Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Qupperneq 16
___Svíar LEIÐINLEGASTA ÞJÓÐ Í HEIMI? Nokkrar ,,stadreyndir“ um Svía og sœnska menningu Suíar eru höfuöfjendur allra annarra Noröurlanda- þjóöa. Norömenn telja Svía sína höfuöfjendur, Danir sömuleiöis suo ekki sé talaö um Finna, sem hafa veriö kúgaöir af Svíum um langan aldur. Svo kúgaöir aö finnska þjóöin hefur klofnaö í tvennt, sœnskumælandi og finnskumælandi. Paö er sama hvert litiö er. Alls staö- ar hatast menn viö Svía. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Eins og öllum íslendingum er kunnugt eru Svíar langleiðinlegasta þjóð í heimi. Það fer ekkert milli mála. Engin þjóð er, að mati okkar íslendinga, jafnánægð með sjálfa sig, jafnhrokafull og lítur jafnmikið niður á okkur íslendinga og Svíar. í þeirra augum erum við bara hreint ekki neitt og þess vegna eru þeir auðvitað algerlega óþolandi. Það er alveg sama hvar borið er niður. Alls staðar eru Svíar ímynd hins illa og það sem er verst að allur saman- burður er okkur í óhag, hvernig sem á það er litið. Svíar eru auðvitað hinir hreinu aríar. Þekktir fyrir sitt ljósa hár og bláu augu. Sænskar fegurðardísir víðkunnar um allan heim. Þrátt fyr- ir að við Islendingar eigum svo sannarlega okkar skammt af ljós- hærðum þokkagyðjum er hvergi í heimildum minnst á að við séum eftirtektarverð fyrir að vera sérstak- lega ljóshærð og bláeyg. Og þegar fullkomlega ljóshærð og bláeyg ts- lensk fegurðardís var sögð hafa haldið við ónefndan enskan popp- ara, heimsfrægan, var hún á síðum bresku slúðurpressunnar titluð Svíi. Þannig koma Svíar markvisst í veg fyrir að íslenskar gyðjur, Ijóshærðar, geti verið okkur nauðsynleg land- kynning, því allur almenningur er- lendis telur þær bara Svía. NÚTÍMASTRÍÐIÐ Nútímastríð hins siðmenntaða vestræna heims fer fram á íþrótta- vellinum. Þar mætast dáðustu drengir og stúlkur hverrar þjóðar og etja kappi fyrir hönd síns lands, fyrir hönd tungumálsins, þjóðrembunn- ar og landvinninga í fjölmiðlunum sem eyða jafnmiklu plássi í íþróttir og í hinar alvarlegri deilur landa í millum. Við íslendingar eigum margan knáan kappann á íþrótta- sviðinu — einhverja svo góða að þeir eru í fremstu röð í heiminum — en Svíar eru samt á einhvern undar- legan hátt alltaf aðeins framar en við. Skemmst er að minnast hand- boltans. Jilsén, sem er nútíma hrokafullur Svíi, rétti puttann í loftið og braut niður baráttuþrek íslend- inganna. Puttinn sagði: íslendingar, þið getið ekki unnið okkur — það er vonlaust. Við erum Svíar, þið bara íslendingar. Við þessi orð puttans gerðu íslensku handboltahetjurnar Arason, Mathiesen, Gíslason og Þor- varðarson sér það ljóst að þeir voru ofurliði bornir. Og heima sátu sjón- varpsáhorfendurnir og langaði mest að kyrkja Jilsén og sænsku þjóðina með. Ef Kortsnoj hefði ekki reykt framan í Jóhann Hjartarson hefði Jilsén mátt vara sig næst þeg- ar hann kemur til landsins. Svíar eiga líka alveg óþolandi marga af- reksmenn sem gerir að verkum að við getum alls ekki náð okkur niðri á þeim í þess konar samanburði. Björn Borg, Ingemar Stenmark, Patrick Sjöberg, Gunde Svan o.s.frv. — Hvers mega sín þá Einar Vil- hjálmsson eða Eðvarð Þór Eðvarðs- son? Þeir eru grobbnir útaf þessu, árans beinin — en það versta er að þeir hafa efni á því. Svo ekki sé minnst á vin okkar Wademark, eða eitthvað ámóta, sem er í stjórn Alþjóðahandknatt- leiksráðsins. Starfssvið hans þar er að gera íslendingum gramt í geði — eða svo virðist vera. Þetta er fullt starf og hefur Wademark staðið sig vel. Svo vel að hann er einn helsti óvinur okkar og allir sannir íslend- ingar hatast við hann eftir allt sem hefur gengið á. Svíar eru líka stórþjóð á sviði iðn- aðar. Þeir eiga Vol vo og Saab og ein- hverja fleiri bíla sem eru alltof djöf- ull góðir. Þeir geta framleitt svo til allt sem þeir þurfa og hafa í gegnum tíðina ekki sýnt neinn áhuga á að nýta sér íslenskt hugvit eða yfirhöf- uð neina íslenska framleiðslu. Þeir eiga öflugan her en samt ekki öfl- ugri en svo að sovéskir kafbátar valda þeím mestu erfiðleikum. Og það er gott á þá. En um leið og við gerum grín að sænska hernum í nú- tímanum leyfa Svíar sér að minna á að til forna hafi þeir verið með mestu stríðsþjóðum. Gustav Adolf, uppiá I7duöld, varstríðskóngur og lagði undir sig hverja þjóðina á fæt- ur annarri. Hætti