Helgarpósturinn - 21.01.1988, Side 38

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Side 38
 0 23:PQ íStokkhd i9lín ^oon átli síðasta orðið » - Island - Svíþjóð 20 : 23 í ha"dknattleik, 'eikur í 'stokkhA JohaDneshofs-ÍÞr6ttahðli; í 988 h mi’ sunnudaff'nn IV. janúar ARKEPPNIN I SVIÞJOÐ mn iceuArsí o 20:23. hafnaði í fjórða sæ i IIPPIIM TVO »TI? * ^ — Islendingar sanna sig í handknattleik — RUV á röngu róli — Super Bowl — Þorgils í heimslidid \ Það er álit margra aö viö íslend- ingar höfum fœrt okkur upp um tvö sœti á listanum yfir bestu hand- knattleiksþjóöir í heimi með frceki- legri frammistööu á World Cup- mótinu sem lauk í Svíþjóö um síð- ustu helgi. Þar endaöi íslenska liðiö í fjóröa sœti þegar litlu munaði aö viö spiluöum um fyrsta sœtiö. Liöiö átti i heild ágœta leiki. Góöan gegn A-Þjóöverjum, frábœran gegn Júgó- slövum, þokkalegan gegn Dönum og frekar sljóan gegn Svíunum. Þeg- ar haft er í huga aö þarna spiluöu átta efstu þjóöirnar frá HM í Sviss þar sem íslendingar enduðu í sjötta sœti er víst hœgt aö segja aö viö höf- um færst upp um tvö sœti. Þaö dylst þó engum sem með handknattleik fylgist að sex efstu liöin á þessu móti ásamt tveimur til þremur sem voru fjarri góöu gamni í Svíþjóð eru fœr um aö vinna hvert annaö hvenœr sem er og skiptir dagsformiö hvaö mestu um úrslit leikja svo og ákveö- iö sjálfstraust sem leikmenn bera í misríkum mœli miöaö viö andstœö- inga. Frammistaöan í Svíþjóö var þó (h)rós í hnappagat piltanna og Bogdans þjálfara. „SVÍAFÓBÍA" Það eina sárgrætilega við hand- knattleiksmótið í Svíþjóð var að vinna ekki heimamenn. Auðvitað stóðu þeir betur að vígi með sjö þús- und hundleiðinlega áhorfendur að baki sér og með danska dómara sér við hlið. Það sem þó var ömuriegast við þennan leik var að sjá Svíana fagna nánast hverju marki með ákveðnum hroka og leiðindabros á vör. Þeir vissu fyrirfram að þeir gætu ekki tapað fyrir „eskimóun- um” frá íslandi. Þessar setningar hér á undan staðfesta auðvitað það sem ég er ekki óhræddur við að segja, að mér finnst Svíar með allra leiðinleg- ustu mönnum í heimi. Þeir eru að mínu mati einhverjir þeir hroka- fyllstu gagnvart smáþjóðum og telja sig án efa í hópi „bestu” þjóða í heiminum, jafnt í íþróttum sem og öðru. Hér er svo það allra leiðinleg- asta við þetta allt saman að Svía- skrattarnir hafa efni á því að monta sig, sérstaklega á sviði íþrótta. Ef taldir eru upp afreksmenn Svía í íþróttum kemur í ljós hversu góðir þeir eru. Svíar eru án efa bestu tennisleikarar í heiminum í dag. Sví- ar eru í hópi bestu handknattleiks- þjóða í heiminum. Þeir eru með besta fóikið í norrænum greinum skíðaíþrótta. Þeir eru núverandi heimsmeistarar í íshokkíi. Þeir eiga einn besta hástökkvara í heimi. Þeir hafa gott knattspyrnulandsliö og mjög góð félagslið, m.a. fyrrum Evrópumeistara. Borðtennisleikara eiga þeir góða og m.a. fyrrum heimsmeistara. Já, Sviar eru sterkir á sviði íþrótta, enda öllu fleiri en við og úr miklu að moða, þar sem jafn- aðarstefnan í Svíþjóð hefur skilað þeim veiferðarþjóðfélagi með skikkanlegum vinnutíma og mikl- um frístundamöguleikum. En samt þoli ég ekki hrokann í Svíum og mér lá við að tárast þegar einhver „Jílseninn” veifaði fingri til áhorf- enda eftir hvert mark í leiknum á sunnudaginn. Mín eina huggun er sú að það hlýtur að fara að koma að því að við leggjum Svíana að velli í handknattleik og ef ÓL í Seoul verða sá staður sem það kraftaverk á sér stað þá gleymi ég öllum ósigr- um okkar gegn þeim á stundinni og fyrirgef íslenska liðinu þó það tapi öllum öðrum leikjum á ÓL — bara að vinna Svíana. ÆÆ,ÆÆ, RÚV!!! Það hefur nú um langa hríð verið mér og félögum mínum hin ágæt- asta skemmtun að fylgjast með beinum útsendingum sjónvarpsins frá ensku knattspyrnunni á laugar- dögum. Ekki höfum við endilega skemmt okkur yfir góðum leik held- ur frekar yfir því hversu ótrúlega lé- legir þessir leikir geta verið. Sem brjálaðir knattspyrnuaðdáendur höfum við þó látið okkur hafa það að fylgjast með. Ein af ástæðum þess að íþróttaáhugamenn, og þá sérstaklega knattspyrnufrík, fylgj- ast