Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 34

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 34
BREIÐFYLKING BLEKKING? Nemendur vid Háskóla Islands kjósa fuUtrúa úr sínum hópi til setu í stúdentarádi og háskólaráöi. Stúd- entarád er skipad 30 nemendum og í háskólaráöi eiga þeir 4 fulltrúa af 16. Þeir nemar sem sœti eiga í há- skólarádi sitja einnig í stúdentaráöi. Kosiö er um 15 stúdentarádsfulltrúa á ári þannig ad hver fulltrúi situr 2 ár í ráöinu. Undanfarin ár hafa þrjú félög hafa boðið fram lista í þessum kosning- um: Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Félag umbótasinnaðra stúdenta og Félag vinstrimanna. Nú hefur Vaka 13 menn í stúd- entaráði, vinstrimenn 13 og um- bótasinnar 4. Vaka vann umtals- verðan kosningasigur síðasta vor, en vinstrimenn og umbótasinnar mynduðu saman meirihluta eftir kosningar. NÝTT FÉLAG — RÖSKVA Það sem nú hefu r gerst er að umb- ar og vinstrimenn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlega nú í vor. Nýtt félag, „Röskva", samtök félags- hyggjufólks í HÍ, hefur verið stofnað um framboðið en FUS og FVM starfa áfram sem slík. Grunnurinn að hinu sameiginlega framboði liggur, að sögn forsvars- manna félaganna, í meirihlutasam- starfinu í vetur. Það hafi komið í ljós að ágreiningur milli félaganna hafi ekki verið meiri en milli einstakl- inga innan sama félags. Það hafi því verið réttast og jafnframt heiðar- legast gagnvart kjósendum að fara þessa leið. Þegar Félag umbótasinnaðra stúdenta var stofnað árið 1981 hafði það sem aðalbaráttumál að stúd- entaráð sinnti hagsmunamálum nemenda ópólitískt. Fyrir þann tíma var einungis um hægri og vinstri að ræða í stúdentakosning- um, Vöku og Félag vinstri manna. Það er aðallega eftir tilkomu um- bótasinna sem Vaka hefur reynt að þvo af sér hægristimpilinn og sagst vilja vinna að hagsmunamálum stúdenta óháð flokkspólitískri sann- færingu. Vinstrimenn hins vegar hafa alla tíð talið að málefni stúd- enta verði ekki slitin úr samhengi við hin almennu þjóðmál og jafnvel viljað álykta í stúdentaráði um utan- ríkismál. Einn aðalhvatamaðurinn að stofnun FUS, Finnur Ingólfsson, segir í samtali við Mbl. 23. feb. að á þeim tíma hafi þeir átt litla samleið með „últrakommum" í FVM. Umbótasinnar unnu stórsigur er þeir buðu fyrst fram, en síðan þá hefur fylgi þeirra dvínað jafnt og þétt. Þeir hafa notið þess að vera í oddaaðstöðu í stúdentaráði og hafa ýmist starfað með Vöku eða FVM. Formaður stúdentaráðs í vetur er úr þeirra hópi þrátt fyrir að þeir séu miklu minni en FVM. GOTT SAMSTARF GRUNNURINN Ómar Geirsson, formaður stúd- entaráðs, sagði í samtali við HP að gott samstarf í vetur væri grunnur- inn að hinu sameiginlega framboði. Mönnum væri ljóst að stúdentar yrðu að standa sameinaðir til að sjá hagsmunum sínum borgið. Um af- skipti stúdenta af málefnum þjóðfé- lagsins sagði hann að sum málefni sem snertu stúdenta, s.s. dagvistun- armál, væri ekki hægt að slíta úr samhengi við það sem væri að ger- ast í þjóðfélaginu, þar ættu stúdent- ar að taka afstöðu eins og aðrir þjóð- félagshópar. Hann hafnaði hins veg- ar alfarið því að nota ætti stúdenta- ráð í flokkspólitískum tilgangi og sagði ekki ágreining um það innan Röskvu. HP hefur heimildir fyrir því, að á stúdentaráðsfundi, eftir að stofnun Röskvu hafði verið ákveðin en áður en hún var gerð opinber, hafi verið lögð fram lagabreytingartillaga um fækkun fulltrúa í stúdentaráði úr 30 í 15. Því hefði einungis átt að kjósa um 8 fulltrúa í vor en 7 næsta vor. Þessar breytingar hafi átt að gera til þess að tryggja hinu nýja félagi meirihluta í komandi kosningum. Vaka hefði þurft að fá 5 fulltrúa af 8 til að ná meirihluta skv. tillögunum en þarf 8 af 15 fulltrúum í núverandi kerfi til þess að