Helgarpósturinn - 03.03.1988, Síða 27
NYHOFN
Nýr myndlistarsalur í gömlu húsi
Kannski er gamli miðbærinn í
Reykjavík hægt og bítandi að hrista
af sér dauðaslenið og gráa skrif-
stofudrungann og ummyndast í al-
vöru lifandi hjarta borgar. Kannski.
Stöðugt fleiri mannlífstré brjóta sér
leið upp um afírystar steinhellurnar
og teygja sig upp til að bjóða roki og
rigningu byrginn. í stað gulleitra
vagna í hringferð á gráum fleti
krussar fólk í fullkominni óreiðu eig-
in tilfinninga á rauðum skóm milli
kaffihúsa og listasafna hresst með
hryssinginn og hætt að keyra haus-
inn niður í nöp við náttúru og í
kapphlaupi við tímann og bankann.
Sífellt fjölgar veitingastöðunum,
þeir eru orðnir svo margir að maður
er löngu hættur að gera sér grillur
um að prófa þá alla. Bjórlausu
krárnar eru ómissandi samkomu-
staðir. Myndlistarsölum fjölgar stöð-
ugt og þeir hreiðra jafnt um sig í
gömlu tryggingahúsnæði sem tísku-
verslunum. Einn slíkur var opnaður
27. febrúar síðastliðinn, NYHÖFN,
myndlistarsalur í Hafnarstræti 18.
Eigendur Nýhafnar eru þær Svala
Lárusdóttir og Svava Aradóttir.
Nafnið er þannig komið til að eftir
síðustu aldamót var i húsinu verslun
með nafninu Nýhöfn og gekk það
síðan undir þvi heiti. Elsti hluti húss-
ins er reyndar frá 1795 þegar Jacob-
æus kaupmaður í Keflavík flutti
krambúð sína ásamt tveimur
skemmum til Reykjavíkur. En er
kannski orðið of mikið um myndlist-
arsali í miðborginni?
Svala Lárusdóttir: ,,Nei ég held að
svo sé ekki. Margir myndlistarsalir
munu að mínu mati styrkja hver
annan frekar en standa í beinni sam-
keppni og það þróist þá kannski
mismunandi stefnur hjá hverjum
þeirra."
Svava Aradóttir: „Okkar stefna er
í mótun, en hún miðar að því að
vera með sem bestar einkasýningar
á veturna og samsýningar á sumrin.
Það er engin spurning að Nýhöfn
verður hrein viðbót við það sem fyr-
ir er, því íslenskir myndlistarmenn
eru geysimargir og þá vantar sali
frekar en hitt. Aðsókn að myndlist-
arsölum, galleríum og nú síðast að
Listasafni íslands sýnir að almenn-
ingur kann að meta þetta aukna
framboð á myndlist til sýnis."
Er þella fyrst og fremst salur fyrir
máluerk?
Svala: „Hér er hægt að sýna
hvaða myndlist sem er, skúlptúr og
vefnað ekki síður en málverk. Við
útilokum ekkert."
Svava: „Skúlptúristar sem hingað
hafa komið eru sérlega hrifnir af
marmaragólfinu hér og segja það
henta skúlptúr mjög vel."
Nú er lýsing oft vandamál þegar
myndlist er annars vegar.
Svala: „Já, lýsing í myndlistarsöl-
um er alltaf dálítill galdur. Ljósið
þarf að dreifast mjög jafnt svo ekki
sé skjannabirta í einu horni myndar
og myrkur í öðru. Þetta tekst mjög
vel hér og lausnin er eins einföld og
hugsast getur; flúorsent dagsbirtu-
perur á bak við eins konar kappa."
Svava: „Við römbuðum eiginlega
á þessa lausn, vegna þess sem hér
var fyrir. Arkítektar og myndlistar-
menn sem hingað hafa komið eru
mjög hrifnir af lýsingunni."
NYHÖFN opnar með sýningu á
verkum Ragnheiðar Jónsdóttur
Riem, sem lést árið 1977, sextug að
aldri. Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur segir um Ragnheiði ,,að
hún hafi komið eins og ferskur and-
blær inn í íslenska myndlist og borið
með sér ný viðhorf og nýja mynd-
sýn". Sjálf sagði Ragnheiður um
verk sín: „Myndir mínar eru ekki
fyllilega abstrakt. Þær eru ævinlega
byggðar á náttúrunni. Islenskt
landslag æsku minnar, ómælisvíð-
átta og tær norðanbirta, þessi er
hvati mynda minna."
