Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 16

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 16
VETTVANGUR Einhlida ,,upplýsingar“ villandi staðhœfingar Hr. ritstjóri! Hinn 12. febrúar sl. birtist í Helg- arpóstinum heilsíðugrein um nýja húsnæðislánakerfið. I henni eru all- ar „upplýsingar" mjög einhliða og niðurstöðurnar eru í samræmi við það. Þar að auki eru mjög villandi staðhæfingar bornar á borð fyrir lesendur. Allt þetta leiðir til þess, að ekki verður hjá því komizt að óska eftir birtingu á neðangreindum at- hugasemdum í næsta tölublaði HP. Fjögurra manna fjölskylda á 60 fermetrum 1 fyrri hluta greinarinnar er sagt frá fjögurra manna fjölskyldu, sem manni skilst að búi í 60 m* 2 3 eigin íbúð og er sögð hafa 90.000.- króna mánaðarlaun. Að sögn blaðsins á Húsnæðisstofnunin að hafa synjað henni um lán þar sem hún hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða af láninu eða standa undir kaupverði á bilinu 2.5—3.0 milljónir króna. Þetta er síðan talið dæmigert fyrir afgreiðslu mála skv. nýju hús- næðislögunum og jafnframt hve misheppnuð þau séu. Skemmst er auðvitað frá því að segja, að þótt reiknað sé með því að blaðið segi satt og rétt frá, er fráleitt að taka dæmi sem þetta út úr og láta að því liggja að það sýni rétta mynd af af- greiðslu lánsumsókna almennt. Samkvæmt þeim lánsumsóknum, sem Húsnæðisstofnunin hefur fjall- að um og kannað frá gildistöku nýju húsnæðislaganna, 1. september sl., er svo að sjá, að meðaltekjur um- sækjenda, framreiknaðar, séu um 75.000,- krónur á mánuði. Jafnframt liggur fyrir, að innan við 10% láns- umsókna verður synjað; og eiga þó allir þeir, sem synjun fá, kost á því að hún verði tekin til endurskoðun- ar með breytta afstöðu í huga. Er á það bent í synjunarbréfi stofnunar- innar og verður lögð ríkari áherzla á það á næstunni. Af þessu sést, að það er langt frá raunveruleikanum að umsækjendum með um 90.000- króna mánaðarlaun sé alfarið synj- að um lán hjá stofnuninni. En um það mál þarf reyndar engin skrif í blöð. Um þessar mundir hefur Hús- næðisstofnunin gefið út 2.604 láns- loforð og má telja víst, að mikill meirihluti handhafa þeirra sé með laun, sem eru innan við 90.000- krónur á mánuði. Þetta veit það fólk sjálft. Auðvelt er því að leiða það fram til vitnis um að hér er rétt með farið og það gæti t.d. Helgarpóstur- inn gert í stað þess að birta furðu- skrif um þetta mál. Furðufrétt um að 90 þús. kr. dugi ekki fyrir afborgunum í greinarstúf þeim, sem fjallar um „fjölskyldu á 60 m2“ er m.a. stað- hæft, að „launin dugi ekki fyrir af- borgunum af lánum“. Hefði réttra upplýsinga verið aflað áður en greinin var skrifuð hefði þessi stað- hæfing aldrei verið birt. Hana er jafn auðvelt að hrekja og þá fyrri. Nýlega er útkomin tafla á vegum stofnunarinnar sem greinir frá gild- andi hámarkslánum á þessum árs- fjórðungi sem og afborgunum af þeim. Hér skal nú gerð grein fyrir þeim: 1) Hámarksbyggingarlán fyrir þá, sem eru að eignast sína alfyrstu íbúð, eru kr. 2.461.000.-. Fyrstu tvö árin eru afborgunarlaus en þá greiða menn ársfjórðungslegar greiðslur, er saman standa af vöxtum og verðbótum. Ársfjórð- ungsgreiðslan er nú, án verðbóta, kr. 21.543.