Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 36

Helgarpósturinn - 03.03.1988, Page 36
Brunabótafélag Hafnarfjaröar við Strandgötu er eitt glæsilegasta dæmið um óbeislað ímyndunarafl í húsagerðarlist. Óborganlegt hús sem ætti að setja í plast. Hugsa sér. I borginni eru hús og bílar meira áberandi en fólk. Húsin mynda kletta- borg og bílarnir liöast á milli eins og málmhúö- aðar bjöllur í óskiljan- legum eltingaleik þar sem enginn veit hver er hann. Stundum sjást mannverur þjóta út úr húsum og inn í bíla sem bruna strax af stað. Við höfum hús fyrir augum alla daga og alltaf, annaðhvort inn- veggi þeirra eða útveggi. Pað er varla hœgt að opna auga án þess að hús blasi við. Pað skiptir því ekki litlu máli hvernig hús líta út og hvernig þau falla að öðrum húsum í kringum þau. í samrœmi við eðli manna og þarfir er hollt að hafa útlit húsa fjölbreytt og mismunandi. Húsahönnuðir eignast mikið vald yfir sjónum manna og umhverfi og þeim tekst misjafnlega upp. Tískubylgjur í húsa- gerð rísa og hníga og hús bera tíma sínum vitni. Hús rísa miklu hraðar en áður og önnur hverfa ef Landsbankinn Austurstræti 7. Það verður ekki séð í fljótu bragði hvers vegna þessi viðbygging var valin við hús Guðjóns Samúelssonar. Helst dettur manni í hug hrein illkvittni módernista í garð húsameistara ríkisins. Langlífur brandari það. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.