Helgarpósturinn - 02.06.1988, Síða 16
augnablik þegar ég tek ákvarðanir
eru óhjákvæmileg. Það eru ákvarð-
anir þar sem eitthvað myndi gerast
hvort sem ég myndi gera eitthvað
eða ekki. Það er þetta afl sem er
óstöðvandi og pínir mann til þess að
hugsa um augnablikið sem eina til-
veruháttinn í alheiminum.
Hvað í íslenskri myndlist og
menningu hefur haft dýpst áhrif á
Þ'g?
„Meðal myndlistarmanna er það
örugglega Kjarval hvað yfirborð
varðar. Honum hefur tekist, líkt og
Pollock, að sýna áður óþekkt mótív
á eðlilegan og sannfærandi hátt.
Annars eru áhrifin miklu meiri frá
persónuleikum á öðrum sviðum,
bændum, sjómönnum og fólki í at-
hafnalífinu."
Má ekki segja aö þá hafir gengist
inn á og tileinkad þér viðhorf ís-
lenskrar alþýðu til vinnunnar?
„Jú, örugglega. Þetta hefur með
sálarástand að gera. Ég hef aldrei
samþykkt eitthvað fyrir ekki neitt.
Mér hefur aldrei fundist það vera
möguleiki að eitthvað verði til
gratís. Ég man eftir umsögn sem
birtist um íslenska sýningu sem ég
tók þátt í Þrándheimi í Noregi, þar
sem var sagt að Gunnlaugur Schev-
ing og Jóhann Eyfells væru íslensk-
ustu listamennirnir á sýningunni.
Þetta þótti mér ákaflega vænt um.
Mér fannst það upplífgandi að hægt
væri að ímynda sér að það væri
samræmi milli þess sem ég var að
gera í abstraksjón og Gunnlaugur
var að gera í málverkum sínum af
sjávarlífi."
Með hvaða íslenskum myndlistar-
mönnum hefur þér helst fundist að
þú œttir samleið á undanförnum
áratugum?
„Þegar ég kom heim 1964 (Jó-
hann kenndi við M.H.Í. 1964—69)
varð ég ákaflega hrifinn af hópi af
ungum listamönnum sem síðar
kenndu sig við SÚM. Mér fannst það
sem þeir sögðu um list og lista-
mennsku mjög heiðarlegt og sann-
færandi. Að list sé visst líf, visst líf
skapar listrænar hugsanir, listrænar
hugsanir auðga svo þetta líf og
þannig koll af kolli. Mér fannst þess-
ir ungu menn með slíkan hugsunar-
hátt vera á braut sem ekki gæti
misst marks."
Það sem þú sýnir núi Gallerí Svart
á Hvítu eru nær eingöngu verk sem
þú kallar ,,pappírs samfellur.
Hvernig eru þœr upprunnar?
„Fyrst við höfum verið að tala um
gömlu dagana þá rifjast það upp að
pappírs samfellurnar eiga sterkan
grundvöll í sérstaklega einu sumri
upp í sveit þegar ég var strákur. Við
vorum nokkur saman að leita að
ánamöðkum og veltum við stein-
um. Það hafði geysileg áhrif á mig
að sjá hvernig steinarnir höfðu
sokkið í jörðu og myndað í hana
djúp för. Næsta ár athugaði ég þetta
betur og þá höfðu sömu steinarnir
aftur sokkið í svörðinn á þeim stað
þar sem við skildum við þá. Þetta afl
sem þarna var að verki og virðist
óstöðvandi hefur mótað það sálar-
ástand sem stendur að baki samfell-
unurn."
Skúpltúrar þínir eiga það allir
sammerkt að vera gerðir úr efnum
sem storkna, málmum eða steypu.
Þú notar aldrei liti nema þá sem eru
á efninu sjálfu sem er í verkunum.
Fljótt á litið virðast verk þín vera
endurtekin tilbrigði vid sama
grunnstarfið. Geturðu lýst því í fá-
um orðum um hvað verk þín snú-
ast?