Svava: „Við erum mjög ánægðar
með að geta sýnt Ragnheiði Riem.
Sýningin er mjög góð og falleg og
það er í raun mikill heiður að sýna
svo frábæran listamann. Ragnheið-
ur Riem hefur ekki verið mikið fyrir
augum almennings."
Sýningin á verkum Ragnheiðar
JónsdótturRiemstendurtil 16. mars
næstkomandi. NÝHÖFN opnar síð-
an aðra sýningu sína þann 19. mars
meö olíumálverkum Sigrúnar Harð-
ardóttur, en hún hefur verið við
nám í Hollandi undanfarin sex ár og
meðal annars getið sér orð fyrir
vídeóverk sín.
Tvœr konur í röð og tvœr konur
reka salinn, eruð þið að opna
kvennasal?
Svala: „Nei, svo sannarlega ekki,
hér er einungis um tilviljun að ræða.
Við förum ekki að úthýsa góðum
listamanni fyrir þá sök eina að hann
er karlmaður."
Hvernig sýnist ykkur aðsókn vera
að myndlistarsölum og -söfnum?
Listasafn Islands hefur starfað í um
mánuð og aðsókn þar mikil...
Svava: „I Listasafni íslands gefst
fólki loksins kostur á að sjá yfirlit yf-
ir góða íslenska myndlist. Góð
myndlist er auðvitað kveikjan að
áhuga almennings fyrir listgrein-
inni. Góð íslensk myndlist þarf að
vera aðgengileg fyrir almenning og
þar mun Listasafn íslands gegna
lykilhlutverki. Það er svo mikið af
vondri myndlist í gangi að fólki er
brátt áfram nauðsyn að hafa stöðug-
an samanburð. Listasafn íslands
virkar án efa hvetjandi fyrir íslenska
myndlist."
Góð myndlist, vond myndlist,
ekki sést munurinn á verðinu. Auð-
vitað verður maður að kynnast
myndlist með þvi að fara á sýningar
og söfn og læra af reynslu að meta
gott og vont. Til þess þarf að vera
úrval myndlistar á almannafæri.
Listasöfnin gegna þar stóru hlut-
verki, en minni myndlistarsalir og
gallerí ekki síður. Það getur verið
svo dæmalaust þægilegt á brúna-
þungu mánudagssíðdegi að hverfa
inn á myndlistarsal eins og Nýhöfn
og næra hugann litum og formum
um stund áður en maður heldur á
ný út á steingráa stéttina og upp í
gulleita vagninn til að halda hring-
ferðinni áfram. FÞ
UTVARP SJONVARP
Þegar enginn hlustar Ríkisstarfsmannaspjall
Það er einhvern veginn þannig
að dagskrárgerð hjá útvarpi fer að
mestu leyti framhjá þorra fólks.
Blöðin, sjónvarpið og síbyljurnar
hreinlega metta upplýsinga- og af-
þreyingarþörfina. Þess á milli er
maður á bíó eða einhvers staðar
úti þar sem útvarp á ekki heima.
Þó maður sé allur af vilja gerður
að missa nú ekki af neinu fljúga
vandaðir þættir framhjá manni,
oft án þess að maður hafi minnstu
hugmynd um þá. Á rás eitt er þátt-
um varpað út í löngum röðum og
klukkustundum saman um
óskyldasta efni. Á öðrum ijósvaka-
miðlum er dagskrá meira spiluð af
fingrum fram með viðtölum á
staðnum og tónlist að uppistöðu.
Þar ræður plötusnúðamenning
ríkjum, svo ég vitni sem víðar í
Einar Má Guðmundsson rithöf-
und. Ég vil annars helst ekki tala
um dagskrárgerð á tónlistarrásun-
um enda hlustar enginn á þær rás-
ir, þar fer efnið inn um annað og út
um hitt líkt og annar umhverfis-
hávaði. Rás eitt er hins vegar
kappfull af þáttum sem mennta-
málaráðherra vil! reyndar að séu
jafnódýrir í vinnslu og plötu-
snúðadagskrá. Á bak við klukku-
tíma þáttargerð liggur kannski
margra daga vinna fleiri en einnar
manneskju, heilabrot um orðalag,
atriðaröð, framsetningu og guð
má vita hvað. Síðan er útvarpað í
samkeppni við plötusnúða og í
kapphlaupi við tímann. Svo er
þátturinn horfinn inn í þoku for-
tíðarinnar. Og kannski var enginn
að hlusta. Ósjaldan les maður bréf
í dagblöðum þar sem lýst er frati á
dagskrá rásar eitt en tónlistar-
stöðvarnar lofaðar fyrir fínan
vinnutakt. Það er engu líkara en
öll þjóðin vinni við að stimpla.
