Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 13
Skattsvikin og Hœstiréttur ÁHUGALEYSI AKÆRU- VALDS OG DÓMS1ÓLA! Skattsvikanefndin: Skortur á tœkjum og vinnu- afli, tregda ákœruvalds og dómstóla, refsi- heimildir mjög sparlega notaðar. Á sama tíma og Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra lýsir því yfir að með öllum ráðum verði að bregðast gegn skattsvikum einstaklinga og lögaðila, sér- staklega með hertu eftirliti og viðurlögum, þykja Ákœru- valdiö og Hœstiréttur fram úr hófi mild í kærum og dóm- um, jafnvel í hinum alvarlegustu málum. Þetta sýndi sig ljóslega í máli Landvéla hf., setn Helgarpósturinn rakti ítarlega í síðustu viku. Þar féll Ákæruvaldið frá hluta af kröfum sínum gegn forráðamönnum fyrirtækisins vegna söluskattssvika þess og Hæstiréttur mildaði verulega sektar- og refsivistardóma undirréttarins. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Forráðamenn Landvéla hf. voru sekir fundnir um að hafa á 19 mán- aða tímabili svikist undan að greiða söluskatt af veltu, sem á núvirði hijóðar upp á 94 milljónir króna. Hin svikna upphæð nam þannig rúmlega 20 milljónum króna, sem fyrirtækið hirti inn í veltu sína með því að beita tvöföldu tekjuskráning- arkerfi. Ef að líkum lætur auðnaðist forráðamönnum fyrirtækisins að „ávaxta" upphæð þessa í rekstrin- um. Þó varð útkoman sú hjá Hæsta- rétti að iækka sektir undirréttar úr 23,5 milljónum króna á núvirði í 9,4 milljónir alls. Niðurstaða HP var, að með tilliti til álags embættis ríkis- skattstjóra hefðu forráðamenn fyrir- tækisins sloppið á sléttu frá máiinu. Nánast útilokað er að skjóta á um- fang söluskattssvika á íslandi, en lauslega er þó talið að þau geti num- ið um 11% af skiluðum söluskatti — sem jafngildir nálægt 2,5 milljörð- um króna í dag. Reynslan sýnir að „svört vinna", nóíulaus viðskipti, duldar tekjur, lækkun hagnaðar, vanmat vörubirgða og fleira þess háttar tíðkast mjög og þá einkum meðal smæstu fyrirtækjanna. Enn- fremur að eftirlit og aðhald eru af mjög skornum skammti og viðurlög ákaflega mild. Fyrir tveimur árum skilaði nefnd, sem kannaði umfang skattsvika, af sér. I skýrslu fjármálaráðherra um niðurstöðurnar kom meðal annars fram, að refsiákvæði skattalaga væru mjög víðtæk, sömuleiðis eftir- lits- og rannsóknarheimildir skatt- yfirvalda. Að rannsókn og meðferð skattsvikamála ættu að geta verið skjótvirkar og vandaðar. Beita má sérstöku álagi umfram sektir og aðra refsingu. Að refsimörkin hafa verið rýmkuð verulega, þannig að sé brot ítrekað eða sakir miklar megi sekta viðkomandi um tífalda þá upphæð sem undan var dregin og dæma menn í varðhald eða fang- elsi allt upp í 6 ár. Sekta má bæði for- ráðamenn fyrirtækjanna og fyrir- tækin sjálf (lögaðilana) og svipta viðkomandi starfsréttindum. En reynslan sýnir svart á hvítu að óhemjubreitt bil er á milli lagaheim- ilda annars vegar og réttarfram- kvæmdar hins vegar, hjá skattyfir- völdum, rannsóknarlögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Nefndin áðurnefnda taldi til þrjú einkenni framkvæmdarinnar sem spiluðu hér einkum inn í. í fyrsta lagi ríkir skortur á tœkjum og vinnuafli. Skattyfirvöld hafa æ minni tíma til að yfirfara og endur- skoða skattframtöl og um leið dreg- ur óðfluga úr áhættu skattgreið- enda og ótta við afleiðingar rangrar skýrslugjafar. Tölvubúnaði er mjög ábótavant. I öðru lagi'einkennast rannsokn og rrieðferð skattsvikamála talsvert af tregdu og áhugaleysi, ekki síst