Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 6
^■SKOÐANAKÖNNUN HELGARPOSTSINS
Framsókn og kratar tapa
Sjálfstæðisflokkurinn ogAlþýðubandalagid vinna dálítið á Hrun hjá framsókn og krötum á landsbyggð-
inni frá síðustu könnun Lýðræðisflokkurinn til alls vís Komst á blað áður en hann var stofnaður Unga
fólkið lítur helst hýru auga til Sjálfstœðisflokks og Kvennó Ennþá virðast kratar og Kvennalisti eiga mestu
möguleikana að vinna á í kosningabaráttunni
I skodanakönnuninni sem gerd
var um sl. helgi fyrir Helgarpóstinn
kemur í Ijós, ad frá sídustu skoöana-
könnun HP fyrir rúmum mánuði
hefur Sjálfstœðisflokkurinn sótt í sig
veðrið í Reykjavík og á landsbyggð-
inni, aðallega á kostnað Alþýðu-
flokksins, en Alþýðubandalagið hef-
ur enn bœtt við sig atkvœðum í
Reykjavík og á Reykjanesi. Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn tapa atkvœðum á landsvísu
frá síðustu könnun. Fylgi Stefáns
Valgeirssonar er vel merkjanlegt í
Norðurlandi eystra, sem og fylgi
Lýðrœðisflokksins sem á eftir að
stofna. Þessir listar gœtu sem hœg-
ast komið manni inn þó hið litla úr-
tak í þessari skoðanakönnun leyfi
það ekki.
Úrtakið í þessari könnun og hlið-
stæðum er of lítið til að hægt sé að
tala um áreiðanlegar vísbendingar
varðandi smærri flokkana og fram-
boðin. Engu að síður eru þau vel
merkjanleg eins og sjá má af með-
fylgjandi töflum. Jafnvel væri hægt
að tala um „fljúgandi start" fyrir
Lýðræðisflokkinn, samtökin um
jafnrétti á milii landshluta, því flokk-
urinn hefur ekki verið formlega
stofnaður og framboð ekki endan-
lega ákveðið. Flokkur mannsins er
einnig vel merkjanlegur eins og sjá
má á töflunum.
í könnuninni og úrvinnslu hennar
var sérstaklega skoðað hvernig
unga fólkið væri stemmt gagnvart
framboðunum. í ljós kom að nær
60% fólks á aldrinum 18 til 25 ára er
óákveðið, ætlar ekki að kjósa eða
neitar að svara. En sé einungis tekið
mið af afstöðu þeirra sem gefa upp
stuðning við lista, þá kemur í Ijós að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42.6%
fylgi þeirra, Kvennalistinn 23%, Al-
þýðuflokkurinn 16.4%, Alþýðu-
bandalagið 11.5% og Framsóknar-
flokkurinn ræki lestina hjá unga
fólkinu með 6.6% atkvæða.
Athygli vekur í fyrsta lagi hve
unga fólkið er almennt óákveðið og
í öðru lagi hve Kvennalisti og Sjálf-
stæðisflokkurinn njóta mikils fylgis
hjá ungu kynslóðinni. Mega aðrir
muna betri tíð í því efni.
Sjálfstæðisflokkurinn er á nokk-
urri uppleið. Þannig hlýtur hann í
könnuninni 3-6.6% atkvæða samtals
en var með 35% í síðustu skoðana-
könnun. í Reykjavík, kjördæmi
Alberts Guðmundssonar, sækir
hann all verulega á og er með
40.6% atkvæða en var með 37.3% í
síðustu skoðanakönnun. Á lands-
byggðinni bætir hann einnig við sig
og er nú með 34.2% en var með
31.1% í síðustu könnun. Á hinn bóg-
inn tapar flokkurinn í Reykjanesi,
þar sem hann er nú með 35.1% en
var með 38.5% í síðustu könnun.
