Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 31
INNLEND YFIRSYN eftir Friðrik Þór Guðmundsson, Guðlaug Bergmundsson og Gunnar Smára Egilsson Traustur grunnur og bjartar horfur Islendirtg dalshöll. L Þorgils Það voru ekki margir á ferli á götum úti síðasta þriðjudagskvöld og ætla má að drjúgur meirihluti þjóðarinnar hafi orðið vitni að frækilegum sigri íslenska handknatt- leikslandsliðsins á heimsmeisturunum frá Júgóslafíu. Um fátt hefur verið meira talað í kjölfarið, helst að menn ræði þá sérstaklega fólskubragð sem kennt er við Júkkana og ljósmyndarar náðu að festa á filmu með eftir- minnilegum hætti. Sigurinn í síðari landsleik þjóðanna er ekki síst merkilegur fyrir þá sök, að lykilmenn brugðust eða nýttust óvenju illa og er þá átt við Kristján Arason, Atla Hilmarsson og Sigurd Sveinsson. Ótrú- legt en satt, að Kristján skuli ekki hafa skor- að eitt einasta mark utan af velli. En maður kemur í manns stað og að þessu sinni blómstruðu þeir Páll Ólafsson og Alfred Gíslason úti, og Einar Þorvardarson átti enn einn stórleikinn í markinu. Það fer ekki á milli mála að núverandi landsliðskjarni er myndaður af samstilltum, leikreyndum og líkamlega sterkum eingtaki- ingum. Og þjálfarinn, Bogdan, er yfirburða- maður á sínu sviði. Um þetta eru allir þeir sammála, sem HP ræddi við um stöðu ís- lensks handknattleiks í dag. Sveinn Björns- son, forseti íþróttasambands íslands, hefur fylgst vel með handknattleiknum á undan- förnum árum og hafði sínar skýringar á því hvers vegna landinn væri svona góður í þess- ari íþrótt. ,,Ég held að handknattleikur eigi vel við íslendinga. Það þarf mikinn líkamleg- an styrk í þetta og íslendingar eru vel byggð- ir líkamlega á þann hátt að þessi íþrótt pass- ar vel fyrir okkur. Áhuginn er síðan gífurlega mikill hjá strákunum og mikil breidd í liðinu. Og ekki kvíði ég framtíðinni, þvi í yngri landsliðunum er að finna afburða leikmenn. Bogdan þjálfari er frábær, hefur sýnt ótrú- lega tækni og áhuga á því að gera liðið gott. Hann hefur haft orð á því að hætta með liðið eftir ólympíuleikana í Seúl 1988, en það yrði mikill fengur að því að hafa hann áfram; nsmeistararn iqðir að velli hann gjörþekkir alla leikmennina, allt niður í yngri flokkana," sagði Sveinn. Guðjón Guömundsson, liðsstjóri landsliðs- ins, tekur í sama streng. „Við erum með frá- bæra leikmenn, sem hafa verið að spila sam- an margir hverjir allt frá því að við náðum sjöunda sætinu á heimsmeistaramóti lands- liða 21 árs og yngri árið 1978. Við erum með mjög góðan þjálfara, á heimsmælikvarða. Þetta fer vel saman, enda getur góður þjálf- ari náð slökum árangri ef hann hefur ekki góða leikmenn. Strákarnir eru nánast eins og ein fjölskylda, engin vandamál, allt á jafn- réttisgrundvelli og andinn sérlega góður. Andinn nú er helst sambærilegur við þann sem ríkti 1970—1972, þegar Hilmar Björns- son var með liðið og gerði það gott. Ég óttast ekki framtíðina, nema þá helst að það geti myndast eyða eða tómarúm þegar Bogdan hættir. Það verður erfitt að taka við af svona þjálfara," sagði Guðjón. En það spilar fleira mikilvægt inn í en góð- eins og herforingi og stefnir að hámarksár- angri. Síðan má ekki horfa framhjá því að við duttum nánast inn á ólympíuleikana í Los Angeles. Eftir það höfum við verið A-þjóð og það er fyrir miklu að berjast að halda því. A sama tíma tók Jón Hjaltalín við HSÍ og undir- strikaði breyttar áherslur hjá Bogdan. Hann var t.d. aldrei til umræðu um möguleikann á því að ísland keppti í B-keppninni á Ítalíu fyr- ir heimsmeistarakeppnina í Sviss.“ „Árangur liðsins í dag grundvallast í fyrsta lagi á því, að við höfum mjög góðan þjálfara. í öðru lagi er mannskapurinn mjög góður, þegar á heildina er litið. Þá hefur stjórn HSÍ unnið mjög gott starf á undanförnum þrem- ur árum, og allt hjálpast þetta að við að skapa það lið sem við eigum í dag,“ segir hornamaðurinn snjalli Guömundur Þ. Gud- mundsson landsliðsmaður úr Víkingi, þegar hann er spurður hvers vegna landslið okkar sé svona gott. Guðmundur segir að framlag þjálfarans an og frá vinnu. Það þarf að bæta upp vinnu- tap, fá menn erlendis frá og allt kostar þetta pening. Okkur hefur tekist að ná mjög góð- um samningum við fyrirtæki, sem sjá hag í því að auglýsa og einmitt er vel gengur eins og nú. Handknattleiksunnendur hafa brugð- ist mjög vel við happdrættinu okkar, sem er okkar aðalfjármögnunarleið, enda kemur ekki mikið frá ríkinu miðað við t.d. hin Norð- urlöndin. Góður fjárhagur gerir sitt til að halda úti liði í heimsklassa og þar er þáttur Jóns stór. Hann fær ekki bara