Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 12

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 12
jÍGolfskóli /\ John Drummond Lærið að leika golf RÉTT hjá atvinnumanni. Nýja Bflaborgarhúsinu, Fosshálsi 1 - gengið inn að norðvestanverðu Fullkomin kennsla og ráögjöf jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna: • Kennt alla daga vikunnar • Hópkennsla — Einkakennsla • Fullkomin æfingaaöstaða opin öllum • Sala á nýjum og notuðum golfbúnaði • Sérfræðileg ráðgjöf við val á búnaði • Leiga á kennslu- myndböndum • Allar frekari upplýsingar veittar í síma 67-38-22. ^Golfskóli /\ John Drummond GERUM VERÐSAMANBURÐ Undanfamar vikur hefur VERÐLAGSSTOFNUN framkvæmt verölagskannanir reglulega. Þessar kannanir geta neytendur hagnýtt sér til að efla eigið verðskyn. Skattkerfisbreytingin og tollalækkanir sem komu til framkvæmda um síðustu áramót hafa áhrif á verðlag í landinu. Vissuð þið til að mynda að fjölmargar vömr eiga að lækka í verði vegna tollalækkana? Til að þessar lækkanir skili sér til neytenda er nauðsynlegt að vera á verði. Dæmin sýna að ef verðskyn og verðlagseftirlit almennings slævist, skirrast verslanir við að lækka vömverð til samræmis við kostnaðarlækkanir. Það er kominn tími til að landsmenn kanni vömverð í sama mæli og nágrannaþjóðir okkar. Slíkt skapar ekki aðeins aðhald, heldur stuðlar það einnig að samkeppni milli verslana. - Betra verð- skyn er leið til betri kjara. Nú þegar viðamiklar breytingar ganga yfir þjóðfélagið er það gmndvallaratriði að hafa augun hjá sér við öll innkaup, hvort sem um er að ræða fiskflök, kveikjulok eða steypu. Besta tryggingin fyrir lágu vömverði er hið vakandi auga neytandans. Vemm á verði - gemm verðsamanburð. VTÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ S,8,„„ maður Reykjavíkurborgar sem annast málsvörn f.h. borgarinnar í málarekstri Karvels Pálmasonar hafi lagt áherslu á að fá umsagnir annarra sérfræðinga en þegar höfðu metið afleiðingarnar af meintum læknamistökum þeg- ar Karvel var undir hendi lækna Borgarspítalans. í síðustu viku var enn á ný sett fram um það krafa af borgarlögmanni, Magnúsi Óskarssyni, að fimm sérfræðingar til viðbótar skoðuðu alþingismann- inn. Vægt til orða tekið er málsmeð- ferð þessi farin að vekja nokkra furðu. . . D H^^eglur um umboðsmann Alþingis munu nú vera á leiðinni en samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í fyrravor á það sjálft að setja nánari reglur um starfsemi og starfsháttu umboðsmannsins. Vand- að hefur verið til reginanna og það hefur tekið sinn tíma en búast má við að þær verði lagðar fyrir þingið til umfjöllunar von bráðar. Gaukur Jörundsson, fyrrverandi laga- prófessor og hæstaréttardómari, sem kjörinn var umboðsmaður Al- þingis nú fyrir áramótin, hefur sjálf- ur haft hönd í bagga við samningu reglnanna. Það styttist því vonandi í að Gaukur taki til starfa en ákvörð- un um húsnæði undir manninn mun vera á lokastigi. . . Tryggingafélögin tala nú um hundraða milljóna króna tap á síð- asta ári í bifreiðatryggingunum til rökstuðnings því að hækka ábyrgð- artryggingaiðgjöld sin upp úr öllu valdi. Menn velta því þá eðlilega fyr- ir sér hvernig í ósköpunum tvö þess- ara félaga treystu sér til að leggja fram verulegt fjármagn þegar aðil- arnir 33 vildu kaupa Útvegsbank- ann. Þá var Tryggingamiðstöðin hf. til í að reiða fram 50 milljónir króna og Sjóvá 10 milljónir króna... A •^^■ðalfundur Flugleiða verð- ur haldinn síðar í þessum mánuði. Ekki er búist við neinum markverð- um breytingum á stjórn félagsins, en 4 af 9 stjórnarmönnum eru í kjöri til áframhaidandi setu, Haildór H. Jónsson, stjórnarformaður og ann- ar fulltrúa Eimskipafélagsins, Grétar Kristjánsson, Kristinn Olsen og Jóhannes Markússon. Aðrir stjórnarmenn sitja áfram og ekki er búist við mótframboði gegn fjórmenningunum, þótt hlutföll hafi riðlast lítillega við að Eimskipafé- lagið keypti hlut Einars Árnason- ar á síðasta ári og jók hlut sinn úr 23% í 27%. Síðasta ár var félaginu erfitt vegna kostnaðarhækkana og fastgengisstefnunnar og þurfti fé- lagið að selja flugvélar til þess að halda sér við núll-punktinn fræga, eina á síðasta ári og aðra nýverið. . .

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.