Helgarpósturinn - 03.03.1988, Side 8
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
STYRJÖLD UM EIGNIR FÉLAGSINS
Formaður STRV sakar útgönguhópa um arðrán og grœðgi. Hann á móti sakaður um
alvarlegt hlutleysisbrot
Grimmt er nú smalað á aðalfund Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar (STRV), sem haldinn verður í Tónabæ
á laugardag. Astœðan er mjög umdeildar breytingatil-
lögur við lög félagsins, sem samþykktar hefðu í för með
sér, að einstakir hópar og félög sem vilja segja sig úr
starfsmannafélaginu ogstofna sjálfstœð félöggætu tekið
með sér ákveðinn hluta af sjóðum og öðrum eignum
STRV. Formaður STRV talar um siðlausa eignaupptöku
en fylgismenn breytinganna um félagslegt réttlœti og
sanngirni. Þarna á milli er óbrúanlegt bil og stefnir í
harkalegt uppgjör í Tónabœ.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR JIM SMART
Með samningsréttarlögum opin-
berra starfsmanna, sem tóku gildi
1986, varð sú grundvallarbreyting
að hópar og félög innan heildarsam-
taka geta stofnað sérstök stéttarfé-
lög með eigin samningsrétti. Á aðal-
fundi STRV í fyrra var sett á laggirn-
ar nefnd þriggja manna til að fjalla
um breytingar á lögum félagsins og
skipulagsskrám hinna ýmsu sjóða
þess. Nefnd þessi klofnaði í afstöðu
sinni. Gudmundur Vignir Óskars-
son og Sesselja Hauksdóttir mynda
meirihluta um að lögum félagsins
verði breytt þannig, að félagsmenn,
sem ganga úr STRV til að stofna eða
ganga í nýstofnað stéttarfélag með
samningsumboði, eigi tilkall til
hluta í eignum félagsins, í sjóðum
þess, fasteignum og lausafjármun-
um, sé þess óskað. A móti þessu var
nefndarmaðurinn Oskar Magnús-
son héraðsdómslögmaður, sem tel-
ur slíkar breytingar stangast á við
félagslega og lagalega uppbyggingu
STRV og BSRB. 9 af 11 stjórnar-
mönnum, með formanninn, Harald
Hannesson, í fararbroddi, eru ein-
dregið á móti þessum breytingum
og er Haraldur mjög óvæginn í
gagnrýni sinni á breytingatillögurn-
ar.
EIGNAUPPTAKA OG
ARÐRÁN?
Leiðari Haralds í nýjasta hefti
fréttabréfs STRV hefur vakið athygli
og mikla reiði innan raða breytinga-
sinna. Þar segir Haraldur meðal
annars: „Með lagabreytingum
byggðum á hugljómun hyggst þetta
fólk sópa til sín húseignum, orlofs-
heimilum og sjóðum félagsins sem
fórnfúsar hendur félagsmanna í
STRV hafa byggt upp á 62 árum.
Undir yfirskyni samstöðu og
bræðralags ætla þau síðan að deila
þessum feng sínum með öðrum sem
kynnu að freistast til að stofna með
þeim landsfélag... eignaupptaka
með þessum hætti hefur ekki
þekkst á íslandi fremur en annars
staðar á Norðurlöndum síðan á vík-
ingaöld." Kallar Haraldur á hinn al-
menna félagsmann að mæta á aðal-
fundinn til að veita þessu fólki ,,þá
leiðsögn í góðum siðum að þau
megi verða virkir félagshyggju-
menn að nýju"!
Auk þess að leggja svo línurnar í
forystugrein sameiginlegs blaðs
allra félagsmanna komu áðurnefnd-
ir 9 stjórnarmenn saman 25. febrúar
og samþykktu ályktun gegn breyt-
ingunum og sendu félögum bréf í
nafni félagsins, með áskorun um að
fella tillögurnar, sem væru ,,slys“ er
fæli í sér „arðrán", sérstaklega gagn-
vart elstu félögunum. Á þennan
fund voru ekki boðaðir þeir stjórn-
armenn sem hlynntir eru breyting-
unum. Þeir eru æfir yfir þessu „al-
varlega hlutleysisbroti forystunnar"
og á stjórnarfundi á mánudag létu
þeir bóka óánægju sína og fyrirætl-
an um að kynna tiliögurnar á hvern
þann hátt sem þeim þætti við hæfi.
