Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 9
Guðmundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, dró Sigurð Hermundarson fram sem sönnun á máli sínu án þess að Sigurður hafi kom- ið nálægt starfsemi eða reikningsskilum Hjálparstofnunarinnar. MURINN arfundi að við svörum ekki Helgar- póstinum. Alls ekki, vegna þessara skrifa og uppsetningu þeirra. Við bíðum eftir niðurstöðum rannsókn- ar og hún fæst og það verður leitað allra ráða til þess. Helgarpósturinn getur síðan lesið niðurstöður þeirrar rannsóknar." Guðmundur var spurður hvort hann myndi þá svara því sem birtist í Helgarpóstinum í öðrum fjölmiðl- um. „Því býst ég við,“ sagði Guðmund- ur, „ég á ekkert sökótt við aðra fjöl- miðla." Þá var Guðmundur spurður hvort HP stæði til boða þau gögn sem aðrir fjölmiðlar hefðu fengið hjá Hjálparstofnuninni á undanförnum dögum. ,,Nei,“ svaraði Guðmundur, „við munum ekki svara Helgarpóstinum frekar." KUPSSTOFU unar sagði Halldór að sér hefði ver- ið kunnugt um að Sigurður hefði veitt þessa aðstoð en hann hefði tal- ið að Sigurður hefði lagt þetta af fyr- ir töluverðu síðan. Þegar HP spurði Halldór hvort slíkt gæti talist eðlilegt sagði hann svo ekki vera og að hann myndi binda endi á þetta hið fyrsta. Halldór V. Sigurðsson situr nú einn þriggja nefndarmanna í nefnd er Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, skipaði til að rannsaka afdrif söfnunarfjár er Hjálparstofnun kirkjunnar berst. Jón skipaði nefnd- ina að ósk stjórnar Hjálparstofnun- arinnar eftir að hún hafði sent nýja ósk til ráðherra um rannsókn og í þetta skipti án fyrirvara. Þar sem málið virðist nú komið í þann farveg sem Jóhanna Sigurdar- dóttir, alþingismaður, reyndi að beina því en Jón Helgason hafnaði, ieitaði HP til Jóhönnu og spurði hana álits á þessari þróun. „Ég veit náttúrulega ekkert hvernig verkefni þessarar nefndar eru skilgreind hjá ráðherra. Ég taldi það t.d. of lítið eins og fyrst var fram- sett að Ríkisendurskoðun rannsak- aði bara árin 1984 og 1985. En rann- sóknarnefnd óvilhallra aðila var það sem ég Iagði til, en það veltur allt á því hvernig verkefni nefndar- innar verða skilgreind. Ég mun bíða og sjá hverju fram vindur og hef ekki enn gefið það frá mér að taka málið upp á Alþingi," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. SÖFNUNARFÉ TILHEYRIR EKKI SKRIFSTOFU- MÖNNUM Í REYKJAVÍK I málflutningi sínum í fjölmidl- um á undanförnum dögum, hefur Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, oftsinnis vegið að Jóni Ormi Halldórssyni, fyrrv. starfs- manni stofnunarinnar. Jón Ormur er ná staddur í Hollandi, þar sem hann vinnur að „master'-ritgerð í hagfrœði og félagsfrœði þróunar (Development studies), og hefur í bígerð doktorsritgerð um þróun- armál í Asíu sem hann hyggst vinna að í Bretlandi á nœstu árum. Þar sem hann hefur ekki haft mikla möguleika til að svara fyrir sig sökum fjarveru sinnar, hringdi blm. HP í Jón Orm Hall- dórsson og las fyrir hann þá þœtti í málflutningi Guðmundar, sem snerta hann beint (m.a. í sjón- varpsfréttum (26.9.) og íþœttinum „Reykjavík — síðdegis" á Bylgj- unni, sama dag). Jón Ormur hafði eftirfarandi við ummæli Guðmundar að athuga: „Það sem ég tel aðalgagnrýnina á mig í þessum ummælum Guð- mundar er í fyrsta lagi að ég sé upphafsmaður að þessum skrif- um, í öðru lagi að ég treysti ekki ís- lendingum til hjálparstarfs, í þriðja lagi að ég sé á móti neyðarhjálp til hungraðra og í fjórða lagi að ég hafi eiginlega verið látinn hætta á Hjálparstofnuninni, eftir að ég hafi einn lent í ágreiningi við starfs- menn og stjórn. MENN KUNNA EKKI TIL VERKA Á HJALPAR- STOFNUN Varðandi það að ég sé upphafs- maður þessara skrifa og sé að ata fyrrverandi samstarfsmenn auri, vil ég benda á tvennt. í fyrsta lagi eru liðin tvö ár frá því ég hætti störfum hjá Hjálparstofnuninni. A þeim tíma hefur fjöldi fjölmiðla- manna óskað eftir því við mig, að ég kæmi i viðtal um þessi mál, en því hef ég hingað til hafnað. Blaða- maður Helgarpóstsins var hins vegar kominn langt á veg með út- tekt á stofnuninni, þegar