Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 31

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 31
LISTAPÓST FRELSI TIL SÖLU, pólitískur Bubbi á plötu og tónleikum, en: „Flokkapólitík er eyðandi afl!“ Einn textanna á nýju plötunni hans Bubba, sem hann kynnir á tónleikunum I Austur- baejarbíói, fjallar um hvalinn. „I því máli er ég sammála meistara Kjarval. Hvalurinn á að fá að synda I friðil" segir hann. Fyrstu sjálfstæðu tónleikar Bubba Morthens og MX-21 í Reykjavík verða í Austurbæjarbíói laugardags- kvöldið 4. október. Yfirskrift tónleik- anna er FRELSI TIL SÖLU sem er nafn væntanlegrar stúdíóplötu Bubba. Á þessum tónleikum kynnir Bubbi ásamt MX-21 í fyrsta sinn að- dáendum sínum efni plötunnar í heild. Hér er um að ræða plötuna sem Bubbi hefur verið að vinna að með hléum í heilt ár ásamt meðlim- um sænsku hljómsveitarinnar Imperiet. HP spjallaði við Bubba um eðli plötu og tónleika, en um daginn þurfti hann að hætta hljómleikaferð sinni um landið vegna ígerðar í hálsi. „Ég er ekki orðinn góður, en ég lofa því að ég verð orðinn nógu góð- ur á laugardaginn kemur," sagði Bubbi. „En ég neita því ekki að þessi ígerð setti mörg strik í reikninginn." Á tónleikunum nk. laugardag kemur Bubbi fram bæði með MX-21 og einn. „Já, sumir segja að ég sé betri sem trúbadúr þannig að ég reyni að koma til móts við það fólk með því að opna tónleikana með kassagítar, með frumflutt efni í bland." Skiptar skoðanir um hvor væri betri trúbadúrinn eða raf- magnsrokkarinn Bubbi, komu ein- mitt vel í ljós á Bylgjunni um daginn þar sem Bubbi sat fyrir svörum hlustenda í tvo tíma í beinni útsend- ingu. Óhætt er að segja að ástarjátn- ingunum hafi rignt yfir hann í gegn- um símann, frá körlum og konum á öllum aldri. Hvað fannst honum um viðbrögðin? „Jú, þetta var miklu einlægara en ég hefði nokkurn tíma búist við,“ segir Bubbi. „Mér þótti óskaplega vænt um þessi góðu viðbrögð og þau sýna mér líka að ég hef ekki barist til einskis." Plata Bubba, Frelsi til sölu, kemur út bæði með íslenskum og enskum textum. Hann segist vera búinn að taka upp íslensku útgáfuna og hún er væntanleg í verslanir í lok þessa mánaðar. „En ég er enn að bæta við lögum á þá ensku þar sem ég verð með ein sextán, sautján lög. Hún er ekki væntanleg á markaðinn fyrr en í febrúar" — Og það eru medlimir Imperiet sem leika med þér á plötunni? „Já. Allir liðsmenn Imperiet koma þarna eitthvað við sögu. En bassa- leikarinn, Christian Falk sem líka er pródúserinn minn, spilar meira og minna á öll hljóðfærin. Hann er allt í öllu.“ — Hafa textarnir á plötunni eitt- hvert ákvedið þema? „Já, flestir þeirra að minnsta kosti. Flestir þeirra fjalla um her- stöðina og pólitíkusana hér á landi, einn fjallar um hvalinn, annar svo reyndar um uppbygginguna í Júgó- slavíu eftir seinna stríð. En ég er þó ekki alveg búinn að gleyma ástinni, þarna eru líka nokkrir textar sem snúast um hana." — Hvaða afstöðu tekurðu til hvalamálsins? „Á dögunum gaf ég út yfirlýsingu um að ég sé sammála meistara Kjar- val varðandi hvalinn. Fyrir nokkr- um áratugum skrifaði hann nokkurs konar ástarbréf til hvalsins þar sem hann lýsti því yfir að hann ætti að fá að synda í friði. Ég las þetta bréf sem krakki og þá strax mótaðist afstaða mín í hvalamálinu. En ég ber ekki bara sterkar taugar til hvalsins heldur alls lífríkisins. Og manneskjunnar. Hvalastofninn er bara eitt af því sem verið er að raska í jafnvægi náttúrunnar. Náttúran sá sjálf um þróunina þar til manneskj- an fór að hræra upp í hlutunum. Þá fór allt úr böndunum." — Ertu grœnmetisœta? „Já, ég er að fikra mig áfram með jurtafæðið. Það er gott fyrir taug- arnar og allt heila klabbið." Tónleikarnir í Austurbæjarbíói á laugardaginn eru tvískiptir. Hinir fyrri hefjast kl. 19. Þá kemur fram auk Bubba og MX-21 hljómsveitin Ný augu með Bjarna Tryggvason í broddi fylkingar. En á hinum síðari sem hefjast kl. 22 koma fram Langi seli og skuggarnir, sem skilgreina sig sem „dreptanbillý" tríó! Hér eru mættir saman á ný þrír af fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar Oxzmá. Líkt og á hinum fyrri munu Bubbi