góðar hug- myndir, heldur hrindir þeim í framkvæmd. Ef við getum haldið áfram á þessari braut er framtíðin björt, því það eru að koma upp mjög efnilegir menn til að taka við af núver- andi stjörnum. Verkefnin fyrir yngri lands- liðin, 21 árs, 18 ára og 16 ára og yngri, hafa aldrei verið fleiri og vel haldið utan um pilt- ana,“ sagði Einar. En ekki má gleyma því að núverandi landsliðskjarni átti góða bak- hjarla á sínum yngri árum og Gunnar Guðmundur segir að öll vinna hans í tengslum við landsliðið komi óneitanlega niður á öðrum þáttum lífsins. „En ég hef ver- ið heppinn. Ég vinn hjá tölvudeild Lands- bankans og bankinn hefur verið mér ein- staklega hjálplegur. Ég hef fengið frí á fullum launum til að fara í þessar ferðir, en ef það væri ekki, gæti maður einfaldlega ekki stundað þetta. Og auðvitað bitnar þetta á fjölskyldulífinu, en við erum bara tvö, þann- ig að það er ekki hjá mér eins og hjá mörg- um, sem eru með börn,“ segir Guðmundur Þ. Guðmundsson. Menn eru því ánægðir og bjartsýnir um þessar mundir. Hvergi veikan blett að sjá, en þó helst áhyggjur af því hvað taki við þegar Bogdans nýtur ekki lengur við. En hann verður að minnsta kosti með fram yfir Ólympíuleikana 1988 og því í sjálfu sér næg- ur tími til að undirbúa tímamótin og víst er, að toppþjálfararút í heimi hafa viðrað áhuga sinn á því að taka við af hinum pólska. íslenskur handknattleikur gengur ekki í bylgjum Iengur. Við höfum frábæran þjálfara, samheldinn landsliðskjarna, afburðamenn eru á leiðinni og HSÍ býr við góðan og traustan fjárhag. Nú hafa menn helst áhyggjur af því að tómarúm myndist þegar Bogdans nýtur ekki lengur við. ir leikmenn og góður þjálfari. Við gefum Einari Magnússyni, starfsmanni Handknatt- leikssambandsins orðið; „Aðstaðan spilar mjög inn í myndina, hvað hægt er að bjóða mönnunum upp á. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI hefur reynst kraftaverkamað- ur í sínu starfi. Strákarnir eru mikið að heim- Kjartansson, kaupmaður í Torginu og kunn- ur handknattleiksdómari, rekur rætur nú- verandi kjarna til unglingastarfs nokkurra félaga. „Unglingastarfið hjá íélögunum hefur gengið í bylgjum. Árangur manna eins og Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttars Mathie - sen má t.d. rekja til unglingastarfs Janusar Gudlaugssonar hjá FH. Sama má segja um þá landsliðsmenn, sem voru í yngri flokkun- um hjá Guðjóni Guðmundssyni í Víkingi, nú- verandi liðsstjóra landsliðsins. Þeir sem kom- ið hafa úr Val eiga vel skipulögðu unglinga- starfi líka mikið að þakka. Ef horft er til fram- tíðarinnar má gera ráð fyrir að margir af þeim mönnum sem eiga eftir að koma inn í landsliðið á næstu árum komi úr Stjörnunni, þar sem rekið hefur veirð öflugt starf í yngri flokkunum. Þeir sem eru ungir í dag fá líka miklum mun fleiri tækifæri en áður hefur þekkst með 21 árs og 18 ára liðunum. En varðandi landsliðiö sjálft varð mesta breytingin þegar Bogdan kom. Hann ger- breytti móralnum. Áður hafði allur 12 manna hópurinn fengið að leika í hverjum leik og menn fóru í fýlu ef þeir fengu ekki þau tækifæri sem þeir töldu sig eiga skilið. Bogdan byggði hins vegar upp liðsheild og beitti henni eftir því hvernig leikkerfi and- stæðingarnir spiluðu. Bogdan stýrir liðinu skipti gífurlegu máli, og landsliðið væri ekki jafn gott og raun ber vitni, þrátt fyrir sama mannskap, ef ekki væri jafn góður þjálfari. Um framtíðina segir Guðmundur, að mikið af efnilegum ungum strákum séu að koma upp, þannig að til sé efniviður til að taka við af núverandi landsliðshópi. „En sjáifsagt kemur eitthvert millibilsástand á meðan ver- ið er að þjálfa menn upp,“ segir hann. Guð- mundur minnir á að talað hafi verið um að eftir heimsmeistarakeppnina í Sviss myndu margir hætta og þar af leiðandi væri allt bú- ið. Það hafi ekki oröið. Nú séu menn að spyrja sig hvað taki við eftir ólympíuleikana í Seúl á næsta ári. Hann segir að ekki muni allir í núverandi landsliðshópi hætta að spila eftir þá keppni, og ef góður þjálfari fáist til að taka við af Bogdan og ef haldið verður jafn vel á málum og að undanförnu, ætti ekki að þurfa að kvíða neinu um framtíð íslensks handknattleiks. Uiie*en, Atli Uilmnruon og Alfreð Gialaaoo. Stórglæsilegur sigur XNDINGAR unnu elnn ainn atjeratn ligur á íþróttnaviðinu þegar þeir lögðu mð velli he a frá JúgóaUviu 24:20 I LaugarcUlahSU i gœrkvöldi. Fagnaðarú-tin voru gtfurteg i inni þegar fyrati aigur okkur yfir heimameiatunim i handknattieik var ataðreynd. á fráaögn, viðtðl og myndir á iþróttaalðu 68. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.