Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 15
RNUNUM! varast ákveðna hentistefnu og tækifæris- mennsku í félagslegu starfi. Því er ekki víst að íhaldssemin birtist gagnvart vinum og sam- starfsfólki. SVAVAR GESTSSON Svavar er stórhuga tilfinningamaður. Að sumu leyti er hann líkur Þorsteini Pálssyni, t.d. því að báðir eru fastir fyrir, geta verið þverir, stífir og lokaðir. Sjálfsagi og formfesta er ein- kennandi fyrir persónlegan stíl beggja. Með nokkrum sanni má kalla Svavar pólitískan krossfara, hæpið er t.a.m. að hann geti nokkru sinni orðið ánægður með ríkjandi ástand eða kyrrstöðu. Sú hugmynd skýtur upp kollinum þegar kort hans er skoðað, að vegna óljósrar sjálfsímyndar sæki Svavar í völd, áhrif og upphefð til að styrkja egóið, að hann sé það óöruggur sem persóna, að hann þurfi á upp- hefð að halda og geti ekki staðið á eigin fótum án ytri vegtyllu. Hvort sem það er rétt eða ekki verður veikleiki hans að teljast íhaldssemi, sem getur komið í veg fyrir eðlilega endurnýj- un, það að honum hættir til að staðna í við- horfum og aðferðum. Styrkur Svavars er fólg- inn í krafti hans og ákveðinni framkomu. Hann er duglegur, reffilegur, baráttuglaður og seigur. HORFURNAR BJARTAR HJÁ ÞORSTEINI OG JÓNI Ef kort leiðtoganna eru skoðuð sem heild, skera Jón Baldvin og Guðrún sig úr. Þau eru fulltrúar nýrra strauma í stjórnmálum. Jón Baldvin er listamaður og húmanisti, boðberi amerískra aðferða. Guðrún er fulltrúi fyrir nýja stefnu konunnar, skynsemi ofar tilfinn- ingum. Þorsteinn, Steingrímur og Svavar virð- ast hefðbundnari persónuleikar og um leið fulltrúar þess gamla. Á margan hátt eru Svav- ar og Þorsteinn líkir, báðir formfastir og að vissu leyti öfgafullir, eða öllu heldur má segja að þeir leggi mikla einbeitingu og þunga í störf sín. Samkvæmt athugun á horfum í korti flokks- leiðtoganna virðist Þorsteinn eiga heldur bjarta tíma framundan. Sterk afstaða frá Júpí- ter gefur m.a. til kynna að honum aukist kraft- ur og ákveðni á árinu. Sömuleiðs virðast af- stöður í korti Jóns Baldvins jákvæðar, þótt þær séu tvísýnni og vandmeðfarnari. Afstöður í korti Steingríms verða að teljast sæmilegar, en þó eru blikur á lofti á næsta ári, m.a. möguleik- ar á innanflokksátökum og uppstokkun sem gæti leitt til breytinga á högum hans. Slík þörf getur reyndar einnig komið frá honum sjálf- um. Kort Guðrúnar sýnir engar sérstakar af- stöður á næstunni, frekar rólegt ár, en upp- stokkun og hugsanleg innanhússátök í októ- ber og desember 1987. Kort Svavars sýnir ákveðin tímamót, lægð og lakar horfur hvað varðar áhrif í þjóðfélaginu á næstunni. Ef þetta er yfirfært á flokka mætti draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur ættu góðu gengi að fagna í næstu kosning- um, að Kvennalista og Framsókn gengi svona sæmilega, en Alþýðubandalagi síður. Hafa verður hins vegar í huga að hver flokkur er meira en einn maður. Auk þess erum við sjálf okkar gæfu smiðir og dugnaður og vinna geta breytt lakri stöðu í góða og vanmat gert góðar horfur að engu. STJÖRNUSPEKIER TÆKI „Stjörnuspeki er tæki til að skilgreina per- sónuleika manna, ákveðið líkan. Það er mikil- vægt að skilja, að þetta er fyrst og fremst tœki. Eins og þegar menn byggja hús, þá eru vinnu- pallar reistir