ekki sé hægt að mynda meirihluta án þeirra. Fyrra hlutfallið, 5 af 8, er þeim mun óhag- stæðara og lagabreytingartillagan því í rauninni „kosningaplott". Vaka hafði skv. heimildum HP hlerað stofnun Röskvu tveimur dögum fyr- ir fundinn í ráðinu og felldi tillög- urnar en % atkvæða þarf til sam- þykktar lagabreytinga. Tillögur sem Vaka lagðr-fram um endurskipu- lagningu nefnda innan stúdenta- ráðs voru síðan felldar af meirihlut- anum svo ekkert náði fram að ganga. Þessu „plotti" er hafnað af öðr- um. Þeir segja að öllum sé ljóst að „Gengisfelling þýöir í raun að við rýrum kaupmátt launafólks og fœrum yfir til útflutningsatvinnuveganna.“ „Ég hef hugleitt hvort verið sé að gera mér óbærilegt að starfa i ríkisstjórn- inni." Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. „Öryggisvörður meinaði mór aðgang aö lóðinni, þá varð mér Ijóst að ég hafði ver- ið rekinn." Eysteinn Helgason fyrrverandi forstjóri lceland Seafood. „Ég hafði allan tímann einsett mér aö tala sem minnst um einstakar persónur, verk þeirra og framkomu... Ef byrjað er é Geir Magnússyni þá..." Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS. Porsteinn Pálsson Torsætlsráðherra. „Það er auðvitað fullt af pempíum hér á Alþingi sem þola ekki að talað sé til þeirra é almennilegri is- lensku." Sverrir Hermannsson bankastjóri og alþingismaður. „Umræðan um bjór snýst ekki um það hvort áfengismagn muni aukast eða minnka. Hún snýst um mannréttindi, þ.e. hvort við treystum meöbræörum okkar til aö ráða sínu eigin lífi." Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. stúdentaráð sé ekki eins skilvirkt og það ætti að vera og bæta verði úr þessu á einhvern hátt. BREIÐFYLKING — „ÚLTRAKOMMAR" í stefnuskrá Röskvu kemur fram að samtökin byggja á „félags- hyggju“ en skv. skilgreiningu sam- takanna er félagshyggja lífsskoðun sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti fólks til frelsis, lífs, afkomu og menntunar. Samtökin telja að háskólinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna og því sé nauðsynlegt að sjálfstæði hans gagnvart stundarhagsmunum sé tryggt. Það sé skylda stjórnvalda að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Röskva telur Félagsstofn- un stúdenta þjónustufyrirtæki byggt á félagslegum sjónarmiðum. Lána- sjóður íslenskra námsmanna er að mati Röskvu félagslegur fram- færslusjóður sem á að tryggja fullt jafnrétti til náms, óháð efnahag. Þess vegna er það grundvallaratriði að námslán dugi fyrir framfærslu. Vegna þess að lánin eru framfærslu- lán sé óverjandi að leggja á þau vexti og eðlilegt sé að endurgreiðsla þeirra taki mið af tekjum. í utanrík- ismálum styður Röskva baráttu námsmanna fyrir jafnrétti til náms og öðrum sjálfsögðum mannréttind- um hvar sem er í heiminum. Að lok- um segir í stefnuskránni að ekki sé hægt að slíta hagsmunabaráttu námsmanna úr tengslum við aðra baráttu sem eigi sér stað í þjóðfélag- inu en félagið leggi áherslu á þau þjóðmál sem tengjast hagsmunum stúdenta. „Félagshyggja" er ákaflega víð- tækt hugtak. Þrátt fyrir að stefnu- skrá samtakanna hafi verið mótuð er erfitt að segja fyrir úm hvaða stefnu samtökin muni taka í framtíð- inni. Ljóst er að Röskva, sem breið- fylking félagshyggjuaflanna, er hreyfing þar sem margir geta starf- að saman á félagslegum grunni. Innan Röskvu er samankomið fólk með margar og mismunandi pólitískar skoðanir. Ef þetta gengi eftir væru að ýmissa áliti nýir tímar runnir upp í stúdentapólitíkinni. Hins vegar er Ijóst að ítök harðra vinstrisinna í Röskvu eru mikil og félagið gæti þróast í eins konar „últrakommagrúppu" sem tældi fólk er vildi starfa að málefnum stúdenta á grunni félagshyggjunnar til sín, þ.e. „notaði nytsama sakleys- ingja til þess að draga fyrir sig vagn- inn“ eins og einn viðmælandi HP, er kynnt hefur sér þessi mál, orðaði það. í samtali við HP sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Röskvu, að hún teldi að samtökin myndu lifa áfram sem breiðfylking stúdenta enda væri lítið um „últra- komma" í dag. Breidd væri í skoð- unum innan félagsins og allir væru velkomnir til starfa á grundvelli fé- lagshyggju. Aðspurð sagði hún að stúdentar væru hluti af þjóðfélaginu og gætu ekki lokað sig af í fílabeins- turni, heldur yrðu að taka afstöðu til ýmissa mála. Bæði hún og Sveinn Andri Sveins- son, oddviti Vöku, voru sammála um að ekki bæri mikið á milli fylk- inganna varðandi málefni, frekar væri ágreiningur um leiðir. „Bar- áttumál stúdenta verða ávallt hin sömu þó áherslurnar hjá hreyfing- unum séu mismunandi," sagði Þór- unn. Sveinn sagði að hið nýja félag eins og Félag vinstrimanna vildi hafa stúdentaráð þátttakanda í hinni almennu þjóðmálaumræðu. Vaka væri þessu algerlega ósam- mála og teldi að hagsmunir nem- enda ættu ekki samleið með slíku. Þarna væri um grundvallarmun að ræða. ÁHUGALEYSI Nú gæti einhverjum dottið í hug, vegna þeirrar miklu umfjöllunar sem kosningar til stúdentaráðs fá í fjölmiðlum, að allur þorri háskóla- stúdenta sýndi kosningunum ótak- markaðan áhuga og fylgdist spennt- ur með þeim hræringum sem eiga sér nú stað. Að halda þetta væri leið- ur misskilningur. Ekki er hægt að segja annað en hinn almenni há- skólanemi leiði kosningarnar að miklu leyti hjá sér. Á fundum FUS og FVM, þar sem sameiningin var sam- þykkt, voru örfáar hræður og ákvörðunin um stofnun félagsins hafði í raun verið tekin áður. Þeirri skýringu hefur verið varp- að fram á þessu áhugaleysi að þótt fólk sé reiðubúið að starfa að félags- málum vilji það ekki gefa sig ákveð- inni hugmyndafræði á vald, sem það telur sig verða að gera ef það gengur í stúdentafélögin. Þarna eiga í raun sömu rök við og þegar fólk telur að hið gamla fjórflokka- kerfi í stjórnmálum höfði ekki til þess. jgþ „Við verðunt ffyrsft ojj fremsft i leiðbeiningahualeiðingum vegna iiýju umverðarlaganna og með góðum hug/# „Ég þekki bjórinn." Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. „Það þýðir ekki að ráðast á einkenni verðbólgunnar. Ekki læknarðu mislinga með þvi að velta þér upp úr hveiti." Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. „Kenning HP um samsæri gegn Guðjóni B. Ólafssyni er ekkert annaö en jaka- burður af lygi... Þetta er einhver viöur- styggilegasta grein sem ég hef séð." Valur Arnþórsson stjórnarformaður SlS. lógregluvarðstjóri. „Guðrún Kristjánsdóttir fré Akureyri var meðal keppenda í stórsviginu í Calgary en féll úr keppni eins og margar aðrar frægar skiðakonur." JKS á DV. „Þetta er skipulögð herferð til að ræna mig mannoröinu." Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS. „Ég held aö ég geti sagt að miöað við Bandaríkin hafi launakjör mín verið lág, í þaö minnsta ekki há." Guðjón B. Ólafsson forstjóri SIS. STJORNUSPA 4.-6. MARZ mi'tmuiiL'L'inB— Þótt rómantíkin blómstri þessa dagana skaltu varast aö bindast viðkomandi per- sónu of sterkum tilfinningaböndum. Loforð geta verið vel meint en sprottið upp úr mis- skilningi. Manneskja í fiskamerkinu virðist eitthvað trufla daglegt líf þitt. Lokaðu á for- tíðina og horfðu fram á veginn. NAUTIÐ (21/4-21/5 Þú færð tækifæri til að efnast fjárhagslega en verður að leggja nokkuð á þig til þess. Lík- legt er að þér bjóðist nýtt starf en þú þarft að íhuga vel tilboðið, sér i lagi með tilliti til fjölskyldunnar. Þér gefst nú færi á að byrja að nýju og láta leiðinleg mál fyrri tíma falla i gleymsku. TVIBURARNIR (22/5-21/6 Þér verður Ijóst í fyrsta skipti í langan tíma hvar þú í rauninni stendur varðandi fjárhag- inn og starf þitt. Settu takmarkið hátt því