FÓSTRUR ÆTLA ÚT
í raun á þetta mál sér nokkurn að-
draganda í þróun heildarsamtaka
verkalýðshreyfingarinnar hin síð-
ustu ár, sem kristallaðist meðal ann-
ars í úrsögn kennara úr BSRB á sín-
um tíma. Vendipunkturinn var
verkfallið 1984. Eftir það tóku ein-
stök félög og hópar að sækja í að fá
samningsumboð í eigin hendur. f
STRV eru nú alls 3.070 félagar í 14
„deildum". Á dögunum fór fram
skoðanakönnun á félagsfundi með-
al fóstra um úrsögn og stofnun stétt-
arfélags og var mikill mejrihluti
þeirra hlynntur þessari leið. í STRV
eru rúmlega 300 fóstrur en væntan-
legt félag yrði þó landsfélag. Af öðr-
um hópum sem orðað hafa stofnun
stéttarfélags má nefna rúmlega 200
sjúkraliða félagsins og á fjórða tug
meinatækna, en ennfremur hafa
raddir í þessa veru heyrst innan
raða röntgentækna, strætisvagna-
bílstjóra og brunavarða. Þessir hóp-
ar eru alls um fjórðungur félags-
manna STRV.
Auk þess að benda á breytingarn-
ar sem siðlausa eignaupptöku vilja
andstæðingarnir meina að þær séu
fordæmislausar og óframkvæman-
legar í raun. Sjöfn Ingólfsdóttir,
varaformaður STRV, telur og að þær
færi með sér sundrungu: „Samtök
launafólks urðu til vegna þess að
samstaða borgaði sig. Ef þessar til-
lögur meirihlutans (í nefndinni)
verða samþykktar þá stuðla þær
fyrst og fremst að því að leysa verka-
lýðsfélög upp í frumeindir sínar." Og
stjórnarmaðurinn Þórhallur Hall-
dórsson telur óeðlilegt ,,að verð-
launa starfshóp sem óskar eftir að
yfirgefa stéttarfélag með því að af-
henda honum hlut af sameiginleg-
um sjóði þess".
ÚR ÁLÖGUM FORTÍÐAR
Þetta síðast talda telja fylgismenn
breytinganna þvert á móti sann-
gjarnt og eðlilegt, að eignauppgjör
fari fram sem skili nýstofnuðu stétt-
arfélagi hluta af því sem byggst hef-
ur upp gegnum tíðina og viðkom-
andi hópar hafa lagt til með fram-
lagi sínu. „Skiljanlega virðast þess-
ar tillögur róttækar en þær eru engu
að síður mjög mikilvægar í því tilliti
að auðvelda starfshópum að ganga
í gegnum þær umbreytingar sem
þeir hugsanlega kjósa sér sjálfir.
Þessar tillögur eiga eingöngu við
um nýstofnun stéttarfélaga og
eignatilfærslu af þeim sökum en
ekki einstaklinga einn eða fleiri sem
ganga milli starfandi félaga," segir
Guðmundur Vignir. Hlíf Geirsdóttir,
aðaltrúnaðarmaður sjúkraliða á
Borgarspítalanum, segir: „Það væri
fráleitt ef hópar sem uppfylla öll
skilyrði samkvæmt samningsréttar-
lögunum til að mynda stéttarfélag
með sjálfstæðan samningsrétt ættu
að fara út úr sínu gamla félagi slypp-
ir og snauðir, það lýsti lítilli sann-
girni af hálfu þeirra sem eftir sætu í
félaginu. Það yrði einnig mjög erfitt
fyrir hin nýstofnuðu stéttarfélög að
byrja að berjast fyrir bættum kjör-
um við slíkar kringumstæður."
Fylgismenn breytinganna telja að
þær færi kjarabaráttuna „úr álögum
fortíðar og óvirkni" inn í framtíðina.
Ljóst er að hart verður deilt á
aðalfundinum á laugardag. Á aðal-
fundinn í fyrra mættu aðeins liðlega
100 af 3.000 félögum STRV eða
3—4% félagsmanna. Búast má við
því að nú muni Tónabær fyllast og
víst er, að STRV verður varla hið
sama á eftir, hvernig sem atkvæða-
greiðslan um tillögurnar fer. Þannig
er vitað, að fóstrur muni samþykkja
að ganga úr STRV, hvernig sem fer.
Dómsmál í héraði
EINVELDI AFLAGT
Nefnd leggur til aðskilnað dómsvalds og stjórnsýsluvalds
Miklar breytingar hafa nú verið lagðar til á alda-
gamalli meðferð dómsmála í héraði. Dómsvald og um-
boðsvald verða aðgreind að fullu og Ijóst er að töluverð
valdatilfœrsla mun eiga sér stað. Slíkar breytingar eru
fyrir löngu um garð gengnar í nágrannalöndunum en því
hefur jafnan verið borið viö hér á landi að kostnaður
væri of mikill. Það að íslendingar eiga yfir höfði sér dóm
fyrir mannréttindabrot hjá Mannréttindadómstól Evr-
ópu, vegna núverandi fyrirkomulags, ýtir á málið hér
heima.