með enska boltanum er vegna þess að leikurinn er gjarnan á ís- lenska getraunaseðlinum og eins og getraunirnar eru reknar í dag kem- ur það fyrir að þessi leikur getur skipt sköpum í keppni um milljónir. Við megum þó ekki gleyma því að það eru 12 leikir á seðlinum og þeir skipta allir máli. Það sem meira er — þeir eru leiknir undantekningar- laust á sama tíma og því liggja úrslit- in fyrir í þeim öllum um leið og beinni útsendingu lýkur — og þól! Fádæma heimskuleg uppröðun sjónvarpsins á efni á laugardögum gerir alla venjulega íþróttaáhuga- menn brjálaða. Fyrst er ensk knatt- spyrna sem einhverjir hafa gaman af og aðrir fylgjast með vegna úrslit- anna sem aldrei birtast og síðan kemur 10 mínútna skautadans sem knattspyrnuáhugamenn eru senni- lega síst ginnkeyptir fyrir og síðan og síðan og síðan SPÆNSKU- KENNSLA í klukkutíma. Á besta tíma á laugardegi er SPÆNSKU- KENNSLA nánast sett þarna inn til að eini íþróttafréttamaður sjón- varpsins geti skotist frá til að skrapa saman úrslit dagsins sem nánast eru úrelt kl. SEX. Hræðilegt og al- heimskt að mínu viti. Bjarni Fel. kík- ir síðan með úrslit dagsins kl. SEX og búið. Punktur og basta. Ekkert fyrir aðra íþróttaáhugamenn en knattspyrnufrík — sem ég tilheyri sem betur fer, annars mundi ég sennilega aldrei horfa á íþróttir hjá RÚV. Mælirinn er síðan fylltur með Tab-stúlku sem emjar á ameríska vísu og hvetur nokkrar hræður til dáða í allsherjar hristingi sem á best heima kl. TIU fyrir hádegi á laugar- dögum eða sunnudögum. Hræði- legt. Það kemur mér ekki á óvart þó margir íþróttaáhugamenn séu farn- ir að kveinka sér á laugardögum, sem áður fyrr voru þó íþróttadagar og eru það víða í heiminum. Laug- ardagar eiga að vera undirlagðir íþróttum frá TVÖ til SEX og hana nú!! RAUÐSKINNAR OG VILLIHESTAR Þegar þetta er skrifað liggur Ijóst fyrir að það verða Denver Broncos og Washington Redskins eða Villi- hestarnir frá Denver og Rauðskinn- arnir frá Washington sem leiða sam- an hesta sína í úrslitaleik ameríska fótboltans sem á sívaxandi vinsæld- um að fagna hjá áhorfendum Stöðv- ar 2. Leikurinn fer fram þann 31. þessa mánaðar og verður því á dagskrá Stöðvar 2 þann 7. febrúar. Liðin sem þarna leika saman eru ekki með öllu ókunnug því að leika í úrslitaleik ameríska fótboltans. Denver, sem talið er sigurstrang- legra að margra mati, spilaði til úr- slita á síðasta ári en tapaði þá fyrir New York Giants en árið 1978 spil- aði liðið til úrslita gegn Dallas Cow- boys og tapaði þá 10—27. Villihest- arnir frá Denver eiga því enn eftir að vinna Super Bowl-bikarinn. Washington er á svipuðu róli hvað varðar ferðir í úrslitaleikinn, en liðið hefur þrívegis spilað til úrslita. Liðið tapaði fyrir Miami Dolphins árið 1973 en sigraði Dolphins 1983 og tapaði síðan fyrir L.A. Raiders ári seinna. Eitt er það sem sennilega mun verða þessum úrslitaleik sérstak- lega til frægðar og það er að stjórn- andi Washington verður að öllum líkindum Doug Williams, sem er svartur, en aldrei í sögu úrslitaleikja ameríska fótboltans hefur svartur stjórnandi komið við sögu. Hann mun hins vegar mæta einum af allra bestu stjórnendum í boltanum, nefnilega John Elway, sem fótbolta- áhorfendur sáu spila stórkostlega gegn Houston um síðustu helgi. Hvort það skipti síðan einhverju máli að stjórnandi Houston í þeim leik var Warren Moon sem er, jú, svartur, er ekki gott að segja en það kemur allt í ljós. TIL HAMINGJU ÞORGILS! Ekki er hægt að ljúka neinum íþróttapistli þessa vikuna án þess að hrósa einum af handknattleiks- mönnum okkar sérstaklega. Þorgils Óttar, fyrirliði íslenska handknatt- leikslandsliðsins, var valinn í heims- liðið í handknattleik eftir keppnina í Svíþjóð. Þetta er frábær árangur og staðfestir að hann er á meðal þriggja bestu línumanna í heimi ef ekki sá besti! Þorgils hefur fórnað ótrúlegum tíma fyrir handknattleik- inn, sem og aðrir landsliðsmenn, og er útnefning hans einnig rós í hnappagat landsliðsins í heild. Til hamingju Þorgils og þínir menn! ÞÓRMUND 38 HELGARPÓSTURINN •r

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.