Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Blaðsíða 13
ur Helga Þórs Jónssonar á Hótel Örk erfiðlega þessa stundina. Að- sókn var dræm í nóvember og des- ember og þegar kom fram í febrúar greip Helgi Þór til þess ráðs að reka sundlaugarstjóra sinn og veitinga- stjóra, þá Erlend Guðmundsson og Guðmund Geir. Stuttu síðar sagði fjármálastjóri hótelsins, Karl Guðmundsson upp störfum. Þá hefur eitthvað af því fólki sem lengst hefur verið viðloðandi hótelið sagt upp störfum. Heimildir HP herma að reksturinn standi í járnum nú og fjárhagsdæmið mun vera „við- kvæmt“, eins og það er kallað. Helgi Þór hefur sjálfur tekið við fjármála- stjórn fyrirtækisins... A er nú á fullu í nýja Seðla- bankahúsinu og iðnaðarmenn vinna þar langar vaktir og strangar. Ástæðan er að allt er lagt undir til að áætlanir standist og starfsfólk Seðlabankans geti flutt inn í byrj- un apríl. Byggingarkostnaður húss- ins hefur farið fram úr áætlun og áherslan á flutningana í april hefur ekki bætt þar um. Seðlabankamenn eru þögulir sem gröfin um hversu langt fram úr áætlun byggingar- kostnaðurinn hefur farið, en heyrst Borðapantanir í síma 11340. hefur að allt stefni í að hann fari tugi ef ekki hundruð milljóna fram úr áætlun. Ástæðuna fyrir flýtinum á framkvæmdum nú segja menn ótta bankastjóra Seðlabankans við þing- kosningarnar. Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokksleið- togi hefur nefnilega lýst því yfir að hann hyggist taka húsið traustataki, komist hann til valda, og nota það undir eitthvað þarflegra en fyrir- hugað er nú. . . l síðustu viku var verslunin Nesco við Laugaveginn innsigluð af fógeta sökum vangoldins söluskatts. Forráðamenn brugðu þó skjótt við og skelltu pappa fyrir hurðina, svo innsiglið sæist ekki, og settu pappír fyrir alla glugga. Á þetta var skrifað: Lokað vegna breytinga. Fljótlega eftir helgina tókst hins vegar að fá fyrirgreiðslu í Útvegsbankanum, eftir því sem sagan segir, og hefur verslunin verið opnuð aftur. . . ■ ýjasta nýtt úr heimi smá- flokkanna er að Bandalag jafnað- armanna hefur fengið mann til þess að hringja í fjölda fólks, sem á sínum tíma studdi flokkinn og vann jafnvel innan hans vébanda. Mað- urinn heitir Snorri Welding og er hann þegar tekinn til starfa sem nokkurs konar atvinnumaður í at- kvæðasmölun. . . Þarfnastu ráögjafar? UPPLÝSINGAR UM EYÐNI í SÍMA 91-622280 HPGEGN EYÐNI FRAMDRIFSBÍLL Á UNDRAVERDI V ScímÍítj '4(T dor. .womjfia iaAci i' &fé 4 Art Uí wnn s»i. w.ixíw nj,- i,& ■* **. ítCr SACiA HAVAU. Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœðulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því verðið er hreint undur og ekki spilla góö greiðslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- Opið alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10-16. VERIÐ VELKOMIN BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur HELGARPÓSTURINN 13 RAGNAR ÓSKARSSON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.