Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 28
eftir Guðlaug Bergmundsson teikning: Jón Óskar Fróöleiksmolar um sögu smokksins asanova notaöi hann „Ég kœri mig kollóttan um hvort ég er íklœddur daudri húð, á meðan ég get sýnt það og sannað að ég er sjálfur sprelllifandi." Skyldi smokkurinn nokkurn tíma hafa fengið betri ummœli en þessi? Það var enginn annar en ítalski kvennaflagarinn Giacomo Casa- nova, sem skrifaði þau í eitt aftólf bindum endurminninga sinna. íþví mikla sögusafni skrifar höfundur- inn vítt og breitt um notkun smokks- ins og hvernig best sé að haga sér, vilji maöur öðlast vinsœldir meðal kvenna. Ekki nema þetta tvennt fari óhjákvœmilega saman, og að þar með sannist hið fornkveðna: veldur hver á heldur. Ætti það að vera Casanovum nútímans til nokkurrar umþenkingar og eftirbreytni, á þessu herrans Ari smokksins. Casanova kallar smokkinn ýms- um fögrum nöfnum, eins og „vörn hins fagra kyns gegn allri frjóvgun" eöa „ensku reiðkápuna” eða „enska klæðnaðinn sem róar hugann", nú eða bara „öryggishylkið". Og Casa- nova hugsaði líka mikið um öryggi og gæði vörunnar, keypti aðeins það besta, þótt dýrara væri, alveg eins og sporgenglar hans ættu að gera nú. TVÖ ÞÚSUND ÁRA Þótt liðin séu rúm tvö hundruð ár síðan Casanova var upp á sitt besta í svefnherbergjum Feneyja og ann- arra borga Evrópu, var hann langt því frá fyrsti maðurinn sem notaði smokka í ástarleikjum sinum. Talið er að smokkar í einhverri mynd hafi verið notaðir í um tvö þúsund ár, og þá fyrst og fremst til að verja not- endur gegn alls kyns kynsjúkdóm- um og öðrum pestum. Upprunalegu smokkarnir voru gerðir úr görnum húsdýra, og er talið að frumkvöðl- arnir hafi verið menn sem starfa síns vegna meðhöndluðu dýrainn- yfli, eins og slátrarar og bændur og konur þeirra. Dýrahimnusmokk- arnir héldu stöðu sinni sem eftirsótt- asta og dýrasta varan allt fram á fjórða tug þessarar aldar, en það var fyrst þá sem hægt var að gera gúmmísmokka jafn þunna. Og enn þann dag í dag er hægt að fá nátt- úrulega smokka í Bandaríkjunum, hafi menn ofnæmi fyrir gúmmíi. BÚTUR AF FÍNU LÍNI Upphafsmaður hins sérgerða smokks er talinn vera Gabriele Fall- opio, læknaprófessor í Padua á Norður-Ítalíu um miðja 16. öld. Hann kynnir uppfinningu sína í bókinni „Af hinum franska sjúk- dórni", sem fjallaði um syfilis og seg- ir frá henni á þessa leið: „í hvert skipti sem maður hefur samfarir, skal hann (ef hægt er) þvo kynfæri sín eða þúrrka af þeim. Því næst skal hann taka lítinn bút af fínu líni, þó svo stóran að hann passi yf- ir kónginn, og draga svo forhúðina fram yfir línþaktan kónginn. Ef hann getur, er betra að væta tauið með munnvatni eða kremi. — Ég hef reynt þetta á 1100 mönnum og ég tek guð til vitnis um að ekki einn einasti þeirra hefur smitast." Dr. Fallopio leit sem sé fyrst og fremst á smokkinn sem vörn gegn syfilis, eða fransósnum, eins og hann er stundum kallaður. En það var ekki fyrr en undir lok 17. aldar- innar, að farið var að nota hann sem getnaðarvörn. Þar var að verki enskur læknir, dr. Condom (= smokk- ur á ensku). Herra hans, Karl Breta- konungur II, var orðinn svo þreytt- 28 HELGARPÓSTURINN ur á að gera allar hjákonur sínar óléttar, að til einhverra ráða varð að grípa. Dr. Condom var aðlaður fyrir framtak sitt, að því er sagan segir, en þrátt fyrir mikla leit í skjölum og gömlum bókum, hefur engum tekist að finna óyggjandi sönnur þess að maðurinn hafi nokkurn tíma verið til. SKAMMARLEGT Þótt siðlaust líferni Karls konungs II hafi gefið smokknum nýtt nota- gildi, var hann þó fyrst og fremst notaður sem sýkingarvörn. Sagan er því farin að endurtaka sig. Ekki naut smokkurinn þó alls staðar mik- illar hylli. í þýskri bók um kynsjúk- dóma frá árinu 1788 er sagt að þýska tungan sé allt of siðleg til að eiga orð yfir svo skammarlega hluti, og smokkurinn er kallaður skaðleg- ur fyrir framgang mannkynsins. Smokkaframleiðslan tók stórt stökk fram á við árið 1844, þegar Goodyear-fyrirtækið fann upp að- ferð til að gera gúmmí nýtilegt. Það var þó ekki fyrr en eftir 1870 að far- ið var að nota gúmmí í framleiðsl- unni í stærri stíl og útbreiðsla smokksins jókst. Var það einkum fyrir tilverknað hópa, sem ráku áróður fyrir takmörkun barneigna í því skyni að stöðva fólksfjölgunina og um leið fátæktina. Á þeim árum gerðist það líka að konur urðu virk- ari á öllum sviðum þjóðlífsins, m.a. komu þá fram læknismenntaður konur, sem breiddu út þekkingu um þetta nýja tæki og tilgang þess. GARNASMOKKURINN Þrátt fyrir síaukna útbreiðslu smokksins voru