Hún hefur hvorki tíma, nennu né
þrek til að hlusta á eitthvað sem
þarf að hugsa um. Það er svo erfitt
að hugsa. Ef enginn hlustar eiga
dagskrárgerðarmenn bara að
„fílósófera" niðri á kaffistofu og út-
varpa þögn á meðan. Útvarp þar
sem enginn er að hlusta á ekkert.
Þá værum við komin í svolítið
skemmtileg mál.
Freyr Þormóðsson
Þaö er oft ágætis skemmtun að
fylgjast með Leiðara Jóns Óttars á
Stöð 2. Oftar en ekki er hann hitt-
inn á efni og velur oftast saman
hið skemmtilegasta fólk til að
ræða mál sem efst eru á baugi
hverju sinni. Undanskilinn er
„ráðhúsþátturinn" sem sýndur
var ekki alls fyrir löngu. En það er
annar handleggur.
í fyrrakvöld fékk Jón Óttar til sín
fjóra menn til að velta fyrir sér
kostum og gölium ríkisrekstrar
andspænis einkarekstri. Umræðu-
hópinn skipuðu þeir Hannes H.
Gissurarson, Hreinn Loftsson, Sig-
urður Þórðarson og Sighvatur
Björgvinsson. Tveir fyrstnefndu
þekktir sem ákafir talsmenn
einkarekstrar og „nýfrjálshyggju"
og þeir siðarnefndu reyndir „ríkis-
afskiptamenn", hvor með sínum
hætti. Annar alþingismaður til
margra ára. Hinn starfsmaður fjár-
málaráðuneytis og nú vararíkis-
endurskoðandi.
1 stuttu máli þróuðust umræð-
urnar með skemmtilegum hætti
út í það að annars vegar sátu tals-
menn hugmyndanna, þeir Hannes
og Hreinn, og hins vegar fulltrúar
raunveruleikans — fulltrúar hins
pólitíska raunveruleika. Og hverju
sinni sem þeir fyrrnefndu hentu á
loft hugmynd um kosti einka-
rekstrar skutu þeir síðarnefndu
hugmyndina niður með dæmum
— skemmtilegum dæmum um
þann greiða aðgang sem einkaað-
ilar hafa að sameiginlegum sjóð-
um. Niðurstaðan varð málefnaleg
umræða um kosti og galla hvors
rekstrarformsins fyrir Sig, en ekki
karp og skætingur eins og stund-
um vill verða.
Óneitanlega skondið að þátttak-
endur skyldu allir vera ríkisstarfs-
menn því forvitnilegt væri að
heyra menn úr einkarekstri ræða
sjálfa yfirburði einkarekstrar yfir
rikisrekstri.
Helgi Már Arthursson
TÖNLIST
Sönghátíd í
Gamla bíói
Ég komst aðeins á eina tónleika af
þrennum, þar sem þýski söngvarinn
Andreas Schmidt flutti þrjá falleg-
ustu lagaflokka Schuberts ásamt
landa sínum Thomas Palm. Á
þrennum tónleikum var boðið upp á
Malarastúlkuna fögru, Vetrarferð-
ina, sem ég heyrði, og síðast Svana-
söng. Það mun vera næsta fátítt að
sami söngvari flytji alla þessa laga-
flokka í runu, enda er hver þeirra
fyrir sig feiknalega erfiður. En
Ándreas og Thomas fóru létt með
það.
Samvinna þeirra er með eindæm-
um náin. Báðir eru snillingar, hvor á
sínu sviði, og meir en það: þeir bæta
hvor annan upp og útkoman verður
snilldartvenna. Það þarf nefnilega
tvo til að flytja söngljóð eða „Lied".
Oft er hlutverk píanósins jafn mikil-
vægt því sem söngvarinn hefur
fram að færa, stundum jafnvel enn-
þá mikilvægara. Það er því óheppi-
leg málvenja að tala um undirleik í
þessu sambandi, miklu nær er að
tala um meðleik eða samleik. Það
HELGARPÓSTURINN 27