Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 13
SSlnda þótt Bandalag jafnaðar-
manna sé enn til að formi eru stoðir
þess farnar yfir í krataflokkinn. Póli-
tískir pælarar eru nú komnir á fuilt
í vangaveltum um það hvernig þeir
Guðmundur Einarsson (Reykja-
nesi) og Stefán Benediktsson
(Reykjavík) muni pluma sig í próf-
kjöri hjá krötum. Flestir eru sam-
mála um, að þeir eigi góða mögu-
leika á „öruggum" sætum miðað við
skoðanakannanir um fylgi Alþýðu-
flokksins undir forystu Jóns Bald-
vins. Hins vegar vilja sumir halda
því fram, að Jón sé ekki búinn að
spila öllum spilunum út. Þannig geti
margt gert Stefáni erfitt fyrir í
Reykjavík. Enn er t.d. gert ráð fyrir
þeim möguleika, að Ásmundur
Stefánsson kjósi að fara á þing með
krötum og Reykjavík sé eina kjör-
dæmið, sem hann geti farið fram í.
Þá eru þeir orðnir tveir um þriðja
sæti krata í Reykjavík á eftir Jóni
Baldvin og Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Þá tengjast þessu vangavelt-
ur um það, að Guðmundur Joð,
sem ekki hefur setið þingflokks-
fundi allaballa um hríð, muni taka
þátt í þingflokksstörfum krata í vet-_
ur og hætta síðan þingmennsku. I
Reykjanesi ætti Guðmundur Einars-
son að vera nokkuð öruggur. í þriðja
sæti síðast var Kristín Tryggva-
dóttir, vel liðin og ágæt kona, en
varla jafningi Guðmundar í pólitísk-
um slag...
o
skipta athygli hefur það
vakið, að Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, er lagstur í
ferðalög. Fyrst fór hann til Græn-
höfðaeyja, síðan íil Senegal. Þá fer
hann utan til Svíþjóðar — og í leið-
inni á þing alþjóðasambands frjáls-
lyndra flokka, sem haldið verður í
Þýskalandi. Heimkominn úr þess-
um stuttu ferðum heldur forsætis-
ráðherra tii Kína — með konu sína
— og frítt föruneyti. Margir fram-
sóknarmenn eru orðnir langþreyttir
á ferðalögum formannsins og þar á
bæ taka menn ferðalögin til merkis
um það að Steingrímur hafi gefist
upp í pólitík. Og að hann geri ekki
ráð fyrir vegtyllum á borð við ráð-
herradóm í næstu, eða næstu ríkis-
stjórnum...
o
g annar vinkill á ferðir
Steingríms Hermannssonar. Ríkis-
fréttamenn eru jafnan í fylgdarliði
forsætisráðherra. Varafréttastofu-
stjóri Sjónvarps, Helgi H. Jónsson,
var, eins og alþjóð er kunnugt um, í
föruneyti Steingríms, og nú hefur
heyrst, að Atli Rúnar Halldórsson
hafi verið valinn til að senda fréttir
af Steingrími frá Kína. Sannkallaðir
ríkisfréttamenn þeir félagar. ..
tes n
OG HORNSÓFAR
í MIKUJ ÚRVALI
V- í:í' i
11 i
• ' L -
"'j- ] b l, , m '
œ 2®
IpiÉL
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 685375 - 82275.
BRAGÐMIKIL
NÝJUNG
^NAR BAUN"
SMÁAR
utian sætan mjúkan góóar
Fást í heilum, hálfum og 1/4 dósum í næstu verslun.
HELGARPÓSTURINN 13