Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 22

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 22
DAGBÖKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Ég fann alveg rosalega skrítna út- varpsstöð um daginn. Það var eigin- lega engin tónlist. Ekkert nema tal, tal, tal og meira tal. Ég hef aldrei vit- að neitt fúlara á ævi minni. Svo gerði mamma bara grín að mér og sagði að þetta væri ekki nein leyni- stöð (eins og ég hélt) heldur eitt- hvert Útvarp Rót, sem allir vissu um. Hún sagðist meira að segja sjálf alltaf vera að hlusta á þessa stöð og hún væri alveg frábær... Glætan, maður. Mér finnst það í alvöru orðið of- boðslega líklegt að mamma hafi fengið vitlaust barn heim með sér af fæðingardeildinni. Ég á sko ná- kvæmlega ekkert sameiginlegt með þessum svokölluðu foreldrum mín- um! Til dæmis get ég ekki skilið hvað er svona æðisgengið við að hlusta á eilíft raus um hvað esper- antó sé meiriháttar og heyra homma segja frá vídeómyndum og blöðum, sem þeir eru með á bóka- safninu í félaginu sínu. Hvaða erindi á þetta eiginlega til venjulegs fólks? Af hverju hringjast þessir furðufugl- ar ekki bara á? (Það er líka greini- legt að ég hef rétt fyrir mér, vegna þess að þeir fá akkúrat engar aug- lýsingar. Nema bara stundum frá Borgarholtsbraut 19 Hrísateigi 47 Verið velkomin! Esperantófélaginu, sem borgar ör- ugglega ekki krónu fyrir þær.) En mamma segir að þessi útvarpsstöð ætli ekkert að græða helling af pen- ingum. Þetta sé hugsjórú Eg sagðist nú ekki fatta af hverju einhver færi út í bisness, ef það væri ekki til að græða. En þá fékk ég náttúrulega einn af þessum hund- leiðinlegu fyrirlestrum, sem mamma er heimsmeistari í, bara af því ég leyfði mér að opna munninn. Hún sagði, að þessi Rót kæmi til móts við þarfir alls konar hópa, sem sumir af hinum fjölmiðlunum ætl- uðu að þagga í hel út af pólitík en NAMSKEK) ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA DANSKA PORTÚGALSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Uppl. í síniurn 10004/21655/11]09 Mímir ■MMMMHMHBJlNllNÁUmiM 15M aðrir „ignoreruðu" af því að þeir gætu ekki grætt nógu mikið á þeim. Þeirra sjónarmið þyrftu hins vegar líka að heyrast. Mamma sagðist þar að auki vera orðin dauðþreytt á tyggjótónlistinni, sem væri örugg- lega lífshættuleg fyrir blóðþrýsting- inn og ætti sök á helmingi af öllum umferðarslysum. Það væri algjör unaður að geta í staðinn hlustað á fallega talað mál og umfjöllun um alls konar mikilvæga hluti, eins og friðarmál, jafnréttisbaráttu, launa- mál og svoleiðis. (Þetta hljómaði nú soldið sannfærandi hjá henni — þó ég myndi auðvitað aldrei í lífinu við- urkenna það fyrir henni — og þeir mega svo sem vera með þessa stöð sína í friði, en ekki dettur mér sko í hug að hlusta á hana!) Amma á Einimelnum segir, að það séu stórhættulegir kommúnist- ar sem reka þessa útvarpsstöð og að hún geti leitt óþroskaða unglinga eins og mig á glapstigu. Mæ gooood... Meira að segja ÉG er klár- ari í sálfræði en amma fyrst hún seg- ir þetta! Hún fattar ekkert að svona yfirlýsing er einmitt það sem myndi láta (óþroskaðan ungling eins og) mig fara að hlusta á þessa útvarps- stöð dag og nótt — ef eitthuad gæti gert það. Það er algjörlega óþol- andi, þegar einhver reynir að hafa vit fyrir manni. Fullorðna fólkið nær bara ekki upp í það. T.d. pabbi og mamma hennar Siggu í mínum bekk. Þau voru í háskóla í Ameríku, þegar Sigga var lítil, og eru alveg tryllt í að ota að henni ensku. Hún þolir sko ekki þennan endalausa enskuáróður á heimilinu og fær bleikar bólur, þegar maður minnist á „english". Sigga er lika lélegust í bekknum í ensku, þó hún sé efst í öllu hinu. En þetta fullorðna fólk pælir ekkert í því hvað það er að gera manni... Bless, Dúlla. S., „ tveir fimmtíu og tveir er þín leið til aukinna viðskipta. . . Nýr aiiglýsingasími 625252 AUK/SÍA ora 1 grænmeti OG LJÚFFENGT! 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.