og MX-21 ljúka tónleikunum. Aðgangseyrir er 590 krónur og forsala aðgöngumiða fer fram í hljómplötuverslunum. En um aðra helgi verður síðan efnt í annað sinn til tónleika til styrktar Kvennaat- hvarfinu að frumkvæði Bubba og umboðsmanna hans. Þetta verða fjölskyldutónleikar þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Á dögunum var Bubbi viðstaddur fund borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem meirihlutinn felldi tillögu um aukafjárveitingu til handa Kvennaathvarfinu. „Það er ekki orðum eyðandi á frammistöðu Davíðs og hinna í þessu máli," segir Bubbi. „Hann var ekki einu sinni viðstaddur þennan fund. En ég er mest hissa á kven- fólkinu sem felldi tillöguna. Þessu hefði ég aldrei trúað. Þetta sýnir hvað flokkspólitíkin er óhugnanleg, hún er eyðandi afl að mínu mati. Stórhættulegt fyrirbæri. Mig langar til að segja við fólk: Kjósið absólútt engan í næstu kosningum. Sitjum öll heima! Svo skora ég bara á fólk að koma á góða tónleika. Ég lofa því góðri skemmtun!" sagði Bubbi Morthens að lokum. -JS LEIKLIST Ofsóknir Þjóðleikhúsið: Uppreisn á ísafirði. Höfundur: Ragnar Arnalds. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Hljóðmynd: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikendur: Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Jón S. Gunnarsson, Sigurður Skúlason, Valur Gíslason, Gunnar Eyjólfs- son, Arnór Benónýsson, Gísli Alfreðsson, Guðrún Þ. Stephensen, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Helgi Skúlason, Erlingur Gíslason, Randver Þorláksson, Jóhann Sig- uröarson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Karl Ágúst Ulfsson, Kjartan Bjargmunds- son, Bessi Bjarnason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Arnar Jónsson, Björn Karls- son, Lilja Þórisdóttir, Árni Tryggvason, Valdimar Lárusson, Eyvindur Erlendsson, Guðný Svava Gestsdóttir, Hildur Guð- mundsdóttir, Þorleifur Arnarsson, Oddný Arnarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórir Steingrímsson, Flosi Ólafsson, Þor- steinn Ö. Stephensen, Hákon Waage, Emil G. Guðrnundsson, Þórhallur Sigurðsson o.fl. Það var gaman í Þjóðleikhúsinu á föstu- daginn var þegar frumsýnt var nýtt íslenskt leikrit, Uppreisnin á ísafirði eftir Ragnar Arnalds. Það var gaman vegna þess að leik- ritið sjálft var ágætt, skemmtilegt og spenn- andi og uppfærslan tókst einnig með ágæt- um, sem undanfarið hefur gerst allt of sjald- an í Þjóðleikhúsinu. Þetta leikrit fjallar um pólitískar ofsóknir, um það hvernig valdsmenn misbeita valdi sínu íklæddir grímu laga og réttar. Þetta er saga sem er gömul og ný bæði hér á landi og vítt út um heim. Umfjöllun um þetta efni er ævinlega þörf áminning á hverjum tíma því tilhneigingin er ævinlega fyrir hendi. Ekki síst er full þörf á að minna okkur íslendinga á, að slíkir hlutir hafa gerst hér á landi og eru enn að gerast í okkar samtíð. Sagan sem sögð er í leikritinu er byggð á hinu svokall- aða Skúlamáli, sem í stuttu máli var skipuleg pólitísk ofsókn á hendur Skúla Thoroddsen af hendi landshöfðingja og valdaklíkunnar í kringum hann á árunum eftir 1890. Skúli var þá sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði, en jafnframt var hann einn skeleggasti talsmað- ur þeirra sem gerðu ýtrustu kröfur í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar. En ekki nóg með það, hann bar fram og barðist fyrir margvís- legum kröfum um bætt og betra þjóðfélag og eru margar tillögur hans langt á undan sín- um tíma. Var ekki að furða þó háyfirvöldun- um stæði ógn af slíkum manni, einkum vegna þess að hann hafði náð verulegu fylgi við sínar skoðanir. Það er athyglisvert þegar blaðað er í hinni miklu ævisögu Skúla eftir Jón Guðnason (1968 og 1974) að höfundur leikritsins hefur aðeins nýtt sér brot af öllu þessu málaþrasi og í reynd gert hlut landshöfðingja og klíku hans öllu skárri en beinar heimildir um þessi mál gefa tilefni til. Svo blygðunarlausar voru þessar ofsóknir þegar öll skjöl voru komin í dagsljósið og öll kurl komin til grafar. Úr öllum þessum atburðum tekst Ragnari Arnalds að búa til spennandi og skemmti- lega sögu. Leikritið