Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 5
Aðalfundur Útvegsbankans hf. í næstu viku:
SKIPT UM BANKARÁÐ
Aðalfundur Útvegsbankans hf. verður haldinn á
þriöjudaginn í noestu viku. Þar verður skipað í nýtt
bankaráö og er það í höndum Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra að skipa fjóra menn affimm. Stjórn fisk-
veiðasjóðs skipar fimmta mann. Reikna má fastlega með
að Jón noti tækifœrið og breyti þeirri flokkaskiptingu
sem fyrirrennari hans í starfi, Matthías Bjarnason, kom
á, en þrír affimm bankaráðsmönnum eru yfirlýstir sjálf-
stæðismenn. Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við HP að slíkur
meirihluti eins flokks vœri óeðlilegur og breyting
hlyti að koma til. Samkvœmt áreiðanlegum heimildum
HP er hagnaður af rekstri Útvegsbankans fyrstu átta
mánuðina 220—230 milljónir króna og batnar eiginfjár-
staðan sem því nemur. Aœtlað tekjuskattsígildi er rúm-
lega 100 milljónir króna, en kemur ekki til greiðslu þar
sem „skattalegt hagræði" sem gamli bankinn gafkemur
þar til frádráttar.
EFTIR PÁL HANNESSON MYND JIM SMART
Það er nú í höndum Jóns Sigurðs-
sonar viðskiptaráðherra að skipa
fjóra menn af fimm í bankaráð Ut-
vegsbankans, en nýtt bankaráð
verður skipað á aðalfundi bankans
nú á þriðjudag. Matthías Bjarnason
skipaði á sínum tíma þá Gísla Ólafs-
son og Baldur Guðlaugsson, flokks-
félaga sína, í bankaráðið og Kristján
Ragnarsson kom inn í gegnum fisk-
veiðasjóð. Björgvin Jónsson hefur
verið fulltrúi Framsóknar og Jón
Dýrfjörð fulltrúi Alþýðuflokks.
BREYTINGAR Á BANKA-
RÁÐINU
Það er vitað að Jón Sigurðsson hef-
ur áhuga á að breyta þessari liðskip-
an og hefur í framhaldi af því ráð-
fært sig við fulltrúa a.m.k. annars
stjórnarflokkanna ef ekki beggja.
Steingrímur Hermannsson, formað-
ur Framsóknarflokks, vildi lítið láta
hafa eftir sér þegar HP ræddi við
hann, en sagði þó að hann teldi
mjög óeðlilegt að einn flokkur hefði
meirihluta í einu bankaráði og að
breytingar hlytu að koma til.
Ákvörðun í þessu máli væri hins
vegar alfarið í höndum Jóns Sig-
urðssonar.
Eigi Jón Sigurðsson að geta verið
viss um að hnekkja meirihluta sjálf-
stæðismanna þarf annaðhvort nú-
verandi formaður bankaráðsins,
Gísli Ólafsson, forstjóri Trygginga-
miðstöðvarinnar hf., að fara út eða
þá Baldur Guðlaugsson, lögfræðing-
ur með meiru. Þeir sem vel þekkja
til telja ekki mikið fararsnið á Gísla
og mætti því álykta að það yrði
Baldur sem yrði iátinn víkja. Það
gæti líka verið ásættanlegra fyrir
sjálfstæðismenn að þeir héldu for-
manni bankaráðsins, þyrftu þeir að
sjá á eftir einum sinna manna og
meirihluta í bankaráðinu. Skarð
Baldurs yrði síðan fyllt með Alþýðu-
flokksmanni, þó svo enginn augljós
valkostur skjóti þar upp kollinum.
Jón Dýrfjörð býr á Siglufirði og
kemur því tæplega til greina sem
formaður á meðan svo háttar til, en
annar möguleiki gæti auðvitað ver-
ið að krati settist í formannssætið og
nýi maðurinn í bankaráðinu yrði
framsóknarmaður. Talið er að
Björgvin Jónsson muni ekki sækja
áframhaldandi setu í ráðinu hart,
jafnvel þó hann sitji áfram, verði
þess farið á leit við hann. Það er því
allt eins líklegur möguleiki að Jón
komi til með að tilnefna fjóra nýja
menn í bankaráðið, tvo Alþýðu-
flokksmenn, einn framsóknarmann
og einn sjálfstæðismann.