EFTIRJÓNGEIR ÞORMAR
I stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar er kveðið svo á að hún
muni beita sér fyrir endurskoðun á
meðferð dómsvalds og stjórnsýslu-
valds í landinu. í samræmi við þetta
skipaði dómsmálaráðherra nefnd í
lok september á síðasta ári sem fékk
það hlutverk að semja frumvarp til
laga um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði.
I nefndinni sitja 9 menn, Björn
Fridfinnsson adstodarmadur dóms-
málaráöherra, sem jafnframt er for-
madur, Magnús Torfason f.u. hœsta-
réttardómari, Pétur Hafstein sýslu-
maöur og bœjarfógeti á ísafirdi,
Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu-
stjóri, Ólöf Pétursdóttir héradsdóm-
ari, Eiríkur Tómasson hœstaréttar-
lögmaður, Friðjón Guðröðarson
sýslumaður, Markús Sigurbjörnsson
borgarfógeti og Guðmundur Einars-
son framkuœmdastjóri.
Nefndin skilaði af sér drögum að
frumvarpi nú fyrr í þessum mánuöi.
Þau hafa nú verið send út til um-
sagnar, en umsagnaraðilar varðandi
drögin eru réttarfarsnefnd, Lög-
mannafélag Islands, sérstök nefnd
sem sýslumannafélagið hefur kosið,
Dómarafélag íslands og Dómarafé-
lag Reykjauíkur. Þegar þessir aðilar
hafa skilað af sér athugasemdum og
ábendingum mun nefndin koma
saman á ný og meta hvort frum-
varpsdrögunum skuli breytt í sam-
ræmi við þær. Að því búnu skilar
nefndin af sér frumvarpi til dóms-
málaráðherra sem hann leggur fyrir
Alþingi.
SAMI MAÐUR í
MÖRGUM
HLUTVERKUM
Það var ekki fyrr en á einveldisöld
að sýslumenn fengu bæði dómstörf
og umboðsstörf á sína könnu. Fyrir
þann tíma höfðu þeir með umboðs-
störf að gera í nafni konungs og
nefndu enn fremur menn til setu í
dómum en dæmdu ekki sjálfir. En á
þeirri tíð þegar einveldi var alls ráð-
andi í Evrópu og konungur æðsti
handhafi löggjafarvalds, fram-
kvæmdavalds og dómsvalds þótti
ekkert eðlilegra en umboðsmenn
konungs, sýslumennirnir, færu bæði
með dómstörf og umboðsstörf.
Þegar hugmyndir um greiningu
ríkisvaldsins í þrjá þætti náðu yfir-
hendinni á Vesturlöndum þctti um
leið óeðlilegt að sami maður hefði
með fleiri þætti þess að gera. Breyt-
ingar vegna þessa áttu sér stað í
Danmörku og Noregi snemma á
öldinni en hugmyndir um fullan að-
skilnað dómsvalds og umboðsvalds
hér á landi lognuðust út af á Alþingi.
Á sviði einkamála í héraði hefur
sami maður dæmt i málinu og síðan
fylgt dóminum eftir með fullnustu-
gerð, t.d. er fógetarétti ekki einungis
ætlað að kveða á um ákveðin rétt-
indi heldur og að fylgja eftir úr-
lausninni með valdbeitingu, ef þörf
krefur.
Staðan í opinberum málum (saka-
málum) úti á landi hefur því verið sú
að sýslumenn og bæjarfógetar hafa
í hlutverki lögreglustjóra tekið
menn fasta, grunaða um afbrot. Þeir
hafa síðan rannsakað málið og
ákært. Sami maður hefur að því
búnu dæmt málið sem dómari og að
lokum framfylgir hann dóminum í
hlutverki lögreglustjóra. Þarna er
rannsóknarréttarfarið, ættað frá
kaþólsku kirkjunni, enn við lýði.
Gagnrýni á þetta fyrirkomulag
beinist eðlilega að því að réttarör-
yggi þegnanna sé skert með því að
málið sé alfarið á hendi eins manns.
Enginn sé við meðferð málsins í
héraði í aðstöðu til þess koma í veg
fyrir hugsanlegt ofríki sýslumanns.
Það sem hins vegar hefur haldið
þessu fyrirkomulagi við lýði er að
mönnum hefur vaxið í augum
kostnaðurinn við að aðskilja dóms-
vald og umboðsvald til sveita. Auk
þess er langoftast hægt að áfrýja
málum úr héraði til hlutlauss æðra
dómstóls, Hœstaréttar. Einnig er
það að hin stærri opinberu mál eru
oftast fengin ríkissaksóknara í
hendur og flutt af honum suður til
Reykjavíkur, til dóms þar. Þess má
að lokum geta í þessu samhengi að
við hin umfangsmeiri embætti
sýslumanna og bæjarfógeta úti á
landi hafa verið skipaðir sérstakir
héraðsdómarar sem starfa sjálfstætt
að dómstörfum, þó að yfirstjórn
embættisins sé í höndum sýslu-
mannanna og bæjarfógetanna.
