Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 10

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónina Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson" Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson, Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Vond lög verri en engin Í Helgarpóstinum í dag grein- um við frá fjárdrætti, skjalafalsi og ýmsu öðru vafasömu í sam- bandi við sölu orlofshúsa til is- lendinga á Spáni. í þessi við- skipti virðast hafa valist vafa- samir einstaklingar í leit að fljót- fengnum aur. i sjálfu sér er það miður. En það er einnig miður vegna þess, að þetta upphaf að löglegri leið til kaupa á orlofs- húsi erlendis gæti spillt fyrir eðlilegri og sjálfsagðri þróun þessara mála. Raunar má færa rök að því, að þær lagareglur, sem nú gilda séu út í hött og geri ekki annað en að bjóða upp á svindl og svínarí. I frásögn blaðsins í dag kemur a.m.k. í Ijós, að umboðs- maðurinn/-mennirnir hafi kennt fólki leiðir til þess að fara í kringum lögin og gera þau þannig gagnslaus. Hér er átt við ákvæðið um að til þurfi félag uppá 50 manns hið minnsta til þess, að íslend- ingar geti komist í eigið hús í sólarlandi. Þetta er að vísu skömminni skárra en hinir fullkomnu átt- hagafjötrar, sem fólust í algjöru banni við því, að íslendingar ættu fasteignir erlendis. Það er hins vegar skoðun Helgarpóstsins, að íslending- um eigi að vera frjálst að velja milli þess hvort þeir vilja eiga hús á erlendri grund eða við Hafravatn, ef viðkomandi hefur efni á slíkum munaði hvort sem er. Annars er það annar kapítuli í þessu máli, sem fáir gera sér sennilega grein fyrir, en það er sú staðreynd, að taki t.d. fjöl- skylda sig saman um að kaupa hús á Spáni, þá kostar slíkt til- tölulega lítið fé og að öllu sam- anlögðu myndi þessi fjölskylda vera komin á slétt eftir tvö ár. Hvað um það. Að verja eigin fjármunum til kaupa á húsi á Spáni, italíu, RDrtúgal eða ein- hvers staðar annars staðar, heyrir til sjálfsagðra mannrétt- inda. Að auki eru lög, sem bjóða upp á lögbrot verri en engin. I orlofshúsin á Spáni hafa í nokkrum tilvikum farið „svartir peningar", sem hvergi koma fram til skatts. Þannig lét efnað- ur maður suður með sjó sér ekki nægja eitt hús á Spáni heldur keypti sér tvö til að festa „svörtu peningana" sína. Vit- laus lög hafa gert honum þetta auðvelt. Viturleg lög og öflugt gjald- eyriseftirlit er það sem þarf. BRÍFTIL RITSTJÓRNAR BJ, hægri, vinstri og nor- ræn samvinna Til ritstjóra Helgarpóstsins Leiðtogi Bandalags jafnaðar- manna Guðmundur Einarsson, al- þingismaður, svarar spurningum í yfirheyrslu Helgarpósts 4. septemb- er. Þar er hann spurður hversvegna Bandalag jafnaðarmanna hafi kosið að starfa með íhaldsflokkunum á vettvangi Norðurlandarás og nor- rænnar samvinnu. í viðtalinu segir: „Jafnaðarmannaflokkarnir höfðu skipað okkur án þess að spyrja með sér og tekið okkar atkvæði". Þetta er ekki rétt og það hlýtur leiðtogi Bandalags jafnaðarmanna að vita. Innan Norðurlandaráðs skiptast stjórnmálaflokkarnir í fjóra hópa. Jafnaðarmenn (sósíaldemókratar), hægri menn, miðflokkar og komm- únistar og vinstri sósíalistar. Full- trúa Bandalags jafnaðarmanna var boðið að taka þátt í störfum jafnað- armannahópsins. Hann sótti einn slíkan fund og sat kveldfagnað norska jafnaðarmannaflokksins, þegar þing ráðsins var haldið í Osló 1984. í yfirliti yfir stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga í Norðurlandaráði hefur skrifstofa forsætisnefndar sett Bandalag jafnaðarmanna með jafn- aðarmannaflokkunum, og lái þeim hver sem vill. Hvar annars staðar mundu menn telja, að flokkur sem kallar sig Socialdemokratisk For- bund á norrænu máli ætti heima, nema í hópi sósíaldemókrata? Það var ekki von að þeir ágætu menn áttuðu sig á því, að fyrirbærið, sem kallar sig Bandalag jafnaðarmanna á ekkert skylt við jafnaðarstefnu eða sósíaldemókrata. En nú eru þeir bandalagsmenn greinilega komnir á réttan stað, en hvort hægri flokk- unum í Norðurlandaráði hugnast þessi félagsskapur sérstaklega skal hér ósagt látið. Loks er þess að geta, að í Norður- landaráði hefur enginn ,,tekið“ at- kvæði Bandalags jafnaðarmanna, eins