Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 15
I SENDIRAÐSTOKU Það vœri synd að segja að þeir hefðu hoppað hœð sína afgleði þegar við báðum þá að rifja upp daginn sem þeir lögðu undir sig sendiráð Islands í Stokkhólmi. Það var árið 1970ogallt önnur hugmyndafrœðiígangiþá en ná, eins og þeir benda á viðmælendur okkar Björn Arnórs- son, hagfrœðingur BSRB, og Ásgeir Daníelsson, hag- fræðingur hjá Þjóöhagsstofnun. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Á þeim tíma höfðu íslenskir og sænskir fjölmiðlar nóg til að skrifa um. Forsíður dagblaðanna voru þaktar daginn eftir sendiráðstök- una, 20. apríl 1970. Flennistórar fyr- irsagnir blöstu við: Taka sendiráös- ins upphaf sósíalistískrar byltingar! sagði Tíminn. 11 íslenskir stúdentar tóku ísl. sendirádid íStokkhólmi var fyrirsögn Þjóduiljans á forsíðu. Á þeim tíma var Morgunbladid ein- göngu með erlendar fréttir á for- síðunni líkt og nú en á baksíðunni stóð breiðu letri: 11 stúdentar ráöast inn í sendiráöiö í Stokkhólmi og í undirfyrirsögn gaf að líta: Sósíölsk bylting lausn vandamálanna á ís- landi — segir í yfirlýsingu þeirra. Það kom fljótt í ljós í viðtali við þá Björn Arnórsson og Asgeir Daníels- son, að þeim þótti fjölmiðlar gera of mikið „drama" úr þessari sendiráðs- töku. Segja þeir blöðin ekki hafi far- ið með rétt mál og fréttir af brottvís- un starfsmanna sendiráðsins hafi verið stórlega ýktar. Þannig sagði í Morgunblaðinu: ,,Hópur ellefu ís- lenzkra stúdenta réöst í gœrmorgun inn í sendiráö fslands í Stokkhólmi, hrakti sendiráösfólkiö út meö of- beldi og settist þar aö. Drógu þeir rauöan fána aö húni og hengdu rauöa fána út um gluggana." Síðar í greininni segir: ,,Sendiráösfulltrú- inn, Hannes Hafstein, neitaöi aö fara úr sendiráöinu og beittu stúd- entarnir þá ofbeldi og drógu hann út." Grein Morgunblaðsins heldur áfram inni í blaðinu. Þar segist sendiráðsfulltrúanum, Hannesi Haf- stein, m.a. svo frá: „Égtjáöiþeim aö ég fœri ekki út úr sendiráöinu. Þeir yröu aö beita ualdi til þess. Þeir kváöu þaö í lagi og þá komu þeir stœöilegustu og tóku undir hand- leggina á mér og drógu mig út. Eg reyndi ekki aö ueita blóöuga and- spyrnu, þuí ég sá aö þaö uar til- gangslaust. Þeir lofuöu aö haga sér sómasamlega þarna á staönum og skemma ekki neitt. Þeir stóöu uiö þaö aö ööru leyti en þuí, aö þeir eyöilögöu lásinn í útidyrunum, suo ekki yröi unnt aö komast inn til þeirra. Eitthuaö rótuöu þeir til í skjölum sendiráösins, en ég get ekki uiö fyrstu sýn séö aö nokkuö hafi horfiö." TÖLDUM ÁHRIFAMEST AÐ YFIRTAKA SENDIRÁÐIÐ Eftir þessum lýsingum að dæma hafa þeir verið nokkuð róttækir, stúdentarnir sem í apríl fyrir 18 ár- um hertóku sendiráð íslands í Stokkhólmi. En hver var tilgangur- inn með yfirtökunni? ,,Málið var í stórum dráttum það, að okkur bárust þær fregnir að SÍNE (Samband íslenskra námsmanna erlendis) hefði ráðgert setuverkfall eða einhvers konar aðgerðir við öll íslensk sendiráð erlendis til að mót- mæla lágum námslánum," sagði Björn Arnórsson, einn ellefumenn- inganna. ,,Þá voru það einhverjir snillingar í Uppsölum og Gautaborg sem uppgötvuðu að slíkt myndi engin áhrif hafa. Við vorum nátt- úrulega miklir hugsjónamenn á þessum’árum — eins og við