Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 32
Norrœnir músíkdagar Á Norrænum músíkdögum, sem nú standa yfir í Reykjavík, er kynnt tónlist fremstu tónskálda Norðurlanda, sem mörg hver hafa getið sér góðan orðstír í tónlistar- heiminum. Það eru samtök norrænna tónskálda sem standa að Norrænum músíkdögum annað hvert ár og eru þeir haldnir í höfuð- borgum Norðurlandanna til skiptis. Dagskrá þeirra daga sem eftir lifa er sem hér segir: Fimmtudagur 2. okt. kl. 20.30. Þá verða flutt í Norrœna húsinu tríó og kvintettar fyrir tréblásara: Þríleikur eftir Áskel Másson, Helices eftir Cecilie Ore, Right after eftir Áse Hedström, Note-Book eftir Mogens Winkel-Holm og Kvintett í e-moll eftir Atla Ingólfsson. Atli, sem nú stundar tónsmíða- nám á Ítalíu, hlaut fyrstu verðlaun fyrir þetta verk í tónverkasam- keppni sem íslenska ríkisútvarpið efndi til í fyrra meðal ungra tón- skálda. Föstudagur 3. okt. kl. 20.30. Þá flytur Sinfóníuhljómsveit ís- lands fjögur verk í Háskólabíói. Hið fyrsta er Márchenbilder eftir danska tónskáldið Hans Abrahamsen, sem samið var að tilhlutan ensku kamm- ersveitarinnar Sinfonia of London. Annað danskt tónskáld, Steen Pade á þar einnig verk, sem hann kallar Arcus. Eftir sænsk-ungverska tón- skáldið Miklos Maros verður fluttur konsert fyrir básúnu og hljómsveit. Einleikari er sænski básúnusnilling- urinn Christian Lindberg,, sem er í röð fremstu básúnuleikara heims. Síðasta verkið á tónleikunum er Wirklicher Wald eftir norska tón- Meðal verka á lokatónleikum Norrænna músfkdaga nk. laugardag er verk Hafliða Hallgrlmssonar, Poemi, sem hann hlaut fyrir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. skáldið Arne Nordheim, eitthvert þekktasta núlifandi tónskáld á Norðurlöndum. Flytjendur verða, auk Sinfóníuhljómsveitarinnar, sellóleikarinn Aage Kvalbein, sópr- ansöngkonan Solveig Faringer, og Kór Langholtskirkju. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar á þess- um tónleikum er Páll P. Pálsson. Laugardagur 4. okt. kl. 15.00. Þá verða eftirfarandi einleiksverk flutt í Kristskirkju: Anna Magnús- dóttir semballeikari flytur Fantango eftir Jukka Tiensuu, Þröstur Eiríks- son leikur á orgel verk Axel Borup- Jörgensen, For orgel IV. Þá frumflyt- ur Satu Salo hörpuleikari verkið Quattro notturni per arpa eftir Usko Merilánien og Christan Lindberg bá- súnuleikari flytur verkið Basta eftir Rolke Rabe. Laugardagur 4. okt. kl. 17.30. Norrænum tónlistardögum lýkur að þessu sinni með tónleikum Is- lensku hljómsveitarinnar í Lang- holtskirkju kl. 17.30, undir stjórn Guömundar Emilssonar. Þar verða flutt Concertino nr. 4 eftir Hans Holewa, Lamento eftir Anders Hill- borg, en í því leikur GudniFranzson einleik á klarinett, Floral View with Maidens singing eftir Paavo Hein- inen og Poemi eftir Hafliöa Hall- grímsson. Þetta verk Hafliða hlaut önnur verðlaun í Wieniawski-keppnirini og tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs nú í ár. Að sögn Hafliða samdi hann verkið Poemi undir áhrifum frá þremur af biblíumyndum Marc Chagall á safninu í Nice. Verkið er í þremur hlutum sem heita Draumur Jakobs, Fórn ísaks og Glíma Jakobs við engilinn. Hafliði segist hafa not- að málverkin sem bakgrunn fyrir það sem hann kallar sviðsetningu strengjasveitarinnar og fiðlusólós- ins sem aðeins sé á færi virtúósa að leika; fyrsti hluti verksins sé draum- kenndur, annar hlutinn túlki ein- semd og örvæntingu en sá þriðji langa og erfiða baráttu. Virtúósinn sem leikur fiðlusólóið að þessu sinni er Sigrún Eövaldsdóttir. -JS Árni Elvar á Mokka Aöalstarfi Árna Elfar hefur veriö aö blása í básúnu meö Sinfóníu- hljómsveit Islands síöastliöin þrjátíu ár. En