Helgarpósturinn - 07.04.1988, Qupperneq 8
VETTVANGUR
HELGARPÖSTURINN
Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson
Bladamenn:
Prófarkir:
Ljósmyndir:
Útlit:
Framkvœmdastjóri:
Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr ÞormóÖsson, Friðrik Þór
Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Páll Hannesson.
Sigríöur H. Gunnarsdóttir
Jim Smart
Jón Óskar
Hákon Hákonarson
Dreifingarstjóri:
Sölu- og markaðsstjóri:
Auglýsingar:
Áskrift:
Afgreiðsla:
Aðsetur blaðsins:
Útgefandi:
Setning og umbrot:
Prentun:
Birgir Lárusson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurrós Kristinsdóttir, Siguröur Baldursson.
Guðrún Geirsdóttir
Bryndís Hilmarsdóttir
er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511.
Goögá hf.
Leturval sf.
Blaöaprent hf.
Offors og yfirgangur
Fyrir skömmu var sýndur í sjónvarpinu fróölegur þátt-
ur um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins, og þær
opinberu stórbyggingar, sem hann hannaði og sá um
smíði á. Glöggt kom í ljós í þessum þætti hversu margar
tignarlegustu og stórfenglegustu byggingar þessa mikil-
hæfa húsameistara eru fjarri því að njóta sín vegna lág-
kúrulegs hundaþúfusjónarmiðs stjórnvalda, sem hafa
kúldrað þeim niður í húsasundum, þar sem þær eru
næsta óaðgengilegar og næstum ósýnilegar gestum og
gangandi.
Yfirvöld Reykjavíkurborgar hafa um áratugaskeið ver-
ið slegin augnglýju og blindu af líku tagi. Enn hefur borg-
in ekki eignast ráðhús, vegna þess að borgarstjórar hafa
ekki getað hugsað sér aðra bletti til að reisa á slíka bygg-
ingu en Tjörnina í túnfæti Ingólfs landnámsmanns. Jafn-
óðum hafa borgararnir risið upp og kveðið þessar hug-
myndir í kútinn. Borgaryfirvöld hafa Iátið undan síga en
fremur kosið, að ekkert ráðhúsrisi af grunni en að finna
því annan stað, þar sem hafa mætti rúmt um það á alla
vegu og gera það aðgengilegt og sýnilegt öllum íbúum
borgarinnar og gestum hennar. Með hverri nýrri kynslóð
hefja þau á ný þennan skæruhernað á hendur borgurun-
um, þótt finna megi víða í borgarlandinu víðfeðmar
lendur þar sem myndarlegt ráðhús getur blasað við og
verið veglegt tákn og stolt okkar ungu höfuðborgar.
En málið er í rauninni hætt aðsnúast eingöngu um ráð-
húsið og fáránlegt staðarval þess. Það er nú farið að snú-
ast um rétt borgarans gegn valdinu, um eðlilegan fram-
gang mála innan ramma laga og reglna, sem siðað sam-
félag setur sér og allir verða að lúta, hvort sem þeim hef-
ur um stundarsakir skolað upp í sæti tignar og valda eða
hafa í sínum höndum aðeins atkvæðisréttinn til að kjósa
sér valdsmenn, sem þó skulu einungis fremstir meðal
jafningja.
Lög um skipulag eiga núorðið að tryggja borgurunum
rétt til þess að vera með í ráðum og hafa áhrif á nánasta
umhverfi sitt. Davíð Oddsson og borgarstjórnarhirð hans
hafa farið offari í þessu máli og farið á ská og skjön við
ákvæði laga og reglugerða, þar sem þau ekki beinlínis
hafa verið brotin. Borgurunum hefur verið gert eins erf-
itt fyrir og unnt er að láta álit sitt í Ijós. Byggingarnefnd
borgarinnar hefur nú veitt leyfi til graftar fyrir grunni
hússins, þótt flest þau atriði, sem liggja eiga fyrir við slíka
ákvörðun, séu í rauninni óútkljáð og hafi ekki verið lögð
fram og rædd á réttum stöðum í stjórnkerfinu. Svo að
nokkur dæmi séu nefnd: Húsið hefur þanist út á alla
kanta og er nú ekki lengur í neinu samræmi við deili-
skipulag. Skipulagsnefnd hefur enga afstöðu tekið til
teikninga hins stækkaða húss. Stækkun byggingarreits
hefur ekki verið lögformlega birt í stjórnartíðindum. Fyr-
ir náttúruverndarráði liggja rökstudd mótmæli sérfræð-
inga við fyrirhuguðum vinnubrögðum við byggingu
hússins. Fyrir félagsmálaráðherra liggur rökstudd kæra
frá íbúum í grennd ráðhússins vegna byggingarinnar.
