Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 18
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
mynd Jim Smart
Tilfinningar koma til tals. Finnur heldur aö þad sé ekki til öllu meiri til-
finningamadur en hann er. Höfudið á honum er fullt affantasíum sem hann
losnar ekki við fyrr en hann hefur komið þeim yfir á myndflötinn. Hann seg-
ir: „Þetta eru álög. Ég losna ekki við þetta, ekki mínátu — og þessu fylgja
geipilega sterkar tilfinningar. Ég œsist allur upp, hitna og verð œ svakalegri
til augnanna eftir því sem myndin skýrist á fletinum."
Hann segir sínar bestu myndir hafa komið svona, beint úr höfðinu, nán-
ast mótívlausar, þó svo að mótívin hljóti alltafað hafa gripið eitthvað inn
í: „Maður er oft feginn að grípa til mótívanna — og það að sagnakennd
mótív eigi ekki heima í myndlist er fábjánaháttur."
— En hafa tilfinningarnar leitt hann út á hál-
an ís?
„Nei, ég hef alltaf bremsu. Tilfinningar hafa
aldrei blekkt mig, ekki spor. Þegar maður er á
annað borð eins mikill tilfinningamaður og ég
er, held ég að maður læri smám saman að lifa
með þeim í meiri sátt en ef maður þekkti tilfinn-
ingar sínar ekki eins vei. Ég er með öðrum orð-
um að segja að ég kunni inn á mínar tilfinningar
af því að ég þekki þær svo vel. Fólk sem þekkir
lítið til tilfinninga sinna á það frekar á hættu að
misskilja þær og láta þær hlaupa með sig í gön-
ur.“
ÉG KYNNTIST LÍFINU OF
SKARPT
— Hefur þér ueriö tamt aö gráta?
„Nei.“
— Af hverju heldurdu ad þaö sé?
„Ég kann ekki að gráta.“
— Hvaö veldur, Finnur?
„Ég held að það sé af of mikilli reynslu af real
hlutum frá því ég var unglingur og kom yngri
systkinum mínum í föðurstað og varð fyrirvinna
stórs heimilis. Ég kynntist lífinu of skarpt tii þess
að ég hafi getað aumkað mig síðar meir.“
— Hefur þetta háö listsköpun þinni?
„Nei, ég held ekki. Það hefur þá frekar lekið
úr penslinum en augunum þegar eitthvað hefur
bjátað á...“
— Og þú málar enn?
„Já, en ég varð að hætta núna fyrir hálfum
mánuði."
— Hvaö var aö?
„Það var augað, þetta vinstra megin. Það
stendur sig ekki. Hitt var löngu búið. Læknirinn
segir mér að það verði kannski hægt að hressa
eitthvað upp á það vinstra, en að öðrum kosti
mála ég auðvitað ekkert meir...“
— Finnst þér þetta ekki hryllileg tilhugsun?
„Hver þá?“
— Aö tapa kannski allri sjón?
„Maður má bara ekki hugsa til þess, ekki
mínútu."
í BEINAN KARLLEGG AF
LJÓNSHJARTA
Finnur Jónsson hefur lifaö alla þessa öld og
gott betur. Hann er fœddur á Strýtu í Hamars-
firöi, 15. nóvember áriö 1892, sonur hjónanna
Ólafar Finnsdóttur frá Tunguhóli íFáskrúösfiröi
og Jóns Þórarinssonar frá Berufjaröarströnd,
sonar Ríkharös Long, smiös, sem fluttist til Aust-
fjaröa frá Englandi á öndveröri nítjándu öld.
„Mér skilst reyndar að ég sé kominn í beinan
karllegg af Richard Lionheart — og þaðan sé
þetta Ríkarðs nafn upprunalega komið inn í ætt-
ina. Ef að er gáð hefur hver ættliðurinn síðar
meir verið uppfullur af þessum Ríkörðum — og
mönnum reyndar, sem voru undantekningarlít-
ið geipilega listfengir."
Finnur talar svo um œskuna, kveðst hafa orð-
iö frœgur um allt Austurland fyrir frœkilega sjó-
mennsku strax milli tektar og tvítugs. Hann var
formaöur á bátum í tólf ár, allt frá sautján ára
aldri, áriö 1909, þegar faöir hans féll frá. Þá
voru tveir eldri brœöur hans farnir aö heiman;
Ríkarður til listnáms í Kaupmannahöfn og
Björn ígóöa vinnu hjá Nathan og Olsen í Reykja-
vík.
