Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 11
K ■ ^kæra sú sem kona nokkur lagði inn til rannsóknarlögreglunn- ar í kjölfar greinaskrifa Helgarpósts- ins um innheimtulaun lögmanna af afnotagjöldum Ríkisútvarpsins, hef- ur verið á töluverðu flakki í kerfinu. Jón Oddsson hrl. sendi kæruna inn fyrir hönd konunnar og beindist hún að innheimtu Sigurmars K. Albertssonar hdl. á afnotagjöld- um. RLR sendi hana til ríkissak- sóknara til umsagnar. Jón Erlends- son saksóknari fékk hana til með- ferðar og óskaði eftir rannsókn hjá RLR. Þegar RLR hafði lokið henni sendi hún hana aftur til Jóns. Þegar Jón hafði kannað málið nánar sendi hann málið aftur til RLR til frekari rannsóknar. Þar er málið í dag. Sam- kvæmt heimildum HP beinist rann- sókn málsins m.a. að því hvort sá fógetakostnaður sem tilgreindur er á reikningum lögmannsins, sé sá sami og greinir frá í fógetabókum. En sá hluti rannsóknarinnar sem skiptir sjálfsagt flesta máli er hvort heimilt sé að senda afnotagjöldin til innheimtu hjá lögmönnum og krefja skuldunauta RÚV um inn- heimtuþóknun samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélagsins. Ef ríkis- Haföu smokk uiö hendina Hann gæti reddaö þér IP GEGN EYÐNI saksóknari höfðar mál vegna þessa munu sjálfsagt margir senda sam- bærileg mál inn á borð til hans. Um síðustu áramót sendi Theódór Georgsson, innheimtustjóri RÚV, um 6.000 afnotagjöld til innheimtu hjá lögmönnum. . . ÍESins og menn rekur eflaust minni til var Einar Þ. Matbiesen, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, eitthvað foj út í félaga sína í Sjálfstæðis- flokknum fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í vor og bauð fram sérlista. HP getur fullvissað sjálf- stæðismenn í Reykjaneskjördæmi um, að Einar mun ekki lengur vera illur út í félaga sína og mun því styðja bróður sinn Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra í komandi kosningum... lieikbrúðuland og Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari urðu mikils heiðurs aðnjótandi nýlega, þegar mynd Kristjáns úr sýningunni Tröllaleikir birtist í dagatali al- þjóðasamtaka brúðuleikhússfólks, UNIMA. Samtök þessi gefa árlega út dagatal, þar sem eru litmyndir úr sýningum brúðuleikhúsa um allan heim. Ljósmyndin úr Tröllaleikjum er fyrir febrúarmánuð. Aftan á lit- myndinni eru tvær minni myndir, auk upplýsinga um aðstandendur leiksins og innihald hans. í UNIMA eru hátt á annað hundrað þjóðlönd og fleiri þúsund einstaklingar. Mark-. mið samtakanna er að efla og auka samband brúðuleikhússfólks frá mismunandi löndum og þjóðum og stuðla að sem víðtækastri menntun listafólksins. Einnig stuðla þau að þróun brúðulistarinnar, bæði sem fræðigreinar og listgreinar, og á fjögurra ára fresti eru haldin stór al- þjóðleg brúðuleikhúsmót, eins kon- ar Ólympíuleikar brúðufólks. Hið næsta verður haldið í Japan árið 1988. .. A JI^TAllumfangsmikið riftunar- mál er nú til meðferðar hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði og telj- ast málin raunar 7 talsins og eru í höndum Más Péturssonar í Hafn- arfirði og Arngríms ísberg í Saka- dómi, en hann fjaliar um hugsan- lega saknæma hluti í skuldamálum manns, sem seldi eigur sínar og stakk af úr landi. Um er að tefla einar 5 milljónir króna. .. LAUSN Á SPILAÞRAUT Kgl03 A762 KD964 104 9 7 A3 52 K7652 D854 ADG983 D96 AG1083 10842 Eftir KG75 sagnir og spilamennsku ættir þú að hafa fengið örugga talningu í spilinu, strax í 7. slag. Skifting austurs er 1-2-6-4. í 9. slag spilar þú spaða að heiman og bið- ur um lítið úr blindum, hvað sem vestur lætur. Vestur á um það að velja að vera endaspilaður eða leyfa félaga að eiga slaginn. Aust- ur verður að spila tígli í þrefalda eyðu og gefa trompun og niður- kast. Það er semsé sama hvernig spaðar AV eru. Liturinn skiftist örugglega 4-1 og samningurinn er tryggur ef við spilum smáum spaða frá báðum höndum. UM HVAÐ VERÐUR RARIST? Opinn almennur hnrgarafundnr á JÓN SIGURÐSSON Akureyri sunnudaginn 1. mars, klnkkan 15.00 í Alþýðuhiisinu. Ræðumenn: ÁRNI GUNNARSSON JÓN SIGURÐSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR HREINN PÁLSSON Fyrirspnrnir A Iþýöuflokksfélagar munum eftir fulltrúaráðsfundinum á laugardaginn 28. febrúar og árshátíð Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri um kvöldið í Alþýðuhúsinu. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.