Allir mínir skúlptúrar fylla tóm og
undirstaða þeirra allra hefur frekar
að gera með mót en massa. I aðal-
atriðum byggi ég ekki skúlptúr upp
sem massa eða þyngd, heldur finnst
mér ég vera að ráðast inn í tóm. Ég
er miklu meira að hugsa um það
sem málmurinn fellur inn í en það
sem mótast. Minn skúlptúr gerir
það efniskennt, sem er án efnis, þ.e.
það sem er hreint rými. Og af þess-
um sökum nota ég efni sem flæðir
og getur storknað. Öll mín vinna er
í aðalatriðum hugsuð sem andhverf-
ur. Þetta er sérstaklega augljóst í
pappírs samfellunum, sem sýna eig-
inlega rýmið eða afrit af rýminu
sem hefur mótast undir sjálfum
verkunum.
Þannig að fyrst byggirðu upp
verk, sem er einskonar mót af tóm-
inu, og pappírs samfellurnar eru þá
afrit af þessu tómi?"
Einmitt.
En huað um umfang og þyngd
verka þinna?
I minni hugsun um verkin er
þyngd gerð hlutlaus í þessum and-
hverfingum eða viðsnúningum,
sem ég var að lýsa. Þetta er þó ekki
einhlítt. En í aðalatriðum er þyngd
gerð hlutlaus með því að snúa hlut-
unum við, þannig að það sem skap-
ar þyngd verður nú á hvolfi. Það er
þessi léttleiki og þessi hugsun um
léttleika, sem hefur leikið aðalhlut-
verk í mínum skúlptúrum. Léttleiki
hefur eitthvað að gera með miðju.
Léttleiki er eitthvað sem ég hugsa
um sem altækt eðli, eitt af því sem
stendur á bak við efnisheiminn."
Þú virðist vera að leita að „frum-
leika" í verkum þínum, bœði hvað
varðar efni, hugsun ogform. Þú not-
ar t.d. oft hringformið. Hvað viltu
segja um þetta?
„Þetta er erfitt að útskýra í stuttu
máli. Við getum sagt að hringurinn
sé undirstaða í efnisheiminum,
nauðsynlegur til að hægt sé að túlka
margvíslegar „fæðingar" og fyrir-
bæri, þ.á. m. léttleika."
Þú tengir léttleika við miðju jarð-
ar, miðju hjóls o.s.frv.?
„Já, ég hef stundum sagt að hægt
sé að líta á hringinn sem fæðingu
iéttleika í efnisheiminum."
Geturðu útskýrt þetta nánar?
„Eðli léttleika verður ekki skilið
nema út frá hugtökunum um ná-
kvæmni og nálgun. Það sem við
skiljum og getum gert að táknmáli
er aldrei eðli hlutarins, heldur eðli
hlutarins í einhverri mynd. Fólk
spyr mig oft hvað skúlptúrar mínir
séu þungir, en fyrir mér er það al-
gjört aukaatriði."
En nú búa verk þín yfir mikilli
efniskennd og nálœgð, og virðast
óhagganleg. Hvað er athugavert við
að nálgast verkin með þetta í huga?
„Ég vona að verk mín skapi til-
finningu fyrir óhjákvæmileika. Verk
mín sýna líðandi stund sem óhjá-
kvæmilega fæðingu. Það sem við
verðum að átta okkur á er hvað það
er sem hvorki getur byrjað né hætt.
Með öðrum orðum, óendanleikinn
er skiljanlegur á þennan hátt sem
fæðing."
Líturðu á fœöingu sem það sama
og sköpun?
„Já, að vissu marki. Sköpun á
frekar við verkið sem listamaðurinn
býr til, en fæðing á við hugsunar-
háttinn að baki sköpuninni.
Framrás tímans er þetta grund-
vallarlögmál, sem þú ert að tala
um?
„Já, eða það sem ég vill fremur
kalla „magn tímafars". Magn er
bæði þyngd og kraftur, tímafar er
orð í ætt við skýjafar, þ.e. eitthvað
sem er í sífelldri hreyfingu. Þetta
hefur með það að gera hvernig ein-
staklingurinn meðhöndlar sín
augnablik. Tíminn bíður aldrei eftir
manni."
Að samþykkja tímann, er það þá
léttleiki?
