum er
œtlaö aö sinna eftirspurn eftir hús-
nœöislánum.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASI, lýsti þeirri skoðun sinni, að út-
lánin myndu nema um 5.0 milljörð-
um á næsta ári. Sú tala var fundin út
í maí og hefur hækkað síðan og á
eftir að hækka ennþá meira. Tölu-
verðs óraunsæis gætir því hjá tals-
manni verkalýðshreyfingarinnar
um framvinduna á húsnæðismark-
aðinum.
Ásmundur Stefánsson hélt því
fram í áðurnefndu viðtali, þar sem
hann svaraði gagnrýni Helgarpósts-
ins, að framlag ríkissjóðs til hins
nýja húsnæðiskerfis væri nokkuö
opinn endi. Þetta er ekki rétt. í
frumvarpi því sem liggur til grund-
vallar nýja húsnæðiskerfinu er skýrt
tekið fram, að framlag ríkisins til
kerfisins skyldi vera að lágmarki 1.0
milljarður. Og í samtali við Helgar-
póstinn staðfesti félagsmálaráð-
herra, Alexander Stefánsson, að í
fjárlögum og lánsfjáráætlun fyrir ár-
ið 1987 væru menn að tala um upp-
hæðir sem væru þær sömu og gert
var ráð fyrir í frumvarpinu, eða 1.0
milljarði til Byggingasjóðs ríkisins
og 300 milljónum til verkamanna-
bústaða.
Húsnæðisdæmið lítur því þannig
út í stuttu máli, að útlánaþörf Bygg-
ingasjóðs ríkisins verður um, eða
yfir 6 milljarðar á næsta ári. Skulda-
bréfakaup lífeyrissjóðanna skila um
2.6—2.8 milljónum í kerfið í mesta
lagi. Ríkisframlagið verður um 1.0
milljarður og þessu til viðbótar má
gera ráð fyrir að Byggingasjóður
ríkisins geti lagt fram um 700 millj-
ónir króna. Ráðstöfunarfé sjóðsins
verður m.ö.o. rúmir fjórir milljarðar,
ef vel árar. Því gœti svo fariö, aö
sjóöinn vantaöi um 1.5 milljaröa til
aö svara þeirri eftirspurn sem verö-
ur eftir lánum á fyrsta ári.
Við þetta bætist síðan sú mikla
niðurgreiðsla á vöxtum, sem ríkis-
sjóður hefur tekið á sig. í þríhliða
samkomulagi ríkisstjórnar, verka-
lýðshreyfingar og atvinnurekenda
er gert ráð fyrir 3,0% vaxtaniður-
greiðslu fram að næstu kosningum.
Þeir fáu mánuðir skipta e.t.v. ekki
miklu fyrir ríkissjóð, en þetta dæmi
verður stærra og erfiðara við að
eiga, þegar fram sækir ef samtök
launamanna ætla ekki að semja um
sama tíkallinn aftur og aftur.
Þau áhrif sem veröa áþreifanleg
af þessu nýja húsnœöislánakerfi
gœtu hœglega oröiö þau, aö biö eft-
irlánum lengdist ogyröi fljótlega 12
mánuöir fyrir forgangshópinn og
helmingi lengri fyrir þá sem eru aö
kaupa sína aöra íbúö. íbúðaverð
hækkar í kjölfar kerfisbreytingar-
innar vegna þess að með henni er
ekki reynt að ná stjórn á fasteigna-
markaðinum. Stöku hópar, eins og
t.d. Sigtúnshópurinn falla að
mestu utan þessa kerfis og þegar allt
kemur til alls er ávinningur hins
nýja kerfis ekki meiri en svo að
menn hljóta að spyrja sig — í biðröð
eftir láni — : — Var ástæða til að
semja um þetta kerfi í kjarasamn-
ingum? Hefði ekki verið betra að
láta stjórnmálamenn bera ábyrgð á
þessu kerfi?
ALEXANDER STEFANSSON
VIÐUNANDI AÐ
HALDA í HORFINU
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, var spurður um það
hvort tekin hefði verið ákvörðun
um ríkisframlag til Byggingasjóðs
ríkisins fyrir fjárlagaárið 1987.
Hann sagði:
„Við erum með mál þessi t skoðun
um þessar mundir. Og það verður
tekin ákvörðun í þessu máli í þess-
ari, eða næstu viku. Ég reikna með
því að við munum reyna að miða
við þá upphæð sem gert er ráð fyrir
í forsendum frumvarpsins sem ligg-
ur til grundvallar lögunum. Þær töl-
ur sem eru til meðferðar eru einn
milljarður og þrjú hundruð milljón-
ir.