-, eða kr. 7.181,- á mán- uði. Frá og með þriðja ári bætist greiðsla afborgana við (auk verð- bóta) og eru þá greiddar ársfjórð- eftir Sigurð E. Guðmundsson forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins ungslegar greiðslur af þessu láni, er nema kr. 29.338.-. Mánaðar- greiðsla nú af þessu láni nemur kr. 9.779.-, án verðbóta. 2) Hámarkslánið kr. 1.723.000.- gildir annars vegar fyrir íbúða- eigendur, sem vilja byggja eða kaupa íbúð í smíðum; og hins vegar þá, sem ekki hafa átt íbúð sl. þrjú ár og vilja nú kaupa not- aða íbúð. Ársfjórðungsleg greiðsla fyrstu tvö árin, án af- borgana, nemur nú kr. 15.076.-, þ.e. mánaðargreiðsla nemur nú kr. 5.025.-. Frá og með þriðja ári hefst einnig greiðsla afborgana (auk verðbóta) og er þá ársfjórð- ungsgreiðslan samtals kr. nú 20.540.-, þ.e. mánaðargreiðslan nemur nú krónum 6.850.-. 3) Hámarkslánið kr. 1.206.000,- gildir fyrir þá, sem eru íbúðareig- endur og vilja fá lán til að kaupa notaða íbúð. Fyrstu tvö árin er ársfjórðungsleg greiðsla (án af- borgunar og verðbóta) kr. 10.553.-, þ.e. á mánuði hverjum kr. 3.517.-. Af framannefndu má ljóst vera, að allar venjulegar fjölskyldur eiga að geta ráðið við þær greiðslur af lán- unum, sem að ofan getur. Þetta get- ur hver og einn séð í hendi sér og mælt auðveldlega við eigin laun. Þá sést bezt hvað staðhæfingar Helgar- póstsins eru gjörsamlega úr sam- bandi við raunveruleikann. Hvernig er synjunar- málunum háttað? Eins og að ofan getur hefur þróun- in undanfarið verið sú, að um 10% umsókna er synjað. Húsnæðisstofn- unin hefur alla tíð synjað umsókn- um um lán, ef umsækjendur hafa ekki uppfyllt þau skilyrði, er stofn- unin hefur sett á grundvelli laga og reglugerða. Slíkt er ekki ný bóla. Jafnframt hefur hún alia tíð verið reiðubúin til að fara ofan í saumana á slíkum synjunum, tilbúin til þess að breyta afstöðu sinni ef rök fynd- ust fyrir því. Svo er enn. Undanfarið hafa nokkrir þeirra, sem synjunar- bréf hafa fengið snúið sér til stofn- unarinnar með beiðni um nýja at- hugun á málinu. í þeim hópi eru m.a. menn sem í reynd virðast hafa hærri tekjur en skattavottorð þeirra segja til um; en það var stofnuninni að sjálfsögðu ókunnugt um. I þeim hópi er líka að finna umsækjendur, sem á þessu nýja ári hafa hækkað mjög í tekjum án þess að greina frá því í umsóknum sínum, þannig, að þar er um að ræða verulega breyt- ingu frá þeim launatekjum, sem greindar eru á skattvottorðum um- sækjenda fyrir síðustu þrjú ár. Enn má nefna tilvik af því tagi, að menn hafi um eða yfir 90.000 - króna mán- aðartekjur en séu svo skuldum hlaðnir frá fyrri tíð, að þeir geta litlu eða engu bætt við sig vegna íbúðar- kaupa, þótt launin teljist þetta góð. Dæmi sem þessi eru viðkvæms eðl- is, sem nauðsynlegt er að með- höndla af tillitssemi og skilningi, eft- ir því sem aðstæður leyfa; og eru sízt af öllu tilefni til æsifrétta í blöð- um í villandi tilgangi. Höfundur þessara orða ætlar að leyfa sér að tilgreina hér tvö dæmi úr raunveru- leikanum, rétt eins og Helgarpóst- urinn telur sig gera. í fyrra tilfellinu er um að ræða einstæða móður með þrjú börn, sem vinnur fyrir sér og börnum sínum með ræstingu á sex stöðum í borginni og á 46 m2 kjallaraíbúð vestan Lækjar. Mánað- arlaun þessarar konu eru að sjálf- sögðu langt undir 90.000 - krónum á mánuði