Helgarpósturinn - 07.04.1988, Síða 2
Af hverju sérstakt
stéttarfélag?
Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaöur
Fóstrufélags íslands
„Meiningin með því að stofna sérstakt stéttarfélag er að
sameina fagfélagsmálin og kjaramálin. í dag er Fóstrufélag
íslands fagfélag og við teljum að okkar málum sé best
borgið með því að sameina þetta undir einn hatt. Við telj-
um okkur hafa orðið undir í baráttunni, sérstaklega hvað
varðar ýmis sérhagsmunamál fóstrustéttarinnar, og teljum
að að það sé meiri möguleiki að ná þeim fram ef við fáum
málin í okkar hendur og náum þannig betur til viðsemjenda
okkar."
í hvaða félögum eru fóstrur nú?
„Fóstrur eru almennt í starfsmannafélögum bæjarfélag-
anna víðs vegar um landið og einnig innan starfsmannafé-
lags ríkisstofnana."
Er tími heildarsamtaka af því tagi liöinn?
„Ég held að þaö þurfi að stokka þau upp, það er engin
spurning. Það þarf að byggja kjarabaráttuna og þar með
stéttarfélögin upp á öðrum grunni og út f rá öðrum forsend-
um."
Hvaða áherslubraytingar verða hjá fóstrum við stofn-
un þessa nýja félags?
„Það á eftir að koma í Ijós og ererfitt að segja til um. Við
komum til með í kjarabaráttu okkarað leggja mikinn þunga
á fagleg sjónarmið. Þau verða rökin að baki bættum kjörum
og bættum aðbúnaöi á vinnustað"
Er sórstök kjarabarátta þá framundan í framhaldi af
stofnun hins nýja félags?
„Það hefur ekkert verið ákveðið. Það þurfa % hlutar
starfandi fóstra á landinu að ganga í nýja félagið til þess að
það fái samningsrétt og við ætlum að ná þeim fjölda inn í
félagið fyrir 1. október þannig að við getum samið sjálfar
fyrir okkur þegar samningar losna um áramót."
Hvað meö þær fóstmr sem greiddu atkvæði gegn
stofnun félagsins. Verða þær áfram í sínum gömlu félög-
um og fóstrur því sundraðar?
„Það er Ijóst að samkvæmt túlkun á nýju samningsrétt-
arlögunum geta þær verið áfram í sínum félögum. Það er
rétt að það komi skýrt fram að það hefur engin fóstra sagt
nei við því að stofna stéttarfélag, en sumar hafa verið á
móti því að stofna það núna. Þær hafa talið að það væri of
skammur tími frá því að samningsréttarlögin tóku gildi og
finnst ekki vitað hvað verður. Við hinar bendum á að þetta
verði að gerast núna þannig að við getum sem fyrst fengið
samningsréttinn og finnst við hafa beðið nógu lengi. Mér
finnst mjög ótrúlegt að þær verði eftir í starfsmannafélög-
unum en það á náttúrulega eftir að reyna á það."
Núverandi Fóstrufélag íslands er einungis fagfélag.
Verður það þá lagt niður þegar nýja félagið verður stofn-
að?
„Já, í rauninni. Við leggjum félagið formlega niður og
byggjum nýtt félag á gamla grunninum. Við komum því til
með að leggja til að eignir og skuldir gamla félagsins renni
óbreyttar til nýja félagsins."
Hvaða viðbrögð hafið þið fengið frá gömlu félögunum,
t.d. Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar?
„Mér vitanlega höfum við ekki fengið nein viðbrögð eftir
þessar kosningar. Hins vegar vitum við að meirihluti stjóm-
ar Starfsmannafélags Reykjavíkur er mótfallinn þvi að fé-
lögin taki sér samningsréttinn. Það er rétt að undiistrika að
við verðum áfram í BSRB."
Fóstrur hafa í almennri atkvæðagreiðslu innan Fóstrufélags ís-
lands samþykkt að stofna sérstakt stéttarfélag en Fóstrufélag ís-
lands hefur hingað til einungis verið fagfélag. Af þessu tilefni
ræddi HP við Selmu Dóru Þorsteinsdóttur, formann félagsins.
FYRST OG FREMST
REYKJAVÍK er höfuðborg allra
landsmanna og margir í dreif-
býlinu hafa átt hér lengri eða
skemmri dvöl við nám og störf.
