Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 28
BANKAR
VIÐ BORGUM BRÚSANN
Bankastarfsemi hefur breyst. Bankar og
sparisjóöir hafa tekiö upp nýja uidskipta-
hœtti. Nú kaupa þeir uiöskiptavíxla og
viöskiptaskuldabréf meö miklum afföllum.
Auöxtunarkrafa þeirra er mjög há. Miklum
mun hœrri, en þeir uextir eru sem Seöla-
banki íslands auglýsir. Viöskiptamenn
banka eru farnir aö kuarta undan hinni háu
ávöxtunarkröfu. Og telja margir að bankar
séu með þessum uiöskiptum sínum komnir
útá hiö ,,gráa svœöi" peningaviöskipta.
Bankar hafa verulegar tekjur af þessum
uiöskiptum — tekjur langt umfram þaö sem
þeir heföu í uenjulegum uiöskiptum.
Seðlabanki umboðslaus
Seðlabanki íslands, sem fylgist með
viðskiptaháttum banka og sparisjóða, gefur
tóninn varðandi vexti og rekur sérstakt
bankaeftirlit, hefur enga lögsögu yfir við-
skiptum banka með víxla og viðskipta-
skuldabréf, sem keypt eru á sérstöku kaup-
gengi, — kaupum verðbréfa með miklum
afföllum. Bankar ákveða einhliða kaup-
gengið — afföllin — á þessum bréfum, sem
til eru í öllum útgáfum. Þau eiga sér það
hins vegar sameiginlegt, að ávöxtunarkrafa
bankanna er mjög há. Liggur á bilinu
30-35%.
„Seðlabanki íslands hefur gert athuga-
semdir við hina háu ávöxtun banka í
verslun þeirra með viðskiptavíxla sem
keyptir eru með afföllum," sagði Eiríkur
Guönason hjá Seðlabanka íslands við HP „Við-
bönkunum er það hins vegar ljóst, eins og
okkur hjá Seðlabankanum, að bankinn
getur hvorki vísað í lagagreinar, eða beitt
bankana neinum viðurlögum vegna þessara
viðskipta. Hér er um að ræða verslun með
viðskiptavíxla og viðskiptaskuldabréf þriðja
aðila og ekki um beina vaxtatöku að ræða.
Þess vegna geta bankar ákveðið einhliða
kaupgengi á þessum viðskiptavíxlum og
viðskiptaskuldabréfum,“ bætti Eiríkur
Guðnason við þegar HP innti hann eftir því
hvort Seðlabanki íslands hefði horft athuga-
semdalaust uppá vaxandi umsvif banka-
kerfisins með pappíra af þessu tagi.
eftir Helga Mó Arthúrsson
Seðlabanki hefur gert athugasemdir
Vafasöm víxlaviöskipti
Innstœöulausir tékkar eru drjúg tekjulind
Lög ná ekki yfir viöskipti bankanna
Viðskipti af þessu tagi hófust seint á árinu
1984 og í upphafi árs 1985 og nú er svo
komið að þessir viðskiptahættir hafa breiðst
út um bankakerfið allt. Má líkja þessu við
óopinbert vaxtastig, sem er miklum mun
hærra en það sem Seðlabanki auglýsir.
Iðnaðarbankinn reið á vaðið í þessum við-
skiptum og hinir bankarnir fylgdu fljótlega í
kjölfar hans. Síðast Búnaðarbanki og Lands-
banki íslands. Og eins og Eiríkur Guðnason
sagði: enda þótt ávöxtunarkrafa bankanna
sé miklum mun hærri en auglýstir vextir
eru, þá ná engin lög yfir þessa starfsemi þar
sem hugtakið „kaupgengi viðskiptavíxlá'
fellur ekki undir skilgreiningu á venjulegri
vaxtatöku. En vitaskuld eru bankarnir með
þessu að hækka útlánsvexti sína. Og auka
tekjur sínar.
