Helgarpósturinn - 03.03.1988, Side 26
Bóhem 19du aldarinnar
af skáldinu Lord Byron og frœgö fians, m.a. í Sovét
Um þessar mundir eru tvö hundruð ár liðin frá fæðingu
breska skáldsins Lords Byron, sem án efa er eitt umtalað-
asta og jafnframt snjallasta ljóðskáld sögunnar. Byrons er
ekki síður minnst fyrir líferni sitt, sem þótti gassalegt á
köflum, en skáldskapinn.
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Byron hefur verið viðfangsefni
margra listamanna eftir dauða sinn
og kannski ekki síður fræðimanna
af öllum stærðum og gerðum. Heilu
kvikmyndirnar, bækurnar og sjón-
varpsflokkarnir hafa verið gerðir til
að reyna að bregða ijósi á ævintýra-
legan lífsstíl þessa manns sem
kannski hefur komist lengst allra í
að færa Don Juan, eða Don Giov-
anni, í klæði raunverulegrar mann-
eskju. Hann var eins og öfgafullt
dæmi, tekið beint úr skáldsögu —
svo andlegur í eina röndina en á
hinn bóginn svo líkamlegur í sömu
mund. Magnþrunginn skáldskapur
hans höfðar enn sterkt til nútíma-
mannsins, enda er Byron ekkert
annað en nútíma bóhem sem lifir
hratt og deyr ungur, saddur lífdaga,
um leið og hcfnn skilur eftir sig
ódauðleg snilldarverk. Um leið
verður hann auðvitað sjálfur ódauð-
legur, einn af fáum sem það tekst,
en slíkt var einmitt eitt af megin-
markmiðunum hjá hinum róman-
tísku skáldum. Að gera sig ódauð-
legan í ljóði. Lifa af dauða hins efnis-
lega heims en vera að eilífu í and-
anum.
Byron var fæddur með klumbufót
og það gerði að verkum að hann
einbeitti sér sem mest hann mátti að
því að ná árangri í íþróttum og við-
líka. Hann erfði lávarðstignina og
gekk bæði í Harrows og Cambridge
en þegar hann kom þaðan, til Lund-
úna varð hann þegar frægur og vin-
sæll fyrir fegurð sína og sérstaka
hegðun. Fyrsta ljóðabók hans þótti
ekki mikils virði en sú önnur gerði
hann að átrúnaðargoði svipstundis.
Hann lagði Lundúnir að fótum sér
— í bæði óeiginlegri og eiginlegri
merkingu. 1812 giftist hann Anna-
bel Milbanke —■ þrátt fyrir að hún
væri alger andstæða hans — en hún
vildi reyna að breyta honum og það
gekk ekki svo þau skildu. Byron átti
í hneykslanlegu sambandi við hálf-
systur sína, sem var ef til vill ónátt-
úrulegt, en engu að síður einlægt og
varanlegt. Hann flutti frá Englandi
1816 og eftir flakk settist hann að á
Ítalíu. Þar kynntist hann ítalskri
konu og varð samband þeirra nokk-
uð „stabílt".
1 samtíð sinni var hann þekktastur
fyrir myrkar rómantískar sögur þar
sem hin dularfulla og ógæfusama
„bæronska" hetja ráfaði um ókunn-
ar slóðir og lenti í ýmsum svaðilför-
um. Það eru hins vegar ekki þær
sögur sem halda merki hans hvað
hæst á lofti í dag heldur verk eins og
Beppo (1817), Vision of Judgement
(1822) og Don Juan, enda eru þau
þróuðust og vönduðust verka hans.
Fyrstu verk hans eru full með ung-
æðislegan ákafa og hraða en skortir
í staðinn næga dýpt.