en vitaskuld hefur hún fengið lánsloforð til kaupa á stærri íbúð, rétt eins og svo margir aðrir. Hitt dæmið er um verkamann hjá olíufélagi í Reykjavík, sem fest hefur kaup á raðhúsi; það er hans fyrsta íbúð og laun þeirra hjóna eru um 70.000- krónur á mánuði. Furðu- frétt Helgarpóstsins hefur verið þessu fólki og hundruðum, ef ekki þúsundum annarra, aðhlátursefni undanfarnar vikur. Hafa hlaðizt upp umsóknir í þriggja ára biðröð? Þriðji uppslátturinn í heilsíðu- grein Helgarpóstsins er sá, að þús- undir manna séu í biðröð og „bið- tími eftir lánum“ sé allt upp í þrjú ár. Einnig þessar staðhæfingar byggj- ast á ófullnægjandi upplýsingum og algjörum misskilningi á gangi mála. Það er að sjálfsögðu fráleitt, eins og greinarkornið gefur til kynna, að í Húsnæðisstofnuninni hafi nú safn- azt upp þúsundir lánsumsókna, sem engin leið sé að sinna. Þvert á móti er afgreiðslan öll með eðlilegum hætti. Allar þær lánsumsóknir, sem daglega berast, eru skráðar með réttum hætti og færðar inn í tölvu- kerfi stofnunarinnar. Skorti eitthvað á, að fullnægjandi upplýsingar séu með lánsumsókn, er umsækjanda skrifað og hann beðinn um að senda þær sem fyrst. Þegar öll gögn eru komin er lánsumsóknin fullgild og þá er stefnt að því að afgreiða hana innan tveggja mánaða, eins og lög mæla fyrir um, annað hvort með lánsloforði, eins og gerist í rúmlega 90% tilfella eða með synjun. Þús- undir umsókna hafa alls ekki hlaðizt upp í stofnuninni, óafgreiddar, og það er ámælisvert að hræða fólk með því að gefa annað í skyn. Hrollvekjan mikla um þriggja ára „biðtíma“ Hér skal, undir lokin, farið nokkr- um orðum um þann „biðtíma", sem svo mjög er fjölyrt um í greinar- korni Helgarpóstsins. Eins og áður segir er þar staðhæft, að „biðtíminn (gæti) orðið um 32 mánuðir, eða far- ið að nálgast þrjú ár!“ Þessi staðhæf- ing sýnir, ásamt mörgum öðrum í fyrrnefndri grein, eins og að framan hefur verið rakið, að greinarhöfund- ur hefur annað hvort ekki aflað sér nægilegrar þekkingar á því, sem hann skrifar um, eða vill ekki fjalla um málin í réttu ljósi. Kjarni málsins er einfaldlega sá, að hinn gamli „biðtími eftir lánum" er úr sögunni, svo fremi, að menn sæki um lánin með réttum og eðlilegum hætti. í hans stað er kominn afgreiðslu- tími lána, sem koma til útborgunar á öllum virkum dögum þessa árs og þess næsta. Sú var tíð, á verðbólgutímum lið- inna ára og áratuga, að menn keyptu íbúðir og skuldbundu sig til að greiða verð þeirra fram í tímann, m.a. með lánum frá Húsnæðisstofn- uninni, án þess að vita með vissu hve há lán þeir fengju eða hvenær þau kæmu til greiðslu. Stórfelldar áhyggjur og kvíði fylgdi þessu oft og tíðum og olli mikilli spennu og vandræðum meðal fjölskyldna um land allt, árum og áratugum saman. Sennilega má segja, að þetta ástand.