Margir láta sig því varða hvað
fram fer hér í borginni. Sigurdur
O. Pálsson skrifar í „Austra"
nýlega .Jrmlegg í Tjarnartai' og
fer á kostum um ritvöllinn. Hér er
sýnishorn:
„Auðvitað ætti að vera búið að
fylla þennan tjarnarpoll af
byggingum fyrir löngu. Ég leyfi
mér „að harma það mjög“, eins og
Steingrímur segir, að Hallgríms-
kirkja var ekki látin ofan í hann á
sínum tíma í stað þess að tylla
henni upp á þetta endemis
berangursholt þar sem hún
stendur á gröf Steinunnar frá
Sjöundá, og ég tel það meiriháttar
skipulagsslys, að Morgunblaðs-
höllin, Seðlabankamusterið,
Borgarleikhúsið, Mikligarður,
hálfturn íslenskra aðalverktaka og
Kringlan, auk svo sem eins hótels
eða tveggja, skuli ekki hafa verið
látin ofan í Tjörnina. En úr því
svona óhönduglega tókst til var
náttúrulega einboöið að leggja
Keflavíkfurflugvöll niður, gera
Vatnsmýrna að almennilegum
millilandaflugvelli og koma flug-
stöðinni sælu með eðlunum og
pálmunum fyrir í Tjörninni. Að
vísu hefði þurft að ryðja ein-
hverjum húskofum í burtu fyrir
flugvöllinn, en hvað munar oss
íslendinga um einn og einn
blóðmörskepp í sláturtíðinni?"
SIÐAR í grein sinni segir
Sigurður Ó. Fálsson: „Verði
Tjörnin ekki orðin full eftir þessa
landhreinsun hlýtur að mega finna
einhver náttúruvætti í
Reykjavíkurhreppi og grennd til
að kóróna verkið, og ef allt um
þrýtur má senda vænan vörubíla-
flota til Þingvalla Þar er allt fullt
af grjóti, sem enginn veit í hvað á
að nota. Með í púkkið má svo
nota gömul hús, t.d. úr Grjóta-
þorpinu og víðar, sem upplýstu
nútímafólki hafa lengi verið þyrnir
í augum, og lofa peningamönnum
að reisa hallir í nýraunsæisstíl á
grunnum þeirra, svo að við
verðum ekki að athlægi hjá
komandi kynslóðum fyrir kauða-
skap og nesjamennsku."
Það er ekki að sjá að ráðhúsið
auki veg eða vegsemd Davíðs úti
á landsbyggðinni fremur en í
höfuðborginni.
AF „þenslunni" í höfuðborginni
er það meðal annars að frétta að
framkvæmdir fara senn að hefjast
við byggingu rúmlega 2.000
fermetra íþróttahúss við Austur-
berg 3 — langþráðs íþróttahúss
Fjölbrautaskóla Breidholts. Þeir í
byggingarnefnd borgarinnar sýndu
skilning á málinu og samþykktu
áformin í trausti þess að kröfum
hennar um fjölgun bílastæða yrði
mætt...
LIFIÐ virðist eitthvað pirrað í
Nesjahverfinu við Skerjafjörð, bak
við Reykjavíkurflugvöll. Tveir
menn sóttu um leyfi til byggingar-
nefndar Reykjavíkur að reisa alls
547 fermetra íbúðarhús við
Bauganes 39, en þessum áformum
var mótmælt af eigendum
Bauganess 42, Skeljaness 4 og 6.
Byggingarnefnd var sammála um
að húsið væri of stórt. Þá sótti
Þórður Einarsson um leyfi til að
stækka ris og byggja blómaskála
við hús sitt í Skildinganesi 31 en
þessu mótmæltu þau Olafur
Erlingsson á Baugatanga og
Ingibjörg Jónsdóttir á Baugatango
1. Sýnist okkur einsýnt að á
na;stunni verði stofnuð samtökin
„Skerjafjörður lifi“ ...
FJÖLMIÐLAFÓLK, hér á
landi sem annars staðar, leggur
ákveðinn metnað í að vera fyrst
með fréttirnar. Starfsmanni á
Stöð 2 tókst þetta heldur betur á
páskadag. Raunar má segja að
hann hafi verið á undan sinni
samtíð. í þýðingu á þætti með
söngkonunni Kiri Te Kanawa kom
nefnilega fram að Margrét
prinsessa, systir Bretadrottningar,
hefði verið viðstödd tónleikana og
hefði eiginmaður hennar verið
með í förinni. Þetta voru heldur
betur fréttir til næsta bæjar, því
síðast þegar menn vissu var
Margrét einstæð móðir og þar
með gjörsamlega makalaus. Áhorf-
endur, sem lögðu við eyrun,
heyrðu enska þulinn hins vegar
segja frá því, að Princess Michael
of Kent væri mætt á staðinn með
eiginmanni sínum.
LJÓ5 BóÓR & BELTI
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Þú og þeir
Kvíöinn er ég yfir því,
aö þú hylli náir.
Þeir sem dýrka Debmssy
í Dublin venða fáir.
Niöri
„Viö erum alltaf ad auglýsa óspillta
náttúru, en þad er hreinasta bull."
— INGVAR ÞORSTEINSSON, NÁTTÚRU-
FRÆÐINGUR, i ALÞÝÐUBLAÐINU UM HELGINA.
I
2 HELGARPÓSTURINN