Þetta gerir það að verkum, að ef úr-
slitin yrðu í sama dúr þá kæmist
Gunnar Schram ekki inn á þing.
Mörgum kann að koma spánskt
fyrir sjónir að flokkurinn skuli
sveiflast uppá við í Reykjavík, en
oddviti listans þar, Albert Guð-
mundsson, hefur nánast verið í fel-
um í fjölmiðlunum síðustu vikur og
mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur hins vegar á sama tíma keyrt á
auglýsingum og ímynd flokksins
með myndum af formanninum Þor-
steini Pálssyni, sem hefur verið að
festast í formannssessi að undan-
förnu. Önnur skýring á fylgisaukn-
ingu flokksins í Reykjavík kynni að
vera sú, að samkeppnisaðilinn, Al-
þýðuflokkurinn hefur verið mjög
klaufalegur í höfuðborginni að und-
anförnu.
Alþýðuflokkurinn heldur áfram
Iágfluginu og fer enn niður á við á
landsvísu. Flokkurinn er nú kominn
niður í 21.5%, á landsvísu, en var
með rúmlega 24% í síðustu skoð-
anakönnun. Þessum atkvæðum
virðist flokkurinn tapa annars vegar
í höfuðborginni, þar sem hann er
kominn niður í 20.9%, en var með
24.3% í síðustu könnun. Sömu sögu
6 HELGARPÓSTURINN
er að segja á landsbyggðinni, þar
sem flokkurinn er nú með 16.2% en
var með 20.5% í síðustu könnun.
Einungis í Reykjanesi stendur flokk-
urinn í ístaðinu miðað við niður-
stöður siðustu skoðanakönnunar
HP og bætir við sig rúmu prósenti.
Þar kæmu vi sögu tveir nýir þing-
menn, þau Rannveig Guðmunds-
dóttir og Guðmundur Oddsson fyrir
A-hstann.
I fyrri könnunum hefur komið í
ljós, að Alþýðuflokkurinn á meiri
möguleika en aðrir listar til að ná
óákveðnum kjósendum og þeim
sem eru laust bundnir við aðra
flokka. Þrátt fyrir þessa vitneskju
verður ekki séð að flokkurinn hafi
stíiað boðskap sinn til þessa fólks,
né heldur að hann hafi með fyrri
kraftabrögðum úr heimi auglýsinga
reynt að hnykla vöðva og vekja at-
hygli á sér. Þessi deyfð sem fylgt hef-
ur Alþýðuflokknum síðustu vikur
gæti hafa skilað Sjálfstæðisflokkn-
um fylgi í höfuðborginni og í sveit-
um landsins.
í þessari könnun einsog í janúar-
könnuninni spurðum við aðeins
nánar um afstöðu fólks til listanna,
hvort það gæti hugsað sér að kjósa
aðra lista. Og enn sem fyrr kemur
Alþýðuflokkurinn lang sterkast út
sem annar valkostur. Þó eru færri
sem geta yfirleitt hugsað sér að
kjósa aðra lista nú en í síðustu könn-
un, þ.e. þann lista sem ákveðið er nú
að kjósa. A-listinn er enn í efsta sæti
meðal þeirra sem eru óákveðnir og
er efst eða næst efst á lista hjá þeim
sem yfirleitt geta hugsað sér að
kjósa aðra flokka. Flæði hinna
óákveðnu atkvæða er lang mest
milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks á báða bóga. Margir Á-lista
kjósendur geta hugsað sér að kjósa
D-listann og margir D-lista kjósend-
ur geta enn betur hugsað sér að
kjósa A-listann. Af öðrum tíðindum
úr þessari könnun má nefna, að
samkvæmt útreikningum myndu
þeir Arni Gunnarsson og Sigbjörn
Gunnarsson komast báðir inn á
þing en Guðmundur Einarsson í
Austurlandskjördæmi og Jón Bragi
Bjarnason úr Reykjavík, báðir úr BJ
myndu hvorugir komast inn.
