Helgarpósturinn - 02.10.1986, Síða 34

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Síða 34
HP á evrópsku kvikmyndahátíðinni á Rimini, Ítalíu: Islensk kvik- myndagerð vakti athygli og aðdáun Hilmar Oddsson leik- stjóri Eins og skepnan deyr, og Þorgeir Gunnarsson sem einnig vann við þá mynd fyrir framan SuperCinema, eitt stærsta kvikmyndahús Rimini. „Skepnunni" var mjög vel tekið. Það hljómar kannski ekki sann- fœrandi í fyrstu aö segjast vera ný- kominn af evrópskri kvikmyndahá- tíd á Rimini. „Ofall places," eins og Guörún Á. Símonar komst aö oröi um annan stað. Þessi hundraö þús- und manna borg á Adríahafsströnd Ítalíu er öðru fremur þekkt fyrir breiöar sólbaðsstrendur sínar og öllu fleiri hótelherbergi á hvern hektara en komiö er í Ijós að allt Reykjavíkursvœöiö getur boöiö upp á yfir eina helgi í október. En Rimini er meira en sandur og sól. Héraðiö sem það tilheyrir og heitir Emilia-Romagna hefur alið af sér fleiri stórstirni ítalskrar kvik- myndasögu en önnur í landinu, karla á borð við Bertolucci, Avati, Antonioni og Fellini. Margar fræg- ari myndir þessara manna hafa og verið teknar í þessum heimahögum þeirra að góðum hluta og nægir þar að minnast I Vitelloni og Amarcord þess síðastnefnda, Deserto rosso Antonionis, og er þá fátt upptalið. Svo eru elstu kvikmyndahús Italiu, sem enn eru starfandi, komin á tí- ræðisaldurinn skammt upp af sólar- ströndunum þar sem svo margir landar manns hafa öðlast lit. EUROPACINEMA Kvikmyndahefðin er rík á Rimini. Og það er því ekki að ófyrirsynju að framámenn í ítölsku kvikmynda- gerðinni vísuðu fingri þangað þegar til tals kom að efna til hátíðar haust- ið '84 til kynningar á stöðu mála í evrópsku kvikmyndagerðinni. EuropaCinema var það kallað þá og æ síðan. Nú síðast hinum megin mánaðamótanna, frá 19. til 27. sept- ember. Helgarpósturinn átti þess kost að senda þangað fulltrúa sinn. í stuttri sögu þessarar hátíðar hef- ur það orðið úr að leggja fremur áherslu á að varpa yfirsýn á stöðu kvikmyndagerðarinnar í Evrópu með tilliti til þess sem áður hefur verið gert og gerist hugsanlega á þessu sviði. Þannig er áherslan ekki einasta lögð á að sýna úrval nýjustu mynda Evrópulandanna, heldur er jafnframt lögð áhersla á gamla standarda, svo og pakka af þeim myndum í framleiðslu síðustu ára sem hafa orðið hvað vinsælastar. Að auki eru svo sýndar á hátíðinni, í þeirri einu samkeppni sem þar fer fram, allmargar skólamyndir frá sem flestum löndum sem bjóða upp á nám í kvikmyndafræðum. Sigur- vegari að þessu sinni var pólsk stúlka en mynd hennar, svart-hvítur spuni út frá frægri ljósmynd úr_ seinni heimsstyrjöld, vakti sterk hughrif, enda mögnuð í einfaldleika sínum og tæknilega mjög vel unnin. Athygli vekur að öll árin sem þessi samkeppni um bestu skólamyndina hefur farið fram á Rimini-hátíðinni hafa kvenleikstjórar orðið hlut- skarpastir. Og er það vonandi til marks um framsókn þeirra í list- greininni. GUÐRÚN OG FÓRNIN Af nýjum eða nýlegum myndum sem EuropaCinema bauð upp á vakti Fórn Andrei Tarkovskís efalít- ið mestu athyglina og almenna hrifningu. Fólk var öðru fremur sammála um að hér færi hans per- sónulegasta og einlægasta verk til þessa, laust við alla tilgerð og til- raunir sem hugmyndin og handritið stóðu ekki undir. Fórnin er að vísu sparlega klippt, löngum mónólók- um mætti hæglega sleppa, en engu að síður náði hún fullri athygli áhorfenda, reyndar þannig að varla mátti greina hreyfingu í sætum kvikmyndahússins þegar komið var fram í myndina. Hún húkkaði mann í einfaldleika sínum og innri krafti, lýrískum stemmningum og síðast en ekki síst úthugsaðri myndvinnslu og næmum leik. Guörún Gísladóttir vann glæsilegan leiksigur með þátt- töku sinni í þessari mynd „og þeir væru fífl ef þeir notuðu hana ekki meira í myndum," eins og Erland Josephson mótleikari hennar í Fórninni tjáði HP á hátíðinni — og átti við jafnt framleiðendur og leik- stjóra. Af öðrum nýjum Evrópumyndum sem vöktu sérstaka athygli manna á hátíðinni er rétt að minnast á Stund þagnarinnar eftir spænska leikstjór- ann Vicente Aranda, Eat the Peach eftir írann Peter Ormrod, Múllers