Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 14

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 14
VIÐTAl OG MYND: HANNES LÁRUSSON i I 1 t *• i ■ magn tímafars Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Suart á Hvítu viö Laufásveg sýn- ing á verkum eftir Jóhann Eyfells. Hann sýnir nú röö verka sem hann kallar einu nafni „Pappírs samfellur". Jóhann hélt sýna fyrstu einkasýningu hér- lendis í húsi Einars Eyfells bróöur síns viö Selvogsgrunn í Reykjavík 1961. Síöast voru verk eftir hann sýnd á fslandi á sýningunni „10 gestir“ sem hald- in var á Kjarvalsstööum 1984. Bróöurpartinn af starfsferli sínum hefur Jó- hann veriö búsettur í Bandaríkjunum. Og frá árinu 1969 hefur hann ásamt konu sinni, Kristínu Eyfells myndlistarkonu, veriö búsettur í Orlando, Flór- ída þar sem hann hefur gegnt prófessorsstööu í myndlist viö University of Central Florida. i listsögulegu og hugmyndalegu samhengi er Jóhann Eyfells meðal þeirra sem brotið hafa möguleikum listaverksins nýja farvegi með gagnrýnni og um leið varfærinni könnun á hlut- verki og valdi tíma og rúms í sköpun listar. Að þessu leyti hefur list Jóhanns verið samstíga helstu hræringum sem vart hefur orðið innan myndlistarheimsins, bæði í Evrópu og í Banda- ríkjunum, allt frá upphafi sjötta áratugarins. I listsköpun Jóhanns sýnast þrennskonar heimsmyndir fléttast saman. Fyrst er um að ræða heimsmynd eðlisfræðinnar sem leitast við að varpa Ijósi á ýmis grundvallaröfl sem eru að verki í alheiminum. Þá er það heimsmynd heim- spekinnar, eða þeirrar hefðar innan heimspeki, sem er mörkuð djúpri afstæðishyggju gagnvart sannleikshugtakinu og lítur á manninn og menningu hans fyrst og fremst sem afsprengi sögulegrar framvindu. Og loks er það heims- mynd dulspekinnar sem vill gefa mætti og inn- sæiskrafti hugans grænt ljós. Flest af margbrotn- ustu hugtökum sem nútímalist hefur glímt við síðustu tvo til þrjá áratugi, svo sem „tilviljun", „nákvæmni", „staðsetning", „tilvísun", „ná- iægð", „efniskennd", „framvinda", „tími", „úr- vinnsla", „endurtekning", „þyngd", „léttleiki" o.s.frv. gegna öll veigamiklu og meðvituðu hlut- verki í listsköpun Jóhanns. í vissum skilningi stendur list Jóhanns í ís- lenskri listasögu sem brú milii tveggja heima. Við annan enda hennar er heimur sjálfhverfs óhlutstæðis (þ.e. heimur abstrakt listarinnar) sem er sá jarðvegur sem list Jóhanns er upp- runnin úr. Við hinn endann er heimur þeirrar listar sem hefur reynt að nálgast síkvika reynslu listskapandans og listunnandans frá nýjum sjón- arhornum. Orðað á annan hátt mætti ef til vill segja að list Jóhanns Eyfells sé óhlutstæð list sem neitaði að staðna, en hélt þess í stað áfram að þroskast, víkka og dýpka, svo úr varð list sem heldur tryggð við nálægð og efniskennd yfir- borðsins, en skírskotar jafnframt til margbrotins innihalds handan þess. Efvid byrjum fyrst á því aö minnast á almenn- an bakgrunn; t.d. þaö hvernig á því stóö að þú fórst í myndlist? „Ég hugsa sjaldan aftur í tímann. Þegar þú minnist á myndlist og gömlu dagana þá held ég þegar ég fer að hugsa um þetta að minn karakt- er hafi mikið mótast í sveitinni þar sem ég dvald- ist öll sumur sem strákur. Reykjavíkurborg held ég hafi haft lítil áhrif á mig sem listamann en sveitalífið aftur á móti leikið stórt hlutverk í sái- arlífi mínu. Hér er ég fyrst og fremst með nátt- úruöflin í huga." Það er íslensk náttúra og íslenskt landslag sem verður afgerandi áhrifavaldur? „Já, örugglega á mig sem