honum er margt fleira til lista lagt: sveiflukennda músík hefur hann spilaö á ýmsum vett- vangi, og svo hefur hann aö eigin sögn teiknaö frá blautu barnsbeini, enda þekktur af myndskreytingum sínum í blööum, tímaritum og bók- um, t.d. hafa teikningar Árna ósjaldan prýtt Lesbók Morgunblaös- ins. Þá hefur Arni Elfar haldiö nokkrar einkasýningar á myndum stnum. Þessa dagana stendur yfir í Mokkakaffi við Skólavörðustíg sýn- ing sem Árni nefnir Jazz á Mokka. Þarna er um að ræða myndir frá allra síðustu árum, ýmist málaðar í akrýl eða silkiprentaðar. Sumar fanga jazzstemmninguna, aðrar Reykjavíkurstemmningar, þar á meðal er bárujárnshúsið við Berg- þórugötuna mætt til leiks. Innan um eru líka portrett, t.d. eitt af háðfugl- inum Flosa Ólafssyni og annað af Jóni Páli, ekki jakanum, heldur ein- um frægasta jazzleikara Islands um þessar mundir. Sýning Árna Elfar á Mokka er op- in daglega á kaffihúsatíma fram til hálf tólf á kvöldin. Henni lýkur 18. október. Þess má geta að Scandinavian Foundation í New York hefur boðið Árna að koma vestur og spila og sýna á þeirra vegum eitt kvöld, 7. nóvember nk. -JS Gamall fatnaöur óskast í Iðnó Eins og flestum mun kunnugt úr fréttum brann verulegur hluti bún- ingasafns Leikfélags Reykjavíkur í sumar og varð félagið þar að sjá á eftir hundruðum flíka, bæði göml- um og nýjum, karlmanns- og kven- fatnaði. Leikfélagið sárvantar því gömul föt, ekki síst karlmannaföt, smókinga, kjólföt, hatta (bæði kúlu- og pípuhatta), skófatnað af ýmsu tagi og svo mætti lengi telja. Þeir sem eru aflögufærir og fúsir að gefa Leikfélaginu gamlar, vel með farnar flíkur, eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 15610 eða 13191 og gefa upplýsingar um hvað um er að ræða. Meðlimir Leikfélags- ins geta sótt heim, ef á þarf að halda. KVIKMYNDIR Naflaskodun Regnboginn: Hannah and Her Sisters (Hanna og systur hennar).-k-k-k Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöendur: Jack Rollins, Charles H. Joffe. Leikstjórn/handrit: Woody Allen. Kvikmyndun: Carlo Di Palma. Aöalhlutverk: Michael Caine, Woody Allen, Mia Farrow, Carrie Fisher, Barbara Hershey, Dianne Wiest, Lloyd Nolan, Maureen OSullivan, Max Von Sydow, Daniel Stern. Enn heiðrar Woody Allen oss með nær- veru sinni á hvíta tjaldinu. Eins og svo oft áður er aðalvettvangur myndarinnar heima- borg hans New York, og viðfangsefnið það fólk er byggir þessa borg, líf þess og dag- legt amstur . . . umfram allt tilfinningalíf þess og kynferðiskomplexar ýmiskonar. Allen heldur sig sem sagt enn um stund við efnið, og það sem er e.t.v. meira um vert: honum virðist hafa tekist að rífa sig að nokkru uppúr þeirri lægð, sem óneitanlega fylgdi í kjölfar gullaldarskeiðs hans á síðastliðnum áratug (Annie Hall 1977, Manhattan 1979). Líkt og svo oft áður er það miðstéttar- intelligensían og sjálfsgagnrýnin naflaskoð- un Allens sjálfs, sem er aðalviðfangsefni hans í kvikmyndinni. Á Þakkardaginn ár hvert kemur fjölskylda Hönnu og systra hennar, makar og börn saman á heimili rosk- inna foreldra hennar til að snæða saman góðan mat og ræða málefni fjölskyldunnar. Á yfirborðinu virðist í fyrstu allt með felldu og ekki annað að sjá, en að hér fari fyrir- myndar-vísitölufjölskyldan í hnotskurn. Eftir því sem líður á myndina og við kynnumst þessu fólki betur, kemur þó brátt í ljós, að undir sléttu og felldu yfirborðinu leynast ým- iskonar ófyrirsjáanlegir straumar og iðuköst, sem óneitanlega hljóta að draga dilk á eftir sér, er fram líða stundir. Þannig virðist t.d. Hannah (Mia Farrow) hamingjusamlega gift fjármálaráðgjafanum Elliot (Michael Caine). Hann er á hinn bóginn á laun sjúklega ást- fanginn af yngri