ásamt úreltum vinnubrögð- um banka og sparisjóða og fast- eignamarkaðsins í heild, hafi náð hámarki sínu á greiðsluerfiðleika- tímabili tveggja síðustu ára eða svo, þegar fjárhagur fjölda fólks riðaði til falls. „Biðtími" eftir húsnæðislánum var hluti af þessu ástandi, sem nú er að baki og kemur vonandi aldrei aft- ur. í stað þess er komið nýtt fyrir- komulag, sem er í því fólgið, að fólk sækir um lán til Húsnæðisstofnunar áður en það fer að skoða eða kaupa íbúðir eða sækja um lóðir. Það bíður síðan eftir skuldbindandi lánslof- orði, þar sem því er tilkynnt um lánsfjárhæðir og útborgunartíma. Þá fyrst er tímabært fyrir það að stíga næsta skref með því að skoða þær íbúðir, sem á boðstólum eru og gera tilboð í þær eða sækja um lóðir til að byggja á. Það er að sjálfsögðu ætlazt til þess, að afgreiðslutíma húsnæðislánanna sé stillt inn í kaup- samningana, þannig, að saman fari útborgun húsnæðislána og innborg- anir í kaupsamninga. Um þetta verða kaupendur og seljendur íbúða að semja og fá aðstoð banka og sparisjóða, ef þörf krefur. Þetta er sama fyrirkomulag og er fyrir hendi í grundvallaratriðum í ná- grannalöndum okkar. Þar láta menn sér ekki detta annað í hug en að standa svona að málum og að svo miklu leyti, sem reynsla er kom- in á þetta hér, hefur hún gefizt afar vel. Húsnæðisstofnunin hefur nú gefið út 2604 lánsloforð, sem koma til greiðslu á þessu ári og því næsta. Engrar óánægju hefur orðið vart meðal þess fólks, sem nú hefur feng- ið lánsloforðin í hendur, þvert á móti hafa menn lokið upp einum munni um ágæti þeirra. Nokkrir einstaklingar hafa þó komið, sem gerðu kaupsamninga um íbúðir í ótíma á liðnu sumri og standa nú frammi fyrir því, að innborganir í kaupsamninga eru ekki í samræmi við útborgunardaga húsnæðislán- anna. Þau dæmi eru talandi um það, hvernig ekki á að standa að málum. En einnig hafa aðrir komið, sem fengið hafa lánsloforð í hendur og óska eftir að útborgun lána þeirra verði seinkað. Þar er um að ræða fólk, sem hyggst hefja bygginga- framkvæmdir í haust eða á næsta ári og er því alls ekki tilbúið til að hefja lánin jafnsnemma og það á kost á, t.d. í marz, apríl eða maí á þessu ári. Er lánakerfið að „bresta“? í ofannefndri grein Helgarpósts- ins glymur einna hæst í tunnunni þegar staðhæft er, að „húsnæðis- lánakerfið (sé) að bresta". Það er einkennileg afstaða að halda því fram, að nýtt húsnæðislánakerfi sé að bresta þegar það er þess albúið að veita lán sem sýniíega munu nema a.m.k. 7.5—8 milljörðum króna á 24 mánuðum til 4—5 þús- und íbúða í landinu. Sýnilegt er, að Húsnæðisstofnunin mun greiða út, til íbúðakaupa og íbúðabygginga, 300—400 milljónir króna í þessu skyni á mánuði hverjum til ársloka 1988. Jafnframt því er unnið að athugunum á því, hvernig unnt er að mæta þeirri miklu eftirspurn eftir lánsfé, sem hugsanlega kann að vera fyrir hendi allt þetta tímabil og endurspeglar bjartsýni og góðar vonir almennings til hins nýja lána- kerfis. Sjáfsagt má vænta þess, að leiðir finnist til að mæta henni, hvort sem hún verður í samræmi við spár reiknimeistara Helgar- póstsins eða einhverjar aðrar. Að sjálfsögðu verður leitazt við að leysa þau viðfangsefni eins og önnur, en innantóm æsiskrif, þótt með mál- efnalegu yfirbragði séu, munu ekki eiga neinn þátt í því. Ekki verður hjá því komizt að harma greinarskrif eins og þau, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Þau væru fagnaðarefni ef þau væru málefnaleg og fræðandi fyrir al- menning í stað þess að vera nei- kvæð á alla lund. Reykjavík, 22. febrúar 1987, Sigurdur E. Guömundsson Grein Sigurdar E. Gudmundsson- ar verdur svarad í nœsta blaði. Fyrirsögnin er Helgarpóstsins. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.