Sjálf borgarstjórn hefur í raun ekki tekið endanlega af-
stöðu til þessarar byggingar á þessum stað og mun ekki
gera fyrr en eftir mánuð.
Það má vera, að á öllum stigum stjórnkerfisins verði
þetta mál endanlega afgreitt borgarstjóra og liðsmönn-
um hans í vil. En honum ber, sem öðrum borgurum þessa
lands, að bíða eftir því að þau úrslit liggi fyrir áður en
hann hefst handa um framkvæmdir. Að fara að þessu
máli með því offorsi og þeirri djúprættu fyrirlitningu á
rétti borgaranna til að sækja og verja málstað sinn til
enda fyrir öllum þeim yfirvöldum sem skipulagslög gera
ráð fyrir, eins og Davíð hefur gert, er hvorki honum né
flokki einstaklingsfrelsisins, Sjálfstæðisflokknum, sæm-
andi. Kjörorð þess flokks var löngum: Gjör rétt, þol ei
órétt. Og það var í upphafi ekki meint sem háðsglósa.
8 HELGARPÓSTURINN
•’pan / o,, ... ’n
'íoyo /.
bann cTUr’s^,?Va,
. ctt, '
r,u' ^orol/an”
ZT' U:r«rtu
'®>rgjör.þii
Un sc-rðí Wð
' fri ,
au8l/ósur
Sæmilega sönn saga af
bréfakaupum og lakkrís
Nú segir af Maríu og Sigvalda. Þau
áttu bréf sem þau höfðu fengið þeg-
ar Sigvaldi hafði aulast tii að vinna
Mercedes Benz í happdraetti hjá ein-
hverjum samtökum. Sigvaldi seldi
bílinn og keypti bréf fyrir andvirðið.
Annars var María alltaf svo slæm í
bakinu. Sigvaldi orðinn lélegur í
hnjánum. Þess vegna skipti það þau
litlu máli hvort þau áttu bréf eða
ekki. Þeim leið hvort eð er djöful-
lega. Svo var yngri sonurinn alki,
bjó í Kaupmannahöfn og vann ekki
neitt nema einstaka teningaspil á
kránni. Það skipti hann heldur ekki
sérstaklega miklu máli þó foreldrar
hans ættu bréf. Honum leið illa, sér-
staklega fyrir brjóstinu, en það var
af því hann reykti svo mikið. Öll
heimsins bréf gátu ekki bjargað því.
Á meðan sögu þeirra Maríu og
Sigvalda og yngri sonar þeirra vind-
ur fram, reyndar áttu þau María og
Sigvaldi fleiri böm sem koma ekki
við þessa sögu og eru hér með úr
henni, skjótar en auga fær greint,
voru tveir eða þrír jakkafataklæddir
menn uppi á íslandi sem lifðu á því
að telja fólki trú um að peningar yxu
á trjám. Þessir menn héldu að ham-
ingja fólks væri fólgin í annars vegar
bréfum og hins vegar vélknúnum
farartækjum. Þetta voru hamingju-
samir menn af því þeir lifðu eftir og
trúðu á máltækið: Sælir eru einfald-
ir. Um það máltæki hafa reyndar
verið skrifaðar heilar bækur en það
verður ekki frekar rakið hér.