Tíundi partur útlánsviðskipta
Viðskiptahættir þessir verða sífellt
algengari. f ársbyrjun námu þessi viðskipti
um 8,5 af heildarútlánum bankakerfisins, en
strax í júlílok var þetta hlutfali komið í 9%
af heildarútlánum kerfisins. Eign banka-
kerfisins taiin í bréfum af þessu tagi nam í
júlílok um 3,3 milljörðum króna. Er þá
aðeins átt við viðskiptavíxla sem keyptir eru
með afföllum. Með viðskiptaskuldabréfum
keyptum á ákveðnu kaupgengi má gera ráð
fyrir því, að eign bankakerfisins nálgist það
að vera 4 milljarðar króna að jafnaði.
Bankarnir reikna inní þessi auglýstu afföll
vexti og annan kostnað að undanskildu
stimpilgjaldi, en þrátt fyrir það er verulegur
munur á auglýstum vöxtum og þeim tekjum
sem bankarnir hafa af þessum viðskiptum.
Með því að gefa sér, að bankakerfið eigi
að staðaldri um 4 milljarða í pappírum
þessum og að ávöxtunarkrafan sé 35%, þá
eru tekjur bankanna af þessum bréfum um
1,4 milljarðar á ári. Ávöxtunarkrafa af
venjulegum víxlaviðskiptum er um 16,6%,
eða um 660 milljónir af fjórum milljörðum
króna. Við þessa vaxtatöku banka bætist
kostnaður banka vegna hefðbundinna
viðskipta. Þrátt fyrir hátt kostnaðarhlutfall
er óhætt að fullyrða, að tekjur banka-
kerfisins vegna þessara viðskipta umfram
venjuleg viðskipti liggja á bilinu 400—500
milljónir króna á ári. Og þrátt fyrir þetta
standa viðskiptin í miklum blóma.
í skjóli mikillar eftirspurnar frá innlendum
framleiðendum og verslunarfyrirtækjum
hefur bankakerfinu tekist að halda uppi
hinni háu ávöxtunarkröfu. Og enda þótt
framleiðendur og aðrir viðskiptamenn
banka kvarti undan miklum afföllum af
verðbréfum af þessari tegund þá eiga þeir
enga leið til að lækka afföllin. Lög ná ekki
yfir þessi viðskipti. Benda menn á, að
bankar hafi með þessari starfsemi sinni elt
uppi þau einkafyrirtæki, sem hafa haslað sér
völl í peningaheiminum undanfarin misseri
— svokölluð ávöxtunarfyrirtæki — og að
það séu í rauninni þessi fyrirtæki sem gefi
tóninn í þessum viðskiptum. Seðlabanki eða
ríkisvald geti ekkert gert. Eða eins og einn
viðmælenda HP orðaði það: „Ég get ekki
séð eðlismun á viðskiptum ríkisbanka og
prívatmanna sem hafa sett upp banka í
bílskúrnum hjá sér. Prívatmaðurinn kaupir
af mér bréf með meiri afföllum en banki,
en það er aðeins magnmunur. Eðli
viðskiptanna er það sama."
Efnahagsmarkmið ríkisstjórnar
Tvær skýringar hafa verið gefnar á
þessum viðskiptaháttum banka og spari-
sjóða. Önnur er sú, að þeir hafi viljað —
með því að gera peninga dýrari — koma
til móts við þá stefnu ríkisstjórnar, að
draga úr lánsviðskiptum, eða
peningamagni í umferð, og þar með draga
úr neyslu. Þeirra leið hafi verið sú að
hækka raunverulega vexti framhjá
Seðlabanka. Hafi þetta verið tilgangurinn
þá hefur aðgerðin misheppnast
fullkomlega. Lítið hefur dregið úr neyslu,
en viðskiptin hins vegar aukist stig af stigi.
Hin skýringin, sem virðist í fljótu bragði
haldbetri, er sú, að með þessum viðskipta-
háttum hafi bankakerfið séð sér leik á
borði — undir því yfirskini, að það væri að
reyna að framfylgja efnahagsmarkmiðum
ríkisstjórnar — og hafið nýja tegund
viðskipta sem skilaði bankakerfinu
auknum tekjum til að standa undir sífellt
vaxandi kostnaði. Og að þessi leið hafi
gert það að verkum að bankar hafi sloppið
við endurskipulagningu og hagræðingu,
sem margir telja nauðsynlega innan
bankakerfisins. Þá er einnig bent á í þessu
sambandi, að bönkum sé nauðsynlegt að
fjármagna sig með þessum hætti vegna
þess að mismunur innláns- og útlánsvaxta
sé hverfandi. Að þeir hafi neyðst til að fara
aftan að viðskiptavinum sínum með
þessum hætti til að tryggja afkomu sína.