þó á honum ýmsir vankantar og sá helsti var að gúmmí- ið þótti of stamt. Og í bók frá 1904 um kynlíf eftir svissneskan geð- lækni, kemur fram að gúmmí- smokkurinn dregur úr næmi reðurs- ins, og þar af leiðandi dregur hann úr þeirri ánægju sem kynlífið á að veita. Aftur á móti mælir geðlæknir- inn með garnasmokkum. Nú um stundir ætti gúmmiþykktin þó ekki að fæla menn og konur frá smokkanotkun, því samkvæmt textanum í smokkalaginu hans Val- geirs Guðjónssonar er nútíma- smokkur aðeins einn hundraðasti úr millimetra á þykkt. FYRSTA SKÝRSLAN Madame de Sévigne, frönsk aðals- frú á 17. öldinni, varð fyrst allra til að skrifa skýrslu um notkun smokksins. í einu af 1500 bréfum sem hún sendi dóttur sinni, og þar sem tíundaðir eru atburðir vikunn- ar, segir frúin meðal annars, að smokkurinn slævi tilfinninguna og geti sprungið. „Hann er brynja gegn nautninni, spunavefur gegn hættunni." ur „enska kápan" bæði vegna upp- runans, sem talinn er vera, og hins hvernig notandinn íklæðist honum. Englendingar, aftur á móti, herma smokkinn upp á Frakka og kalla hann „franska bréfið". Ástæðan er talin vera sú, að franskur læknir, Astruc að nafni, talaði um að það væri eins og setja liminn í umslag, þegar smokknum væri komið fyrir. „MÁTAÐ Á STAÐNUM" Einstaka sinnum kemur það fyrir á Núllinu í Bankastræti, að við- skiptavinir í smokkahugleiðingum spyrjast fyrir um stærðina og hvort þeir geti bara ekki fengið að máta. „Ég segi þá að það sé sjálfsagt mál, og þá er bara hlegið," segir einn vörðurinn þar í samtali við Helgar- póstinn, og hann bætir við: „Annars hefur flögrað að mér að auglýsa: Kaupið verjurnar á Núllinu í Banka- stræti. Klæðskeraþjónusta, mátað á staðnum." Núllið hefur um langt árabil verið einn helsti smokkasölustaður borg- arinnar, bæði fyrir þá sem hafa ver- ið of feimnir við að biðja um vöruna í næstu lyfjabúð, svo og fyrir hina sem náðu ekki þangað fyrir lokun. Smokkasíbyljan undanfarnar vikur hefur þó ekki leitt af sér söluaukn- ingu, salan hefur jafnvel dregist að- eins saman. Starfsfólk tveggja lyfjaverslana í miðborginni segir aftur á móti að aukning hafi orðið í smokkasölunni að undanförnu, „ekki afgerandi" í annarri, en „aukist til muna" í hinni. Einn innflytjandi sem rætt var við, sagði að aukningin í sölu hjá sér væri um 25%, en annar sagði að á síðustu tveimur mánuðum hefði aukningin ekki verið sláandi. Sem fyrr eru unglingarnir at- kvæðamestir i smokkakaupunum, en kaupendurnir eru annars á öllum aldri og „einn og einn kominn yfir sjötugt", eins og einn viðmælandi okkar komst að orði. Og svo er feimnin að mestu farin. Vörðurinn á Núllinu segir að salan í smokkunum sé mjög sveiflukennd, og því ekki hægt að segja til um hversu margir fari á viku hverri. En á meðan unglingarnir hafi verið á Hallærisplaninu, hafi ásóknin verið mest á föstudags- og laugardags- kvöldum. Og í apótekunum er mik- ið að gera þegar næturvaktirnar eru um helgar. EINN GÖÐUR Tveir litlir fjögurra ára guttar eru að tala saman: Veistu hvað? segir annar ég fann smokk úti á verönd- inni. Á veröndinni? svarar þá hinn, hvað er nú það? ÝMSIR LITIR — ÝMSAR GERÐIR Smokkar eru aðallega framleiddir í þremur mismunandi gerðum, að því er segir í fræðsluriti landlæknis- embættisins nr. 3: Spurningar og svör um smokkinn. Þær eru: 1. án sæðispoka 2. með sæðispoka 3. aðskorinn smokkur, þ.e. smokk- urinn fellur þétt að getnaðarlimn- um. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvi að hver smokkagerð getur skipst niður í nokkra undirflokka: slétta smokka, rifflaða smokka, smokka með sælunöbbum, stórum sem smáum, smurða smokka og smokka með sæðisdrepandi kremi. Að ólgeymdri allri litadýrðinni. Blá- ir smokkar, rauðir, gulir, grænir, svartir og þar fram eftir götunum. Og að sjálfsögðu húðlitaðir smokk- ar. Og það sem mikilvægast er: ein stærð, hentar öllum. Eða svo gott sem. AUÐUR VAR FYRST Auður Haralds mun vera fyrsti ís- lendingurinn sem notar orðið „smokkur" á prenti, samkvæmt upplýsingum frá Orðabók Háskól- ans. Það gerði hún í skáldsögu sinni Hvunndagshetjunni, sem kom út ár- ið 1979. Um svipað leyti notaði Jó- hannes Helgi orðið „verjur" í einni bóka sinna, og mun það vera fyrsta opinbera notkun þess. Hvort tveggja þessara orða hafði þó verið í munnlegri notkun í lang- an tíma. En gúmmíhólkurinn góði á sér fleiri nöfn: gúmmíverja, gúmmí og apóteksblöðrur, svo einhver séu nefnd. íslendingar eru þó ekki einir um að uppnefna smokkinn. f daglegu tali í Frakklandi er hann t.d. kallað-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.