„Þetta ár kom mamma eitt sinn til mín, en
henni fannst þá heldur vera farið að harðna á
dalnum. Jæja, Finnur minn, sagði hún, nú er
ekki gott í efni fyrir okkur. Við verðum bara að
segja okkur til sveitar. Við höfum ekkert til að
lifa á! Ég sagði að það skyldi aldrei verða. Fyrr
gengi ég berserksgang heldur en það yrði. Ég
tók svo við búinu og reyndi hvað ég gat til að
bjarga heimilinu með landbúrekstrinum. En um
haustið sá ég að þetta hefðist ekki nema með
auknum aðföngum — og ákvað þá að kaupa bát,
færeyskan sexæring. Næsta vetur rerum við
Georg bróðir við tvo aðra menn, fyrst landróður
og öfluðum vel, en síðar héldum við lengra og
fórum að róa í hafið. Og þar var alltaf þoka, bölv-
uð ansans þoka. Þetta var strit, óskaplegt strit á
manni, en veistu. .
— Já, hvaö?
„Ég málaði alltaf inn á milli...“
— Hafiö kannski?
„Já, alitaf hafið, ekkert annað, ég sá ekkert
annað."
SJÓRINN SVO FJÖRMIKILL í
FORMUM
— Hvaö heillaöi þig mest viö sjóinn?
„Það er nú hvað hann er fjörmikill í formum
— og ólíkur sjálfum sér í öllum mögulegum
myndum. Svo gefur hann manni eitthvað. Hann
gefur manni til dæmis mikið af ídeum, eða hug-
dettum. Og það er eiginlega sama hvenær mað-
ur kemur niður að sjó. Hann er alltaf fallegur.
Hann fær fegurðina frá himninum í blíðalogni,
frá landinu í myrkri næturinnar, og sjálfum sér
í roki þegar hann er stór og erfiður og hættuleg-
ur. Hann er eiginlega alltaf malerískur."
— Áttu hafinu mikiö aö þakka sem listamaö-
ur?
„Já. Kraftur hafsins hefur til að mynda kennt
mér margt um ögun og byggingu. Ég skal segja
þér eitt: Við Georg bróðir og félagar fórum alltaf
á sjóinn svo fremi það væri ekki hreint og beint
óveður. Við rerum alltaf þrjár klukkustundir í
einu á haf út, beint út, gegnum þykka þokuna.
Það var alltaf þoka. En við vorum samt ekki
hræddir. Ég hef aldrei fundið fyrir hræðslu. Þeg-
ar við vorum komnir út þar sem fugiinn fór að
sjást, renndum við færi og lögðum svo lóðina.
Oft hlóðum við dag eftir dag — en þetta var
háskaleikur. Við þurftum að gæta okkar svo vel
á föllunum. Þau eru geipilega hörð þarna. Við
þurftum á norðurfallinu að halda á útróðrinum,
en suðurfallinu á heimleið — og ef eitthvað hefði
farið úrskeiðis í þeim efnum, hefði ekki verið að
spyrja að leikslokum. Okkur hefði umsvifalaust
tekið á haf út. Föllin eru svo gríðarþung að
menn hafa ekkert með það að gera að reyna að
róa upp í þau. Þau taka menn léttilega. Og þetta
er kraftur hafsins. Hann hef ég alltaf verið að
mála, leynt og ljóst.“
ÚR EXPRESSJÓN í
ABSTRAKSJÓN
Við Finnur sitjum inni í stofunni á Kvisthaga
6 í Vesturbœ, þar sem hann og Guöný Elísdóttir
kona hans hafa búiö lengi. Þarna eru fáir, gaml-
ir og góöir hlutir. Ásamt mörgum frœgustu verk-
um Finnst, sem hanga á veggjunum í þungum
römmum, tek ég sérstaklega eftir nokkrum silf-
ur- og gullmunum á boröum og uppi í hillum.
Þeir eru líka verk Finns. Áriö 1915 haföi hann
afráöiö aö halda í gullsmíöanám til Reykjavíkur
eftir áralanga sjósókn á fœreyska sexœringnum
fyrir austan. Hann var þá 23 ára gamall — og
hélt fjórum árum seinna út til Kaupmannahafn-
ar meö sveinspróf í gullsmíöinni upp á vasann.
Hann langaöi í frekara listnám. . . „Sjómennsk-
an var bara ekki nógu stabíl. Mér fannst ég ekki
hafa nóg við að vera í henni. Og svo vissi ég að
ég var smiður, flínkur í höndunum og hausnum
líka. Gullsmíðin kom svo ekki síður til af því að
mér fannst gott að hafa hana sem tryggingu, ef
myndlistin myndi ekki skila sér síðar meir."
— Þú loeröir teikninguna fyrst í Kaupmanna-
höfn?
„Já, en mér líkuðu aldrei Danir. .
-Nú?
„Já, Danir voru alltaf að apa allt upp eftir
Frökkum og þeir voru alltaf langt, langt á eftir
Englendingum, sem síðan voru langt á eftir
Þjóðverjum...“
— Svo þú fórst til Þýskalands?
„Auðvitað.
