Helgarpósturinn - 02.10.1986, Side 29
L formannsins í Alþýðu-
flokknum er ekki eintómur dans á
rósum. innan Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur eru miklar væringar og
því fer fjarri að Jón Baldvin hafi
óskoraðan stuðning meðal krata í
Reykjavík. Á aðalfundi Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur á dögun-
um tókust nokkrir hópar innan fé-
lagsins á um formann. Jón Ár-
mann Héðinsson vann formanns-
kosninguna, en fulltrúi Jóns Bald-
vins, Ásgerður Bjarnadóttir,
tapaði naumt. Á hinn bóginn mun
Snorri Guðmundsson sem talinn
er hafa verið fulltrúi hóps á vegum
Bjarna P. Magnússonar hafa feng-
ið minna en efni stóðu til, þarsem
stuðningsmönnum Snorra mun
ekki hafa verið kunnugt um fram-
boðið — og studdu Jón Ármann í
stöðunni. Þeir eru sagðir fulltrúar
„hins almenna félagsmanns". Átök-
in í Reykjavík hafa tekið á sig ýmsar
myndir — og sú nýjasta er stofnun
nýs félags jafnaðarmanna, Rósin,
með varnarþing í Reykjavík, sögð
runnin undan rifjum Birgis Dýr-
fjörð o.fl. Ef af stofnun verður,
verða því fulltrúar á flokksþinginu
um helgina frá amk. þremur félög-
um í Reykjavík: Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur, Félagi frjálslyndra jafn-
aðarmanna og Rósinni. Þau tvö síð-
astnefndu munu biðja um formlega
inngöngu á flokksþinginu. . .
A
morgun verður efnt með
pomp og prakt til 75 ára afmælis-
hátíðar Háskóla íslands. Virðuleg
athöfn verður í Háskólabíói og verð-
ur húsið fullskipað boðsgestum.
Vegna þrengsla mun hafa verið
gripið til þess ráðs að einskorða boð
til „yfirstéttarinnar" í HÍ þannig að
nær eingöngu starfsmenn með titla,
helst latneska, fengu boðskort. Al-
mennir starfsmenn lentu utangarðs.
Hins vegar stóð ekki á því að búa út
sérstaka boðsmiða handa alþingis-
mönnunum okkar 60. Mikil
óánægja mun vera út af þessu...
Þ,
jóðleikhúsið frumsýnir óper-
una Tosca þann 11. október nk. I að-
alhlutverkum verða þau Elísabet F.
Eiríksdóttir sem syngur Toscu
sjálfa og heimstenórinn okkar,
Kristján Jóhannsson. Leikstjór-
inn er bandarískur, Paul Ross að
nafni. Eins og óperufróðir vita gerist
óperan á Italíu um aldamótin 1800.
Leikstjórinn Ross mun hins vegar
færa óperuna til nútímalegra horfs
og staðsetja hana á 4. tug þessarar
aldar, þegar fasistar voru við völd og
Mussolini var II Duce ítölsku þjóðar-
A
Albert Guðmundssyni
og prófkjörsbaráttu hans er það að
frétta að útlitið sé svart og sjálfur sé
kandídatinn á nálum um pólitíska
framtíð sína. Fjöldi dyggra stuðn-
ingsmanna mun nú ekki taka þátt í
starfi fyrir Albert, og aðrir munu
hafa gengið til liðs við Eyjólf Kon-
ráð...