Það er verið að skoða öll þessi mál
og það er alveg ljóst að það er ekki
hægt að hafa neina skriðu á þessum
málum. Það verður að reyna að
hafa hemil á þessum málum. Það er
ekki hægt að láta byggja fleiri þús-
undir íbúða í einni lotu. Það myndi
hafa í för með sér afleiðingar, sem
væru ekki verjandi."
Um þau ummæli Ásmundar Stef-
ánssonar, að eðlilegt væri að ríkið
setti meira fjármagn í húsnæðiskerf-
ið, ef til þess kæmi að „flöskuháls"
myndaðist í kerfinu sagði Alexand-
er Stefánsson:
„Ég held hann geti nú varla gert
ráð fyrir því. Allir þeir aðilar, sem
stóðu að frumvarpinu í vor þegar
það var til meðferðar, gerðu sér
grein fyrir því að það væri mikil
spurning hve langt væri hægt að
ganga í fyrstu lotu. Það er gengið út
frá fjölda umsækjenda um lán í sam-
ræmi við forsendur kerfisins og það
er ekki hægt, þegar lánin eru orðin
svona há, að búa til einhverja nýja
skriðu. Ef hægt er að halda í horfinu
með þeim tölum sem gert er ráð fyr-
ir, þá er það strax viðunandi með
svona góðum kjörum.
Það á hins vegar eftir að gera ná-
kvæma úttekt á þessu, hvað er hægt
að hugsa sér að margir byggi og
kaupi sér íbúð í fyrsta sinn. Þessir
aðilar munu ganga fyrir.“
Alexander Stefánsson.
ÁSMUNDUR STEFÁNSSON:
RÍKISSJÓÐSFRAMLAG-
IÐ OPINN ENDI!
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ,
svaraöi gagnrýni Helgarpóstsins á
nýja húsnœöislánakerfiö meö viö-
tali viö fréttamann ríkisútvarpsins í
liöinni viku. Hér fara á eftir glefsur
úr viötalinu viö Ásmund.
„Það sem er að gerast í húsnæðis-
málum er, að það er að koma mjög
mikið aukið fé inní kerfið. Það er
áætlað að um 2.8 milljarðar fari til
útlána hjá Húsnæðisstofnun í ár og
áætlun segir til um 5.0 milljarða á
næsta ári, ef við erum að miða við
tölur á sama verðlagsgrunni, þann-
ig að þar er auðvitað geysileg aukn-
ing á því fé, sem þarna verður til
umráða."
„Við getum reiknað með því, að
lífeyrissjóðirnir greiði til húsnæðis-
kerfisins á sambærilegu verðlagi
um helmingi meira á næsta ári, en
þeir greiða á þessu ári.“
(Það skal tekið fram að þeir greiða
um 1.3 milljarða á þessu ári/innskot,
HP.)
„Hins vegar er ríkissjóðsframlag-
ið nokkuð opinn endi og verði
flöskuháls í kerfinu í upphafi, þá
vaknar auðvitað sú spurning, hvort
ekki sé pólitískur vilji til að linna
það með auknum fjárlögum úr ríkis-
sjóði."
„Ég er eindregið þeirrar skoðunar
— fyrir mitt leyti — að það væri eðli-
legt að auka þetta fé einmitt núna,
þegar kerfið er að fara af stað til
þess að létta því byrjunina ... Það er
ekki þannig kerfið, að forgangshóp-
arnir fái allt og hinir síðan ekkert.
Gert er ráð fyrir því, að þeir sem eru
að fá lán í fyrsta sinn — að þeir fái
forgang á þann hátt, að hinir hafa
helmingi lengri biðtíma og að fyrir
hvern mánuð sem biðtíminn lengist
hjá forgangshópnum þá færist 1/12
af lánsumsókn yfir á næsta árs tíma-
bil og 1/6 hjá þeim sem eru að
kaupa, eða byggja sína aðra hús-
eign.“
„Eg held það skipti mjög miklu
máli, vegna þess að við höfum horft
uppá það í stórum stíl á undanförn-
um árum, að fólk hefur ráðist útí
hluti, sem það hefur ekki minnsta
bolmagn til að ráða við — ég held
það skipti mjög miklu máli að fólk
verði firrt slíkum vandræðum í upp-
hafi.“
Ásmundur Stefánsson.
HELGARPÓSTURINN 15