í kringum húsið, og má því segja að stjörnuspekin sé e.k. vinnupallar, í kringum manninn, en ekki maðurinn sjálfur. Stjörnu- kortið sýnir fyrst og fremst upplagid, en síðan þarf að taka tillit til uppeldis og umhverfis. Þótt þú hafir ákveðið upplag er hreint ekki þar með sagt að þjóðfélagið gefi þér það eins og að vísa þér eftir rauðum dregli. Mesta gagnið við stjörnuspekina er að hún getur hjálpað mönn- um að finna þetta upplag, að finna rót sína. Hvað varðar þessa stjórnmálamenn þá veikir það að þekkja ekki mennina, að vita ekki vel hver áhrif uppeldisins og umhverfisins hafa verið, hvað þeir hafa gert, hvort þeir hafa þroskað sínar jákvæðu hliðar. Þótt menn hafi í upplagi sínu jákvæða eiginleika, þá er hreint ekki víst að þeir hafi þroskað þá.“ Gunnlaugur segir að stjörnuspekin eigi víða Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur: Stjörnukort sýnir fyrst og fremst upplagið, rótina. En slðan verður að taka tillit til uppeldis og um- hverfis. erfitt uppdráttar, eins og hér á landi, en víða annars staðar sé hún viðurkennd fræðigrein. Menn setji hér gjarnan samasemmerki milli stjörnuspekinnar og þessara hefðbundnu stjörnuspáa. „Menn þekkja þessa speki svo lítið hér, en síðan eru aðrar þjóðir þar sem stjörnuspekin á sér ævaforna rót. í Austurlöndum nær hefur þessi speki verið hluti af menningunni í mörg þúsund ár. Það má nefna til fróðleiks að Yam- arti, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu og einn aðal forystumaður OPEC í aldarfjórðung, einn valdamesti maður heims, er stjörnuspekingur og notar þá speki mjög mikið. Breski stjörnu- spekingar, sem ég er í sambandi við, hafa reynt að fá upplýsingar um fæðingartíma ísraelskra stjórnmálamanna, en það er bara ekki hægt, því þetta er ríkisleyndarmál þar í landi. Ég hef heyrt að í Danmörku sé geysilega mikið um það núorðið að fyrirtæki noti stjörnuspekina við mannaráðningar og í Óðinsvéum er stórt fyrirtæki með ráðgjafarþjónustu á þessu sviði. I Bandaríkjunum eru síðan þúsundir fyrir- tækja á þessu sviði.“ Gunnlaugur segir grunnhugmyndina á bak við stjörnuspekina ekki vera þá að pláneturn- ar sendi e.k. geisla og hafi þannig áhrif; þær hafi ekki áhrif. „Grunnurinn er heildarhyggja, sem gengur út á það að allt lífið er ein lífræn heild. Það eru sömu lögmál í allri lífheildinni. í Biblíunni seg-. ir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd og mín túlkun er sú að Guð sé alheimurinn og að maðurinn sé í mynd heimsins. í einu atómi er heilt sólkerfi og sömu lögmál í gangi. Allt lífið er bundið saman í eina lífkeðju. Allt sem gerist á ákveðinni stundu ber merki þeirrar stundar. Ef þú ert fæddur á ákveðinni stundu þá berðu merki og lögmál þeirrar stundar í þér. Það er ekkert mystískt eða dulrænt við þetta, heldur í rauninni ákveðin náttúrulögmál." Það er mikið að gera hjá Gunnlaugi í Stjörnuspekimiðstöðinni, þar sem hann tekur að sér persónuráðgjöf og heldur auk þess nám- skeið og fyrirlestra. „Okkar markmið er að hjálpa, því sjálfs- þekking leiðir til betra lífs. Þetta verður auð- vitað að vera í samhengi við ýmislegt annað; mataræði, líkamsrækt og fleira, enda mikil- vægt við leit mannsins að hlutirnir vinnist saman," sagði Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.