hann hafði samband við mig. Það sem ég gerði var að útskýra fyrir hon- um hvaða spurninga hann ætti helst að spyrja, t.a.m. taldi ég ekki að þarna væri um að ræða lög- leysu eða fjárdrátt, en sögur af því tagi hafa víst verið á kreiki í Reykjavík. Það sem ég benti helst á í sambandi við efnislega gagn- rýni á Hjálparstofnun kirkjunnar sem slíka var, að það sé höfuð- atriði málsins að þegar safnað er peningum hjá almenningi á Is- landi með því að birta myndir af deyjandi börnum og fullyrt að fólk geti bjargað lífi þessara vesalings barna eða þá látið þau deyja með því að gefa ekki peninga, þá til- heyri söfnunarféð þessum börn- um og þeirra líkum. Það tilheyrir ekki skrifstofumönnum í Reykja- vík, sem síðan ákveða hjálp til barnanna og skammta þá eftir því hvað fæst gefins á hverjum tíma, en ekki eftir því hvað hægt er að gera við peningana sem slíka. Not- uð föt frá almenningi á lslandi og fiskkaup útlenskra stofnana á Is- landi eru talin fram sem kostnaður á móti gjöfum almennings. Þetta er ekki einungis reikningsleg firra heldur siðferðilega rangt gagnvart þeim deyjandi börnum, sem pen- ingarnir söfnuðust til. LITIÐ Á ÞEKKINGAR- ÖFLUN SEM GRUNSAM- LEGT ATHÆFI Varðandi það að ég sé upphafs- maður þessara skrifa og hafi hrint „rógi“ af stað, þá er það kannski tæpast svara vert, sem hefur verið sagt opinberlega, þó það sé sam- setningur af útúrsnúningum og jafnvel blekkingum og sett fram af almennum kjánaskap. Hitt er hins vegar alvarlegra og umhugsunar- verðara, að frá þessari stofnun hefur verið dreift síðustu daga al- deilis ótrúlegum sóðaskap, upp- lognum sögum sem settar hafa verið í umferð í Reykjavík. Fólk hefur verið að hringja í mig og segja mér ýmis afbrigði af þessum upplogna þvættingi, sem fram- kvæmdastjóri þessarar kirkjulegu stofnunar hefur verið að segja fólki og setja í umferð. Hluti af þessu er raunar til á segulbandi, þar sem einn fjölmiðlamaður kveikti á slíku tæki undir ræðunni. Þessi rógur byrjaði vafalítið vegna þess misskilnings, að ég stæði einn að baki skrifum Helgarpóstsins um Hjálparstofnunina og væri þeirra eina nauðsynlega heimild að baki greininni. Svona til gamans get ég nefnt eina algenga útgáfu af sögu, sem framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar setti í umferð. Hann fékk mann til að hringja í annan mann fyrir sig og skildi sá koma til mín þeirri hótun að sögur yrðu settar af stað í bænum, ef ég segði Helgarpóstinum eitthvað nánar um málefni stofnunarinnar. Sagan, sem nefnd var til að sýna hvað í vændum væri, var á þá leið, að ég átti að hafa lent í fylliríi úti í heimi og endað í Singapore — allt á kostnað Hjálparstofnunarinnar. í fyrsta lagi hef ég aldrei komið til Singapore. Hitt er svo kannski meiri kjarni málsins, að ég hef ver- ið bindindismaður á áfengi í meira en fimm ár. Sögurnar eru til þess að sá tortryggni í kringum mig og véfengja mig sem heimild. Það fylgdi sögunni, að ég hefði á þeim tíma sem um ræðir verið á „algjör- um bömmer", eins og það var orð- að, og að lokum verið látinn hætta. Sannleikurinn er sá, að mér leið ekki vel á þessum tíma. Þetta var um það leyti sem ég var að komast að því hvers konar hugmyndir voru á bak við Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Mér er ekki alveg ósárt um þessi mál og hef lagt talsverðan kraft í að kynna mér málefni þriðja heimsins, þann- ig að þetta fékk nokkuð á mig. Það hefur verið látið að því liggja í fjölmiðlum, að mér hafi hálfvegis verið vikið úr starfi og sagt frá því í persónulegum sam- tölum að ég hafi beinlínis verið lát- inn hætta. Sannleikurinn er auð- vitað annar. í fyrsta lagi réði ég mig þarna aðeins í sex mánuði, en það var framlengt án sérstakra umræðna með gagnkvæmu sam- komulagi. Það var hins vegar áður en ég hafði haft tíma til að kynna mér einföldustu atriði varðandi þróunarhjálp og hjálparstarf al- mennt og ágreiningur því ekki kominn upp. Það gerðist svo eftir að ég hafði sótt nokkra fundi er- lendis og lesið nokkra tugi bóka, að ég fór að lýsa skoðunum mín- um á þessum efnum og