Alþýðubandalagið sækir mjög í
sig veðrið bæði í Reykjavík og
Reykjanesi. Á öllu landinu bætir G-
listinn við sig frá síðustu könnun, er
nú með 16.4% en var með 15.7% og
hefur skotð Framsókn aftur fyrir sig.
Engu að síður hefur flokkurinn tap-
að frá síðustu könnun á landsbyggð-
inni, þar sem hann er nú með 15.8%
en var með 16.9% í síðustu könnun.
Kannski veldur þar einhverju um
frammistaða þingflokksins í
fræðslustjóramálinu á alþingi á dög-
unum?
í Reykjavík er Alþýðubandalagið
með 17.6% en var með 16.2% í síð-
ustu könnun. Ásmundur Stefánsson
flýgur því inn. í Reykjanesi sækir G-
listinn líka hins vegar lang mest á,
er nú með 15.7% en var með 13.1%
í síðustu könnun og 8% í desember-
könnun Helgarpóstsins. I síðustu
könnun var bent á að Ólafur Ragn-
ar Grímsson þyrfti um 3% til viðbót-
ar til að komast inn á þing. Því hefur
hann á þessum rúma mánuði tæp-
lega náð og þyrfti nú sem næmi 200
atkvæðum til að komast á þing. Þá
telja sérfræðingar að hann ýtti út
Kristni Gunnarssyni á Alþýðu-
bandalagslistanum á Vestfjörðum,
sem er inni samkvæmt þessari
könnun, en dytti trúlega út, ef Ólaf-
ur Ragnar næði kjöri. Þessu valda
nýju kosningalögin. En hér munar
hársbreidd.
Einnig hefur orðið sú breyting á
frá síðustu könnun, að nú er Unnur
Sólrún Bragadóttir annar maður á
G-lista í Austurlandskjördæmi inni.
Ef það hefur ekki farið mikið fyrir
Alþýðubandalagi í höfuðborginni
að undanförnu. Ef til vill er málefna-
staðan flóknari nú en oft áður, þar
sem flokkurinn kemur eins og
stuðningsaðili við stefnu ríkisstjórn-
arinnar; í húsnæðismálum, skatta-
málum, efnahagsstefnu og launa-
málum.
Framsóknarflokkurinn tapar á öll-
um vígstöðvum frá síðustu könnun
HP í janúar. í Reykjavík er flokkur-
inn með 7.5% en var með 8.6% í síð-
ustu könnun. Þar verður því Guð-
mundur G. Þórarinsson einn kjör-
inn ef úrslit yrðu í samræmi við nið-
urstöður könnunarinnar. Á Reykja-
nesi er flokkurinn nú með 10.4%
atkvæða en var með 11.5% í síðustu
skoðanakönnun. Þetta er afskap-
lega sérkennileg niðurstaða. Flokk-
urinn í Reykjaneskjördæmi hefur
tapað fylgi í ölíum könnununum síð-
an tilkynnt var um framboð for-
mannsins snemma í vetur. Slík nið-
urstaða er enn undarlegri vegna
þess, að í öllum könnunum um per-
sónupólitískar vinsældir, er Stein-
grímur Hermannsson öllum öðrum
stjórnmálamönnum fremri.
Ef til vill hefur Steingrímur misst
pólitíska tiltrú í kjördæminu vegna
yfirlýsinga sinna um atvinnumál á
Suðurnesjum? Ef til vill líta Reyknes-
ingar á hann sem „sveitamann",
sem eigi eftir að kynnast þéttbýlis-
kjördæminu? Eða þá hitt, að vin-
sældir og virðing sé eitt, en stuðn-
ingur í kosningum annað.