ungan mann en seinna verður þetta miklu víðtækara og kemur allt meira inn á kosmólogíu en sjáanleg náttúru- öfl. Bragi Ásgeirsson hefur sagt ansi góðan hlut um mína list: að ég skapaði list í samræmi við ís- lensk náttúruöfl. Og vitanlega er þetta rétt en um leið alltof takmarkað. Eftir að ég fór að hugsa nánar um öfl lífsins þá finnst mér það sem ég er að búa til, vera mjög lítið staðbundið. Miklu fremur jarðlegt og kosmólógiskt frekar en að það sé í tengslum við eldgos, vatnsföll og veð- urfar sem eru náttúrufyrirbæri sem oft koma upp í huga manns heima." Þú virðist hafa fundiö heppilegri skilyrði til listsköpunar í Ameríku en á Islandi? „Maður verður ávallt að vinna við þau skilyrði sem eru fyrir hendi. Mér gekk ágætlega að vinna heima á ísiandi þó stundum yrði ég fyrir töfum vegna kulda og rigninga. Hvað loftslag varðar í Flórída þá er það eins ákjósanlegt og hugsast getur. Hér get ég unnið úti allan ársins hring við málmbræðslur og önnur verk sem tengjast skúlptúrum mínum." Þú áttir heima í Bandaríkjunum þegar sem mestur uppgangur var í myndlist þar, þ.e. á tíma- bilinu frá miðjum fimmta áratuginum og fram eftir þeim sjötta. Finnst þér að þú hafir orðið fyrir einhverjum beinum áhrifum, t.d. frá „Action- málurunum" (Athafnamálurunum) þar sem Jackson Fbllock var í broddi fylkingar? „Vissulega var jackson Pollock nokkurs konar hetja meðal listamanna á fimmta áratuginum. En það síðasta sem ég vildi verða fyrir er að ganga í fótspor einhvers. Ég held að Pollock hafi verið tilfinningamaður, maður sem tapaði sér í hami listsmíðarinnar. Það hef ég aldrei gert. Ég er mjög notarlega stemmdur. Að vísu altekinn nákvæmni. Nákvæmni hefur að gera með efnið og þær ákvarðanir sem maður tekur á sömu stundu og það gerist móttækilegt fyrir vali og nýrri storknun. Fyrsta stigið er þegar það kemur inn á vinnustofu mína. Annað stigið þegar efnið verður fljótandi. Og síðan þriðja stigið þegar það tekur aftur á sig fast form. Stundum mynd- ast ný sambönd milli efna, stundum óeðlileg dreifing." Hvað um skyldleika við „Minimalistana" svo sem Donald Judd og síðar vinnubrögð þeirra sem kenndu sig við Hugmyndalist? „Þegar ég áttaði mig á þeirri tilfinningu að nota þessi þrjú stig málms fannst mér ég vera á sviði sem ekki hafði verið tekið í notkun áður. Mér fannst ég vera að ryðja veginn fyrir nýrri atiögu að vissum natúralisma. Ekki óskyldum því sem raunverulega gerist í náttúrunni, en þó alltaf undir valdi ákvarðana listamannsins." Hér getur þá ekki verið um nein áhrif að rœða? „Nei, engin. Ekki frá þeim sem komu fram eft- ir 1960." Það er þá frekar að um samlíkingu við At- hafnamálarana, einkum Pollock, sé að rœða? „Jú, vissulega hvað varðaði leiðir sem höfðu verið sannaðar og sem gáfu mér sem ungum manni þá tilfinningu að þessar listaðferðir væru löglegar, ef svo má að orði komast." En hvað um áhrif frá Marcel Duchamp sem var að byrja að veröa áberandi á þessum árum? „Mjög, mjög lítil. Ég efast um að Marcel Duchamp hafi verið persónuleiki sem ég kann- aðist við á þessum tíma." Hvaö um hugmyndir hans um tilviljun? „Teoretískt var tilviljun ekki möguleg í mínum hugsunarhætti á þessum tíma. Ég minnist þess hvernig ég orðaði þetta í smá bæklingi sem ég prentaði, þar sem ég sagði; að tilviljun væri órannsökuð afleiðing. Þetta var 1960. Þessi rætt við iéhann eyfells myndlistarmann i orlando, flerida, sem um bessar mundir sýnir á islandi efftir langt hlé

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.