„Já, þá dansar maður á tíma-
fari, og þyngd er þá það að streitast
á móti tímanum. Þyngd er í vissum
skilningi afstaða hugans til erfið-
leika, þyngsla."
Þunglamalegheit?
„Já, það er einmitt það sem ég
meina."
Er ekki hœtt við margt af því sem
þú hefur verið að segja hljómi ein-
kennilega í eyrum margra a.m.k. ef
ekki koma til frekari útskýringar?
Hvert er fyrsta skrefið í því að nálg-
astþá hugsun sem þú hefur verið að
brjóta heilann um og verið að út-
skýra með verkum þínum í nœr 30
ár?
„Að taka að láni það jákvæðasta
úr tilverunni eins oft og hægt er.“
Er þetta einskonar listguðfrœði?
„Nei, þetta á ekkert skylt við trú-
mál. Það eina sem er virkilegt líf í,
er það sem er jákvætt. Er eitthvað til
sem er „réttleiki"? Sannleikurinn er
tímabundinn en það sem er rétt er
eilíft. Listin heldur því fram sem er
rétt, blæs lífi i þann hluta af tilver-
unni sem er réttur. Listin fæst við
„réttleikann" í tilverunni. Listin er
bragð svo við deyjum ekki úr viss-
um sannindum."
Viltu bœta einhverju við þetta?
„Ekki nema því að þetta sem ég
sagði síðast um listina hlýtur oft að
hafa verið sagt áður."
Þú hefur fengið það að láni?
„Að veija og að fá að láni er það
sama. Það er leið til þess að taka
þátt í því sem er rétt og ánægjulegt.
Ánægjan sem ég er að tala um felst
í því að standa upp og njóta þess að
vera öðruvísi en aðrir. Eðli þess sem
er endurtekning mismunar er magn
tímafars.
Mismunur er þá lykilatriði? •
„Hann er aðalatriðið. Mismunur
er altækt eðli. Við verðum einstakl-
ingar í nafni mismunar. Örlög okkar
eru að vera öðruvísi. Mismunur er
undirstaða þess að njóta lífsins. Mis-
munur er eitt af því sem sameinar
okkur sem mannverur. Að vera ein-
staklingur er að kunna að njóta mis-
munar. Þetta iel ég ástæðu fyrir
miklum fögnuði.”
Eru verk þtn vitnisburður um
þessa hugsun?
„Erfiðleikarnir eru að orðin vant-
ar. Lógikina vantar ekki. Ég held að
hún komi skýrt fram í verkunum
sem ég geri. Það sem ég er að reyna
að segja er ekki segjanlegt heldur
býr í þögninni. Allir hljómar ættu að
vera ánægjulegir. Neyðaróp er skýr-
asta bergmál þagnar. Þjáningin er
eins og hljómur sem er dýpri en aðr-
ir hljómar. Neyðaróp er þögn í vand-
ræðum. Ég sæki öryggi í léttleikann
við miðju jarðar. — Þetta er flókið
mál sem ég reyni þó að varpa ljósi á
í verkum mínum. Þögnin er fyrir
mér altækt eðli en hljómur er ávallt
það sem ég vil kalla tengdaslit (þ.e.
abstraksjón). Þegar maður þarf að
grípa andann á lofti er best að sæta
lagi og fara þangað sem endingar-
bestu sveiflurnar eru. Hugurinn er í
þögn."
ÞAÐ STANSA
FLESTIR1
ALLTÁ FULLUHJÁ OKKUR - v||
VETUR SEM SUMAR
ð- - Örugg ferd — Ódýr f erð I
3 }4eriól(ur h.\ P VESTMANNAEYJUM r SÍMl 98-1792 & 1433 / ♦ REYKJAVÍK SÍMI 91-686464
FERJA 1 1 0 S tc 2 >■ ii
5% staðgreiðsluafsláttur í öllum deildum.
Opið laugardag frá kl. 9—16
Verslið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin ft>est.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut
f A A A A A A
~ U OtJaD,
. “ JUUUQjjy
= - -I LÍIJOGj-J
UBl(ÍBIUIittiftiliÍ IVftliT
121 Sími 10600
16 HELGARPÓSTURINN