systur hennar Lee (Barbara Hershey), sem býr í óvígðri sambúð með list- málaranum Frederick (Max Von Sydow). Sá er með eindæmum lífsleiður bölsýnismaður, hvers eina samband við umheiminn og ljós í tilverunni er téð stúlkukind, sem fyrir sitt leyti telur sig engan veginn geta staðið öllu lengur undir þeirri þrúgandi ábyrgð er hann þ.a.l. leggur á herðar henni. Allen sjálfur leikur sjónvarpsþáttaframleiðandann Mickey, sem hér á árum áður hafði verið kvæntur Hönnu. Hann er með eindæmum sótthræddur maður, sem lifir í eilífri baráttu við jafnt eigin ímyndaða kránkleika sem og þær torræðu félagslegu aðstæður er hann býr við og getur með engu móti ráðið fram úr á viðunandi hátt. Hið síðarnefnda er reyndar sammerkt öllum persónum myndar- innar og er í raun megininntak hennar. Allt þetta fólk (að Hönnu undanskilinni) er í reynd svo upptekið af eigin sjálfselsku nafla- skoðun, að sú lífsfullnægja sem það svo grimmt en þó svo grátbroslega fálmkennt leitar eftir hlýtur óneitanlega um síðir að ganga því úr greipum. Frumlegt Bíóhöllin: After Hours (Eftir miönœtti) ★★★ Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöendur: Amy Robinson, Griffin Dunne og Robert F. Colesberry. Leikstjórn: Martin Scorsese. Handrit: Joseph Mininon. Kvikmyndun: Michael Ballhaus. Tónlist: Howard Shore. Aöalhlutverk: Griffin Dunne, Rosanna Arquette, Verna Bloom, Thomas Chong, Linda Fiorentino, Terri Garr, John Heard o.fl. Þau liggja ekki svo fá gullkornin í kjölrák leikstjórans góðkunna Martin Scorsese. Hann háði frumraun sína á leikstjórnarsvið- inu 1963 þá aðeins 21 árs að aldri og eftir hann liggja ekki ómerkari myndir en The Big Shave (1967), Alice Doesn’t Live Here Any More (1974), The Last Waltz (1978) aö ógleymdu meistarastykkinu Taxi Driver frá árinu 1976, sem af flestum skoðast sem há- punkturinn á ferli hans til þessa. Á kvik- myndahátíðinni í Cannes á liðnu vori bætti síðan Scorsese enn einni rósinni í hnappa- gatið, en þá féllu honum í skaut leikstjórnar- verðlaunin fyrir einmitt þá mynd, er okkur gefst þessa dagana að berja augum í aðalsal Bíóhallarinnar. Það er ekki að ósekju að menn standi agn- dofa frammi fyrir þessari nýju afurð meistar- ans, því hún er vægast sagt engu öðru lík. Hún er í reynd svo óamerísk sem nokkur kvikmynd getur frekast orðið og einkum fyr- ir þá sök, að hún fjallar ekki um þær fastmót- uðu persónugerðir, sem hinn margfrægi en engu að síður steingeldi Hollywood-staðall gerir ráð fyrir að seljist best á kvikmynda- markaðnum. Persónur myndarinnar eru svo samofnar því umhverfi, er markar tilvistar- skilyrði þeirra, að viðhlítandi samanburðar verður ekki leitað, nema þá helst í verkum ólíkra evrópskra höfunda á liðnum áratug- um. En það er ekki einvörðungu hin með eindæmum frumlega handritsgerð þessarar myndar, sem gerir hana svo evrópska, sem raun ber vitni, því myndmál hennar er að auki í alla staði svo evrópskt sem frekast er unnt, enda verk ekki ómerkari kvikmynda- tökumanns en sjálfs Michaels Ballhaus. Hann var á sínum tíma aðalkvikmyndatöku- maður meistara Fassbinders og átti sinn þátt í sköpun ekki ómerkilegri verka en Ich will doch nur, das ihr mich liebt, Satansbraten og umfram allt Chinesisches Roulette, sem af mörgum er talin ein sterkasta mynd meistar- ans hvað myndmál varðar. After Hours er einkar kærkomin dægra- stytting hverjum þeim, er unun hefur af góðri kvikmyndagerðarlist. Hún er með ein- dæmum frumleg og vel skrifuð, afbragðsvel leikin og verður án efa, er fram líða stundir, talin í hópi þess besta er Martin Scorsese hef- ur látið frá sér fara á leikstjórnarsviðinu...og er þá mikið sagt. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.