Þegar Byron kom fram á sjónar-
sviðið var Walter Scott vinsælasta
skáld sinnar ensku samtíðar en
Byron velti honum auðveldlega úr
sessi. Þrátt fyrir að alla tíð hafi
menn í heimalandi lávarðarins
unga haft misjafnar skoðanir á
kveðskap hans hafa aðrar Evrópu-
þjóðir aldrei velkst í vafa um að verk
hans voru sönn, í þeim skilningi að
hann kom til skila raunverulegri til-
finningu. Hann var og er tákn frelsis
og uppreisnar en um leið djöfullegs
hetjuskapar og hamslausra tilfinn-
inga, jafnt í sorg sem gleði. Meistara-
verk Byrons er án efa Don Juan, en
í það eyddi hann fimm árum heilum,
frá 1818 til 1823, og lýsingar Byrons
á hamslausri ást Dons Juan til
grísku stúlkunnar Haidée skipa sér
á bekk með lýsingum Shakespeares
á ást þeirra Rómeós og Júlíu og
sömuleiðis lýsingu Dickens á ást
Davids Copperfield til Doru í sam-
nefndri bók.
í ritinu Moscow News birtist ný-
lega grein sem fjallar um Byron í
Sovétríkjunum og þar kemur fram
að í Rússlandi hafi Byron fundið sitt
annað heimili og að hann hafi haft
gífurleg áhrif á rússneska stallbræð-
ur sína og verið átrúnaðargoð
þeirra um langan aldur. Hið fræga
rússneska skáld Pushkin sagði t.d.
um hann að hann væri „the ruler of
men’s minds". Enda varð sviplegur
dauði Byrons Pushkin yrkisefni.
Minningarkvæði hans heitir Til
hafsins og það fylgir sögunni að
Rússarnir hafi mjög syrgt dauða
enska lávarðarins. Fyrsta þýðing á
verkum Byrons á rússnesku var
gefin út 1815, en eftir byltinguna
hafa verk hans verið endurútgefin
99 sirmum og eintakafjöldinn nálg-
ast 10 milljónir. í þau rúmu 160 ár
sem Ijóð Byrons hafa lifað með
rússnesku þjóðinni hafa um 250
þýðendur spreytt sig á verkum
hans. Meðal þýðenda verka hans
eru t.d. Pasternak, Balmont og
Lugovskoi.
Leikrit Byrons hafa margoft kom-
ið á svið í leikhúsum Sovétríkjanna
og verkið Manfred blés andanum í
brjóst Tchaikovsky sem skrifaði
rómantíska sinfóníu með sama
Stytta sem Thorvaldsen gerði af
Byron. Þegar skáldið sá hana sagði
hann — þetta líkist mér ekki, ég er
óhamingjusamari í útliti.
Byron var sjáifur hin eiginlega róm-
antíska hetja sem hefur lifað lengur
en öll þau verk sem skrifuð hafa verið
um þá manngerð.
nafni. Þá má og nefna ballett eftir
verkinu, við tónlist eftir Schumann,
sem var settur upp í Riga. Af þessu
má sjá hversu gífurlegrar hylli
Byron hefur notið í Sovét, Ijóð hans
og leikrit hafa lifað stanslaust með
þjóðinni á annað hundrað ár og
mörg fínustu skáldin hafa lagt sig
eftir að þýða verkin. Þess má geta
að fremur lítið hefur verið þýtt eftir
Byron á íslensku, þekktastar eru
tvær þýðingar á Manfreð, annars
vegar eftir Jón prest á Bægisá í Eyja-
firði og hins vegar eftir skáldið og
prestinn Matthías Jochumsson.
Síðasti og ef til vill stærsti kafli lífs
Byrons var þegar hann tók þátt í
frelsisstríði Grikkja. Hann kom á
vígvöllinn og var tilbeðinn af
Grikkjunum, enda var hann fæddur
leiðtogi. Jafnvel var á kreiki orð-
rómur þess efnis að hann ætti að
verða konungur Grikkja. Hann lést
1824, um vorið, úr kvefpest sem
hann náði sér í á siglingu. Allt Grikk-
land syrgði hann en harmurinn var
víst ekki jafnmikill heima fyrir, enda
líkaði Bretunum víst aldrei alveg við
verk hans eða persónu.
KK
Skopmynd í bresku blaði af því þegar Byron skildi við fyrstu eiginkonu sína og stakk af með leikkonu.
RUNNI
26 HELGARPÓSTURINN