Helgarpósturinn - 02.10.1986, Side 21
?TiUH RIKISINS
[ÍIR:
ÆÐISLANIN
greiða upp á skemmri tíma. Húsnæðisstofn-
unin hefur heimild til að afgreiða öll sín lán í
allt að þremur hlutum. Öll húsnæðislán eru
verðtryggð til fulls skv. lánskjaravísitölu.
Lán til byggingar eða kaupa á nýjum íbúð-
um eru tryggð með 1. veðrétti í þeim íbúðum,
sem lánað er til.
Önnur lán eru tryggð með 1. eða 2. veðrétti
í þeim íbúðum, sem lánað er til. Heimilt er að
taka síðari veðrétti, þó þannig, að veitt lán,
ásamt áhvílandi lánum, uppfærðum, sé innan
við 70% af brunabótamati íbúðarinnar.
Vextir af húsnæðislánum eru breytilegir.
Vextir af almennum íbúðalánum stofnunarinn-
ar eru nú 3,5%. Gjalddagar eru fjórir á ári, þ.e.
1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.
Fyrstu tvö árin eftir að lán er fengið er árs-
fjórðungslega greidd af því fjárhæð, sem
samanstendur af vöxtum og verðbótum. Að
þeim tíma liðnum er ársfjórðungslega greidd
fjárhæð, sem mynduð er af afborgun, vöxtum
og verðbótum.
ER
GREIÐSLU-
BYRÐIN?
Nauðsynlegt er að allir þeir, sem hyggjast
sækja um húsnæðislán, geri sér grein fyrir
greiðslubyrði lánsins og beri saman við sína
eigin greiðslumöguleika. Þess vegna skal hér
sýnt dæmi um ársfjórðungslegar greiðslur af
1588 þús. króna láni:
• Fyrstu 2 árin (án verðbóta):
Kr. 13.886,00.
• Frá og með 3ja ári (án verðbóta);
Kr. 18.931,00.
Einnig skal sýnt dæmi um ársfjórðungslegar
greiðslur af láni, sem nemur kr. 2.268.000,00:
þykktar verða í byggingarnefndum byggðar-
laganna eftir 1. september 1986. Um aðrar
nýbyggingar gilda þær reglur, sem í gildi voru
þegar teikningar af þeim voru samþykktar.
Hvað um lánsréttindi námsmanna?
Svar:
Námsfólk nýtur sömu réttinda og aðrir (enda
uþpfylli það sömu skilyrði), nema það búi utan
Norðurlanda. Hérlendis greiðir það iðgjöld í
lífeyrissjóði, bæði af atvinnutekjum sínum (og
námslánum, óski það eftir því). Á hinum
Norðurlöndunum greiðir það iðgjöld í svo-
nefnda ATP-sjóði, þó aðeins af launum sínum
þar.
Utan Norðurlanda er enginn sjóður starf-
andi, sem er í sambærilegum tengslum við ís-
lenska lífeyrissjóöakerfið.
HURÐARÁS UM ÖXL
Ef Húsnæðisstofnunin kemst að þeirri
niðurstöðu, eftir að hafa kannað fram lögð
gögn umsækjanda um fjárhag hans, að hann
geti ekki með neinu móti staðið undir fjár-
mögnun fyrirhugaðra íbúðarkauþa eða íbúð-
arsmíð, mun hún skýra honum bréflega frá
því. Ráðist hann í framkvæmdir allt að einu
getur stofnunin krafist ríkari ábyrgðar á láni
sínu, t.d. bankaábyrgðar. Einnig getur hún
frestað eða synjað um lánveitingu.
HAFIRÐU
EKKI
ÁTT ÍBÚÐ
A SL. 3 ARUM
Lán þér til handa getur numið allt að kr.
2.268.000,00, ef þú kauþir íbúð í smíðum eða
byggir íbúð. I slíkum tilfellum gilda stærðar-
takmarkanir, eins og áður hefur komið fram.
Ætlir þú að kaupa notaða íbúð nemur lánið
hæst kr. 1.588.000,00. Þrjár ástæður geta
valdið því, að það verði lægra:
HAFIRÐU
ÁTT ÍBÚÐ
Á SL. 3 ÁRUM
Lán til þín getur numið allt að kr.
1.588.000,00, ef þú kaupir íbúð í smíðum eða
byggir íbúð. í slíkum tilfellum gilda stærðar-
mörk, eins og áður hefur komið fram.