og leiðtoginn kemst að orði. Það er hreinlega ekki hægt. Það er bara enn einn misskilningurinn hjá Bandalagi jafnaðarmanna. Reykjavík, 5. september 1986 Eiöur Gudnason, alþingismadur Leiðrétting í síðasta Helgarpósti var það rang- hermt að Sigurður G. Björgvinsson væri einn þeirra starfsmanna Sam- bandsins, sem ákærðir eru í kaffi- baunamálinu. Þarna mun nafn Sig- urðar hafa slæðst inn fyrir misskiln- ing. Hins vegar er Sigurður vitni í málinu. Helgarpósturinn biður hann velvirðingar. Ritstj. BridsskóKnn í\lý námskeið að hefjast Fyrir BYRJENDUR Fyrir LENGRJk KOMNA Byrjendanámskeið verður á mánudagskvöldum milli kl. 20.15 og 23.15. Það hefst 29. september og stendur til 8. desem- ▼ ber. Samtals 11 kvöld. Námskeiðið er sniðið fyrir fólk, sem lítið eða ekkert þekkir til spilsins. Reglur spilsins verða skýrðar, og farið verður yfir undirstöðuatriði sagna og sjálfrar spilamennskunnar. Heimalærdómur er ekki nauðsynlegur, en flýtur auðvitað fyrir árangri. Framhaldsnámskeiðið verður á þriðjudagskvöldum milli kl. 20.15 og 23.15. Það hefst 30. september og því lýkur 9. desem- ber. Samtals 11 kvöld. Námskeiðið er ætlað fólki sem nokkuð hefur fengist við að spila, en vill öðlast aukið öryggi. Farið verður hratt yfir sögu í sögnum, en megináherslan lögð á spilamennskuna, bæði sókn og vörn. Spilastaður: Bæði námskeiðin fara fram í nýju húsi Sóknarkvenna «• við Skipholt 50a, í rúmgóðum og þægilegum fundarsal. Upplýsingar og innritun í símum 27316 á skrifstofutíma og 27397 á kvöldin og um helgar. NILFIS LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. STERK OG TRAUST NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir /?n nix HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 ^\^Hagnús Gíslason og Guðmundur Jónsson frá Verslun- armannafélagi Suðurnesja hótuðu úrsögn VS úr rekstrarfélagi orlofs- húsanna við Ölfusborgir ef ástandið skánaði ekki við stjórnvölinn í félag- inu. Á aðalfundi félagsins gagn- rýndi Magnús harkalega stjórn Halldórs Björnssonar á rekstrar- félaginu. Halldór er þar formaður og þykir Magnúsi og fleirum í stjórn- inni sleifarlagið á stjórninni vera með ólíkindum. Á aðalfundi félags- ins sem haldinn var fyrir nokkru, gagnrýndi Magnús að ekki hefði verið boðað til framhaldsaðalfund- ar félagsins á sl. ári sem þó hafði verið ákveðið. Benti hann á að fund- arboð fyrir fundinn í ár hefði ekki borist á tilskildum tíma og að engin fundargerð hafi verið til frá síðasta aðalfundi. Taldi hann þarmeð fund- inn ólöglegan. Magnús og fleiri í stjórn rekstrarfélagsins hafa verið mjög óánægðir með gang mála í Rekstrarfélagi Ölfusborga, og með- al þeirra sem gagnrýnt hafa stjórn- un mála á síðustu árum, eru Áðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Einar Ogmundsson, Þorbjörn Guð- mundsson og Magnús Gíslason, sem segir þolinmæðina vera á þrot- um:.. LAUSNIR Á SKÁK- ÞRAUTUM Það vandamál hefur skapast, að ef austur kemst inn á spaðakóng, þá skipti hann um og spili tígli. Þá minnka möguleikarnir semrvið reiknuðum með. Ef þú gengur út frá því að kóngarnir sem vantar, séu skiptir hjá andstæðingunum, þá munu þeir taka með tígulásn- um og vona að spilin liggi 3-3 í spaða, sem jafnvel getur orsakað þvingun. Þá uppgötvum við of seint að spaðinn liggur 4-2 og að austur á báða kóngana sem vant- ar. Til þess að verja tígul-klípuna, verðum við að svína spaðanum „öfugt“. Rétti spilamátinn er að taka tromp og enda í borðinu. Þá er síðasta hjartað trompað heima. Svo spilum við spaða að ásnum og síðan litlum spaða til drottningar- innar. Komi kóngurinn siglandi frá austri, getum við losnað við tap- slaginn í tígli í spaðadrottninguna. Ef spaðadaman verður tekin með kóngi vesturs. En ljósi punkturinn er þó alltaf sá, að við þurfum ekki að taka ákvörðun um tígulinn fyrr en við vitum um legu spaðans og hvort við getum losnað við tígul- inn með því að henda honum í spaðann. Þannig voru öll spilin: ♦ Á-G-2 é? 10-6-3 o D-5 + D-G-9-5-4 • 10-9-8-3 ♦ K-5 Á-K-D-8-5 O G-9-7-2 o 8-7-2 O K-10-9-6-4-3 6 + 2 ♦ D-7-6-4 4 O Á-G + Á-K-10-8-7-3 10 HELGARPÓSTURINN Hveragerði 14. ágúst 1986.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.