FULLTRÚI
FISKVEIÐASJÖÐS
Fari svo eykst væntanlega þrýst-
ingurinn á stjórn fiskveiðasjóðs að
skipa nýjan fulltrúa þar og gerir
þeim þann leik jcifnframt auðveld-
ari, en margir hafa litið á setu Krist-
jáns Ragnarssonar í bankaráði Út-
vegsbankans sem óeðlilega. Stjórn
fiskveiðasjóðs, sem á 200 milljónir
af hlutafé Útvegsbankans eða 20%,
er samansett af þremur bankastjór-
um, einum fulltrúa settum af sjávar-
útvegsráðherra og þremur fulltrú-
um hagsmunaaðila. Það var strax
ljóst að bankastjórarnir þrír frá
Seðlabanka, Landsbanka og Út-
vegsbanka voru ekki gjaldgengir i
bankaráð Útvegsbankans hf. Það
má því telja undarlega ákvörðun að
fulltrúi einna hagsmunasamtaka, í
þessu tilfelli LÍU, skuli hafa setið
sem fulltrúi fiskveiðasjóðs í banka-
ráði Útvegsbanka, sérstaklega þar
sem hann tók síðar að sér forgöngu
fyrir hópi þeirra 33ja aðila sem
vildu kaupa bankann. Telja margir
eðlilegra að forstjóra sjóðsins, Má
Elíssyni, hefi verið fengið það hlut-
verk.
Kristján Ragnarsson sagði hins
vegar í samtali við HP að stjórn fisk-
veiðasjóðs hefði einhuga lagt að sér
að taka að sér sæti í bankaráðinu og
að hann sæi ekkert óeðlilegt við
það. Hann hefði ekki í huga að stíga
úr því sæti að fyrra bragði, en í til-
efni fyrri skrifa í HP ætlaði hann að
fara fram á að málið yrði rætt í
stjórn fiskveiðasjóðs, því hann vildi
ekki sitja í bankaráðinu í andstöðu
við stjórn sjóðsins. En jafnvel þó
aðeins sé tæp vika í aðalfund Út-
vegsbanka íslands hefur stjórn fisk-
veiðasjóðs enn ekki rætt um hvaða
fuiltrúa hún muni tilnefna í banka-
ráð og fundur með því umræðuefni
hefur enn ekki verið boðaður. Þykir
þetta andvaraleysi merki um
að stjórn fiskveiðasjóðs ætli sér ekki
að breyta um fulltrúa í bankaráði
Útvegsbankans.
Ýmsir hafa leitt að því getum að
þar sem fiskveiðasjóður heyri undir
sjávarútvegsráðherra sé ekki óeðli-
legt að hann beiti áhrifum sínum til
þess að stjórnin tilnefni fulltrúa sem
sé honum að skapi. Stjórn sjóðsins
ætti erfitt með að standa gegn slíkri
ósk. Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði hins vegar, að-
spurður um þetta atriði, að ákvörð-
un væri alfarið stjórnar sjóðsins,
hann ætlaði ekki að beita sér til að
hafa áhrif þar á. Halldór benti enn-
fremur á að hann teldi eðlilegt að
Jón Sigurðsson gerði einhverja
breytingu á samsetningu bankaráðs
Útvegsbankans, þar sem annar við-
skiptaráðherra hefði skipað núver-
andi bankaráð. Aðspurður um
hvort Framsókn og Alþýðuflokkur
hefðu tekið samcin ráð sín um skip-
an í bankaráðið sagði Halldór að
það væri eðlilegt að menn ræddu
saman um þessa hluti. ,,En það hef-
ur ekki verið á mínu borði, það eru
frekar formennirnir sem eru í því,"
sagði Halldór.
HAGNAÐUR 220
MILLJÓNIR KRÓNA
Á aðalfundinum verður lögð fyrir
ársskýrla Útvegsbankans hf. fyrir
þá átta mánuði sem hann hefur
starfað á þessu ári. Helstu niðurstöð-
ur ársskýrslunnar eru þær að hagn-
aður af rekstri Útvegsbankans var á
þessu tímabili milli 220—230 millj-
ónir. Hagnaðurinn er hins vegar að-
eins bókfærður sem 110—120 millj-
ónir króna, þar sem tekjuskattsígildi
að upphæð um 110 milljónir króna
er dregið frá 220 milljóna hagnaðin-
um í bókunum. Bankinn kemur hins
vegar aldrei til með að greiða þenn-
an álagða tekjuskatt, þar sem upp-
safnað „skattalegt hagræði" sem
bankinn keypti af Útvegsbankanum
gamla kemur til frádráttar. Raun-
verulegur hagnaður bankans er því
sem fyrr segir á bilinu 220—230
milljónir króna og eykst eigið fé
bankans sem því nemur.