sá um leið hvers konar apparat þessi stofnun var. MAÐURMEÐ 15ÁRA REYNSLU í ÞRÓUN- ARHJÁLP NEYDDIST TIL AÐ HÆTTA Ég var alls ekki einn um að ienda í vandræðum með skoðanir mínar á þessum málum, því á stofnuninni vann líka um tima dr. Joachim Fischer og við reyndumst sammála um flesta hluti. Það var því ekki ég, sem einstaklingur, sem var upp á kant við fram- kvæmdastjóra eða stjórn — ég hitti reyndar aldrei stjórnina. Dr. Joachim hefur um fimmtán ára reynslu og sérmenntun að baki í þróunarmálum og veitti forstöðu Asíu-deild stofnunar í Þýskalandi, sem er líklega eitt til tvöhundruð sinnum stærri en Hjálparstofnun kirkjunnar. Hann var þar í mjög góðum metum og eins í Austur- löndum, þar sem ég hafði einmitt spurnir af honum á ferðum mín- um í sumar. Eftir að þessi óum- deildi sérfræðingur lýsti kurteis- lega skoðunum sínum á hjálpar- starfi í grein í Kirkjuritinu, þurfti hann — eins og hann segir sjálfur í viðtali við DV — að leita sér að öðru starfi. Þetta var eins með mig og ástæðurnar raunar þær sömu. Síðan kemur sú dæmalausa full- yrðing í sjónvarpi og útvarpi, að ég treysti ekki lslendingum fyrir neyðarhjálp og vilji að útlendar stofnanir sinni einar þeim málum. Þetta er auðvitað svo aulalegur útúrsnúningur, að ég get ekki ver- ið að svara honum. Þessi mál eru afar fiókin og óhugsandi að fara út í þau í stuttu máli. Ég hef hins veg- ar bent á að matvælaaðstoð, þar sem skortir kannski tíu milljónir tonna af mat til fimm Afríkulanda, sé best framkvæmd af nokkrum risastórum stofnunum, sem geta fengið þessi ógrynni matar gefins, ef þær sjá um flutning á honum. Þetta lítilræði, sem við getum safnað hér uppi á íslandi, hentar miklu betur í aðra tegund af starf- semi, sem ekki aðeins getur bjarg- að mannslífum þegar til lengri tíma er litið, heldur einnig um- svifalaust, ef það er atriði sem mönnum finnst skipta máli. Þekk- ingarleysið er hins vegar svo al- gert á Hjálparstofnun kirkjunnar, að menn kunna þar hreinlega ekki til verka og hafa ekki litið á þessi mál. Ein helsta gagnrýni mín á stofnunina er kannski einmitt sú, að þar er ekki nokkur einasta sér- þekking fyrir hendi og litið á þekkingaröflun sem mjög grun- samlegt athæfi. GRÓUSÖGURNAR VERÐATILÁ HÆÐINNI FYRIR OFAN BISKUPINN í útvarpinu var það tekið sem dæmi um fólsku mína, að ég hefði hvatt til þess einhvers staðar í blaði að fólk sendi peninga til prests á Filippseyjum. Þetta var túlkað sem svo að ég væri tvöfald- ur i roðinu, þvi ég mun hafa orðað það sem svo, að peningar yrðu að brauði. Það var látið liggja að því, að ég væri yfir höfuð á móti því að svöngu fólki væri gefið að borða. Þessi prestur er hins vegar gott dæmi um skynsamlega neyðar- hjálp. Maðurinn vinnur með fá- tæklingum í hroðalegu fátækra- hverfi og lítilræði af peningum, sem hann fær frá Vesturlöndum, bjargar þarna hreinlega mannslíf- um og eflir samfélagið í þessu hverfi. Þarna er dæmi um gott verkefni. Að lokum langar mig til þess að biðja fólk um að trúa varlega þeim sögum, sem það kann að heyra næstu daga og vikur, því það er skipulega unnið að því að gera mig tortryggilegan þar sem mér er stillt upp sem einu heimildinni á bakvið skrif Helgarpóstsins. Ef menn heyra eitthvað af því að ég hrindi stundum gömlum konum á götum úti eða eitthvað í þeim dúr, að ég sé á móti því að svöngu fólki sé gefinn matur, drekki brennivín í Singapore á kostnað kirkjunnar, eða hafi verið á „bömmer" frá þeim degi er ég sá í gegnum starf Hjálparstofnunarinnar, þá geta menn reiknað með því að þessar sögur séu búnar til á hæðinni yfir biskupnum á íslandi. Þetta mál er auðvitað í heild sinni afar dapurlegt og ekki síst fyrir það að kirkjan og fjöldi af ágætu fólki í stjórn Hjálparstofn- unar kirkjunncir dregst inn í þetta og svíður það auðvitað mjög mikið. Kirkjan þarf hinsvegar ekki í þessu frekar en öðru að óttast sannleik- ann, þ.e.a.s. svo lengi sem hún leit- ar sannleikans og ekki annars.“ Jón Ormur Halldórsson, fyrrverandi starfsmaöur Hjálparstofnunar kirkjunnar. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.