væntan- lega erum allir ennþá — og við fund- um út að það væri töluvert meira að í heiminum en það hvað námslán væru lág. Við vorum meðal annars að hugsa um laun verkamanna heima á íslandi, Nató og sitthvað fleira, sem við töldum meira máli skipta. Númer tvö, þá þóttumst við sjá það fyrir, að það myndi engin áhrif hafa þótt íslendingar tylltu sér í sendiráðum sínum og þess vegna talið áhrifameira að yfirtaka sendi- ráðið." ,,Já, það er rétt hjá Birni, við vild- um beina athyglinni að fleiru en námslánunum," segir Ásgeir Daní- elsson, sem einnig var í hópi stúd- entanna. „Sendiráðstakan vakti gíf- urlega athygli, því er ekki hægt að neita, en ég held nú að menn hafi aldrei talið að þær hugsjónir okkar, sem við vildum þarna leggja áherslu á, hafi náðst fram." ÁÆTLUNIN GERÐ í GAUTABORG Ásgeir segir að aðaláætlunin hafi verið gerð í Gautaborg, en hann og Björn voru við nám í Uppsölum: „Námsmenn í Gautaborg höfðu samband við okkur í Uppsölum og gáfu okkur kost á að taka þátt í þess- um aðgerðum. Við slógumst í hóp- inn en þessar aðgerðir höfðu ekki langan aðdraganda fyrir okkur. Ég vissi í raun aldrei hversu langur að- dragandinn hafði verið hjá þeim í Gautaborg og í rauninni tóku þeir okkur bara upp í á leiðinni til Stokk- hólms. Það hvíldi mikil leynd yfir þessari aðgerð!" Björn segir sendiráðstökuna hafa verið vandlega ráðgerða: „Við vökt- um til dæmis heila nótt áður en við fórum inn í sendiráðið, höfðum sam- band við lögfræðing til að fá upplýs- ingar um hvað við máttum gera og hvað ekki. Það speglast kannski best í blaðaviðtali sem haft var við yfirmann lögreglunnar í Stokk- hólmi hvað við vorum „prúðir". Hann tekur það mjög skýrt fram að „þetta hafi verið séntilmenn". Við vorum líka einstaklega kurteist fólk!" NÚ YRÐU MENN SKOTNIR UMYRÐALAUST! Þeir voru ellefu sem gengu inn í sendiráðið, en fleiri tóku þátt í þessu, þótt Björn og Ásgeir gefi ekki upp hversu margir. „Þetta var svo vel undirbúið að ákveðnir menn gengu inn og út úr sendiráðinu áður en að okkur kom. Það var gert til þess að athuga hvort nokkur utan- aðkomandi væri inni í sendiráðinu, því við vildum umfram allt komast hjá að beita ofbeldi og forðast vand- ræði og vesen. — Þetta hljómar auð- vitað afkáranlega í dag!“ segir Björn hlæjandi. „Núna yrðu menn skotnir áður en þeir næðu að svara hver til- gangurinn væri með því að yfirtaka sendiráð! En við vorum brautryðj- endur í sendiráðstökum!" Hann getur þess að í sömu götu og íslenska sendiráðið var staðsett við hafi einnig verið arabískt sendi- ráð: „Fyrstu fréttir sem bárust í út- varpi af þessari sendiráðstöku hljóð- uðu upp á að sendiráð Israels hefði verið tekið. Sendiráðsmenn sem voru i nærliggjandi sendiráðum komu út á svalir og hlógu mikið að okkur." Það var engin tilviljun hversu fljótt fregnir af sendiráðstökunni bárust fjölmiðlum í Svíþjóð og á Is- landi. Rauði fáninn, sem stúdent- arnir drógu við hún og sagt er frá í Morgunblaðsgreininni, var merki til annarra stúdenta um að hringja í pressuna: „Aðrir sem voru með okkur í þessum aðgerðum stóðu við símaklefa, og um leið og búið var að draga fánann upp hringdu þeir í pressuna. Rauði fáninn var merkið! Hins vegar var logið grimmt upp á okkur í