Á landsbyggðinni tapar Fram-
sóknarflokkurinn enn meiru, er nú
með 20.3% en var með 24.2% í síð-
ustu skoðanakönnun. Skýringarnar
gætu legið í því, að sú hreyfing sem
komin er á Lýðræðisflokkinn vænt-
anlega og framboð Stefáns Valgeirs-
sonar dragi mest frá Framsóknar-
flokki. í heild er B-listinn nú með
13.4% atkvæða en var með 15.7% í
síðustu könnun HP.
Ef niðurstöðurnar í kosningum
yrðu í svipuðum dúr og þessi könn-
un gefur til kynna, þá fengi Fram-
sóknarflokkurinn efsta mann á lista
sínum í öllum kjördæmum kosinn,
en enga umfram það. Þingflokkur
Framsóknarflokksins væri þá þann-
ig samsettur, að allir í honum
voru þar einnig fyrir tæpum áratug.
Engin kona væri í þingflokknum
Þridja krafta-
verk Egils
Jónssonar
Á meðfylgjandi töflu sérfræðinga um
hugsanlega hlutfallsdreifingu á lista
miðað við niðurstöður skoðanakönnun-
arinnar er tekið mið af úrslitum síðustu
kosninga. Á þessari niðurstöðu eru auð-
vitað eðlilegir fyrirvarar um að tiltölu-
lega Iitlar breytingar á fylgi lista og miili
kjördæma gætu þýtt verulegar tilfærsl-
ur á þingmönnum. Þannig er t.d. Egill
Jónsson á Seljavöllum inni samkvæmt
þessum niðurstöðum, en stendur tæpt.
Sagt hefur verið að í tvennum síðustu
kosningum kæmist Egill inn fyrir krafta-
verk — það yrði þá kraftaverk hjá Agli
hinu þriðja sinni, kæmist hann inn í
næstu kosningum. 8. maður á D-lista í
Reykjavík, Sólveig Pétursdóttir er um
1200 atkvæðum f rá jöfnunarsæti samk v.
þessum niðurstöðum.
Gunnar G. Schram á Reykjanesi vant-
ar mikið en Ólaf Ragnar Grimsson rétt
innan við 200 atkvæði til að komast inn.
Þá gætu kratar misst 4. manninn á sín-
um lista á Reykjanesi, Gudmund Odds-
frekar en nú.
Samtök um kvennalista fá í heild
nákvæmlega sömu útkomu í þessari
könnun og hinni síðustu, eða 8.8%.
Fara að vísu úr 12.4% í 11.8% í
Reykjavík, en bæta við sig i Reykja-
nesi, þar sem þær eru nú með 7.5%
en voru með 6.9% í síðustu könnun.
Á landsbyggðinni bæta þær enn við
sig og eru með 7.2% nú en voru
með 6.8%.
Kvennalistinn hefur verið að til-
kynna um framboð í flestum kjör-
dæmum landsins og er til alls líkleg-
ur miðað við þessa könnun. Þannig
skorar Kvennó hæst og mest hjá
unga fólkinu fyrir utan Sjálfstæðis-
flokkinn og er með helmingi meira
fylgi en t.d. Alþýðubandalagið í
þeim kjósendahópi samkvæmt
könnuninni. Kvennalistinn fengi
samkvæmt könnuninni 6 þing-
menn. Þær Kristín Einarsdóttir og
Þórhildur Þorleifsdóttir yrðu kjörn-
ar í Reykjavík, auk Guðrúnar Agn-
arsdóttur og Kristínar Halldórsdótt-
ur í Reykjanesi. En eins og nærri má
geta, kynni hending að ráða í hvaða
kjördæmum öðrum listinn fengi
þingmenn. í þessu dæmi fengi list-
inn í Norðurlandi eystra einn mann,
þ.e. Málmfríði Sigurðardóttur, sem
skipar efsta sætið þar. Þá fengju
konurnar einnig „flakkarann" í sinn
hlut og kæmi hann í þessu dæmi
niður á Suðurlandi. Þar hefur ekki
verið gengið frá framboðslista, en
talið er að Kristín Ástgeirsdóttir
verði þar fengin til framboðs. Hún
hefur setið á þingi í forföllum fyrir
listann í Reykjavík á því kjörtímabili
sem er að líða.
