Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 23

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 23
Mikið hefur verið skrifað um til- gang gagnrýni, hverjum hún sé ætl- uð og hversu marktæk hún skuli vera. Er bókmenntagagnrýni til dæmis fyrst og fremst ætluð al- mennum lesanda eða er hún jafnvel lexía og umsögn 'fyrir rithöfundinn eða leikarann? Er gagnrýni einung- is skoðun þess sem skrifar eða fræðileg úttekt sem krefst þess að vera tekið sem slíkri? Orðið felur það í sér að rýnt sé til gagns, en fyrir hvern er rýnt og af hverju? Um þetta ríkir fullkomin óvissa og hefur sennilega alltaf gert. Franski strúktúralistinn Roland Barthes, sendi frá sér bók fyrir fimmtán árum sem hann kallaði Godsagnir (Mythologies). Þar er að finna athygliverðar greinar um gagnrýni, en hana kallar Barthes ýmist blinda og mállausa eða ,,hvorki né“. Það er óvissan um til- gang gagnrýni og fyrir hvern hún er, sem ver hana og réttlætir sam- kvæmt Barthes og gildir þá einu hversu slæm sem hún er. Gagnrýn- endur skrifa það sem þeim sýnist, eða segja ekki neitt í mörgum orð- um vegna þess að enginn getur bent og sagt hvernig frekar ætti að gera. Sérhver gagnrýnandi smíðar eigin formúlu sem fyrir óvissuna verður hafin yfir gagnrýni. Sömu hugsun lýsir Einar Már Guðmundsson í nýj- asta hefti tímarits Máls og menn- ingar þegar hann vitnar í gamla bókmenntaða konu sem sagði: Þó það sé erfitt að muna stundinni lengur hvað gagnrýnendur skrifa kann maður þá samt utanbókar. Það er einkum tvennt, segir Barthes, sem gagnrýnendur hafa í hávegum sér til verndar. Listirnar umlykur ósegjanleiki og gagn-rýni sem slík er því ómarktæk. Það er ekkert um list að segja. Hitt er að fólk sé al- mennt of illa að sér til að skilja list- ina og þá heimspeki og hugmynda- fræði sem í henni felst. Flestir gagn- rýnendur viðurkenna fúslega að þeir séu þar engin undantekning og skrif þeirra því oft taktlaust fálm út í móðuna meira eftir tilfinningu. Það er ekki af lítillæti sem gagnrýn- endur viðurkenna vanmátt sinn til að kryfja, heldur sjálfum sér til verndar, fyrirvari á því að orð þeirra séu tekin of trúanleg. Þarna er hins vegar verið að lýsa vanmætti manna að skilja hver annan, og sjálfa sig. Samt er haldið á að skrifa og enginn listelskur vill án gagnrýni vera. Þar kemur til löngun manna til að skilja og útskýra umheiminn. Að heimurinn sé óskiljanlegur og óskýranlegur er nokkuð sem ekki má heyrast. „ALMENN SKYNSEMI" Barthes segir hins vegar gervilít- illæti gagnrýnenda og vangaveltur um hlutverk og tilgangsleysi gagn- rýni vera hættulegt. Að þykjast vera fáfræðingur er gagnrýnendum leið til að vinna almenning á sitt band um leið og þeir firra sig ábyrgð. Barthes lýsir þessu með orðum Madarne Verdurin: Eg, sem hef það að atvinnu að vera skarpgáfuð, skil ekkert. Þú skilur auðvitað ekkert heldur, því hlýtur þú að vera jafn skarpgáfuð og ég. í þessu feist sú Á meðan Vladimir og Estragon bída komu Godots drepa þeir tímann meðal annars með því að uppnefna hvor annan og móðga. Grófasta skammaryrðið sem Estragon getur hugsað sér er ,,krítíker“ og Vladimir á ekkert svar. banvæna fullyrðing að skoðanir á list séu einskis virði stjórnist þær ekki af tilfinningu og ..almennri skynsemi". Með þessu er heimspeki- legri og hugmyndafræðilegri þekk- ing á list því hafnað og hún merkt hinu illa. En jafnframt dregur þessi útþynning listrænnar umfjöllunar niður í listamönnunum sem um er fjallað og þá um leið niður í listinni sjálfri. Að sögn Barthes er þessi af- staða gagnrýnenda til listar og menningar lík afstöðu hryðjuverka- mannsins til samfélagsins. Að auki hlýtur gagnrýnandi, sem viður- kennir að hann skilji ekki viðfangs- efnið, að vera bæði blindur og heyrnarlaus. Listin er byggð á hugmyndafræði- legum grunni og ef gagnrýnandi hafnar bæði hugmyndafræði og heimspeki fyrir tilfinningu sína og „almenna skynsemi", því fæst hann þá við gagn-rýni? Hlutverk gagn- rýnenda er að rýna til gagns, skýra og lýsa, ekki fleyta kerlingar á yfir- borði hlutanna. Gagnrýnandi getur dæmt heimspeki út frá tilfinningu og „ almennri skynsemi" en alls ekki skilið