Svo sem komið hefur fram keypti
Útvegsbankinn hf. hið svokallaða
„yfirfæranlega skattalega hagræði",
að upphæð 913 milljónir króna, fyr-
ir einar 190 milljónir. Þetta tapverð
var ákveðið af matsnefndinni marg-
frægu, en niðurstöður hennar voru
gerðar opinberar fyrir aðeins hálf-
um mánuði. í röksemdafærslu mats-
nefndar fyrir þessari verðlagningu
var m.a. tekið fram að miklu skipti
hversu fljótt „tapið" gæti nýst nýja
bankanum til frádráttar í sköttum.
Þeim mun hraðar, þeim mun verð-
mætara væri það Útvegsbankinn
hf„ sem gaf 190 milljónir fyrir 913
milljónirnar, hefur nú á tveimur vik-
um sparað sér rúmlega 100 milljónir
á kaupunum og á þó enn eftir rúm-
lega 800 milljónir af „skattalegu
hagræði" — tapi, sem hann getur í
framtíðinni notað til skattafrádrátt-
ar.
VERÐUR AF
BÚTASÖLUNNI?
Jón Sigurðsson hefur sagt að bíða
verði eftir niðurstöðum ársskýrslu
áður en hægt verði að ganga frá út-
boðum í bankann að nýju. Nú liggur
niðurstaða fyrir og hagnaður er af
rekstri bankans eins og fyrirsjáan-
legt var. Því má búast við að vinna
við nánari útfærslu á því hvernig
útboðinu verði hagað hefjist mjög
fljótlega í viðskiptaráðuneytinu. Jón
hefur reyndar þegar lýst í grófum
dráttum síðustu hugmyndum sínum
við að koma hlutabréfum á markað,
en þar verða þau að seljast á u.þ.b.
þreföldu nafnverði eigi ríkið ekki að
bera fjárhagslegt tap af öllu saman.
Ætlun Jóns er að selja hlutabréfin í
þremur hlutum: Fyrst eiga fjár-
magnsfyrirtæki og aðrir aðilar að
kaupa, svokallaður „hlutafjármuna-
markaður”, en ekki hefur enn kom-
ið fram hversu stóran hlut hann fær
til skiptanna. Síðan er ætlunin að
bjóða erlendum bankastofnunum
hlutabréf, en samkvæmt núgildandi
lögum mega erlendir bankar eiga
allt að 25% hlutafjár í íslenskum
bönkum. Að lokum, þegar „fjár-
hagslegur grundvöllur bankans hef-
ur þannig verið tryggður", svo vitn-
að sé til orða Jóns Sigurðssonar,
verða almenningi boðin þau hluta-
bréf sem eftir kunna að verða.
Með þessu móti vill Jón tryggja að
enginn einn aðili öðlist meirihluta-
eign í bankanum. Á það hefur hins
vegar verið bent að áhugi þeirra
fjársterku aðila innnanlands sem
hugsanlega hafa áhuga á Útvegs-
bankanum helgist fyrst og fremst af
því að ná þar meirihluta og þar með
völdum. Sé girt fyrir þann mögu-
leika dvíni áhugi innlendra fjár-
magnseigenda stórlega. í annan
stað hefur áður verði bent á það hér
í HP að erfitt sé að koma auga á af
hverju erlendir bankar ættu að hafa
áhuga á bankaviðskiptum hérlend-
is. Fari hins vegar svo að þeir kaupi
25% hlutafjár, þá ræður stjórn fisk-
veiðasjóðs yfir öðrum 20%, og hún
er óháð vilja viðskiptaráðherra um
það hvort og hvenær hún selur. Að
viðbættri núverandi hlutafjáreign
fyrirtækja og einstakiinga er hlutur
þessara aðila um 49%. „Hlutafjár-
munamarkaði” innanlands er því
boðið upp á um 51% hlutafjár og
virðist þannig kirfilega tekið fyrir
að nokkrum einum aðila takist að
komast yfir meirihlutaeign í bank-
anum.
Þessi staða, að viðbættu hækk-
uðu verði hlutabréfa bankans, leiðir
því til þess, sem fyrri daginn, að
þunglega horfir um að hlutabréf
Útvegsbankans hf. gangi út.
HELGARPÓSTURINN 5
Steingrímur Hermannsson: „Óeðli-
legt að einn stjórnmálaflokkur eigi
meirihluta í bankaráði. Það hlýtur
að breytast."
Útvegsbankinn hf.: Hagnaður var
milli220—230 milljónir þá áttamán-
uði sem bankinn starfaði á síðasta
ári. Bankanum hefur þegar tekist að
nýta sér rúmlega 100 milljónir af
„skattalega haaræðinu" sem hann
fékk frá gamla bankanum.