„Fit-tekjur banka"
Verslun með viðskiptavíxla á afföllum er
ekki eina leið bankakerfisins til að fjár-
magna starfsemi sína. Svokallaðir
„fitreikningar" (dráttarvextir af
innstæðulausum tékkum) skila
bankakerfinu drjúgum tekjum.
Innstæðulausum tékkum fjölgar jafnt og
þétt, þrátt fyrir auglýsingar um hert viður-
lög vegna útgáfu innstæðulausra ávísana.
Og tekjur bankanna vegna dráttarvaxta af
þessum viðskiptum aukast að sama skapi. .
Árið 1983 námu tekjur banka vegna
þessara viðskipta um 1,6% af
heildarfjármagnstekjum kerfisins. Að ári
liðnu var þetta hlutfall komið í 2,3% af
heildarfjármagnstekjum og hefur enn
hækkað svk. heimildum HP. Er talið að fit-
tekjur bankakerfisins skili um 300 _ ,
milljónum króna á ári hverju.
Sú spurning vaknar í þessu sambandi,
hvort bankar geri einfaldlega út á þessi
tekjumið í starfi sínu. Auglýst hert viðurlög
virðast ekki hafa í för með sér að dragi úr
innstæðulausum ávísunum. Þróunin virðist
vera í öfuga átt. Skv. upplýsingum HP
þekkist það í samskiptum banka og við-
skiptamanna, að banki heimili yfirdrátt á
hlaupareikningi með því skilyrði, að við-
skiptavinir greiði dráttarvexti og kostnað
af innstæðulausum ávísunum. Og að banki
amist ekki við samskiptum af þessu tagi
svo lengi sem viðskiptavinur greiði skuld
sína og þá háu vexti sem fylgja þessum
viðskiptum. Ávöxtun banka sem stunda
viðskipti af þessu tagi nálgast það að vera
35%, eða vextir hliðstæðir ávöxtunarkröfu
viðskiptavíxla og viðskiptaskuldabréfa.
Neytendur borga brúsann
Það er samdóma álit þeirra
bankamanna, verslunarmanna og annarra
sem þekkja þessa viðskiptahætti, að
kostnaður vegna þeirra endi með einum
eða öðrum hætti í verði vöru. Og að það
séu á endanum neytendur sem borga
brúsann í hærra vöruverði. Á meðan fitnar
bankakerfið eins og púkinn á fjósbitanum.
Innflutningsaðilar í verslun, sem taka
víxla af kaupmönnum og selja þá með
miklum afföllum í bankakerfinu, bera ekki
kostnaðinn af þessum viðskiptum. Þeir
velta honum útí vöruveröið.
Iðnframleiðandinn sem lánar kaupmanni
vöru gegn verðbréfi sem hann síðan selur
í banka, ber ekki kostnaðinn. Hann veltir
kostnaðinum útí vöruverðið. Bílaumboðið,
sem lánar kaupanda verulegar fjárhæðir í
nýjum bíl gegn víxli eða skuldabréfi ber
ekki afföllin af þessum bréfum. Það
hækkar vitaskuld bílverðið, einfaldlega
vegna þess að ekkert fyrirtæki stendur
undir því að greiða þann mismun sem er á
vöxtum, sem heimilað er að taka af við-
skiptavinum fyrirtækisins og þeim afföllum
sem bankakerfið býður í viðskiptum sínum
við handhafa viðskiptabréfa.
Niðurstaðan er því sú, að svokallað frelsi
í bankaviðskiptum kostar sitt. Bankarnir
græða og verslunarmenn hafa sitt á þurru.
Neytendur blæða. Þeir greiða fyrir frelsi
bankanna, sem felst í því að fara í
kringum lögin.
28 HELGARPÓSTURINN