hjá ákœruvaldi og dómstólum. Það hlýtur að teljast ákaflega alvarleg niðurstaða lögskipaðrar nefndar sérfróðra manna, að ákæruvaldið og dómstólarnir séu beinlínis áhugalaus um skattsvikamál! I þriðja lagi eru heimildir til ákvörðunar refsingar og annarra viðurlaga mjög sparlega notadar, svo ekki sé meira sagt! Ríkisskatta- nefnd beitir sjaldan álagi eða skatt- sektum. Sárafá mál koma fyrir dóm- stólana. Viðurlög eru væg, hvort sem eru sektir eða refsivist. Refsi- vist er ætíð skilorðsbundin, nema um hegningarlagabrot sé jafnframt að ræða, t.d. skjalafals, rangfærslu skjala, fjársvik eða fjárdrátt. Athygli vekur í máli Landvéla, að við munnlegan flutning í Hæstarétti féll saksóknari frá kröfu um sakfell- ingu ákærðu fyrir bókhaldsbrot og er ástæðan væntanlega sú, að hið almenna refsiákvæði 262. greinar hegningarlaga er að ýmsu leyti mjög ófullkomið. Það tekur ekki til vanrækslu um einstakar færslur, nema um^.stórfellda óreglusemi" sé að ræða. I öllum tilfellum nýtur sak- borningurinn túlkunarvafans. í þessu tilfelli hlýtur það að hafa orð- ið saksóknara um megn að sýna fram á ásetning! í tilfelli Landvéla virðist koma fram skólabókardæmi um „áhuga- leysi og tregðu" dómstóla þ.e. Hæstaréttar í þessu tilfelli. í undir- rétti leituðust dómararnir í Kópa- vogi við að gefa gott fordæmi. For- sprakkinn var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og sonur- inn í 6 mánaða fangelsi. Hæstiréttur mildaði fangeisisdómana allveru- lega. í undirrétti var fyrirtækið dæmt í 17,8 milljóna króna sekt, sem er nær þreföldun hinnar sviknu upphæðar eða 180%. Raunvirði þeirrar sektar í dag er um 23 millj- ónir. Hæstiréttur iækkaði sektar- upphæðina niður í 9,4 milljónir samtals, en í dag hljóðar hin svikna upphæð upp á 20,6 milljónir króna! Ef sektarheimildin hefði verið fuli- nýtt með tíföldun hinnar sviknu upphæðar gætu sektirnar hafa farið allt upp í um 64 milljónir króna. Skattsvikanefndin komst meðal annars að þeiri niðurstöðu að end- urskoða þyrfti ákvæði um refsingu og álag, að setja þyrfti nýtt refsi- ákvæði um stórfelld skattsvik inn í almenn hegningarlög, að bæta sjálf- stæðum refsiákvæðum í bókhalds- lögin með heimild til sviptingar starfsréttinda, auk þess sem það þyrfti að einfalda skattalögin, fækka undanþágum og afnema ýmiss kon- ar frádráttarliði. Þegar þú borgar I stöðumæli stuðlar þú að áframhaldandi fjölgun bílastæða í borginni. 1. mar tóku starfsmenn Reykjavíkurborgar að sér eftirlit með stöðu- mælum og stöðubrotum. Allar tekjur af stöðumælum og stöðubrotum renna í bílastæðasjóð borgarinnar. Verkefni bílastæðasjóðs er að eiga og reka stöðumæla við götur borgarinnar og reka sérstök bílastæði. Sjóðnum er einnig ætlað að standa undir byggingu og rekstri bílastæðahúsa og bílskýla fyrir almenning. Markmið borgarinnar er að fullnægja þörfinni eftir bílastæðum í öllum borgarhverfum. Auknar kröfur verða gerðar um bílastæði fyrir nýbyggingar í gömlum hverfum þannig að ekki verði skortur á bíla- stæðum með tilkomu þeirra. Nú hefur verið hert á innheimtuaðgerðum vegna stöðu- brota. Ef ökumaður greiðir ekki í stöðumæli eða leggur bifreið sinni ólöglega þarf hann að greiða aukastöðu- gjald eða stöðubrotsgjald. Sé gjaldið ekki greitt innan 2ja vikna hækkar það um 50%. Síðar verður gert lögtak í bflnum til greiðslu skuldarinnar. Fjölgum bílastæðum Borgum i stöðumælana HELGARPÓSTURINN 13 V|Sf7ESO

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.