Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR
Kaffibaunamálið af stað á ný
Yfirheyrslur hófust á ný í Kaffibaunamálinu sl. föstudag i
Sakadómi Reykjavíkur. Hinir fimm ákærðu yfirmenn Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga neituðu öllum sökum, en
framburður þeirra er víða ósamhljóða um meint fjársvik og
skjalafals í tengslum við kaffiinnflutning fyrir Kaffi-
brennslu Akureyrar, tvöfalt bókhald og leyndar afsláttar-
greiðslur. Saksóknari telur frumábyrgðina liggja hjá Er-
lendi Einarssyni fyrrv. forstjóra og Hjalta Pálssyni deildar-
stjóra. Yfirheyrslum lauk á þriðjudag, en málflutningur
hefst 17. september og er jafnvel búist við dómsúrskurði í
október. Auk Erlends Einarssonar og Hjalta Pálssonar eru
ákærðir þrír undirmenn þeirra, Sigurður Á. Sigurðsson,
Gísli Theódórsson og Arnór Valgeirsson. Við málflutninginn
í næstu viku verða margir nafngreindir menn kallaðir til
vitnis, þar á meðal Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS
og Kaffibrennslunnar, Geir Magnússon bankastjóri Sam-
vinnubankans, Guðmundur Skaftason hæstaréttardómari,
Geir Geirsson endurskoðandi SÍS og Þröstur Sigurðsson, fv.
framkvæmdastjóri Kaffibrennslunnar. í ákærunni kemur
fram að ákærðu hafi með meintum sviksamlegum hætti náð
undir SÍS 4,8 milljónum dollara eða um 200 milljónum
króna með því að láta Kaffibrennsluna greiða of hátt verð og
taka til sín veittan afslátt. SÍS á 50% eignarhluta í Kaffi-
brennslunni.
Deilt um skólamálaráð og verkefni fræðslustjóra
Skólamálaráð það, sem meirihluti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn kom á fót í vor, er orðið að miklu bitbeini.
Minnihlutamenn efast um að ráðið sé lögmætt og telja að
Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu á pólitískan hátt að
vega að Áslaugu Brynjólfsdóttur fræðslustjóra. Pulltrúar
kennara í fræðsluráði hafa tekið undir málflutning minni-
hlutamanna og fræðslustjórans og var í borgarráði lögð
fram tillaga um að leita yrði úrskurðar menntamálaráð-
herra í málinu, en tillögunni var vísað frá. Greint hefur ver-
ið frá því að menntamálaráðherra og borgarstjóri hafi átt
fundi um mál þetta, án þess að komast að niðurstöðu.
Palli Magg á Stöð tvö
Páll Magnússon, fréttamaður ríkissjónvarpsins, hefur
verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar tvö, hinnar nýju sjónvarps-
rásar íslenska sjónvarpsfélagsins og lét Páll til leiðast að
skipta er launakjörin lágu fyrir. Stöð tvö hefur útsendingar
að öllum líkindum eftir tæpan mánuð og þurfa væntanlegir
áhorfendur að kaupa ,,afruglara“ til að ná meginhluta efnis-
ins. Ætlunin er að íþróttaefni, tónlistarþættir og barnaefni
skipi veglegan sess í dagskrá Stöðvar tvö, en dagskrárstjóri
er Jónas R. Jónsson.
Ómar nauðlenti Frúnni
Þegar Ómar Ragnarsson var í könnunarflugi yfir Esjunni
í síðustu viku í tilefni fyrirhugaðs Stikluþáttar, vildi ekki
betur til en að flugvélin hans víðfræga TF-Frú, lét ekki al-
mennilega að stjórn og þurfti Ómar nauðugur að lenda á
fjallinu. Lendingin var hörð og skemmdist vélin nokkuð, en
Omar sakaði ekki. Flugvélinni var bjargað af fjallinu með
þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem krækti í Frúna og flaug
með hana í bæinn.
