Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 30
LEIÐARVISIR HELGARINNAR SÝNINGAR AKUREYRI i afgreiðslusal Verkalýðsfélagsins Eining- ar að Skipagötu 14 stendur yfir sýning á 27 olíumálverkum eftir Þorvald Þorsteins- son myndlistarmann. Hún mun standa fram í miðjan september. ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. GALLERÍ iSLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Sýningin Reykjavík í myndlist þar sem 60 Reykjavíkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningin er opin kl. 14 — 22. Sýn- ingin Reykjavík í 200 ár opin til 28. sept. LISTASAFN HÁSKÓLA ÍSLANDS, í Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. ISAFJÖRÐUR Daði Guðbjörnsson hefur opnað sýningu á verkum sínum í Slúnkaríki á isafirði. Þar sýnir hann málverk og grafíkmyndir sem eru unnar á síðustu tveimur árum. HÓTEL ÖRK, HVERAGEROI í hótelinu sýnir nú Halla Haraldsdóttir 19 glerverk og nokkur málverk. Hún er m.a. þekkt fyrir að hafa unnið hinn fallega gler- glugga í kirkju baejarins. HLIÐSKJÁLF, HÓTEL HÚSAVlK Á Húsavík hefur Guðmundur Björgvins- son nú opnað sýningu á vaxlitateikning- um sem sýna expressíónir af raunum mannanna í gegnum tíðina. Sýningin er opin kl. 14—22. GALLERÍ BORG Hafin er sýning á gjöfum Reykjavíkur- borgar vegna afmaelisins — 44 gjafir alls — skúlptúrar, málverk o.fl. o.fl. Sýningin stendur fram í miðjan september og er opin kl. 10—18 virka daga. GALLERÍ HALLGERÐUR Bókhlöðustíg Hallgrímur Helgason sýnir verk sín frá laugardeginum 6. september til sunnu- dagsins21. september. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18, en um helgar frá kl. 14 til 22. LISTASAFN ASl, Grensásvegi Sýningin World Press Photo 1986. Á sýn- ingunni eru um 180 myndir er hlutu verð- laun í alþjóðlegri samkeppni blaðaljós- myndara. Sýningin verður opin virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—22. Henni lýkur 14. september. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er op- inn daglega frá kl. 10—17. ÞJÓÐVELDISBÆRINN Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal verður op- inn til skoðunar í sumar 13—17. GALLERI GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERÍ LANGBRÓK Textíll. Opið kl. 14—18 virka daga og laug- ardaga. NORRÆNA HÚSIÐ Sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig sýnir verk sín, en hann er meðal þekkt- ustu myndlistarmanna Svíþjóðar og beit- ir ýmiss konar tækni við listsköpun sína. í Norræna húsinu sýnir hann olíumálverk niðri og grafík uppi í anddyrinu. Sýningin stendur yfir til 21. september. GALLERl GRJÓT Samsýning. Jónina Guðnadóttir, keramík; Ragnheiður Jónsdóttir, grafík; Þorbjörg Höskuldsdóttir, málverk; örn Þorsteinsson, málverk; Magnús Tómas- son, málverk; Steinunn Þórarinsdóttir, skúlptúr og Ófeigur Björnsson, skartgrip- ir og skúlptúr. Opið virka daga kl. 12—18. MOKKA-KAFFI Hafin er sýning á sérhannaðri prjónavöru Ólafar Sigurðardóttur (Lóu). Sýningin stendur yfir í september. INGÓLFSBRUNNUR Alda Sveinsdóttir sýnir áfram vatnslita- og akrýlmyndir í Ingólfsbrunni að Aðal- HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Jón Múli Árnason rithöfundur með meiru Ég er nú að hugsa um að fara í nema hálft ár síðan það kom út frí! Ferðast? Viltu nú endilega fá bók eftir mig. Halldór Laxness lét mig út úr bænum? Nei, ég bý á líða ár á milli sinna bóka, en ætli ég Vatnsenda og er að hugsa um að hafi þau ekki tvö! labba í bæinn. Bók? Það er nú ekki stræti 9, en sýningu hennar lýkur á morg- un, föstudag. Á laugardag tekur við Ijós- myndasýning Jóns Júlíussonar, sem standa mun til 10. október. Opið 8—18. CAFÉ GESTUR Nú hangir á veggjum sýning Axels Jó- hannssonar, sem hann kallar einfaldlega „Skissur". Opið daglega á virkum dögum frá 11—00.30, en til 2.30 um helgar. NÝLISTASAFNIÐ í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 36 opnar á laugardag kl. 16 sýningu Ásta Ólafsdóttir, sem að undanförnu hefur verið við list- nám í Hollandi, þar sem hún lagði sér- staka stund á mynd- og hljóðbandalist, auk hefðbundnari myndmiðla. Sýningin stendur frá 13. sept. til 21. sept. og er opin kl. 16—20 virka daga, en 14—20 um helgar og er öllum velkomið að skoða hana. LEIKHÚS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ í dag, fimmtudag, rennur út forkaupsrétt- ur áskrifenda að sömu sætum. Verkefni I áskrift eru: „Uppreisnin á Isafirði" eftir Ragnar Arnalds, „Tosca" eftir Puccini, „Aurasálin" eftir Moliére, „Ballett" eftir Jochen Ulrich, „Rúmúlus mikli" eftir Durrenmatt, „Yerma" eftir F.G. Lorca og „Lend meatenor" eftir Ken Ludwig. Verð pr. sæti kr. 3200. Miðasala kl. 13.15—20. Sími 11200. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Land míns föður, 143. sýning á laugardag kl. 20.30. Áskriftarkort gilda á eftirfarandi sýningar: „Upp með teppið, Sólmundur" eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur og fleiri, „Vegurinn til Mekka" eftir Fugard, „Dag- ur vonar" eftir Birgi Sigurðsson og „Óánægjukórinn" eftir Ayckbourn. Verð, aðgangskorta kr. 2.000. Upplýsingar í síma 16620. VIÐBURÐIR TÓNLEIKAR I HÖLLINNI íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum í Laugardalshöll- inni nú á föstudagskvöldið kl. 21—01. Fram koma Sniglabandið, Skriðjöklar, Stuðmenn og Sykurmolarnir (sem ku vera sambland af Kuklinu og Purrkinum). Þá er von á framlagi frá Leoncie. Miðaverð er 500 krónur og er forsala i Pennanum, en miðasala við Höllina hefst föstudag kl. 16. KYNNING Á INDVERSKUM LJÓÐUM OG DÖNSUM Félagar í Ananda Marga standa fyrir kynningu á indverskum Ijóðum og dönsum sunnudaginn 14. september kl. 15. Kynnt verða Ijóð úr bálkinum Söngvum dögunar (Prabhat Samgiit) eftir RR. Sarkar. Leikin verður tónlist við Ijóðin og sýndur dans. Kynningin fer fram í húsnæði Hugræktarskólans í Aðalstræti 16 í Reykjavík. öllum er heimill ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar verða bornar fram að dagskránni lokinni. FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FELLAHELLIR Engin ástæða ætti að vera fyrir þollaus- um Breiðhyltingum í sumar. Nú býður Fellahellir upp á trimm-aðstöðu þe. þrek- aefinga-, borðtennis- og baðaðstöðu. Til að bæta upp kaloríu- og vökvatap eru kaffiveitingar á staðnum. BUBBI OG MX21 Bubbi og MX21 halda áfram að gera það gott á ferð og flugi um landið vítt og breitt. I kvöld, fimmtudagskvöld 11. september er Bubbi á Vopnafirði, á föstu- dag hann og sveitin í Grindavík, en ekki vitum við hvar þeir verða á laugardag. Á mánudag skemmtir Bubbi á Tálknafiröi, á þriðjudag á Bíldudal og á miðvikudag, 17. september verður Bubbi á Þingeyri. Meira næst... OG HANA NÚ! Vikuleg laugardagsganga frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður laugardag- inn 13. september. Lagt af stað kl. 10.00 frá Digranesvegi 12. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Við röltum um bæinn í klukkutíma. Búið ykkur vel. Nýlagað molakaffi. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIO Ættfræðiþjónustan — Ættfræðiútgáfan tók nýlega til starfa (Reykjavík. Mun Ætt- fræðiþjónustan standa fyrir námskeiðum í ættfræði þar sem leiðbeint verður um vinnubrögð og heimildir ættfræðinnar, gerð ættartölu og niðjatals o.afrv. Kennt er bæði í fyrirlestrum og þó mest í eigin- legri rannsóknarvinnu með frumheimildir um ættir þátttakendanna. Fyrstu nám- skeiðin hefjast í fyrri hluta september. For- stöðumaður er Jón Valur Jensson, sem hefur áður haldið slík námskeið. Síminn er 27101. TVÆR Á AUSTFJÖRÐUM Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Catherine Williams píanóleikari efna til tónleika víða um Austurland á næstunni. Þær leika kl. 21 í Egilsbúð á Neskaupstað á fimmtudag, i Valhöll á Eskifirði á föstu- dag kl. 21, í Félagslundi Reyðarfirði á laugardag kl. 17, í Herðubreið á Seyðis- firði á sunnudag kl. 15 og sama dag í Egilsstaðakirkju á Egilsstöðum kl. 21. TÓNLEIKAR í NORRÆNA HÚSINU Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Catherine Williams píanóleikari munu halda tónleika f Norræna húsinu þriðju- dagskvöldið 16. september kl. 20.30. Þær munu leika sónötu í C-dúr KV296 eft- ir Mozart, Nigun eftir Ernest Bloch, Vals- Scherzo eftir Tschaikowski og Introducti- on et Rondo Capriccioso eftir Camille Saint-Saens. Auk þess mun Guðný leika tvö einleiksverk fyrir fiðlu, sónötu (g-moll eftir J.S. Bach og Vetrartré eftir Jónas Tómasson. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBÍÓ Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Þessi mynd Spielbergs fær hjá okkur stimpilinn ágæt — sjá nánar umsögn í Listapósti. Whoopy Goldberg ( aðalhlut- verki kl. 5 og 9 í sal 1. Bönnuö innan 12 ára. Hækkað verð. Flóttalestin (Runaway Train) ★★★ Önnur ágætismynd undir leikstjórn Andrei Konchalowsky, þar sem Jon Voight fer á kostum í mynd sem er bönn- uð innan 16 og er sýnd f sal 2 kl. 5, 7, 9 og 11. Cobra „Fyrst Rocky, þá Rambo, nú Cobra". Auð- vitað Silvester Stallone, hver annar? Sýnd (sal 3 kl. 5,7,9 og 11 við hækkað verð og aldurstakmark við 16 ára mörkin. Stal- lone ( skítverkunum... BÍÓHÖLLIN Poltergeist 2: Hin hliðin Hryllingurinn sem draugaunnendur hafa beðið eftir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í sal 1. Svikamyllan (Raw deal) ★ Spennumynd með Arnold kraftajötni Schwarzenegger undir handleiðslu leik- stjórans John Irvins. — Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í sal 2. Bönnuð innan 16 ára. Fyndið fólk í bíó (You're in the Movies) Sjálfstætt framhald hinna myndanna þar sem illgjarnir og hugmyndarfkir menn rýja aðra menn á förnum vegi öllu sjálfs- áliti og -virðingu. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 ( sal 3. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5, og 9 ( sal 4. Myrkrahöfðinginn (Legend) ★★★ Stórmynd leikstjórans Ridley Scott (Ali- en) með Tom Cruise og Tim Curry (farar- broddi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í sal 5. Barnasýningar laugardag og sunnudag kl. 3 í öllum söl- um. BÍÓHÚSIÐ Að lifa og deyja í Los Angeles (To live and die in LA) Leikstjóri er William Friedkin en í aðal- hlutverki er William Petersen. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Skógarlíf (Jungle book) Barnasýning kl. 3 á sunnudag HÁSKÓLABÍÓ Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Úrvalsmynd Tommy Scotts með Tom Cruise (aðalhlutverki. Sjá umsögn í Lista- pósti. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.15. LAUGARÁSBÍÓ Salur A Bikini búðin Bandarísk gamanmynd með Michael Wright og Bruce Greenwood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Skuldafen (Money Pit) ★ Aðalhlutverk Tom Hanksog Shelley Long undir leikstjórn Richard Benjamins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur C Ferðin til Bountiful ★★★ Alveg bráðskemmtileg og Ijómandi vel leikin mynd með óskarsverðlaunahafan- um Geraldine Page í aðalhlutverki. Hr.eint engin tfmaeyðsla þetta! Leikstjórn: Peter Masterson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. REGNBOGINN Til varnar krúnunni (Defence of the realm) ★★★ Sjá umsögn ( Listapósti. Sýnd kl. 7, 9 og 11.15. Undrin ( Amityville Hrollvekjandi spennumynd með James Brolin (Hotel) og Margot Kidder. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. I kapp við tímann (Racing with the Moon) ★★ Richard Benjamin leikstýrir Sean Penn ásamt Elísabetu McCovern og Nicholas Cage. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Martröð á þjóðveginum (Hitcher) Tryllir sem lýsir manni sem gerir þau glæfralegu og hreint ekki gæfulegu mis- tök að taka ókunnuga puttaferðalanga upp í. Mynd sem á erindi svona í túrista- vertíðarlok. Roger Hauer og C. Thomas Howell leika undir stjórn Roberts Harmon. Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedlum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Reykjavfk, Reykjavík Hrafn Gunnlaugsson með þætti úr l(fi Davíðs Oddssonar, þar sem hann skýtur inn svipmyndum úr borginni. . . Sýnd kl. 3 og 5 í A-sal, aðgangur ókeypis. STJÖRNUBlÓ Karate Kid II Hann er kominn aftur hinn mjóslegni og strákslegi Ralph Macchio sem barði alla f klessu og kom nánast einn slns liðs ( gang karateæði á íslandi og vfðar. i þetta sinn er hann að þjarma að japönskum bræðrum okkar ásamt þjálfaranum vina- lega sem „Pat" Morita leikur. John G. Avildsen (Rocky I) leikstýrir. Sýnd í A-sal kl. 5, 7 og 9, ( B-sal kl. 4 og 11. Aukasýning laugardag og sunnudag kl. 2.45 (A-sal. Ógleymanlegt sumar (Violets are blue) Leikstjóri er Jack Fisk en í aðalhlutverki er eiginkona hans Sissy Spacek. Virðist þokkalega freistandi mynd. Sýnd (A-sal kl. 11.10 en (B-sal kl. 7 og 9. TÓNABÍÓ Hálendingurinn (Highlander) ★★ Spennumynd með Christopher Lambert og Sean Connery, þar sem leikstjórinn er Russel Mulchay og tónlistin flutt af Queen. Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð börnum innan 16 ára. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.