Helgarpósturinn - 21.01.1988, Page 29
unda áratugarins, fína músík og
blæbrigðaríka. Og þá kom verk Lár-
usar H. Grímssonar By the skin of
my teeth eða Við húð tanna minna
(?). Verkið er samið fyrir sembal,
hljóðgervil og tónband. Lárus hefur
átt góðan feril í Hollandi og hlotið
ýmsan frama, og dvelur jöfnum
höndum þar og hér heima. Þetta var
metnaðarfullt verk, einskonar sí-
bylja (Lárus hóf feril sinn í poppinu)
eða hræra sembals, rafhljóða hljóð-
gervilsins og konkret hljóða tón-
bandsins, sem unnið var úr röddum
og búkhljóðum að sögn tónskálds-
ins. Þetta er eitt þeirra verka, þar
sem smáatriði virðast tilviljana-
kennd, og kannski eru þau það, en
farvegur heildarformsins er skýrt
markaður.
Það var líka gaman að kynnast
Stjörnustraumi Eftir Barböru Woof,
sem stórefnilegt tónskáld, upprunn-
in í Ástralíu og stundar nám í Hoi-
landi. Og lokaverkið var rúsínan í
pylsuendanum: Dubbelspoor eftir
Louis Andriessen. Hann er eitt at-
hyglisverðasta tónskáld okkar tíma.
Fæddur 1939, afsprengi mikillar
tónlistar- og menningarfjölskyldu,
byltingarmaður og frumherji. Hann
er nú prófessor í Haag, og eru verk
hans flutt um heim allan í síauknum
mæli. Dubbelspoor eða Tvírás er
samið fyrir sembal, slagverk og
píanó og selestu að auk (Anna
Guðný Guðmundsdóttir og Þóra
Fríða Sæmundsdóttir). Þetta er
minimalismi, sem kalla mætti efnis-
rýrð, en sú stefna eða tónsmíðaað-
ferð hefur mjög herjað á heiminn að
undanförnu. Minimalismans hefur
gætt hér í tónsmíðum íslenskra tón-
skálda, þó eigum við engan hrein-
ræktaðan minimalista. Verk Andri-
essens var stórgott. Öll spila-
mennska til fyrirmyndar.
Atli Heimir Sveinsson
Hoppsasa og
tralala
Á laugardaginn sl. var mikil
stemmning í Háskólabíói hjá Sinfó:
Vínarmúsík og troðfullt hús. Á und-
an tónleikunum og í hléi var kampa-
vínsgutl fyrir þá sem slíkt vildu, og
þar með var hið dularfulla fyrir-
brigði heimsmenningin — en vér
mörlandar höfum átt erfitt með að
henda reiður á því hvað það er fyrir
nokkuð — komið inn í anddyri Há-
skólabíós.
Peter Guth stjórnaði Vínarmúsík,
og sannast að segja var efnisskráin
prýðilega samsett: eingöngu músík
eftir Jóhannana Strauss, eldri og
yngri. Þessi fjölskylda hafði mikla
músíkverksmiðju í Vínarborg fyrir
aldamót. Og afurðirnar voru lífseig
músík þegar best lét: einkenndust af
frábærri laglínugáfu yngra
Jóhannsins (bræður hans sömdu
líka) og „sjarma" — þessu sem
ómögulegt er að útskýra eða skil-
greina. En Jóhannes Brahms var
vanur að gefa vinum sínum nóturn-
ar að Dónárvalsinum og skrifaði þá
með: „Því miður ekki eftir Jóhann-
es Brahms."
En Peter Guth er flinkur tónlistar-
maður, sem veit hvernig á að spila
þessa músík. Og honum tókst að
upptendra Sinfó, sem spilaði með
þokka og glæsibrag. Kannski skorti
eitthvað á nákvæmni, en „hvað er
Fram nú
allir í röð ..