Hvít þjóðhagsspá
Bjartara er framundan i efnahagsmálum íslands en um
langt skeið, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri þjóð-
hagsspá Þjóðhagsstofnunar. Hagvöxtur á þessu ári verður
5% i stað 3,5% eins og áður hafði verið spáð. Viðskiptahall-
inn er nú áætlaður 1,3 milljörðum króna minni en spáð var,
2,2 milljarðar í stað 3,5 milljarða. Kaupmáttaraukningin
hefur orðið nokkuð meiri en spáð var og gerir stofnunin ráð
fyrir því að í lok ársins verið búið að ná upp hinni miklu
kaupmáttarrýrnun 1983. Nú er reiknað með því að næsta
kjarasamningalota gangi betur fyrir sig en ella hefði mátt
búast við, eins og gjarnt er í góðæri sem þessu.
Fréttapunktar
• Samkvæmt svartsýnisspám er gert ráð fyrir að allt að 12
þúsund manns kunni að smitast af AIDS hér á landi næstu
ár og að þar af kunni um 1200 manns að veikjast næsta ára-
tuginn. Bjartsýnisspá hljóðar hins vegar upp á að 40—60
manns muni veikjast fyrir árið 2000. Talið er að um síðustu
áramót hafi 200 manns smitast og að fjöldi smitaðra tvöfald-
ist á sex mánaða fresti.
• Á heimilissýningunni ’86, sem nú er lokið, var bökuð
heimsins stærsta pizza, rúmlega 10 fermetra sjávarrétta-
baka. Það var Albert Guðmundsson sem tók fyrsta bitann og
varð hrifinn mjög.
• Skólarnir eru byrjaðir og sáust þess merki um síðustu
helgi þegar fyllirí og óspektir urðu með mesta móti í miðbæ
borgarinnar.
• Viða ríkir mikill kennaraskortur og í Breiðholti hefur
orðið að senda börn heim vegna þessa. Kennarar fást treg-
lega til starfa og er meginorsökin launakjörin.
• Þá er ríkjandi mikill skortur á fóstrum á dagvistarheimil-
um borgarinnar og hefur orðið að loka sumum deildum.
Bins og með kennarana eru það launin sem fæla frá og heyr-
ist nú hvíslað að fóstrur hyggi á fjöldauppsagnir á næst-
unni.
• Prentsmiðjan Grágás í Keflavík hefur kært Reykjanes,
málgagn Sjálfstæðisflokksins og er jafnvel búist við að blað-
ið Víkurfréttir geri slikt hið sama. Tilefnið er í siðara tilfell-
inu skítkast og órökstuddar fullyrðingar, segir ritstjóri Vík-
urfrétta.
FRÁ
SEX Á
MORGNANA
TIL
MIÐNÆTTIS
ER
BYLGJAN
iíASSBAl*LÉTT FYRIR AbLA!
' - Framhaldsflokkar 2x og 3x í viku,. ' . f. '
þhðjití.minn frjálst val.
JASS eða BALLETT
: Byrjendaflokkaf i x og 2x íviku, > : "
V frá sex ára aldri.
ijR ÍKÓÍ-IAB FÍRAUNBlRÉI 4
Dansarar - íþróttafólk
♦ Opnir tímar á laulgardögum í Bolholti.
Þrektímar - teygjutímar - jasstímar
* Góð aðstaða fyrír bæði kynin,' ’ ;
/ .• • gjald kr. 250.-'' • ; ‘ :
. KENNARAR SKÓI ANS- .
JASS: BáTa —Anna-; 4
^igríðuf - Margrét Á. - •
Margrét Ó..- Agries - Irma.
KLASÖtS.KTÆKNI:
Katrín Hall.
GESTAKENNARAR l'.VFTt IR-
JACKG0NN . :-
New York •
DEIRDRE LOVEL ,
New Yórk *
PATRICK.DUNCAN
. London -' •••
Jazzballettskóli Báru
Bolholt - Suðurver - Hraunberg
63730 - 83730 — 7QQRR
HELGARPÓSTURINN 39