í rauninni geturenginn hindrað þig, nema þú sjálfur. Reyndu endilega að komast að kjarna málsins, þér verður ekkert ágengt öðruvísi. KRABBINN (22/6-20/7 Rómantíkin gerir vart við sig á þeim stað sem þig síst grunar. Beindu athyglinni aö manneskjum sem þú hittir næstu dagana, einhver þeirra býr yfir meiru en virðist við fyrstu kynni. Glaölynd persóna auðgar líf þitt og kennir þér að mét'a hluti sem þú hafð- ir aldrei tekið eftir fyrr. Þ ú færð gest á sunnu- daginn sem kemur langt að. LJÓNIÐ (21/7-23/8 Það er tímabært fyrir þig að athuga betur við hvaða öryggi þú býrð. Einhver óróleiki sækir að þér og þú unir þér ekki nema á ferð og flugi. Beittu kimnigáfu þinni eftir megni, hún á eftir að reynast þér vel. Undirritaðu enga samninga nema að vandlega íhuguðu máli. Persóna í Krabbamerkinu leikur stórt hlut- verk i lífi þinu þessa dagana. MEYJAN (24/8-23/9 Samkvæmislífið er í miklum blóma hjá þér þessa dagana. Einhverjir fjárhagsörðugleik- ar eru í nánd, en óþarft er að hafa áhyggjur af þeim. Kannaðu fjármálin gaumgæfilega og þú kemst að raun um að þér hefur orðið á i messunni. Þessa hluti geturðu lagfært á auðveldari hátt en þér virðist í fyrstu. Vertu opinskár í samskiptum þínum við aðra. r77TH-j,'wn-q m iiyiiWH Sjálfsagi er það sem skiptir máli þessa dag- ana. Þreyttu ekki vini þína með smáatriðum, það getur hvort sem er enginn nema þú sjálfur leyst úr vandamálunum. Þér berast til eyrna sögusagnir sem gera það að verkum að þú gerir þér betur grein fyrir hvað er að gerast í málefnum ákveðinna aðila. Taktu ekki á þig meiri ábyrgð en þú ræður við. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Vertu viðbúinn breytingum á högum þínum. Þær geta falist í hverju sem er, ferðalagi eða jafnvel rómantík. Eitthvað sem þig hefur lengi langað að vita kemur nú upp á yfir- borðið en ef þú ert of íhaldssamur í skoðun- um getur niðurstaðan valdið þér vonbrigð- um. Vertu ekki vonsvi kinn þótt óskir þínar fái ekki góðan hljómgrunn hjá fjölskyldunni. Þú verður fyrst að leysa ú r ákveðnum deiluefn- um og ef þú ferð að f inna til sjálfsvorkunnar gengur dæmið ekki upp. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Vegna ómótstæðilegra persónutöfra þinna tekst þér að brúa bilið milli ákveðinna aðila, sem eru ósáttir um gang mála. Góður vinur þinn þarf á samúð þinni og skilningi að halda. Deildu með honum hugmyndum þin- um. Tónlist og önnur list skiptir þig miklu máli um þessar mundir. Þú hlýtur eftirtekt sem þú hefur lengi sóst eftir og lykillinn að velgengni þinni er í höndum þess sem þig sist grunar. STEINGEITIN (22/12-21/1 Athyglin beinist að þér þessa dagana, ein- mitt þegar þú vilt hafa næði. Þótt þú hafir þörf fyrir að vera í einrúmi geturðu ekki horft framhjá því „sviðsljósi" sem þú ert nú staddur í. Hafðu hugfast að ekki er allt gull sem glóir og oft þarf að kafa dýpra til að finna rétta hlið á málunum. Talaðu við menn á réttum stöðum til að fá skýringu á því sem er að gerast. VATNSBERINN (22/1—19/2 Gríptu tækifærin þegar þau gefast. Ef þú hikar missirðu af mikilvægu tækifæri sem varðar stöðu þína. Þungri byrði verður af þér létt og þér tekst að hjálpa þeim sem til þín leitar. Heimsæktu nýja staði og hikaðu ekki við að leita ráða hjá vini þínum þótt fjar- staddur sé. Ástamálin taka óvænta stefnu sem kemur þér verulega á óvart. FISKARNIR (20/2-20/3 Hjálpleg manneskja veitir þér þá aðstoð sem þú biður um. Láttu sem þú takir ekki eftir afbrýðisemi sem beinist að þér. Einhver sem vill ekki láta á þvi bera ber til þín mun sterkari tilfinningar en þig órar fyrir. Varastu óþolinmæði þótt einhver hnykkur hafi kom- ið á fjárhagsáætlunina. Fólk i Krabbamerk- inu og Steingeitinni kemur mikið við sögu. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.