Þar byrjaði ég í expressjónismanum og jafnvel
stundum impressjónismanum og mjög fljótt upp
úr því fór ég að fikta við abstraksjón, sem var að
vísu ekki kölluð því nafni þá, heldur framúr-
stefna. Þetta voru nú óttalegar tilraunir hjá mér,
einhverskonar leit. Eins og vera ber. En þetta var
allt saman fjörugt. Ég byrjaði kannski að mála
expressjóníska mynd, en breytti henni svo
smám saman yfir í abstraktmynd — eða ég mál-
aði aðra og miklu djarfari mynd eftir fullmótaðri
expressjónískri mynd sem varð þá að hreinni
abstraksjón. Þetta var samt alltaf frekar yfirveg-
að hjá mér, engar skvettur eða hamagangur.“
— Hafðiröu strax gaman af abstraksjóninni?
„Já, hún hreif mig mjög fljótt með sér. Og sér-
staklega fannst mér gaman að mála fyrst
expressjónískt og fara þaðan beint yfir í
abstrakt."
OG ÞÁ LABBAÐI LISTFRÆÐ-
INGURINN ÚT
Þaö var fljótlega tekiö eftir framúrstefnuverk-
um Finns í Þýskalandi á þessum árum. Oskar
Kokoschka, kunnur málari og kennari Finns um
tíma í Dresden, uppgötvaöi meðal annarra
hæfileika Finns mjög fljótlega, „en hann sagði
einmitt fyrst eftir að ég kom í skólann og hann
rak augun í nokkur verka minna: Við þurfum nú
að tala betur saman," rifjar Finnur upp frá þess-
um árum. Síöar átti Kokoschka eftir að koma
verkum Finns inn á líkast til frœgustu sýningu
heims sem gekk um þessar mundir, Der Sturm í
Berlín. Þaö var á vorsýningu 1925 og Finnur seg-
ir: „Ég held þetta hafi verið fyrsta stóra framúr-
stefnusýningin sem sýndi verk eftir listamenn
hvaðanæva úr heiminum.“ Verk Finns á sýning-
unni voru alls átta. Tvö þeirra keypti bandarísk-
ur listaverkasafnari af Der Sturm ári síöar, án
vitundar Finns, sem frétti ekki afþeim myndum
sínum fyrren 1980, þá komnum í Yale University
Art Gallery í Bandaríkjunum. Hin verkin sex
hurfu úr sýningarskálum Der Sturm, aö því er
taliö er eftir valdatöku Hitlers í Þýskalandi áriö
1933. Þau hafa aldrei fundist.
Ári eftir vorsýningu Der Sturm í Berlín sýndi
Finnur Islendingum fyrstur manna abstraksjón.
Verkin voru hengd upp í húsi Nathan og Olsen
í Pósthússtrœti. Sýningin vakti reiöi, móögun og
hneykslan, þó svo aö einstaka maöur legöi sig í
líma viö aö skilja nýjungagirni listamannsins.
„Það kom þarna maður sem taldi sig listfræðing
og spurði mig af hverju ég málaði svona,“ segir
Finnur og bandar höndum á geómetríska vegu.
„Ég svaraði því til, minnir mig, að ég fyndi hjá
mér þörf til þess. En hann hélt áfram og vildi vita
hvað ég væri að fara, hvað þetta ætti að vera hjá
mér. Nú, ég sagðist vera að túlka, þarna væru
tákn, sem hann gæti svo best lesið út úr sjálfur.
Þá held ég að hann hafi eitthvað móðgast, altént
sneri hann ögn upp á sig: Það hefst ekkert með
því að mála svona strik og teninga, benti hann
sérstaklega á. Málverk eru ekki iýsingarform,
þau eiga ekki að segja neitt. Sagan gegnir því
hlutverki, sagði hann. Ég sagði hinsvegar: Hing-
að til hefur oft verið tekið fram fyrir hendur á
sagnameisturum okkar vegna þess að þeim hef-
ur ekki tekist nógu vel upp í því sem menn vildu
að næðist fram í textanum — og þá kom mynd-
in. Hún sýnir alla hluti betur ef vel er gert, vegna
þess að hún túlkar jafnframt. Hún er táknmál
alis sem er, sagði ég. Og þá labbaði listfræðing-
urinn út.“
ÞÚ SÉRÐ EKKI BITURÐ í MÉR
Finni er skemmt viö þessa frásögu. Hann man
hana vel og fœr sér sopa af volgum bjór sem
Guöný hefur fœrt okkur, áöur en hann heldur
lengra: „Mér fannst þessi sýning mín fá sæmi-
lega dóma hjá þeim sem höfðu eitthvað í höfð-
inu, en síður hjá hinum. Almenningur skildi
kannski ekki alveg hvað ég var að fara — og
sjálfsagt fannst mörgum sem verið væri að gera
gys að þeim. Ég væri að reyna að vera fyndinn."