Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 35

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 35
v Wf ið sögðum fra þvi fyrir skömmu að Orn Steinsson, fyrr- um skrifstofustjóri Útsýnar hafi haft í hyggju að stofna ferðaskrifstofu. Nú getum við upplýst að ferðaskrif- stofan er komin á koppinn og mun heita Saga. Ferðaskrifstofan nýja hefur þegar fengið starfsleyfi. Allt eru þetta gleðilegar fréttir. Það munu hins vegar vera daprar fréttir fyrir Ingólf Guðbrandsson forstjóra Út- sýnar að Örn tekur með sér minnsta kosti fimm vana starfsmenn frá Út- sýn yfir í nýja fyrirtækið. Þar á með- al er Pétur Björnsson, einn reynd- asti og vinsælasti fararstjóri Útsýn- ar. Pétur mun ennfremur vera með- eigandi í Sögu. . . ott samkomulag virðist nú hafa tekist um Harald Ólafsson í fyrsta sæti á lista framsóknar í Reykjavík. Nýtur Haraldur stuðn- ings allra helstu manna flokksins í borginni og hefur hann auk þess tryggt sér stuðning kvenna í röðum flokksins. Toppurinn á kransakök- unni — Steingrímur Hermanns- son — er hins vegar talinn styðja Guðmund G. Þórarinsson á bak við tjöldin, en Guðmundur G. á erfitt uppdráttar vegna prófkjörsævin- týra sinna 1983. Þá hefur það mælst illa fyrir hve mjög Guðmundur G. hefur sótt í virðulegar nefndir án þess að leggja flokknum neitt sér- stakt lið í þeirri varnarbaráttu sem hann á í. . . v W angaveltur manna 1 veit- ingabransanum snúast nú meðal annars um það hvernig yfirtaka Orators, félags lögfræðinema, á rekstri skemmtistaðarins Kreml við Austurvöll, muni breyta hinu neonlýsta landslagi. Eins og kunn- ugt er hafði Orator diskótekið á jarðhæð Hótel Borgar á leigu á síð- asta ári, eða þar til Olafur Laufdal festi kaup á því ásamt hótelhlutan- um. Aðsókn á Borgina á meðan lög- fræðinemar sátu þar við stjórnvöl- inn var þvílík að svokallaðir at- vinnumenn í bransanum voru farnir að ugga um sinn hag. Og nú bíða menn semsé spenntir eftir því hvort Oratorsmenn leiki sama leikinn á Kreml og þeim auðnaðist á Borg- inni. .. s ^^^kýrsla Ragnars Kjartans- sonar um Hafskipsmálið hefur vak- ið furðu margra vegna stóryrtra yfir- lýsinga í garða embættismanna hjá fógeta og lögreglu fyrir utan, að mörgum þykir upphaf „varnarbar- áttu“ Ragnars heldur lint. Þá benda sumir á þá meinloku fv. stjórnarfor- manns Hafskips, að amast yfir því, að Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari kunni að sækja málið, þar sem hann hafi verið yfirmaður Rannsóknarlögreglu ríkisins, þegar rannsókn Hafskipsmálsins fór fram. Umkvörtun Ragnars standist hreint ekki, því í raun sé ríkissaksóknari yfirmaður RLR. . . l dag, fimmtudag, munu ýmsar framákonur í íslensku þjóðlífi koma saman á Hallveigarstöðum og undirrita yfirlýsingu til þjóðarleið- toganna Gorbachevs og Reagans Vegna fundar þeirra síðar í þessum mánuði. Það eru alþjóðleg friðar- samtök kvenna, með mætar konur eins og Joanne Woodward, leik- konu og Corettu King, ekkju Marteins Lúthers King, í farar- broddi, sem hafa frumkvæði að þessari undirskriftasöfnun og eru samskonar listar nú í umferð um heim allan. Samtök þessi hafa þar að auki boðað til ráðstefnu um frið- armál í Grikklandi á næstunni og höfum við það fyrir satt að Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, hafi verið boðið að sitja ráðstefn- una. Hvort hún þekkist boðið, vitum við hins vegar ekki. .. A ^^^■tndófsdeildin innan Lands- sambands verslunarmanna, sem skrifað hafði VSI og farið fram á við- ræður um kaup og kjör, er enn að störfum. Forysta Landssambandsins í Reykjavík er ævareið yfir fram- gangi landsbyggðarmanna og hefur haft í frammi ýmsar gagnaðgerðir. A dögunum kom í Ijós að Björn Þórhallsson formaður LÍV hafði fengið afrit af bréfi landsbyggðar- manna. Þeir voru að vonum undr- andi yfir því að bréf þeirra til VSÍ væri komið í hendur Björns og spurðu hvort hann hefði fengið bréf- ið frá félögunum. En svarið frá Birni sagði ekki litla sögu: ,,Ég fékk það hjá Vinnuveitendasambandinu" . . . u ■ Ijótt hefur verið í sumar um mál Karvels Pálmasonar gegn Reykjavíkurborg. Þingmaðurinn mun hins vegar síður en svo hafa dregið úr ferðinni hvað þétta varðar, þó svo kerfið sýni mikla tregðu í málsmeðferðinni. Karvel hefur sem sagt hreint ekki gefist upp og barátt- an við læknana stendur enn. . . l ölduróti nýrra útvarps- og sjón- varpsstöðva hefur færst mikið fjör í kynningarlaga- og stefjabransann svokallaða. Þannig hefur Gunnar Þórðarson haft drjúgt að gera fyrir Rás 2, sem fríkkaði upp á sig í sam- keppni við Bylgjuna með nýjum stefjum. Nú höfum við heyrt, að Stöð 2 sé búin að ráða Karl Sig- hvatsson, góðkunnan poppara og tónlistarmann til þess að semja stef og kynningar fyrir sig. Einhver ill- kvittinn viðmælandi HP sagði að- spurður um stef Bylgjunnar, að þau hlytu nú bara að vera heimatil- búin.. . ítilefni opnunan Kaupstaðaiveisla ViÖ höfum opnað Kaupstað, - nýja verslun í Mjódd þar sem verslunin VÍÖir var áður til húsa. i tilefni (eessara tímamóta höfum viö útbúið Ijúffenga villikryddaða lambasteik sem þú matreiðir á örfáum mínútum - og heldur þér óvænta veislu ávirkumdegi! Ogpannig viljum viö helst alltaf hafa þaö! MeÖ fyrsta flokks matvönj, hagstæðu veröi, Ijölbreyttu vöruvali og lipurri þjónustu leggjum viö grunn aö skemmtilegri verslun, gerum hversdagsmatinn Ijúffengari og veröum áfram í broddi fylkingar þegar þú gerir þér virkilegan dagamun meö hráefni og sælkerafæöi sem hvergi fæst annars stáöar! Veislutilboð: Lambakjöt af nýslátruðu kr. 298.- pr.kg. Þú velur læri, hrygg eða bóg af nýslátruðu flallalambi, villikryddað og tilbúið beint í ofninn. Villisósa frá TORO, grænmeti frá SÓL hf. o.fl. meölæti átilboðsveröi sáraeinfaldar matreiðsluhugmyndir á sérstöku blaði og útkoman veröur dýrðleg Kaupstaðarveisla fyrir hlægilegt verð. Þú færð Kaupstaðarsteik með öllu á þessu frábæra tilboðsverði fram á laugardag. Láttu sjá þig! KAUPSTAÐUR IMJODD HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.