Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 2
ÚR JÓNSBÓK
eftir Jón Örn Marinósson
leynum sálar sinnar. Halda menn að ráð-
herra geti sinnt skyldum sínum með prýði ef
hann gerir sér ljóst að innst inni þráir hann
ekkert frekar en að geta orðið liðtækur þing-
maður? Og halda menn að þingmaður geti
setið rór í sæti sínu ef hann gerir sér ljóst að
innst inni þráir hann ekkert fremur en að
vera sjónvarpsfréttamaður sem getur logið
að þjóðinni hverju sem er? Halda menn að
bankastjóri geti gegnt starfi sínu án nokk-
urra misbresta ef hann uppgötvar að innst
inni þráir hann framar öllu að liðsinna vinum
sínum og flokksbræðrum? Er þess að vænta
að útgerðarmaður geti haldið áfram að
senda báta sína á miðin ef hann gerir sér ljóst
að innst inni býr með honum löngun til að
standa á eigin fótum? Halda menn að prestur
geti stigið í stólinn eftir að hann uppgötvar
að innst inni á hann sér þá ósk heitasta að
vera ræðumaður sem nær að sannfæra
áheyrendur sína? Er þess að vænta að iðn-
rekandi geti haldið áfram að leggja grunn að
heilbrigðu atvinnulífi ef hann gerir sér ljóst
með óvæginni sjálfsrýni að innst inni þráir
hann ekkert frekar en að greiða starfsfólki í
verksmiðjunni sinni sömu laun og sjálfum
sér? Halda menn að Norðlendingur geti
haldið áfram að sætta sig við yfirburði Sunn-
lendinga á nær öllum sviðum ef hann upp-
götvar að innst inni eru Norðlendingar á
engan hátt eftirbátar Sunnlendinga? Halda
menn að sjálfstæðismaður geti haldið áfram
ótrauður baráttunni gegn framsóknar-
mönnum ef hann kemst að raun um að innst
inni er hann framsóknarmaður með póli-
tíska skoðun — og halda menn að framsókn-
armaður geti haldið áfram baráttunni gegn
sjálfstæðismönnum ef hann sér að innst inni
er hann sjálfstæðismaður með enga póli-
tíska skoðun? Halda menn að listamaður
geti með góðri samvisku tekið við starfslaun-
um löngu eftir að hann er dauður og honum
orðið ljóst að innst inni þráði hann alla tíð að
verða jafn áhrifamikið mótunarafl í íslenskri
menningu og þeir sem úthluta starfslaunum?
Nei, við skyldum varast það í lengstu lög
að kafa niður í djúp okkar eigin sálar og
kynnast okkar innra manni. Látum íslensk-
um kvikmyndaleikstjórum það eftir að fletta
með sænskum krónum ofan af venjulegu
fólki, en höldum áfram sjáif að trúa því að
við séum það sem við sýnumst vera. Það er
hollt fyrir sálina, gott fyrir þá sem með okk-
ur hrærast og starfa, og gerir lífið næstum
því jafn einfalt og sársaukalítið og stað-
greiðslukerfi skatta.
Trúum því bara áfram að sálin í okkur sé
guðlegs uppruna ákkúrat eins og sálin í köll-
unum í skreiðarmatinu eða í manninum sem
rak vídeóleigu úti á horni þar til spólurnar
hans voru allar komnar til rannsóknarlög-
reglu ríkisins og fólkið í hverfinu hafði
ekkert til að horfa á í sjónvarpinu nema ís-
lensk-sænskar kvikmyndir.
Kannski er hún það, sálin í okkur?
Kannski er það einmitt þess vegna sem
slær þvílíkum ljóma af Þorsteini Pálssyni og
þessum pistli?
Um vorn innri mann
JÓN ÓSKAR
félagi í Amnesty International komst að raun
um við sjálfsskoðun eftir lestur bóka um af-
brotasálfræði að hann ætti drýgsta sök á at-
burðarás og félagslegum vandkvæðum sem
höfðu hrakið unga menn í vörslu hans. Varð
honum svo mikið um afhjúpun þessa innra
leyndarmáls, sem fram til þessa hafði legið
djúpt grafið í sál hans, að hann tók upp á því
að læsa sjálfan sig inni í klefum fanganna og
fékk þeim lyklavöldin. Var honum fyrst vikið
úr vinnunni og nokkru síðar úr íslandsdeild
Amnesty þegar hann hafði krafist þess í bréfi
til höfuðstöðva samtakanna að vera tekinn í
tölu samviskufanga. Maðurinn sturlaðist,
setti rimla fyrir svefnherbergisgluggann hjá
sér, svaf eftir þetta á hálmdýnu, nærðist á
vatni og Samsölubrauði og hrakti konu sína
til sálfræðings sem þröngvaði henni út í
sjálfsskoðun.
