Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 6

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 6
Ur eigin neimi ■ * * < I' ■ Ný stjórn tók vid Goögá h.f., hlutafélagi því sem rekur Helgarpóstinn s.I. mánudag, en þá var haldinn aðalfund- ur í félaginu. Nýja stjórnin tók vid eftir miklar sviptingar tveggja fylkinga hluthafa, sem barist hafa um yfirráð yfir hlutafélaginu síðustu 14 mánuði. í nýju stjórninni eru Róbert Arni Hreidarsson, formaður, Birgir S. Hermanns- son, varaformaður, og Siguröur Ragnarsson. í varastjórn eru Gudmundur Óli Gudmundsson, Ólafur Sigurgeirsson og Gísli Gudmundsson. Sú fylking hluthafa sem nú held- ur um stjórnartaumana ræður naumum meirihluta hluta- fjár. Ágreiningur er um reksturinn á síðasta ári og við- skilnað fráfarandi stjórnar. Breytingar verða engar á rit- stjórnarstefnu blaðsins á meðan það er undir stjórn nú- verandi ritstjóra og hafa stjórnarmenn lýst því yfir að alls ekki sé á döfinni að breyta mannahaldi né hafa áhrif á skrifin. Lausafregnir þess efnis að Borgaraflokkurinn hafi keypt Helgarpóstinn eru úr lausu lofti gripnar. Óveöursský yfir Helgarpóstinum. Helgarpósturinn er í húsinu til haegri á myndinni. í kjölfar deilna og valda- uppgjörs eigenda blaðsins ríkir nokkur óvissa um framtíð Helgarpóstsins ... mynd: Magnús Reynir I rúmt ár hafa tvær fylkingar hlut- hafa í Helgarpóstinum eldað saman grátt silfur. Agreiningurinn hefur komið upp á stjórnarfundum og á aðalfundi s.l. haust, en þá var minni- hlutinn útilokaður frá stjórn fyrir- tækisins með því að fækkað var í stjórn niður í þrjá menn og tvo til vara. í þeirri stjórn voru þeir Sigurd- ur Ragnarsson, formaður stjórnar, Þóroddur Stefánsson, og Hákon Hákonarson, sem jafnframt var framkvæmdastjóri Helgarpóstsins. I varastjórn voru Gísli Gudmunds- son, forstjóri, og Hinrik Gunnar Hilmarsson, auglýsingastjóri á HP. Atkvæðamestir hluthafa í minni- hluta voru eftir þennan fund Róbert Árni Hreiðarsson, lögmaður, Árni Andersen, annar eigandi Leturvals sf., og Gardar Jensson, sem var dreifingarstjóri HP, en var sagt upp af meirihlutanum stuttu eftir aðal- fundinn í september. H LUTAFJÁR AU KNIN G I janúar s.l. var boðað til hluthafa- fundar í Goðgá h.f. til þess að ræða hugsanlega hlutafjáraukningu i fé- laginu, auk þess sem til umræðu var hugmynd um að hluthafar tækju að sér ábyrgðir í réttu hlutfalli við hlutafjáreign. Fundi þessum var frestað þegar sýnt þótti að ekkert samkomulag gat tekist á miili stríð- andi fylkinga hluthafa. Þessum fundi var formlega ekki lokið. A fundinum fullyrtu meirihlutamenn að staða fyrirtækisins væri góð og hagnaður ársins verulegur. I mars—maí tókst minnihluta hlut- hafa að komast yfir hlutabréf Þór- odds Stefánssonar, sem var lang stærsti hluthafinn í sitjandi meiri- hluta og varaformaður stjórnar, með þvi að Birgir S. Hermannsson, viðskiptafræðingur, keypti varafor- manninn út. Gekk Birgir S. til sam- starfs við þáverandi minnihluta sem varð meirihluti fyrir vikið. Meirihlutinn nýi krafðist þess strax, undir forystu Róberts Arna Hreiðarssonar núverandi stjórnar- formanns, að haidinn yrði aðalfund- ur í félaginu þegar í stað. Jafnframt var þess krafist að nýr fram- kvæmdastjóri yrði ráðinn og nýjum meirihluta opnaður aðgangur að bókhaldi fyrirtækisins. Þessum kröfum hafnaði stjórn fyrirtækisins og boðaði til aðalfundar s.l. mánu- dag svo sem áður er fram komið. AÐALFUNDUR Á aðalfundi þessum voru lagðir fram ársreikningar 1987, en at- kvæðagreiðslu um þá frestað og jafnframt boðað til framhaldsaðal- fundar í júlí. Nýr meirihluti