ekki fyrr en rússn- eski veturinn lagði hann að velli eins og hann hefur reyndar gert síð- ar við aðra stríðskónga. Og Svíar voru harðskeyttir menn til forna og erfiðir að etja kappi við, ekki síður en nú. Enda eru þeir í mörgum ís- lendingasögum kallaðir vargar og tröll og vart af þessum heimi. SÆNSKAR PRÓBLEMMYNDIR Og talandi um óþolandi sænska framleiðslu. Bíómyndirnar þeirra. Úff. Langdregnar, atburðasnauðar, orðfáar. Enda er íslensku þjóðinni tamt í munni orðatiltækið „sænskar vandamálamyndir” yfir hverslags leiðinlegar bíómyndir. Hver man ekki eftir Vesturförunum — eitthvað þvíumlíkt hét þáttaröðin — tugir af þáttum um Svía sem fluttu til Amer- íku og það var svo erfitt, svo kalt, svo mikið próblem allt saman. Fé- lagsfræðilegar vandamálamyndir. Endalaus grátur og gnístran tanna. Eymd og volæði og aldrei glaður dagur hjá fólki í sænskum myndum. Og svo keypti íslenska sjónvarpið á fjórða hundrað mynda frá þeim! Og þessu átti að demba yfir okkur í skammdeginu. Tilhugsunin aldeilis hræðileg. Þrátt fyrir þetta eru kvik- myndagerðarmennirnir og leikar- arnir þeirra frægir um allan heim. Ingmar Bergman, Ingrid Bergman, Greta Garbo, Max von Sydow, Er- land Josepsson og guð má vita hver. Sá fyrstnefndi, sem hefur gert með allra leiðinlegustu myndum sem gerðar hafa verið, tók svo upp á því að sýna heiminum að hann væri líka skemmtilegur og gerði Fanny og Alexander og fékk Óskarsverð- laun fyrir. Og í þokkabót fjármagna þeir íslenskar myndir og gera það gott út á hæfileika íslensks kvik- myndaleikstjóra, sem er auðvitað alltaf talinn til Svía annars staðar í heiminum og Svíarnir sjálfir gera ekkert til að leiðrétta það. SÆNSKT OG SAMNORRÆNT Svíar segja íslendingasögurnar, þjóðararfinn — gull og gersemi ís- iensku þjóðarinnar — vera norskar. Meira að segja sænskir prófessorar hafa haldið þessu fram í fyrirlestr- um í sænskum háskólum þar sem ís- lendingar hafa verið viðstaddir og þrátt fyrir mótmæli hafa prófessor- arnir ekki látið segjast. Sjálfsagt hafa þeir líka einhvern tíma hótað því að segja sögurnar „samnorræn- ar“ eða eitthvað ámóta nánasarlegt. Og talandi um samnorrænt. Svíar eru auðvitað langvaldamestir í því samstarfi — þeir fá oftast bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs, hafa fengið þau tíu sinnum meðan aðrar þjóðir þurfa að sætta sig við miklu færri útnefningar. Sænska bókmenntasagan úir og grúir af stórmennum; Strindberg, Lagerlöf og einhverjir fleiri. Og svo eigum við stórtónskáld; Jón Leifs, sem við vitum lítið sem ekkert um. En Svíar. Þeir skjóta okkur ref fyrir rass og flytja tónverkin hans. Það gengur ekki hjá þeim, því þetta er yfirgang- ur og ófyrirgefanlegt hjá þeim að taka upp verk manna sem við höf- um sjálf ákveðið að eigi að falla í gleymsku. Svo sýna þeir líka fram á að verkin eru góð, flytja þau jafnvel betur en íslendingar geta gert. FÉLAGSFRÆÐILEG VANDAMÁL Talandi um vandamál. Svíar og sósjalkerfið þeirra. Engin þjóð í gjörvöllum heimi hefur uppgötvað jafnmörg félagsleg vandamál og Svíar. Engin. Og eru víst enn að. Og það sem verra er. Fjölmargir Islend- ingar hafa sótt þangað menntun sína og lært um vandamál sem menn hafa ekki talið að væri svo mikið til af hér á landi. Með þessa sænsku þekkingu í farteskinu hafa þeir svo komið aftur heim og byrjað að benda heilbrigðum íslendingum á að þeir ættu í raun og veru við hin aðskiljanlegustu félagslegu vanda- mál að stríða. Sem er algerlega óþolandi, því við íslendingar eigum svo sannarlega ekki við ámóta vandamál að glíma og frústreraðir Svíar. Það er öllum hugsandi mönn- um löngu ljóst og er því mál að linni á þessu sviði. Samt eru þjóðir heims- ins margar hverjar farnar að líta til Svía eins og þeir eigi og reki eitt- hvert fyrirmyndarþjóðfélag. Félags- lega kerfið svo gott að jafnoki þess finnst ekki segja menn um leið og þeir reyna, en því miður aðeins af veikum mætti, að gera grín að kerf- inu svona meðfram. Það er alkunna að þjóðir, sem ekki vita jafnvel og við Islendingar hvernig Svíar í raun og veru eru, halda að þeir séu frjáls- lyndir og víðsýnir en við Islending- ar vitum betur. Þeir eru leiðinlegir og svo þarf að fylla út alltof margar skýrslur og eyðublöð hjá þeim. Þjóð sem hefur svoleiðis. Hún er ekki mikils virði. Svo mikið vitum við... 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.