Helgarpósturinn - 03.03.1988, Side 20
starfinu lauk með heilmikilli yfirlits-
sýningu sem við Garðar Gíslason
borgardómari hjálpuðum til með.
Kannski var það rangt hjá okkur, að
reyna að gera upp listferil fertugs
manns. Það væri nær að gera það
svolítið síðar... ég veit það ekki.
Sverrir var stórsnjali málari, gífur-
lega duglegur þegar hann var við
vinnu. Sumir segja að hann sé eitt-
hvert mesta talent, tæknilega séð,
sem hér hefur fæðst og starfað í
myndlist. Hann fór illa með sig, dó
fyrir aldur fram.“
Knútur skýst inn í annad herbergi
og kemur med sýningarskrá af síd-
ustu sýningunni sem hann hjálpadi
Sverri vid. „Hann var ekki sídur
góður má/ari áður en ég fór að hafa
afskipti afhonum. Ég sá það á þess-
ari sýningu. Það var mér dálítið
áfall!'
Og Klausturhólar hafa komið til
um svipað leyti eða hvað?
„Já, við vorum með Klausturhóia
á þessum tíma, Guðmundur Axels-
son og ég, byrjuðum á því að vera
með bókauppboð, en sátum svo
uppi með bækur sem við gátum
ekki losað okkur við svo við stofn-
uðum versiun. Það fóru margar góð-
ar bækur um okkar hendur. Annars
voru þessi uppboð mjög skemmti-
leg. M.a. voru þrír miklir bókasafn-
arar sem keyptu hjá okkur, Jón
Steffensen, Torfi Hjartarson og Frið-
jón Skarphéðinsson, og það var best
þegar þeir komu því þá vissum við
að við myndum selja fyrir sannvirði
og jafnvel gott betur.“
LISTAVERKAKAUP f
HÖFN
Til þess að ná í myndir sem við
seldum í Klausturhólum fór ég um
nokkurra ára skeið þrisvar, fjórum
sinnum á ári til Hafnar, auglýsti í
„Berlingske" eftir íslenskum mál-
verkum og sat svo á Hotel dAngle-
terre og beið eftir fólki. Einhverju
sinni var á herberginu hjá mér
læknir af íslenskum ættum og var
að selja mér tvær myndir eftir Jón
Stefánsson. Þá er hringt upp og mér
sagt að komin sé kona sem vilji selja
mér málverk. Ég bað lækninn að
hinkra, fer niður og hitti gamla
konu og tvo menn sem hún kynnir
sem eiginmann sinn og bróður. Hún
er með mynd innpakkaða í brúnan
pappír og ég dreif þau inn í hliðarsal
til að líta á myndina. Reyndi að
hraða þessu eins og ég gat tii að láta
ekki lækninn bíða. Konan tekur ut-
an af myndinni, sem var eftir Þórar-
in B. Þorláksson, undurfalleg mynd.
í flýtinum bauð ég 5.000 kr. danskar.
Hún, hæglát gömul konan, byrjaði
að pakka myndinni inn aftur. Ég
vildi ekki missa myndina og bauð
7.000. Hún hélt áfram að pakka inn.
Þá bauð ég 10.000 sem síðasta boð.
Þá sagði hún: Það er einmitt það
verð sem ég hafði hugsað mér að
fengist fyrir hana. En þér hafið á
fimm mínútum farið frá fimm þús-
undum upp í tíu. Við slíkan mann vil
ég ekki eiga viðskipti. Svo fóru þau
en eftir sat ég með sárt ennið og
skammaðist mín meira en ég hef
gert fyrr eða síðar.
Einhverju sinni fór ég á uppboð
hjá Arne Bruun Rasmussen, fræg-
um uppboðshaldara. Hann bauð
upp litla vatnslitamynd eftir Kjarval
sem ég var ákveðinn í að ná í. Hún
var metin á 500 kr. danskar, sem var
töluvert verð fyrir svo litla mynd. Ég
var þarna ungur fálki, nervös og
sveittur, sat í stiga og þegar kom að
Kjarvalsmyndinni lyfti ég biek-
penna sem ég var með í hendinni.
Kona, sem ég kannaðist ekki við,
bauð á móti mér og hún hélt biýanti
á sama hátt. Svo söng Arne Ras-
mussen: blyanten tyvehundrede,
fyldepenen enogtyvehundrede,
blyanten toogtyvehundrede, fylde-
penen treogtyvehundrede. Að lok-
r |
Drog |um u ir i ni ■ ■ai oa u ■
-oki im al í sl k] w 1 isei JUJgERÐA mu i
pymmi og féiagasamtök
AKU REYRI
IR mUR STASUR FYRIR
RÁÐSTEFNUR 0G FUNDAHAld
V ¥ V
K0MIQ 0GNJÓTIQ GÓÐRA STUNVA
FYRIR ÓTRÚLEGA
LÁGT V E R Ð
GERUM VERÐTILBOÐ FYRIR HOPA
:Á Feróaskrifstofa Akureyrarhf. Ráðhustorg 3 - SIMI (96)25000
um var ég orðin svo sveittur ég sá
ekki lengur en fékk myndina fyrir
3.600 krónur, sem var alltof hátt
verð, en ég var engu að síður
ánægður enda var þetta falleg
mynd sem ég hafði ætlað mér að ná
í.“
GALLERÍSREKSTUR OG
BÓKAÚTGÁFA
Listmunahúsið átti ég og rak t ein
sex ár og það var bráðskemmtilegur
tími. Ég kynntist mörgum lista-
mönnum og reyndi að reka gallerí
með stefnu. Gallerí sem átti að vera
vettvangur fyrir þá list sem var að
skapast í samtímanum. Ástæða þess
að ég hætti með það var fyrst og
fremst fjárhagsleg. Þetta var alla tíð
rekið með tapi og það gekk einfald-
lega ekki lengur en ég held að þetta
gallerí hafi staðið nokk fyrir sínu.