Ég nefni þennan mann til dæmis um fólk,
sem hefur ratað í ógöngur vegna þess að það
fór að íhuga í fyllstu alvöru hvaða mann það
hefði að geyma. Lesendum ætti annars að
vera hægðarleikur að ímynda sér afleiðingar
þess ef menn færu yfirleitt að gramsa í innstu
Eflaust er ekki vandaminna að skapa heim
en að stjórna Útvegsbankanum, vera í kaffi-
brennslu eða hafa hemil á sjálfum sér. Mér
flýgur oft í hug hvort drottinn hafi ekki ratað
í vöflur stundum. Líklegt má heita, þegar
hann tók til hendi í árdaga, að hann hafi að
minnsta kosti litið upp frá verki endrum og
sinnum eins og opinberir starfsmenn og
grundað djúpum þönkum hvort hann ætti að
haga hlutunum sisona eða aldeilis öðruvísi.
Tökum skattgreiðendur til dæmis, menn-
ina. Með sanngirni verður því ekki haldið
fram að drottinn hafi rekið nauður til að skapa
manninn og setja hann niður á jörðina nema
þá í þeim tilgangi einum að útvega ríkissjóði
tekjustofn og hernaðarsérfræðingum lífsfyll-
ingu. Leikur ekki á því nokkur vafi að heim-
urinn væri miklu manneskjulegri bústaður
ef engir menn væru í honum. En drottinn var
eins og Jón Baldvin ekki laus við svolitla
hégómagirnd og kitlaði hann tilhugsun um
að vita af einföldu smáfólki í hæfilegri fjar-
lægð og á öðru plani (jafnvel í Sjálfstæðis-
flokknum) sem væri þó ekki fávísara en svo
að það gerði sér grein fyrir að hann hefði
hrundið öllu þessu af stað, ætti að stjórna
öllu, væri ómissandi og allir stæðu í skuíd við
hann. Og drottinn stóðst ekki freistinguna.
Hann skapaði manninn.
Að því er útlitið varðar komst drottinn að
þeirri niðurstöðu að best færi á að skapa
manninn í sinni eigin mynd, þeirri sem hann
hafði áður gefið ráðherrum (jafnvel Jóni
Helgasyni), bankastjórum, biskupum og
brjóstmyndum af þjóðskörungum. Þessi
niðurstaða er til marks um smekkvísi drott-
ins svo sem við getum öll sannreynt eins og
þeir, sem kaupa fötin sín hjá Sævari Karli,
með því að líta í spegil, jafnvel maður eins og
Mummi í Kotstaðahjáleigu þó að tennurnar
vanti í hríðargrettið andlitið svo að illa helst
á tuggunni.
Að því er sálina varðar þótti drottni ekki
skynsamlegt að mótahanaafdráttarlaust að
guðlegri fyrirmynd. Slíkt hefði í fyrsta lagi
veitt manninum réttan skilning á ætlun skap-
arans og tilgangi lífsins og orðið til þess að
klerkar misstu brauð og kommúnistar fylgi.
í öðru lagi hefði guðleg mannssál verið heil
og óbrotgjörn og þar með hefðu listamenn
glatað neistanum, Svíar sérstöðu sinni og
böðlar skækjunum. Að lokum réð drottinn af
að móta sál mannsins eftir efnum og aðstæð-
um hverju sinni.
Þessi niðurstaða drottins var hárétt. Þarfir
manna fyrir sál eru svo ólíkar þegar
skyggnst er undir yfirborðið. Framsóknar-
menn verða að hafa einfalda sál til dæmis, en
alþýðuflokksmenn verða að hafa svo flókna
sál að þeir geta aldrei gert það almennilega
upp við sig með hverjum þeir eiga sálufélag.
Kommúnistar þurfa enga sál að hafa — hún
býr í bókum þeirta og borgarveggjum — en
sjálfstæðismenn verða að hafa margar sálir
svo að þeir geti hvort tveggja í senn fylgt
stjórnarstefnunni og þeim lífsviðhorfum sem
boðuð eru í stefnuskrá.
Úr því að drottinn gaf ekki mannssálinni
fyrirframákveðið mót, hefur maðurinn
aldrei getað staðist þá freistingu að kanna
þetta fyrirbæri í sjálfum sér. Að sjálfsögðu
hallast flestir að því að maðurinn hafi guð-
lega sál; með öðrum hætti sé ekki unnt að
skýra yfirhafningarsvip á andlitum manna á
aðalfundi Seðlabankans eða við afhjúpun
minnismerkis um stofnun Ræktunarfélags
Fljótahrepps. Og þar sem þetta er afskaplega
þægileg niðurstaða láta flestir hér við sitja.
En til eru þeir sem draga í efa kenninguna
um hinn guðlega uppruna mannssálarinnar,
jafnvel þó að þeir hafi ekki gert annað við
kaffibaunir en að hella upp á þær. Þessir
menn eru sífellt að grúska í sínu innra sjálfi,
svo sem kallað er, og láta ekki þar við sitja,
heldur eru þeir óþreytandi að skora á annað
fólk að stunda sjálfsrýni og uppgötva sinn
innri mann.
Fólk ætti að gjalda varhug við þessum
mönnum og áskorunum þeirra. Ég þekki
nokkur dæmi þess að heilbrigðir einstakling-
ar hafa lagt líf sitt í rúst með því að huga að
sínum innstu innum, horfa niður í sitt innra
sjálf. Fangavörður á Litla-Hrauni og virkur
AUGALEIÐ
2 HELGARPÓSTURINN