Búro eftir Niki List sem kemur frá Austur- ríki, norsku myndina Havlandet eft- ir Larse Glomm og verk Stigs Björk- man frá Svíþjóð, Bakvið glugga- tjöldin. Reyndar var hlutur Norður- landanna mjög stór á þessari hátíð, enda var ljósinu varpað þangað að þessu sinni. Á hverri hátíð hefur eitt svæði Evrópu verið tekið sérstak- lega út úr til kynningar, fyrst Bret- land, þá Vestur-Þýskaland, nú Norð- urlönd og næst, ef að líkum lætur, einhver hluti Austur-Evrópu. AÐDÁUN Á ÍSLANDI Hlutur íslendinga var stór og vel- heppnaðar á EuropaCinema 1986. Tvær myndir voru sýndar á hátíð- inni í ár (Hrafninn flýgur í fyrra) og var það annarsvegar Eins og skepn- an deyr eftir Hilmar Oddsson og hinsvegar Svart og sykurlaust — kvikmyndin, eftir Lutz Konermann og Þorgeir Gunnarsson. Sá síðast- nefndi var ásamt Hilmari viðstadd- ur hátíðina í ár og svöruðu þeir fyrir- spurnum varðandi verk sín. Mynd Hilmars þótti einkar persónuleg, hlý og nýstárleg hvað notkun landslags varðaði, en líða fyrir skort á per- sónusköpun og helsti of veikt plott. Mynd Lutz og Þorgeirs var að skapi flestra stemmningsfull og grípandi. Leik Eddu Heiörúnar Backmann var mjög hrósað í báðum þessum myndum. Reyndar vakti það athygli manns hvað ísland fékk mikla athygli á hátíðinni og er þá ekki aðeins við nefndar myndir að staðnæmast. Á fundum með Hilmari og Þorgeiri kom fram mikill áhugi fyrir landinu og undrun á þrautseigju íslensks kvikmyndafólks — réttnefnd aðdá- un. Þá var líka mikið vísað til íslands í umræðum manna á millum um stöðu evrópsku kvikmyndarinnar, þar sem kvikmyndagerðin væri einna skemmst á veg komin í Evrópu við hvað erfiðastar aðstæð- ur. Islensku leikstjórarnir voru sér- staklega beðnir álits á þessum mál- um á meðan aðrir norrænir leik- stjórar voru hafðir útundan í um- ræðunni, hvað þeim síðarnefndu fannst frekar óþægilegt. íslendingar geta því unað glaðir við sitt. NUMERO UNE Sú hefð hefur skapast á Europa- Cinema að veita kvikmyndafólki viðurkenningu fyrir framlag sitt til evrópsku kvikmyndarinnar, en menn voru sammála um að þrátt fyrir ólíkar tungur ætti hún nógu margt sameiginlegt til að geta kall- ast þessu samnefni. Að þessu sinni hlaut Franco Cristaldi Numero Une fyrir framleiðslu (nú síðast Nafn rós- arinnar með Sean Connery), Rafael Azcona handritshöfundur frá Spáni fyrir þann grunn sem hann hefur lagt að kvikmyndagerð í heima- landi sínu (oftast í samvinnu við Ferreri), Margareth von Trotta fyrir leikstjórn, Charlotte Rambling fyrir kvenleik og Erland Josephson fyrir karlleik. Og fer þar sennilega mað- ur hátíðarinnar í ár, en hann átti stórleik í tveimur myndum hátíðar- innar sem áður er getið, Fórninni og Bakvið gluggatjöldin. Kvikmyndahátíðin á Rimini fer vel af stað. Þessi þriðja hátíð ber vott um einlæga virðingu fyrir listform- inu, metnaði og fagmennsku. Þetta er hátíð sem lætur ekki mikið yfir sér, en er engu að síður orðin virt og til hennar tekið af áhrifamönnum í evrópsku kvikmyndagerðinni. Það stafar sjálfsagt ekki síst af einfald- leika hennar, skorti á skrúðleika og tildri sem gjarnan fylgir frægari festivölum. -SER. Erland Josephson leikari, Charlotte Rambling leikkona og Margarethe von Trotta fengu öll viðurkenningu á hátfðinni fyrir framlag sitttil evrópsku kvikmyndagerðarinnar — og voru þau gestir festivalsins. Ljósmyndir SER. Fulltrúar Islands á hátlöinni samankomnir á svölum Grand Hotel ásamt ftölsku kvik- myndaleikkonunni Beatrice Palma. Frá vinstri Árni Þórarinsson ritstjóri Mannlffs og kvikmyndagagnrýnandi, Þorgeir Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, Beatrice, Hilmar Oddsson leikstjóri og Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður og kvikmynda- gagnrýnandi. Úr Fórninni eftir Andrei Tarkovskf, sem vakti mesta athygli nýrra mynda á hátíðinni. Hér sjást Sven Vollter og Erland Josephson f hlut- verkum sfnum. Þorgeir Gunnarsson aðstoðarleikstjóri Svarts og sykurlauss — kvik- myndarinnar, á blaðamannafundi þar sem skipst var á skoðunum um verkið. Úr pólsku skólamyndinni sem sigraði að þessu sinni á hátfðinni. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.