hana. Heimspekin skilur hins vegar tilfinninguna og ,,al- menna skynsemi" mætavei. Gagn- rýnandi, segir Barthes, sem hafnar heimspeki og hugmyndafræðilegri þekkingu fyrir tilfinningu opinberar blindni sína og um leið fordóma: Ég skil ekki, þess vegna eruð þið fífl. KLÆKIR OG BRÖGÐ Tossabanclalagið kallar Einar Már ritdómarasamkunduna í nýjasta hefti TMM og ræðst þar meðal ann- ars gegn almætti „mér finnst“klisj- unnar í íslenskum ritdómum. Þar er á ferðinni hin sama tilfinning og „al- menna skynsemi" sem Roland Barthes lítur svo miklu hornauga. Einar Már gengur hins vegar lengra. Hann segir ritdóm ekki geta verið annað en vitnisburð um sjálfan sig, þegar fram líða stundir. Þannig þurfi rithöfundar ekki að taka mark á gagnrýni fremur en þeir kjósa sjálf- ir. Öðru máli gegnir um almenna lesendur. „Mér finnst" segir Einar, er gott og gilt gildismat þegar þeir eru annars vegar, en gagnrýnand- inn er í erfiðari aðstöðu. Hann ætl- ast til að aðrir taki orð hans trúan- leg. Og ef lesandi á að trúa því sem sannleik þegar gagnrýnandi segir „mér finnst", þarf hann að beita brögðum og koma sér upp klækja- safni. En klækir vilja breytast í klisj- ur séu þeir ofnotaðir. Einar segir gagnrýnendur(hann kýsreyndar að kalla þá ritdómara, sennilega til að undirstrika afstöðu sína gagnvart þeim) hafa breyst í stimplagerðir með árunum. I stað þess að fjalla á vitrænan hátt um bókmenntir stunda þeir það aðallega að flokka. Síðan étur hver upp eftir öðrum og klisjurnar fljúga af diskunum. Orðið TOSSABANDALAG þiggur Einar frá Jonathan Swift, sem sagði eitthvað á þá leið að þegar eitthvað nýtt kæmi fram mætti umsvifalaust þekkja það á því að tossarnir sner- ust gegn því sem einn hópur. En tossarnir eiga sínar grundvallarregl- ur að starfa eftir segir Einar Már; þeir skoða bílinn að utan en athuga ekki vélina. Þeir horfa á jakkann á herðatrénu en rannsaka ekki saum- ana. Þeir opna bækur með lokuðum huga. Það er eðli kenninga sem fram eru settar að gögn eru aldrei lögð á borðið fyrr en einhver ris upp og mótmælir þannig að mark sé á takandi, en þá skal líka hafa það sem sannara reynist... Sjónarhorn á störf gagnrýnenda hljóta að vera mörg og misjöfn eftir því hver á í hlut, höfundur verks, áhorfandi eða lesandi þess eða flytj- endur. í lítilli grein um ákveðið verk virðist nánast ómögulegt að spanna þessi ólíku svið í einu. Samt gerir maður þá kröfu til gagnrýnanda að honum takist þetta að einhverju leyti, að hann hafi eitthvað vits- munalegt að segja um listina, ann- ars væri hann ekki að gagnrýna. Auðvitað hanga síðan veraldlegri hlutir á spýtu eins og tímaskortur og lág laun. Er þá skárra að gera illa en ekki? Eða öfugt? Gagnrýnendur hafa sennilega meira vald yfir skoðunum almenn- ings á list en þá sjálfa grunar. Ekki sem einstaklingar heldur sem hóp- ur. Þetta vald er auðvitað afar um- deilanlegt. Ef ákveðin skoðun er al- menn meðal gagnrýnenda, hvort sem hún er sjálfstætt mynduð eða uppétiu klisja, er líklegt að sú skoð- un verði einnig áberandi meðal almennings. Fólk hefur ekki tíma til að mynda sér skoðanir á öllunt sköpuðum hlutum og lætur því aðra um að búa skoðun sína til, í þessu til- felli gagnrýnendur. Þetta er hluti af fordómasafninu. Tíminn getur síð- an leitt í Ijós, eins og Einar Már segir, að ritdómur verði ekki annað en vitnisburður um sjálfan sig. En vald gagnrýnenda f samtímanum, mikið eða lítið, kallar á mikla ábyrgð þeirra. Það er eðlileg krafa að þeir viti sjálfir fyrir hvern þeir skrifa. Lesendur geta þá dæmt dóminn hver fyrir sig. Hver tilgangur gagn- rýni sé, — þetta verður sennilega eilíft opin spurning, tengd þrá allra manna að skilja umheim sinn. Gagnrýnendur ganga að minnsta kosti til þess, að sýna öðrum vits- muni sína. Sumir telja þá óþarfa á meðan þeir stjórnast af „almennri skynsemi" í stað þekkingar. Aðrir telja þá óþarfa með öllu því ekki sé hægt að dæma list í samtímanum, að tíminn og sagan séu eini grunn- urinn sem listrænt mat geti byggt á. Áfram verður „krítíker" grófasta skammaryrðið sem Estragon getur hugsað sér. pp HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.