Í s og menn vita, var Arn-
þóri Helgasyni vikið af bæjar-
stjórnarfundi Seltjarnarness þ. 24.
september fyrir að hljóðrita umræð-
ur á fundinum, en Arnþór er sjón-
skertur. Það var Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóri sem lét víkja
Arnþóri af fundi og sagði ástæðuna
vera prinsípmál. Nú hefur HP
fregnað að aðrar ástæður hafi
legið þar aö baki. A fundinum
var nefnilega til afgreiðslu heitt
deilumál sem bæjarstjóra, Guð-
mari Magnússyni, forseta bæjar-
stjórnar og nokkrum úr meirihluta
sjálfstæðismanna var ekki að skapi
að hljóðritað yrði né spyrðist víða
út. Forsaga þessa máls er að Sigur-
geir bæjarstjóri hafði knúið í gegn
20% hækkun á vistgjöldum dag-
heimila á Seltjarnarnesi þvert á nið-
urstöður félagsmálaráðs Seltjarn-
arness. Þegar hugmyndir Sigur-
geirs komu fyrir eyru Guðjóns
Margeirssonar, formanns félags-
málaráðs og Gísla Jóhannssonar
fulltrúa í félagsmálaráði, bentu þeir
kr.
3 kg. óðalspylsa
3 kg. napoleon-bacon
3 kg. paprlkupylsa
3 kg. nautahakk
2,5 kg. hangikjötsframpartar
2,5 kg. baconbúðingur
22,5 kg.
KJÖTMIÐSTÖÐIN
Simi 622511,686511.
|»»sfscii(lniii!
báðir bæjarstjóra á, að þessa tillögu
hans um hækkun vistgjalda yrði að
ræða vítt og breitt með tilliti til
stöðu bæjarsjóðs, ráðninga starfs-
fólks dagheimila og 5% lækkunar
dagvistargjalda frá 1. mars. Sigur-
geir keyrði engu að síður í gegn
-samþykki fyrir 20% hækkun á vist-
gjöldum á fundi með meirihiuta
sjálfstæðismanna. Þessi samþykkt
var síðan staðfest á fundinum fræga
þegar Arnþóri var vikið út með
segulbandstækið. Þeir Guðjón og
Gísli voru hins vegar mjög ósáttir
við afgreiðslu bæjarstjóra á málinu,
töldu umræðuna alla mjög ómál-
efnalega og að hvorki hafi verið leit-
að ályktunar félagsmálaráðs nétek-
ið tillit til útreikninga þess. Þar með
hafi bæjarstjóri lýst vantrausti á
félagsmálaráð. Þeir hafa því lagt
fram afsögn sína úr félagsmálaráði
og var bréfið afhent bæjarstjórn sl.
helgi og afrit sent félagsmálaráði.
Nú heyrast þær raddir að þarna hafi
þeir Guðjón og Gísli brotið ísinn
hvað varðar að þola ekki meint ger-
ræðisleg vinnubrögð Sigurgeirs
bæjarstjóra og talið að fordæmi
þeirra geti haft miklar afleiðingar í
för með sér Víst er að deilum á Nes-
inu er ekki lokið í bæjarstjórn-
inni. . .
eöa
HUN DAGÆSLUHEIMILI
Hunclavmafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
ARNARSTÖÐUM, Hraungerðishreppi
801 Selfoss - Símar: 99- 703 7 og 99-1030
• •
KJORBOKINA
SEMUR ÞÚ SJÁLFUR
26,3 MILUÓNUM ÚTHLUTAÐ f VIÐBÓTAR-
HÖFUNDARLAUN NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN
n
mMJH rið 1986 ætlar að verða Kjörbókareigendum sérstaklega hagstætt og
greinilegt að þeir eiga skemmtilega og spennandi lesningu í vændum.
Reyndar vissu þeir að
Kjörbókin ber háa vexti.
Þeir vissu líka að innstæð-
an er algjörlega óbundin.
Og þeir vissu að saman-
burður við vísitölutryggða
reikninga er vöm gegn
verðbólgu.
En ætli nokkum hafí gmnað
að ávöxtun Kjörbókar
fyrstu níu mánuði þessa árs
samsvaraði 20,7% árs-
ávöxtun. Það jafngildir
verðtryggðum reikningi
með 6,19% nafnvöxtum.
Svona er Kjörbókin
einmitt: Spennandi bók
sem endar vel.
Við bjóðum nýja sparifjár-
eigendur velkomna í
Kj örbókarklúbbinn.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
KJÖrbók
HELGARPÓSTURINN 29