Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 12

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 12
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Smeygið þér yður inn úr dyragættinni með augun á hurð- inni eða handfanginu, og því næst á gólfinu eða loftinu? Eða komið þér ef til vill æðandi inn með fyrirgangi og látið hurðina sveiflast stjórnlaust? Eöa ef til vill byrjið þér að tala eins og hundrað manns án þess að taka tillit til þess hvort sá sem þér talið til er: a) að tala við einhvern annan b) að tala í símann eða c)önnum kafinn við að leggja saman tölur á blaði? Þessar línur eru teknar úr liskubókinni sem gefin var út af bókaútgáfunni Val í þýðingu Halls Hermannssonar, líklega fyrir einum 25 árum. Okkur kann að þykja þessar lýsingar nokkuð ýktar en á þeim tíma voru þessar línur skrifaðar í fullri alvöru og leiðbeiningar um bætta framkomu á þessu sviði sem öðrum voru inntak bókar- innar. Höldum áfram með kaflann sem byrjað var á hér í inngangi og heitir „Að koma inrí': Leynd- ardómurinn við fágaða inngöngu er í þvi fólginn að koma hávaða- laust inn og loka dyrunum með báðum höndum að baki yður, þannig að þér horfið inn i herbergið. Myndin er jafnvel ennþá skemmtilegri ef þér færið yður í miðjar dyrnar sem þá „innramma" yður. Lítið á þann eða þá sem inni eru með bros á vör (og bjóðið góðan daginn o.s.frv. ef tilefni er til.)" LAUMIST ÞÉR ÚT UM GÆTTINA? En auðvitað er ekki nóg að kunna að „koma inrí'. Fólk — reyndar er bókin skrifuð fyrir konur eingöngu — verður líka að kunna „að ganga út“ eins og næsti kafli ber með sér: „Læðist þér að dyrunum og laumist út um gættina eins og feimið barn? Eða, sveiflið þér ef til vill hurðinni frekjulega og kærið yður kollótta þótt hún skelli harkalega að stöfum? Þegar þér réttið út hendina til að taka um handfangið, skjótið þér yður þá í keng og rekið sitjand- ann aftur?" „Leyndardómurinn við að ganga dömulega út, er sá að ganga rólega til dyranna, standa bein og rétt um leið og þér opnið. Og um leið og þér gangið út, lítið þér um öxl með „kveðju- brosi" eða jafnvel snúið höfðinu aðeins svolítið til hliðar. Þér megið ekki ofleika þetta. Lokið dyrunum án hiks og umfram allt hljóðlega." ÞÉR EIGIÐ AÐ LYFTA YNDISLEGA KJÓLNUM YÐAR... Og það þarf að vanda sig oftar en þegar komið er inn um dyr eða farið út um þær. Stigar eru til dæmis varhugaverðir, vilji konur halda kvenleikanum: „Unga kona, þér ættuð að ganga upp þessa stiga eins og fugl á flugi, léttilega og mjúklega, með beinum fótum og stíga aðeins táberginu niður. Þér eigið aðeins að lyfta yndislega kjólnum yðar, með liprum fingrum, þrjá til fjóra sentimetra, þannig að rétt sjái á töfrandi samkvæmisskóna.. Þér ættuð líka að ganga svif- létt niður stiga, en þó hægt og rólega, gefa yður góðan tíma og þreifa eftir hverri tröppu með táberginu..." Höfundur bókar- innar, Mary Young, kennir konum líka að bera sig vel þegar þær standa: „Eruð þér of þreytt til að halda yður uppréttri? Reisn í fasi er ómissandi, en varist sýnimennsku. Setjið svolítinn snúning á líkamann með því að stíga öðrum fæti örlítið aftan við hinn. Best er að láta þungann hvíla á aftari fætinum, enda er líkaminn þá í „start" stöðu. Ef þér stigið aftari fætinum þannig að hann myndi fjörutíu og fimm gráðu horn við hinn fótinn, þá sjáið þér, að þér hafið náð sömu stöðu og sýningarstúlkan, er hún hikar andartak eftir að hafa snúið sér við. Samt sem áður verðið þér að gæta þess að yfirdrífa hvorki fótstöðuna né snúninginn á líkamanum, því að þá eigið þér á hættu að sýnast tilgerðarleg. (Munið: „listrænan dulbúning listarinnar.") ...SEM ER YÐUR SAMSEKUR í AÐ FLISSA Þá kunnum við þetta. En ætli við ættum ekki erfitt með að vera svo kvenlegar að við létum ekki eftir okkur að flissa þegar tilefni væri til? Um það atriði segir Mary Young í kaflanum „Rómur og hlátur": að flissa: Þetta er mjög óskemmtilegt, bæði fyrir yður og aðra. I raun- inni telja margir það ókurteisi. Þér vitið það af reynslu að því oftar sem þér leyfið yður það, því meiri tökum virðist það ná á yður. Ef mögulegt er ættuð þér að ganga á brott og dveljast einhvers staðar í einrúmi á meðan þér eruð að jafna yður. Og skilyrðislaust verðið þér að ganga á brott frá þeirri persónu sem er yður samsek í að flissa. Og það er greinilegt að konur geta komíst í erfiðari aðstöðu en þá að flissa. Hvað til dæmis þegar konu er boðið út að borða og hún verður fyrir því óláni að missa eitthvað af hnífapörunum sínum í gólfið? Við myndum örugglega allar beygja okkur niður og taka hlutinn upp — en nei, slíkt er ókvenlegt: „í hreinskilni sagt ætti kavaler- inn aldrei að sjá yður taka neitt upp úr gólfinu. Hafi skeið, gaffall eða munnþurrka, o.s.frv. fallið á gólfið, þá er það að réttu lagi þjónninn sem á að taka það upp, fara með hlutinn á brott og færa yður annan..." Næsta grein er nútímakonunni auðvitað gjörsamlega óskiljan- leg, enda sennilega sjaldgæft að kavalerar nútímans taki eftir því hvort konur séu yfirleitt með skartgripi, hvað þá heldur hvort armband sé á handlegg kon- unnar eða á gólfinu. En setjum nú svo að við misstum demant- ana á gólfið þá er hér hin ágætasta aðferð til að fá herrann til að taka eftir því, — án þess þó að við gleymum yndisþokk- anum: „En gerum nú ráð fyrir að armbandið yðar hafi runnið niður á gólf, án þess að nokkur veitti því athygli. Ættuð þér þá, þegar þér verðið þessa vör að beygja yður og taka það upp? Alls ekki. Reynið að setja upp kvenlegan vandræðasvip er þér lítið á kavalera yðar, um leið og þér segið: „Ó þetta var slysalegt. Ég hef víst misst...." Og áður en þér hafið lokið setningunni hefur hann, það getið þér verið viss um, staðið upp af stól sínum og beygt sig eftir armbandinu. Reynið þetta, að yfirlögðu ráði, við heppilegt tækifæri." ÞIGGIÐ ELD MEÐ KVSNLEGRI ALÚÐ En nú kemur að aðaltrikkinu. Ef konu er boðið í veislu verður hún auðvitað að halda yndis- þokkanum og vera jafnframt 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.