og fram- kvæmdastjóri vinna nú hörðum höndum við að átta sig á stöðu fyrir- tækisins og segja viðskilnað fráfar- andi meirihluta með ólikindum. Á fundum með starfsfólki blaðsins hefur því meðal annars verið haldið fram, að ýmislegt sé að koma í ljós sem haldið hafi verið leyndu. Meðal annars að fráfarandi stjórn hafi ekki skilið eftir krónu í kassanum til að borga starfsmönnum laun, að lausa- menn hafi ekki fengið greitt frá því í apríl, að Leturval eigi inni veruleg- ar upphæðir hjá fyrirtækinu, að bú- ið sé að binda hendur auglýsinga- deildar með fyrirframgreiddum auglýsingasamningi til langs tíma og tekjur af þessu upp á 2,5 millónir króna notaðar til að draga úr skuld- bindingum fráfarandi stjórnenda vegna yfirdráttar í Búnaðarbankan- um, á reikningi sem var af sömu mönnum lokað. í samtölum við full- trúa fráfarandi meirihluta hafa kom- ið fram eindregin mótmæli við mál- flutningi nýja meirihlutans. HRAÐFLEYGUR VÍXILL UNDIR BELTISSTAÐ? Einn erfiðasti bitinn fyrir nýjan meirihluta að kyngja er víxill upp á eina og hálfa milljón, sem hefur far- ið sem blátt strik í gegnum kerfið og endaði í fjárnámsheimild 11 dögum eftir gjalddaga. Samkvæmt upplýs- ingum Ólafs Sigurgeirssonar, lög- manns og varamanns í stjórn Goð- gár, sem mun reyna að fá sátt um greiðslu víxilsins ógilda, var sam- þykkjandi og greiðandi Goðgá/ Hákon Hákonarson, fyrrum fram- kvæmdastjóri HP. Utgefandi var Sig- urður Ragnarsson, fyrrum stjórnar- formaður Goðgár og núverandi stjórnarmaður. Ólafur Thoroddsen lögfræðingur, er nú handhafi víxils- ins og hann rekur málið persónu- lega fyrir fógetarétti. Útgáfudagur víxilsins var 29. apríl og gjalddagi þann 15. maí. SÁTT SIGURÐAR Ólafur Thoroddsen mætti í fó- getarétt þann 20. maí, eða fimm dögum eftir gjalddaga, með lög- haldsbeiðni. Með honum mætti Sig- urður Ragnarsson og á skrifstofu fógeta var gerð sátt um greiðslu víx- ilsins. Sáttin var á þá leið að fyrsta greiðsla víxilsins upp á 400 þúsund, skyldi vera 24. maí, eða aðeins fjór- um dögum seinna. Enn fremur að ef ekki hefði borist greiðsla á þeim degi, skyldi allur víxillinn gjaldfall- inn, en aðrir gjalddagar voru þann 31. maí kr. 400 þúsund, 7. júní 400 þúsund og eftirstöðvar þann 19. júní. Goðgá hf, undir gömlu stjórn- inni greiddi ekki víxilinn þann 24. maí og varð gjalddagi sáttarinnar því næsta dag, þann 25. maí. Sam- kvæmt lögum má aðför fara fram daginn eftir gjalddaga sáttar. Þann 26. maí mæta sömu menn aftur á skrifstofu fógeta, þ.e. Ólafur Thor- oddsen og Sigurður Ragnarson og þá er gert fjárnám í öllum eigum Goðgár, þ.e. aðeins 11 dögum eftir upprunalegan gjalddaga vixilsins. Nýir stjórnarmenn eru mjög óhressir með þetta mál og hafa á orði að hér hafi „skemmdarverk" verið framin — að því er virtist til að koma HP á kné. Fyrri meirihluti þvertekur hins vegar fyrir að svo sé, víxillinn hafi farið upp í launa- greiðslur starfsmanna og að staða fyrirtækisins nú hvað varðar launa- greiðslur til starfsmanna, sé í engu frábrugðin því sem verið hefur á undanförnum mánuðum. HAGUR HELGAR- PÓSTSINS Samkvæmt ársreikningi var Helg- arpósturinn rekinn i fyrra með alls 7 milljón króna tapi, en hagnaður var árið áður upp á 4,7 milljónir. Al- mennur rekstur blaðsins var þar af rekinn með 3,2 milljón króna tapi en fjármagnsgjöld námu 3,8 milljón- um króna. Eignir rýrnuðu úr 19,8 milljónum í 15,8 milljónir eða um 20%. Munaði þar einkum um, að útistandandi viðskiptakröfur, víxileign og aðrar skammtímakröfur lækkuðu milli ára úr 15,7 milljónum króna í 10,9 milljónir. Skuldir jukust á hinn bóginn úr 