„Gömlu" flokkarnir standa nú
augliti til auglitis við ýmsar hættur
ef svo má að orði komast í þessu
samhengi. Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur fá þannig mjög
lítið fylgi frá ungu fólki og hvorugur
þessara flokka eru oft nefndir sem
annar valkostur. Það hlýtur einnig
að þykja áhyggjuefni í stjórnarher-
búðunum, að vinsældir ríkisstjórn-
arinnar aukast enn, þar sem 55.7%
segjast nú styðja stjórnina en voru
52.6% í síðustu könnun, á sama
son. Á Vestfjörðum gæti G-listamaður-
inn misst af jöfnunarsætinu til 2. manns
á A-lista, Sighvats Björgvinssonar, eða 3.
manns á D-lista, Einars K. Guðfinnssonar.
Ef V-listamaðurinn í Norðurlandi eystra,
Málmfríöur Siguröardóttir, næði ekki
kjöri þarna, kæmu Valgerður Sverris-
dóttir af B-lista og Tómas Ingi Olrich af
D-lista til sögunnar. Sigurbjörn Gunnars-
son af A-Iista er jöfnunarmaður og
stendur mjög tæpt. Á Austurlandi gæti
orðið spennandi slagur, þar sem Unnur
S. Bragadóttir (G) stendur nú tæpt, en
Guömundur Einarsson (A) á von sem og
annar maður, Jón Kristjánsson af B-Iista.
Á Suðurlandi virðist Árni Johnsen (D)
tíma og Framsóknarflokkurinn
tapar fylgi og stjórnarflokkarnir
báðir njóta ekki hliðstæðs fylgis
samanlagt og ríkistjórnin gerir. Það
hlýtur samt að vera Sjálfstæðis-
flokknum huggun að virðast sterk-
ur meðal yngsta kjósendahópsins,
— með yfir 40% stuðning þeirra
sem gefa upp afstöðu sína.
Alþýðuflokkurinn hefur meðal
ungs fólks meira fylgi en Alþýðu-
bandalag og Framsóknarflokkur en
ekki jafn mikið og Kvennalistinn. Þá
kemur það einnig í ljós eins og í síð-
ustu könnun, að mjög margir sem
nú segjast ætla að kjósa G-listann
eru einnig að hugsa um Kvennalist-
ann. Reyndar eru kjósendur allra
flokka með Kvennalistann á blaði,
en milli Alþýðubandalagsins og
Kvennó er samt greinilegt flæði, —
fyrir utan Sjálfstæðisflokk og Al-
þýðuflokk að sjálfsögðu.
Ýmislegt bendir til þess að barátt-
an fari harðnandi. Þannig segjast til
að mynda færri að komi til greina að
kjósa annan flokk nú en í síðustu
skoðanakönnun.
Höfuðborgin er dálítið sérkenni-
leg, þar sem flokkarnir hafa verið
deyfðarlegir í baráttunni. Engu er
líkara en þeir séu meira og minna
með frambjóðendur sína í felum og
á það við um flesta flokka — eða
hverjir hafa orðið varir við Albert
Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki,
Guðmund G. Þórarinsson, Fram-
sóknarflokki, eða Ásmund Stefáns-
son frambjóðanda Alþýðubanda-
lags?
Á niðurstöður skoðanakönnunar
og túlkun á þeim verða aldrei settir
nógu margir fyrirvarar. Skekkju-
mörkin nema nokkrum prósentum
og einmitt þau prósent skipta sköp-
um um það hvort menn lenda „utan
eða innan þings". Skoðanakannanir
gefa fyrst og fremst vísbendingar og
það er leikur fjölmiðla, almennings
og stjórnmálamanna að lesa út úr
þeim vísbendingum. Þetta er um-
fram annað leikur.