íslensku pressunni. Þar var meðal annars sagt að við hefðum tætt niður íslenska fánann og sett upp rauða dulu. Það var ekki einu sinni íslenskur fáni við hún þennan dag við sendiráðið." ALLT TAL UM BLÓÐSÚT- HELLINGAR ÚR LAUSU LOFTI GRIPIÐ Ásgeiri Daníelssyni eru einna minnisstæðastar lýsingar sendiráðs- ritarans, Hannesar Hafstein, í blöð- um daginn eftir sendiráðstökuna: „Þær voru mjög dramatískar," segir Ásgeir. „Mun dramatískari en okkur fannst tilefni til. Allt tal um blóðsút- hellingar var úr lausu lofti gripið, en mig minnir að hann hafi sagt eitt- hvað á þá leið að hann hafi forðað blóðsúthellingum með stillingu sinni!" „Já, ég man að það kom í minn hlut að ganga til skrifstofustúlkunn- ar og segja henni að hún mætti eiga frí," sagði Björn. „Sendiráðsritarinn neitaði hins vegar að ganga út sjálf- viljugur og heimtaði að hann yrði borinn út með handafli. Það gengu menn við hlið hans á leiðinni út og héldu um hendur hans. Það var nú allt ofbeldið!" „MISNOTUÐUM SÍMA ISLENSKA RÍKISINS" Þeir leggja báðir á það áherslu að aldrei hafi staðið til að beita ofbeldi eða taka starfsmenn sendiráðsins sem gísla: „Við vorum og erum frið- semdarmenn. Þetta var aldrei spurning um neitt annað en að ná eyrum fjölmiðla. Við skemmdum ekkert í sendiráðinu nema hvað við settum eldspýtu inn í smekklásinn og brutum hana svo enginn kæmist inn. Að visu misnotuðum við svo síma íslenska ríkisins, því við hringdum í sænska og íslenska fjöl- miðla. Það var það eina sem is- lenska ríkinu hlaust kostnaður af.“ Eftir að sendiráðsstarfsmönnun- um hafði verið vísað út settust stúd- entarnir niður, „með hendur í skauti og biðum", segir Björn. „Það gerðist ekki mikið nema hvað haft var sam- band við okkur, meðal annars frá lögreglunni, bæði simleiðis og í gegnum dyrnar. Þeir spurðu okkur hvað myndi gerast og sögðust verða að brjótast inn. Við sögöum það guðvelkomið. Þegar þeir komu inn buðumst við til að ganga út úr sendi- ráðinu og þá var farið með okkur í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Einn okkar bar nafnið Gústaf Adolf og hann lenti i lengstu yfirheyrslunni! Lögreglan trúði því nefnilega ekki að hann héti þessu nafni og hélt að hann væri að gera grín að sænsku konungsfjölskyldunni!" NAFNABIRTINGIN VAR TÍMANNA TÁKN En það var ekki aðeins sagt ítar- lega frá sendiráðstökunni í blöðum. Nöfn og fæðingardagar ellefumenn- inganna voru birt á prenti: „Já, það var tímanna tákn að nöfn okkar voru birt á forsíðu Þjóðviljans og Morgunblaðið birti bæði nöfn og fæðingardaga okkar. Slíkar nafn- birtingar þekktust ekki á þessum tíma, og þekkjast reyndar ekki enn, nema þegar um dæmda óbótamenn er að ræða." Hvort þessi nafnabirting hafi á einhvern hátt eyðilagt fyrir þeim nám eða störf síðar svarar Björn: „Nei, ekki nema síður væri í minu tilviki. Ég held meira að segja að ég hafi fengið vinnu út á sendiráðs- tökuna! Það var auglýst laust starf hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana og þegar umsókn mín var tekin fyrir á stjórnarfundi er mér sagt að for- maður félagsins hafi sagt: „And- skotinn hafi það! Ef drengurinn hef- ur haft burði í sér til að taka sendi- ráð hlýtur hann að geta unnið!" — og ég fékk starfiö." — Björn segir