Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 13

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 13
umlukin leyndardómi. Hann er hægt að skapa til dæmis þegar þér er boðin sígaretta. Nútíma- konur eru ekkert að leyna því að þær reyki ekki og eru fremur stoltar af. Slíkt er á misskilningi byggt. Konan á aldrei að segja meira en nauðsynlegt er: „REYKINGAR. Ef þér reykið ekki: Segið aðeins „nei þakka yður fyrir" og gefið engar skýringar nema ef þér bætiö viö áherslu- laust „ég reyki ekki." Þetta getur tryggt aö yður veröi ekki boðnar sígarettur aftur..." En hvaö gera þær þá sem reykja? Jú, um þaö er fjallað í kaflanum um reykingar, undir titlinum Ef þér verðið: „Þegar þér hafið þegið sígarettu, gangið þá ekki um með hana án frekari aðgerða. Venjulegast er yður borinn „eldur" sem þér eigið að þiggja með kvenlegri alúð. Það er hræðilegt aö sjá dömu velta sígarettu milli vara sér, til að væta hana. Að væta varirnar örlítið einu sinni nægir, og það eigið þér að gera án þess að á því beri. Munið það einnig, að það er óskemmtilegt og ókven- legt að hafa sígarettu milli varanna á meðan þér talið eða dreifa ösku út um allt. Að reykja á götum úti eða í almennings- vagni er blátt áfram útilokað..." Að sjálfsögðu er fjallað um vínneyslu í bókinni. Það er kúnst að drekka kvenlega: „Þekkið fullkomlega takmörk yðar og haldið yður örugglega undir þeim. Aflið yður dálítillar vitneskju um borðvín, sterk vín og kokteila, en látið það þó ekki valda yður áhyggjum þótt þekking yðar á þessu sviði sé af skornum skammti.... Fróður kavaleri miðlar yður með ánægju af visku sinni, ef þér viðurkennið að þér vitið sáralítið um þetta efni. (Þetta gildir í raun líka um öll önnur umræðuefni...)" LEGGIÐ SÍMTÓLIÐ HÆVERSKLEGA Á GAFFALINN Þá erum við komnar heim úr veislunni og auðvitað hringjum við til að þakka fyrír okkur. En — það er ekki jafn auðvelt og það hljómar. Það þarf nefnilega að slíta samtalinu einhvern tíma og slíkt getur verið hreinasta snilld: „Þegar símtalinu er lokið, gerið þá annað tveggja, að bíða þar til hinn hefur slitið sambandinu, eða leggið símtól yðar mjög hæversklega á gaffalinn. Ef þér skellið á, jafnvel í ógáti, bendir það til óþolinmæði. Auðvitað væri það hjákátlegt ef báðir aðilar eru jafn hæverskir og hvor um sig bíður eftir að hinn leggi á (Það hefur þó aldrei komið fyrir mig.)" Reynist ykkur konum ómögu- legt að fylgja þessari gullvægu reglu eftir, er hitt reynandi, að fara heim til þess sem bauð í veisluna eða hvert sem það var. En það er líka list. Maður hringir nefnilega ekki dyrabjöllu bara rétt sisvona: „Forðist að gera slíkt snöggt og með fyrirgangi. Einhver innan dyra gæti verið veikur, viðkvæmur eða viðbrigðinn." Þetta þýðir semsé allt, að konur í dag eru fæstar mjög kvenlegar, ef þetta er hin eina rétta uppskriff að yndisþokka. Hvernig væri nú að taka sér þessar leiðbeiningar Mary Young til fyrirmyndar og koma „kaval- ernum" verulega á óvart um helgina??! HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.