Úrtakið er of lítið til að draga
mjög víðtækar ály ktanir og það þarf
að taka tillit til margra þátta við mat
á niðurstöðum. Þannig fá samtök
um jafnrétti milli landshluta, Lýð-
ræðisflokkurinn, ekki hátt hlutfall
atkvæða í könnuninni nú, en þar
sem fylgið gerir vart við sig áður en
flokkur er formlega stofnaður, gæti
niðurstaðan þýtt nokkra þingmenn
eftir nokkrar vikur. En um það mun
næsta skoðanakönnun HP gefa
áreiðanlegri vísbendingar. Við ósk-
um lesendum og þingmannsefnum
góðrar skemmtunar!'
nokkuð öruggur í þessari könnun og
Elín Alma Arthúrsdóttir (A) lengra frá
því að komast að en áður.
í þessari dreiíingu er fyigi Framsóknar
á landsbyggðinni ótrúlega lítið og ótrú-
legt að það breytist ekki frá þessari
könnun. Fleira er nokkuð ólíklegt í þess-
ari könnun, svo dæmi séu nefnd; ójöfn
dreifing atkvæða Kvennalista í lands-
byggðarkjördæmum, og þótt staða krata
i kjördæmi Kjartans Jóhannssonar sé
sterk, þá eru niðurstöðutölurnar ótrú-
lega háar. Samtök um jafnrétti milli
landshluta gætu komið á óvart i næstu
könnun...
Staða flokkanna nú samkvæmt skoðanakönnun HP miðað við HP-kannanir (janúar á þessu ári, desem-
ber, október og ágúst á sl. ári, nóvember 1985 og úrslit kosninganna 1983.
Nú Jan. Des. Okt. Ágúst Nóv. Kosn.
'86 86 '86 '85 1983
Alþýðuflokkur 21,5 24,2 28,6 21,2 19,0 18,6 11,7%
Framsóknarflokkur t 13,4 15,7 16,2 ‘15,9 11,9 14,4 18,5%
Bandalag jafnaðarmanna 0,6 0,4 0,2 0,0 1,6 2,3 7,3%
Sjálfstæðisflokkur 36,6 35,0 34,7 40,3 44,4 37,4 38,7%
Alþýðubandalag 16,4 15,7 13,6 ,16,5 14,3 19,2 17,3%
Kvennalisti 8,8 8,8 6,4 5,7 8,1 6,9 5,5%
Flokkur mannsins 0,9 0,2 0,0 0,4 0,6 1,3 —•
Framb. Stefáns Valgeirss. 0,7 — — — — — —
Samt. um jafnrétti 0,9 ~~ — — — "
Hlutfall atkvæða og fjöldi þingmanna hvers lista
A 1 B D G V C L M J
% Þ % Þ % Þ % Þ % Þ % % % %
Rv. 20,9 4 7.5 1 40.6 7 17.6 3 11.8 3 0.5 — 1.1
Rn. 31.3 4 10.4 1 35.1 4 15.7 1 7.5 1 — —
VI. 20.7 1 20.0 1 36.4 2 13.1 1 5.3 0 0.9 2.3 1.3 —
Vf. 21,2 1 18.0 1 40.7 2 11.3 1 4.4 0 0.9' 2.2 1.3
Nv. 11.3 1 28.2 1 34.5 2 16.6 1 4.7 0 0.9 2.4 1.4
Ne. 16.5 2 16.5 1 28.7 2 15.3 1 12.1 1 0.9 2.2 1.3 6.5
Ai. 8.4 0 26.5 1 26.9 2 27.5 2 6.0 0 0.9 2.4 1.4
Sl; 18.0 1 18.3 1 41.2 3 12.2 1 5.9 1 0.9 2.2 1.3
is. 21.5 14 13.0 8 36.9 24 16.5 11 9.0 6 0.6 0.9 0.9 0.7