er vel upp byggt, ramm- að af með atriðum sem gerast við hirð Kristj- áns IX, en síðan gert af mörgum atriðum mislöngum sem taka mjög eðlilega hvert við af öðru. Ekki síst er leikritið ágætlega skrifað því þ'ó verið sé að fjalla um alvarlega hluti þá eru ákaflega mörg tilsvör hnyttin og sum hver bráðfyndin. Sviðsmyndin er fremur einföld og fáir hlut- ir hafðir á sviðinu, en þeim mun betur eru þeir notaðir. Flestum leikmunum er komið fyrir á miðju hringsviðinu, en þeir teknir þaðan og raðað upp eftir þörfum hverju sinni. Hringsviðið sjálft er notað óvenju skemmtilega og möguleikar þess nýttir óvenju vel. Öll leikhljóð eru framleidd af leikurunum á sviðinu og verkar flest af því vel. Hjálmar H. Ragnarsson „hannaði hljóð- myndina". (Ýmislegt má nú kalla verk tón- skálda.) Eins og fram kemur í upptalningu leikenda hér að framan er persónusafn þessarar sýn- ingar mjög fjölbreytt og er það eitt af ein- kennum sýningarinnar. Leikstjóra og leik- endum hefur tekist vel að vinna úr þessu safni. Flestar persónur eru skýrt afmarkaðar og innbyrðis ólíkar hver annarri. Á þessu sviði hefur leikstjórinn haft uppi markvissa verkstjórn sem skilar mjög góðum árangri. Öllu þessu liði sem við sögu kemur er stýrt inn og út af sviðinu af miklum hagleik þann- ig að hraði í sýningunni verður mjög góður og engar tafir á milli atriða og skiptir það miklu máli þar sem atriðin eru fjölmörg. Sýn- ingin öll hefur sterkan heildarsvip og and- rúmsloft sem ber leikstjóra fagurt vitni. Burðarásar verksins eru auðvitað Skúli Thoroddsen og Lárus Bjarnason, sem var handbendi landshöfðingja, ungur og frama- gjarn ofstækismaður á uppleið. (Ætli hann væri ekki kallaður „uppi“ í dag.) Með þessi hlutverk fara Kjartan Bjargmundsson og Randver Þorláksson. Þeir komast í rauninni báðir tiltölulega vel frá þessum hlutverkum, „Leikritið sjálft er ágætt, skemmtilegt og spenn- andi og uppfærslan tóksteinnig með ágætum, sem undanfarið hefur gerst allt of sjaldan í Þjóðleikhús- inu," segir Gunnlaugur Ástgeirsson. eftir Gunnlaug Ástgeirsson en það er hinsvegar alveg á mörkunum að þeir valdi þeim. Kjartan gerir Skúla einum of daufan en Randver á ekki innstæðu til þess að sýna tilfinningasveiflur Lárusar, þegar hann örvæntir um að honum takist verk sitt. Samt eiga þeir báðir góða spretti þó þeir leiki á fremur fáa strengi í túlkun sinni. Lilja Þóris- dóttir leikur Theódóru konu Skúla og tekst henni ágætlega að bregða upp fjölþættri mynd af þessari persónu, þó nokkur atriði verði aðeins vandræðaleg. Arnar Jónsson lék séra Sigurð í Vigur, einn helsta banda- mann Skúla, og skapar eftirminnilega hlýjan en ákveðinn persónuleika. Erlingur Gíslason býr til ísmeygilega en glæsilega persónu úr Þorvaldi lækni sem er helsti andstæðingur Skúla á ísafirði. Róbert Arnfinnsson hefur unnið mjög vandlega úr persónu landshöfð- ingjans og leikur það hlutverk af stakri vand- virkni. Helsti mótleikari hans er Helgi Skúla- son sem á hreint yndislegan leik í hlutverki meinhornsins Gríms Thomsen og er það ein eftirminnilegasta persónusköpun sýningar- innar. Þessari upptalningu mætti lengi fram halda en eins og áður segir er einn mesti styrkur þessarar sýningar hve vel flest hinna mörgu smáhlutverka eru unnin. Má í því sambandi nefna Eyvind Erlendsson í hlut- verki Sigurðar skurðs, Jóhann Sigurðarson í gervi danska kafteinsins Jensen, Lilju Guð- rúnu Þorvaldsdóttur í hlutverki dönsku stúlkunnar Diönu, Karl Ágúst Úlfsson sem Jóhannes prentara, Bessa Bjarnason sem Gvend útvegsbónda, Björn Karlsson í hlut- verki Matthíasar Ólafssonar, Árna Tryggva- son og Þóri Steingrímsson sem stefnuvotta, hótelhaldara og lögregluþjón, Ragnheiði Steindórsdóttur í hlutverki Bauju ráðskonu Skúla o.s.frv. Vinalegt var að sjá Val Gíslason og Þorstein Ö. á sviðinu í hlutverkum Kristj- áns IX og Jóns alþingismanns. En fyrst og síðast var þessi sýning skemmtileg. Yfir henni var léttleiki og góður húmor, sem með góðum texta og vönduðum leik skilaði leikhúsgestum betri sýningu en þeir hafa átt að venjast í Þjóðleikhúsinu um sinn. HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.