þó að sér sé kunnugt um að haft hafi verið samband við skólastjóra eins ellefumenninganna í þeim tilgangi einum að eyðileggja fyrir honum frekara nám. Að mati Ásgeirs hefði þessi nafn- birting getað skemmt fyrir þeim stuttu á eftir, „og sjálfsagt hefur nafnalistin verið birtur í þeim til- gangi einum að vara fólk við ákveðnum einstaklingum. Það liðu síðan mörg ár þar til ég kom heim frá námi og fór að leita mér að at- vinnu, þannig að þetta var gleymt. Þó aðstæður hér á Islandi séu auð- vitað ekki í likingu við það sem tíðk- ast til dæmis í Þýskalandi og víðar, þá er það náttúrulega ekkert vafa- mál að menn hafa ákveðinn fyrir- vara varðandi fólk í ákveðnum skoðanahópum". ÍHALDIÐ FULLYRTI AÐ VIÐ HEFÐUM EYÐILAGT NÁMSLÁNIN Þeir segjast aðallega hafa fengið viðbrögð frá félögum sínum í SÍNE og í framhaldi af sendiráðstökunni hafi verið haldnar mótmælastöður við sendiráðin í Osló og Kaup- mannahöfn og gangaseta verið i menntamálaráðuneytinu: „Þing- menn stóðu upp og töluðu um að það ætti að taka námslánin af svona fólki. íhaldið fullyrti að við hefðum eyðilagt allt sem héti námslán um alla framtíð, en staðreyndin er hins vegar sú að námslán hafa aldrei hækkað eins mikið og þau gerðu haustið á eftir. Ein af helstu ástæð- unum fyrir því að við fórum út í sendiráðstökuna hafði verið sú, að við vildum ekki að athyglin beindist eingöngu að námslánunum, en reyndin varð hins vegar sú að allt annað féll í skuggann. Sú staðreynd að námslánin skyldu hækka eyði- lagði auðvitað fyrir þeim sem vildu okkur feig, i óbókstaflegri merk- ingu." Hvort þeir hafi verið ánægðir með þá niðurstöðu mála svarar Björn eftir nokkra umhugsun: „Nei, við vorum ekki ánægð. Ég held — og nú er ég bara að velta vöngum og tala um það sem ég held, — að við höfum öll haldið að hægt væri að tengja námsmannabaráttuna miklu meira kjaramálum almennt og her- stöðvum. Á þessum tíma var Víetnam-stríðið ofarlega á baugi og okkur fannst fánýtt að berjast bara fyrir betri námslánum. Við settum ekki námslánin á oddinn. Við héld- um, eða vonuðumst að minnsta kosti til þess, að hægt væri að vekja athygli á allt öðrum hlutum en raun bar vitni, og árangurinn — ef ein- hver varð — snerist að mestu um það sem við kannski síst vildum." SVONA RÓTTÆKNI- BYLGJA EKKI TIL STAÐAR NÚNA Ásgeir bendir á að í rauninni sé erfitt að skrifa um þetta mál núna: „Þetta átti sér stað á ákveðnum tíma, þegar málin litu allt öðruvísi út, bæði miðað við tímann og þær hugmyndir sem menn hrifust með á þessum tíma. Óneitanlega virkar þetta öðruvísi í dag, bæði fyrir mann sjálfan og náttúrulega enn meira fyrir þá, sem myndu ekki hafa fyrir því að setja sig inn í þessa tíma sem þá gengu yfir. Það er kannski helsta ástæða þess að maður er ekki að taka þetta mál til umræðu nú til dags. Sú róttæknibylgja sem gekk yfir á þessum tíma er auðvitað ekki til staðar í dag og það hvort menn væru að gera rétt eða rangt, ef til svona sendiráðstöku kæmi núna, væri allt annar handleggur. Það, af hverju menn voru að þessu, er nokkuð sem tilheyrir einmitt þeim tíma þegar þetta átti sér stað og þeirri hugmyndabylgju sem gekk yfir. Slíkt er ekki fyrir hendi í dag." HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.