Hjólum
aldrei
samsíða
á vegum
||UMFERÐAR
hálfnóta á milli vina" þegar músiser-
að er af hjartans lyst og hlýju sálar-
innar? Og Peter Guth stjórnaði með
fiðluna í hendi og blikkaði konsert-
meistarann okkar um leið. Svo var
leikinn Kampavínspolkinn með til-
heyrandi — tappar fiugu úr flöskum
— og Veiðimannapolkinn þar sem
hleypt er af framhlaðningum og
veiðin dettur ofan úr loftinu. Ung og
hnellin söngkona söng „Kenderíis-
sönginn” með viðeigandi látbragði,
og ég sá ekki betur en allir skemmtu
sér hið besta. En mér fannst mest
gaman þegar stjórnandinn lék,
ásamt þremur öðrum úr hljómsveit-
inni, Vínargeð eftir eldri Jóhann, í
upprunalegri útsetningu fyrir tvær
fiðlur, lágfiðlu og bassa. Þannig varð
valsinn til á krám heimsborgarinn-
ar.
Vínarmúsikin er nátengd þróun
hinnar svokölluðu „æðri tónlistar".
Mozart og Beethoven sömdu dans-
lög í Vínarstíl ogSchubert er óhugs-
andi án kaffihúsatónlistarinnar.
Brahms, sá alvarlegi maður, samdi
valsa og ungverska dansa. Og ekki
má gleyma Mahler. Og meira að
segja má finna ótrúlega mikil áhrif
Vínarvalsins hjá Alban Berg,
Webern og sjálfum Schönberg, sem
raunar samdi frábæra slagara. Og
þetta er létt músík, hlýleg og hóg-
vær, kurteisin sjálf uppmáluð. Tölu-
vert eðlisólík frekjulegu og ágengu
iðnaðarpoppi síbyljunnar.
Átli Heimir Sveinsson
Mamma var
Rússi — Draugar
★★
Hljómsveitin „Mamma var Rússi"
er að mestu skipuð mönnum sem
hér á árum áður störfuðu með
„Fræbbblunum". Ég býst nú.varla
við að nokkur muni eftir því, að á
sínum tíma þótti mér „Fræbbblarn-
ir“ afspyrnu leiðinleg og léleg
hljómsveit og af þeim sökum skrif-
aði ég alltaf illa um þá. Ef eitthvert
mark er takandi á þessari fyrstu
plötu „Mamma var Rússi" þá er
þessi hljómsveit hundrað sinnum
betri en „Fræbbblarnir" og er það
það jákvæðasta sem ég get sagt um
þessa plötu. Svei mér þá ef þeim
hefur ekki farið fram sem hljóðfæra-
leikurum og stundum eru þau allt
að því skemmtileg. Aðalatriðið er
þó það að Valgarður Guðjónsson
var og er vægast sagt slæmur
söngvari og ekki bætir söngur
þeirra Brynju Arnardóttur og Dollý-
ar Magnúsdóttur úr skák, svo falsk-
ar sem þær nú eru.
Ef taka á alvarlega tónlist þessa þá
er „Draugar" afskaplega slæm plata
en ef þetta á að vera grín sleppur
hún fyrir horn.
Gunnlaugur Sigfússon
BANKABÓK
m
f ik
xJSSk-
‘
Nýtt útlit á
fjárhirslum Landsbankans
aggaawB
SÍÉÉSI'
K;
&*<**'«mK1 ...............
Það er mikið um að vera í Landsbankanum
þessa dagana. Samfara hagræðingu og
breytingum við vinnslu ýmissa verkefna, sem koma
jafnt starfsfólki og viðskiptavinum til góða, eru nú
settar í umferð nýjar Banka- og Kjörbækur,
tékkhefti með nýju útliti, ásamt ER-tékkheftinu sem
nýlega var tekið í notkun.
Bankabókin nýja leysir af hólmi gömlu
sparisjóðsbókina og Kjörbók með nýju útliti kemur
í stað þeirrar eldri. Reyndar tekur Kjörbókin
stöðugum breytingum, - að innihaldi - til þess að
tryggja eigendum sinum sem besta ávöxtun.
ER-tékkheftin eru fyrir Einkareikninginn, sem
ber mun hærri vexti en venjulegir tékkareikningar,
auk þess að gefa kost á yfirdrætti og láni.
Viðskipti í Landsbankanum tryggja
einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum aðgang að
fullkominni bankaþjónustu á öllum sviðum.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
HELGARPÓSTURINN 29