Nú segir af því þegar Sigvaldi
staulast á skrifstofuna þar sem hann
keypti bréfin þremur árum fyrr. Sig-
valdi var orðinn verri í hnjánum en
nokkru sinni fyrr. Gekk við tvo
kræklótta tréstafi og reyndi að láta
sem mestan þunga hvíla á höndun-
um svo fólk héldi ekki að hann væri
fyrrverandi bóndi. Þegar Sigvaldi
var kominn inn á skrifstofuna var
honum óðar boðinn kaffibolli. Sjálf-
salakaffi á 50 krónur. Sigvaldi af-
þakkaði. Sagði hins vegar farir sínar
ekki sléttar af feröalaginu til þeirra
á skrifstofunni. Ungur maður í
jakkafötum hafði um mikilvægari
hluti að hugsa en andlega líðan
manns, sem hann hafði ekki áður
séð, gamals og ófríðs. Spurði hvort
hann ætlaði að kaupa bréf? Nei,
sagði Sigvaldi. Það er ekkert með
það að gera, við viljum njóta fjárins.
Þetta tók ungi maðurinn ekki í mál
og rétti Sigvalda þegar lista yfir
vexti, verðtryggingu, vísitölu láns-
kjara, byggingar og kaupgjalds, al-
mennar sérávaxtabækur, helstu út-
reikninga á verðlagi og kauptöxt-
um, verðþróun í genginni tíð og
komandi auk nokkurra srnávægi-
legra fylgiskjala sem tekur ekki að
nefna. Brosti, lagaði bindið, sýndi
myndir af starfsfólkinu og bauð
lakkrís. Sigvaldi reyndi að skýra fyr-
ir unga manninum sem sat og maul-
aði lakkrísinn að þau hjónin ættu
son í Kaupmannahöfn sem þyrfti á
fé að halda, en á það vildi ungi mað-
urinn ekki hlusta, spurði í staðinn
hvort hann þyrfti ekki að gefa ferm-
ingargjöf. Stakk upp á fjórhjóli. Sig-
valda leist ekki illaá það nema hvað
hann mundi ekki til þess að hann
þyrfti að gefa fermingargjöf. Þáði
hins vegar meiri lakkrís. Vantaði
þau hjónin ekki fleiri bíla innan ein-
hverra ára, væri það ekki tilvalið að
kaupa bréf og kaupa svo bíla fyrir
bréfin innan einhverra ára. Sigvaldi
gat ekki séð að svo væri. Spurði svo
í grandaleysi, auðvitað, hvaðan allir
þessir viðbótarpeningar kæmu.
Þetta er ávöxtun, sagði ungi maður-
inn. Já, sagði Sigvaldi. Ég er ekki al-
gjör bjáni. En hvaðan koma pening-
arnir? Hver á þá núna og lætur mig
fá þá eftir einhver ár? Þetta skildi
ungi maðurinn ekki, mislíkaði
greinilega spurningin, hvessti aug-
un á Sigvalda og var greinilega far-
inn að tapa þolinmæði. Stakk
lakkrísnum í skúffu og spurði hvort
Sigvaldi ætlaði að kaupa bréf og þá
hversu mörg og fyrir hvaða upp-
hæð. Sigvaldi horfði löngunaraug-
um á eftir lakkrísnum og viðraði þá
hugmynd að kaupa kannski bréf. . .
fyrir helminginn af því fé sem hann
fengi fyrir þau bréf sem hann ætti
fyrir. Já, sagði ungi maðurinn og
opnaði skúffuna til hálfs. En það
væri hagstæðara að láta okkur fá
allt féð til að ávaxta það fyrir yður.
Sigvaldi horfði á lakkrísinn í skúff-
unni og tók ekki eftir þéruninni.
Hugsaði um hvað María myndi
segja þegar hann kæmi heim og
frétti að hann hefði enga peninga
meðferðis heldur bara bréf og þau
gætu alls ekki sent syni sínum í
Kaupmannahöfn neitt. María, sem
hafði verið ákveðin í að senda hon-
um a.m.k. nóg fyrir pari af skóm og
einhverju matarkyns. Annars var
María orðin verri í bakinu og mátti
sig vart hræra, varð að liggja í rúm-
inu sýknt og heilagt, en hann sjálfur,
Sigvaldi, staulaðist um og leið bölv-
anlega. En þau áttu þó alltaf bréf.. •
Kristján Kristjánsson