Ástandið er því ekki eins slæmt og
virst gæti við fyrstu sýn.
Aftur á móti hefur i Reykjavík ver-
ið um verulegan aðskilnað dóm-
starfa og umboðsstarfa að ræða.
Sérstakur lögreglustjóri og tollstjóri
fara með störf sem teljast til um-
boðsstarfa og héraðsdómstólnum í
Reykjavík er skipt í þrjú embætti,
þ.e. sakadómaraembœtti, borgar-
dómaraembœtti og embœtti borgar-
fógeta. Dómstólarnir fara enn með
nokkuð af umboðsstörfum, sérstak-
lega borgardómara- og borgarfó-
getaembættið. Einnig hefur verið
horfið að verulegu leyti frá rann-
sóknarréttarfari til ákæruréttarfars í
opinberum málum með stofnun
embættis ríkissaksóknara og rann-
sóknarlögreglunnar. Þó hafa saka-
dómarar enn nokkra rannsóknar-
skyldu í sakamálum og stóðu deilur
um hana á síðasta ári vegna bréfs 5
sakadómara, þar sem þeir túlkuðu
dóm Hæstaréttar í máli nokkru á
þann veg að þessi rannsóknar-
skylda væri aflögð.
7 HÉRAÐSDÓMSTÓLAR
í tillögum nefndarinnar eru lögð
drög að veigamiklum breytingum á
núverandi skipan mála. Lagt er til
stofnaðir verði í landinu 7 héraðs-
dómstólar sem fari með opinber
mál jafnt sem einkamál, þar á með-
al dómstörf við skipti, fógetagerðir
og uppboð. Lögsagnarumdæmi
dómstólanna fylgja kjördæmum að
mestu, nema að Norðurland er eitt
umdæmi og hluti af Reykjaneskjör-
dæmi, þ.e. Seltjarnarneskaupstaður,
Mosfellsbær, Kjalarnes- og Kjósar-
hreppur, tilheyra umdæmi Reykja-
víkur.
Samkvæmt þessu verða borgar-
dómaraembættið og sakadómara-
embættið í Reykjavík lögð niður
ásamt sakadómi í ávana- og fíkni-
efnamálum og þeir dómarar sem
þar starfa verða sjálfkrafa héraðs-
dómarar í Reykjauík. Yfirborgarfóg-
etinn í Reykjauík verður sjálfkrafa
sýslumaðurinn í Reykjauík og borg-
arfógetar verða ýmist héraðsdóm-
arar eða starfsmenn sýslumanns.
Dómsmálaráðherra getur með
reglugerð skipt lögsagnarumdæm-
um í fleiri þinghár með föstum þing-
stöðum, þar sem þingað skal reglu-
lega. Gert er ráð fyrir að þinghárnar
fylgi umdæmaskiptingu sýslu-
manna eins og hún er ákveðin í
frumvarpinu og þá verða þær að
mestu óbreyttar frá því sem nú er.
Lagt er til að við héraðsdóm
Reykjavíkur starfi 21—27 dómarar,
héraðsdóm Vesturlands 1—2 dóm-
arar, héraðsdóm Vestfjarða 1—2,
héraðsdóm Norðurlands 3—6, hér-
aðsdóm Austurlands 1—2, héraðs-
dóm Suðurlands 2—4 og við héraðs-
dóm Reykjaness 7—11 dómarar.
Dómsmálaráðherra skal ákveða
endanlega tölu dómara. Þar sem
dómarar eru fleiri en einn skal ráð-
herra skipa dómstjóra til sex ára í
senn. Hlutverk hans er að skipu-
leggja starfsemi dómstólsins en
hver héraðsdómari starfar sjálfstætt
að þeim málum sem honum eru fal-
in. Sem áður getur ráðherra löggilt
fulltrúa við héraðsdómstól til að
framkvæma dómsathafnir, sem
dómstjóri felur honum.
Þá er lagt til að stofnuð verði sér-
stök nefndskipuð þremur mönnum,
einum tilnefndum frá hverjum að-
ila, Hæstarétti, Dómarafélagi ís-
lands og Lögfræðingafélagi íslands,
sem á að meta hæfni umsækjenda
um héraðsdómarastöður. Það þykir
horía til þess að styrkja sjálfstæði
dómsvaldsins gagnvart fram-
kvæmdavaldinu en ekki mun hafa
verið samkomulag um þetta innan
nefndarinnar.
SÝSLUMENN EINUNGIS
STJÓRNSÝSLUHAFAR
Drög nefndarinnar gera ráð fyrir
8 HELGARPÓSTURINN