Þar voru haldnar þó nokkuð margar
merkilegar sýningar, m.a. síðasta
sýning á verkum Þorvalds Skúla-
sonar að honum lifandi. Hann var
þá kominn undir áttrætt og sýndi
litlar myndir, geysilega fallegar. Svo
vann ég að tveimur heimildarmynd-
um, um Helga Gíslason mynd-
höggvara og Louisu Matthíasdóttur,
og ég hefði áhuga á að gera fleiri
slíkar. Listmunahúsið var, eins og
Klausturhólar, í Lækjargötu 2 og
meðan Listmunahúsið var þar var á
sömu hæð kaffistofan Mensa og þar
var mikill samgangur á milli og fyr-
irtækin studdu hvort annað.
Einu sinni var ég bókaútgefandi.
Við áttum saman útgáfufyrirtækið
Skálholt ég og Njörður P. Njarðvík
og gáfum út nokkrar bækur, m.a.
viðtalsbók við Harald Björnsson eft-
ir Njörð og Síðasta skip suður eftir
Jökul Jakobsson, sem Baltasar
myndskreytti af mikilli snilld. Við
ætluðum okkur stóra hluti á tíma-
bili, höfðum t.d. i hyggju að gefa út
reyfara til að fjármagna útgáfu á
fagurbókmenntum og gáfum út
bækur til notkunar í skólum. Svo
reyndum við að gefa út vikublaðið
Fálkann um hríð. Það var gjaldþrota
fyrirtæki þegar við tókum við því og
gekk ekki upp. Útgáfan lagðist af
þegar Njörður fór af landi brott, ég
gat ekki hugsað mér að hætta að
stunda mína lögfræði, þannig að við
seldum fyrirtækið.“
MIKKI REFUR
Hvernig stendur á öllum þessum
framkvœmdum, er þetta í blóðinu?
„Ég veit það ekki, ætli skýringin
sé ekki sú að ég er sporðdreki."
Er þetta löngun í ríkidœmi?
„Ég hef aldrei stefnt að því að
verða ríkur en hins vegar get ég
ekki neitað því að ég hef viljað vera
fjárhagslega sjálfstæður og geta
notað mitt fé í það sem mig hefur
langað til. Ég á sæmilega gott með
af afla fjár, hins vegar helst mér ekki
of vel á því. Ég myndi ekki vilja
breyta því. Lífið er þannig, maður
tekur og maður gefur og ég held að
það sé betra að gefa of mikið en taka
of mikið. Vissulega hef ég viljað fá
fyrir minn snúð, ég neita því ekki.
En ég hef vonandi gefið jafnmikið
og ég hef tekið.“
Ertu harður í viðskiptum?
„Nei, það held ég ekki. Þvert á
móti of linur ef eitthvað er og
kannski ekki of vel fallinn til við-
skipta. Það er einkenni góðs við-
skiptamanns að haldast vel á fé,
kannski frekar en afla þess. Þess
vegna er ég ekki gott dæmi um slík-
an mann. Það er kannski einkenni á
íslensku þjóðinni að hún aflar mikils
fjár en helst illa á því. Annars máttu
ekki láta mig segja einhverja speki.
Ég kann það ekki.“
Ertu ekki dálítill refur?
„Ég veit það ekki. Sumir segja
það, ég veit ekki. Ég hef getað kom-
ið ár minni fyrir borð. Annars held
ég að ég sé svo mikill krakki í mér...
ég hlýt þá bara að vera Mikki refur.“
Sáttur við tilveruna?
„Já, mér hefur fundist gaman að
lífinu. Ef ég lifði það aftur myndi ég
gera margt það sama. Auðvitað hafa
komið erfiðleikar, ég hef farið upp
og niður ef svo má segja og það hef-
jll lenging og útvíkkun beina á sér
oftast stað til 20 ára aldurs. Mesta
vaxtarskeið drengja er í kringum
12-14 ára aldurinn og stúlkna um
10-12 ára.
ð
i
Fólksem hreyfirsíg mikið hefurmeiri
beinmassa á efri árum en þeirsem
hreyfasiglítið.
20 HELGARPÓSTURINN