13 í 14,8 milljónir króna og eigið fé fyr- irtækisins fór úr því að vera tæplega 7 milljónir í tæpa 1 milijón. I þessu sambandi er rétt að taka fram að út- gáfuréttur er einskis metinn í reikn- ingum sem er afar óvenjulegt. Ætti reyndar skv. venju að vera ca. 10% af veltu, eða um sex til sjö milljónir. Rekstrargjöldin hækkuðu um 12 milljónir króna á milli ára, þar af launakostnaður um 9,4 milljónir. Rekstrartekjurnar hækkuðu hins vegar aðeins um 1,8 milljónir króna. Munaði þar miklu um að tekjur vegna sölu bóka urðu nú hverfandi, en voru 4,8 milljónir 1986. Sala blaðsins sjálfs jókst í krónum talið um 6,1 milljón króna eða 11%. Sá liður í rekstrarkostnaði Helgar- póstsins sem virðist hafa komið nýj- um meirihluta mest á óvart eru laun og launatengd gjöld. Milli ára hækk- aði þessi liður úr 23,5 milijónum króna í 33 milljónir króna eða um 40%. Þar af hækkuðu vinnulaun úr 7,4 milljónum króna í 14,1 milljón og skýrist það að mestum hluta af fjölgun fastráðinna úr 12 í 15 að meðaltali um leið og raunvirði verk- takagreiðslna minnkaði milli ára. Vinnulaun á hvern fastráðinn mann, blaðamenn og skrifstofu- menn, hækkuðu því milli ára um 53,5%. Til samanburðar má nefna að frá 3. ársfjórðungi 1986 til sama ársfjórðungs 1987 hækkaði greitt tímakaup landverkafólks í ASI um 44,2% að meðaltali. Af einstökum stéttum má nefna að greitt tíma- kaup iðnaðarmanna hækkaði milli tímabila þessara um 62,5%, en hjá afgreiðslukonum var hlutfallið tæp 50%. Rekstrarstaða Helgarpóstsins um þessar mundir liggur ekki fyrir end- anlega. Á hinn bóginn hefur komið fram að fyrstu fimm mánuðir ársins hafi sala blaðsins aukist nokkuð frá því í fyrra og auglýsingatekjur vaxið til muna. ENGAR BREYTINGAR Róbert Árni Hreiðarsson, stjórn- arformaður, hefur ítrekað það við starfsfólk Helgarpóstsins, að engar fyrirætlanir séu uppi um breytingar í mannahaldi og að á engan hátt sé ætlunin að hafa áhrif á ritstjórnar- stefnu blaðsins. Þvert á móti verði allt gert til að koma blaðinu á skrið að nýju og fyrirhugað að flytja í stærra og hentugra húsnæði. Hann segist hafa tröllatrú á því að unnt verði að reka blaðið með ágætum hagnaði, sé rétt á málum haldið. Á Bylgjunni hefur því verið haldið fram að Borgaraflokkurinn sé að seilast til valda í Goðgá og gefið í skyn að hann hafi öðlast áhrifavald á ritstjórnarstefnu blaðsins. Meðal annars var haft eftir Júlíusi Sólnes að hann vonaðist til þess að skrif blaðsins yrðu nú vinveittari flokkn- um en áður og jafnframt var tekið fram að Egill Helgason, „tengda- sonur“ Júliusar sé að íhuga tilboð um að gerast ritstjóri blaðsins. Þess- um fregnum afneitar núverandi meirihluti Goðgár með öllu. „Fréttir um að Borgaraflokkurinn sé að falast eftir völdum eða áhrif- um í Helgarpóstinum eru uppspuni frá rótum. Ég er eini hluthafinn sem eitthvað er tengdur Borgaraflokkn- um og minn hlutur er ekki stór. Mér stóð til boða að setjast í stjórn blaðs- ins, en hafnaði því, einmitt vegna þess að ég vildi ekki að upp kæmu raddir í þessa veru, því ég geri mér grein fyrir að það myndi ekki auka sölu blaðsins að það verði kennt við ákveðinn stjórnmálaflokk," sagði Þórir Lárusson endurskoðandi nýrr- ar stjórnar Goðgár hf„ en hlutur hans í fyrirtækinu er aðeins 2,5%. Hann ítrekaði að hvorki Róbert Árni né Birgir Hermannsson væru stuðn- ingsmenn Borgaraflokksins eða í tengslum við hann beint eða óbeint. NÝ stjórn tók við i vikunni ÁGREININGIIR um viðskilnað fráfarandi stjórnar ÓBREYTT ritstjórnarstefna BORGARAFLOKKSTENGSLIN kjaftæði 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.