Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR
IBM-ofurskákmótið
Sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi var
sett í síðustu viku. IBM á íslandi stendur fyrir því í tilefni
20 ára afmælis síns. Eftir fimm fyrstu umferðirnar á mót-
inu hefur breski stórmeistarinn Nigel Short tekið afgerandi
forystu, hefur unnið allar sínar skákir og er með 5 vinn-
inga. Jan Timman, Hollandi, er í öðru sæti með 4 vinninga
og næstir koma þeir Kortsnoj, Portisch, Tal og Polugajevskí.
íslendingunum Helga, Jóni L., Jóhanni og Margeiri, sem
eru fjórir stigalægstu menn mótsins, hefur gengið erfiðlega
að kljást við hina sterku erlendu skákmenn. Það var ekki
fyrr en í fimmtu umferð að Jóhanni Hjartarsyni tókst fyrst-
um íslendinga að leggja útlending. Viktor Kortsnoj gleypti
við eitruðu peði og Jóhann nýtti sér tækifærið og gerði
stuttu síðar úti um skákina með glæsilegri taflmennsku.
Kosningabaráttan
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur lýst
þvi yfir að alþingiskosningar verði laugardaginn 25. april.
Stjórnmálaflokkarnir hafa flestir hafið kosningabaráttu
sína, og setur hún nú töluverðan svip á störf Alþingis.
Davíð Oddsson borgarstjóri hefur lýst sig mótfallinn þess-
um kjördegi, segir of stuttan frest gefast til að afgreiða kær-
ur vegna kjörskrár. Ástæðan er að margir frídagar eru vik-
urnar fyrir kosningar; páskahátið helgina á undan og sum-
ardagurinn fyrsti tveimur dögum fyrir kosningar.
Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lagt fram frumvarp á Al-
þingi þess efnis að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður. Eykon
hefur fengið fylgismenn við tillöguna úr flestum flokkum,
nema Alþýðuflokknum. Þar telja menn tillögunni beint
gegn Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstöðumanni stofnun-
arinnar og fyrsta manni á lista Alþýðuflokksins í Reykja-
vik.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur
lýst þvi yfir að samstarf flokksins við Alþýðuflokkinn eftir
kosningar sé óhugsandi nema alþýðuflokksmenn láti af
hugmyndum sínum um sameiningu lífeyrissjóðanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Alþýðuflokksins,
hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið nýja húsnæðiskerfi sé
hrunið. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra hefur
staðið í ströngu við að verja kerfið fyrir árásum stjórnar-
andstöðuflokkanna og fjölmiðla.
Deila reis upp á milli Matthíasar Bjarnasonar viðskipta-
ráðherra og Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra,
eftir að sá fyrrnefndi lýsti því yfir að hann hygðist auka
frelsi í útflutningi á ferskfiski. Halldór sagði Matthías
ekkert samráð hafa haft við sig í þessu máli.
Steíngrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur þegið
boð Gorbatsjovs sovétleiðtoga um opinbera heimsókn til
Sovétríkjanna. Steingrimur er nú staddur i Helsinki á 35.
þingi Norðurlandaráðs og mun halda til Sovót að því loknu.
Á heimleiðinni mun Steingrímur sækja heim Poul Schlúter
í Danmörku.
Giftusamleg björgun
Val Guðmundssyni, háseta á netabátnum Hrungni GK 50
frá Grindavik, tókst að losa sig úr netratrossu sem hann
hafði flækst i og dregist fyrir borð með, siðastliðinn mánu-
dag. Valur flæktist með fótinn í netunum þegar verið var að
leggja. Þungi sjávarins dró í og Valur sá sér þann kost vænst-
an að stökkva fyrir borð þegar netin tóku að merja á honum
fótinn. Hann dróst í kaf með netunum, en tókst að losa sig
neðan sjávar. Skipsfélagar hans náðu honum mikið þrekuð-
um úr sjónum með hjálp bjarghrings og Markúsarnetsins.
Fréttapunktar.
• Lánsloforð frá Húsnæðisstofnun ganga nú kaupum og
sölum á fasteignasölum. Gangverðið er um 100 þús. kr. Sig-
urður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri stofnunarinn-
ar, hefur lýst því yfir að þeir sem staðnir verði að þessum
viðskiptum tapi rétti sinum til húsnæðislána.
• Ullarsamningur við sovétmenn hefur verið undirritaður.
Samkvæmt honum er gert ráð fyrir sölu á um fjórðungi
þeirra ullarvara er framleiðendur gerðu sér vonir um að
selja til Sovétrikjanna á þessu ári.
• Islendingar lögðu Júgóslafa i handbolta í seinni leik þjóð-
anna á þriðjudagskvöldið með 24 mörkum gegn 20. Júgó-
slafar eru handhafar bæði ólympíu- og heimsmeitaratign-
ar í íþróttinni. Fyrri leik þjóðanna lauk með sigri Júgóslafa,
20—19.
• Rúmlega tvitugur hommi lést úr eyðni í Reykjavik i sið-
ustu viku. Hann er annar íslendingurinn sem fellur í valinn
fyrir þessum sjúkdómi.
• Borgardómur hefur staðfest lögbann borgarfógetans í
Reykjavík á breytingar á lofti Kjarvalsstaða. Loftið, sem er
hannað af Hannesi Kr. Davíðssyni, arkitekt hússins, hefur
verið deiluefni myndlistarmanna og Hannesar um áraraðir.
Hannes hefur neitað að breyta loftinu og hefur nú fengið
staðfestingu borgardóms á rétti sínum til þess.
• Ingólfur Margeirsson, fyrrverandi ritstjóri Helgarpósts-
ins, hefur verið ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins i stað Árna
Gunnarssonar, sem mun nú einbeita sér að kosningabar-
áttu sinni fyrir Alþýðuflokkinn á Norðurlandi.
• Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur boðað verkfall þann 11.
mars.
• Félagar í Hinu íslenska kennarafélagi gengu til atkvæða
um síðustu helgi um hvort félagið skyldi boða verkfall. Nið-
urstöður kosninganna munu liggja fyrir um helgina. Ef til
verkfalls kemur mun það liefjast 16. mars.
• Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér nýja þjóðhagsspá. í
henni er gert ráð fyrir 7% aukningu á kaupmætti heimil-
anna, H—12% verðbólgu og 6,5% hagvexti á þessu ári.
Andlát
Pétur Ólafsson hagfræðingur, jafnan kenndur við ísafold,
lést þann 17. febrúar á 75. aldursári.
Einar Jónsson, bóndi og huglæknir á Einarsstöðum, varð
bráðkvaddur þann 24. febrúar á 72. aldursári.
BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÓS
veitir eftirtalda þjónustu:
tjöruþvott, djúphreinsun teppa
og sœta, mótorþvoti mössum
bónum og límum ó rendur.
Opiö virka daga kl. 8—19.
Opið laugardaga kl.
10-16.
Bón- og þvottastöðin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177
Bjóðum „rishæðina“
fyrir einkasamkvæmi
Góðarveitingar í hlýlegu umhverfi
og þjónusta í sérflokki.
Verðið kemur þér á óvart
Veitingahúsið
A. HANSEN
Vesturgötu 4, Hafnarfirði. Sími; 6511 30
(Hafið samband f tíma)
Tökum hunda ígœslu
til lengri eða
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030
HELGARPÓSTURINN 39