Ætlir þú að kaupa notaða íbúð nemur lánið
hæst kr. 1.111.000,00. Þrjárástæðurgetavald-
ið því, að það verði lægra:
' Áhvílandi lán frá Húsnæðisstofnun,
Tramreiknuð til lánveitingardags, lækka nýja
húsnæðislánið um sömu fjárhæð og þau
nema samtals.
Gömlu húsnæðislánin (framreiknuð) og
hið nýja mega ekki vera hærri (samanlagt) en
sem nemur 70% af kaupverði íbúðarinnar.
Nýja lánið verður að vera veðsett innan
við 70% af brunabótamati íbúðarinnar. Ef
meinbugir eru á því lækkar lánið eða fellur
jafnvel niður.
Undantekningar frá ofangreindum
hámarksreglum geta komið til ef eitthvert
þeirra atriða eiga við umsækjanda, sem greint
er frá í liðnum „Missir fyrri íbúöar".
MISSIR FYRRI
ÍBÚÐAR
Þeir geta talist vera að byggja eða kauþa í
fyrsta sinn, sem hafa misst íbúð sína eða
mestan hluta eignar sinnar í henni vegna
hjónaskilnaðar, greiðsluþrots, gjaldþrots eða
af öðrum ástæðum, sem teknar eru gildar.
Eigandi íbúðar í verkamannabústað, er
hyggst selja hana, getur talist vera að byggja
eða kaupa í fyrsta sinn nemi eignarhluti hans
lægri fjárhæð en svarar til 25% af hámarks-
byggingarláni.
ENDURBOTA
OG
VIÐBYGGINGA
• Fyrstu árin (án verðbóta):
Kr. 19.836,00.
• Frá og með 3ja ári (án verðbóta):
Kr. 27.037,00.
Áhvílandi lán frá Húsnæðisstofnun,
framreiknuð til lánveitingardags, lækka nýja
húsnæðislánið um sömu fjárhæð og þau
nema samtals.
NOKKRAR-
SPURNINGAR
OG SVÖR
Hvernig tengist fjölskyldustærð lánsrétti?
Svar:
Hún tengist honum ekki lengur.
Gömlu húsnæðislánin (framreiknuð) og
hið nýja mega ekki vera hærri (samanlagt) en
sem nemur 70% af kaupverði íbúðarinnar.
Nýja lánið verður að vera veðsett innan
við 70% af brunabótamati íbúðarinnar. Ef
meinbugir eru á því lækkar lánið eða fellur
jafnvel niður.
Hvort sem þú byggir, kaupir nýtt eða notað,
gildir ávallt sama meginreglan:
Kaupi lífeyrissjóður þinn ekki skuldabréf af
Húsnæðisstofnun fyrir 55% af árlegum ráð-
stöfunartekjum sínum, þá skerðist lánið til þín
í hlutfalli við kauþ hans.
Hversu stór má íbúð vera?
Svar:
Ef notuð íbúð er keyþt hefur stærð hennar
ekki áhrif á lánsfjárhæð. Lán til nýrra íbúða
skerðast um 2% fyrir hvern fermetra, sem
íbúðin er stærri en 170 fermetrar, að innan-
máli. Gildir sú regla um allar þær byggingar,
sem byggðar eru eftir teikningum, er sam-
Upplýsingarnar geta komið þér vel, þótt
síðar verði.
Þá getur lán til þín numið allt að kr.
1.588.000,00, þó aldrei yfir 70% af kostnaðar-
áætlun, sem Húsnæðisstofnun samþykkir.
íbúðin verður að vera eldri en 15 ára, frá fok-
heldisdegi að telja, og kostnaður við endur-
bæturnar og/eða viðbygginguna verður að
nema a.m.k. 318 þúsund krónum.
Ef um viðbyggingu er að ræða skerðist lánið
um 2% fyrir hvern fermetra.sem viðbyggingin
og eldri íbúðin eru samanlagt stærri en 170
fermetrar.
Lánstími þessara lána er allt að 21 ári.
Lánsréttur hvers og eins er sem áður háður
lífeyrisréttindum sjóðfélaga og skuldabréfa-
kauþum Iffeyrissjóðsins.
FRAMHALD
Á NÆSTU SÍÐU
HELGARPÓSTURINN 2t